Vesturland - 22.11.1929, Blaðsíða 2
2
VESTURLAND
VESTURLAND
kemur út einu. sinni í viku.
Kostar 7 kr. um árið.
Gjaiddagi 1. október.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Sigurður Kristjánsson
Haínarstræti 1. Simi 99.
Afgreiðslumaður:
Loptur Gunnarsson,
Aðalstræti 11. Sími 37.
Haraldnr Pálsson
stýrimaður
á togaranum Hafstein féll fyrir
borð 15. þ. m. og druknaði.
Haraldur hafði verið skipverji
á Hafstein frá því að skipið varð
íslensk eign og var nú orðinn
stýrimaður á skipinu. Hann var
einn þeirra manna, sem vaxa af
verkuni sínum, og er að slíkum
mönnum tnestur skaði.
V angeymsla.
Síðasta þing sýndi þann skiln-
ing á nauðsyn þess að auka gæði
íslands, að það heimilaði 20 þús-
und krónur til þess að flytja hér
inn sauðnaut.
Margir framsýnir menn hafa
fyrir löngu séð það, að við aukna
fjölbreytni í þjóðlífi íslendinga,
hafa stórlega vaxið þarfir lands-
ins, og þörfin til þess að breyta
atvinnuvegum landsmanna í atð-
vænlegra horf.
Það má telja fullkomið fjárhættu-
spil fyrir þjóðfélag, sem hefir jafn
mörgum þörfum að sinna, eins
og ísland, að treysta algerlega á
fábreytta atvinnuvegi, og gera
ekkert til þess að finna ieiðir,
sem jafni höfuðvigt þarfanna á
fieiri lífsmöguleika, en hér til hafa
verið ræktir á íslandi.
Ein tilraunin til að færa fleiri
stoðir undir afkomu landsmanna,
en hér til hafa verið, er sú, að
fjölga tegundum alidýra og veiði-
dýra. Sfðasta þing heimilaði í
þessu skyni 20 þús. kr. úr rikis-
sjóði, til þess að fiytja inn sauð-
naut frá Grænlandi.
íslendingar eru ekki vamr ís-
hafsferðum, og var ósennilegt, að
nokkur fengist til þess að bind-
ast fyrir leiðangri í þessu skyni.
En þó varð sú raunin, að nokkrir
áræðnir menn unnu það afreks-
verk (sem teljast verður eftir á-
stæðum) að sigla til i\iorður-
Grænlands og sækja þangað sauð-
naut. Komu þeir með sjö ungviði
og afhentu ríkisstjórninni fyrir fé
það, sem Alþingi hafði heimilað.
Nú eru öll þessi sauðnaut dauð.
Er ekki eítir að telja fé það, sem
goldið hefir verið úr ríkissjóði,
þó mikið mætti gera fyrir slíka
upphæð til gangs og þrifa f sveit-
um landsins. Hitt er dálftið erfið-
ara að meta til hégóma, að all-
stór hópur köskustu manna þjóð-
arinnar leggur líf sitt viö það, að
auðga land sitt um þessi gæði,
en það verður sem vatn hiaupið
1 sand.
En það sem eftirtektarveröast
er í þessu sambandi er það, að
dýrin eru dauð fyrir handvömm,
að mennirnir sem lögðu lif sitt í
sölurnar, til þess eins að auðga
íslenska náttúru, og færa út lífs-
möguleika íslendinga, hafa unnið
iyrir gýg.
íslenska ríkisstjórnin hefir öðru
að sinna en því, að gæta þeirra
verðmæta, sem lögð eru upp í
hendur hennar, og kosíað er til
stórfé úr rikissjóði og lífi margra
öndvegismanna þjóðarinnar. Hún
má ekkert klípa af þeim tíma,
sem hún ver til ofsókna á menta-
menn landsins. Hún hefir nóg að
gera við það, að reikna út, hvað
hægt sé að taka marga af póli-
tískum ómögum stuðningsflokks
hennar á ríkissjóðinn. Hve mörg-
um andstæðingum sé unt að svala
lítilmannlegri heift sinni á. Hve
mörgum opinberum starfsmönn-
um sé unt að víkja úr sæti, vegna
flokksómegðarinnar og heiftrækn-
innar.
Sem sagt, stjórnin hefir ekki
tíma til (og ekki vit) að sinna
málefnum ríkisins, vegna tnálefna
flokksins.
Kjartan B. Uuðmundss.
í Fremri-Hnífsdal.
14. þ. m. átti Kjartan B. Guð-
mundsson, áður hreppstjóri í Eyr-
arhreppi sextugsafmæli.
Kjartan er einn hinna merkustu
manna hér Vestanl. Og þótt ald-
ur hans sé ekki hærri en þetta,
liggur þó eftir hann mikið og
merkilegt æfidagsverk en því mið-
ur er þvi dagsverki að rnestu lok-
ið, þvi heilsa hans er lömuð af
mikilli áreynslu líkamlegri og and-
legri. ,
Síðan Kjartan varð fulltíða mað-
ur, hefir hann búið í Fremri-Hnífs-
dal, og allan þann tíma, þar til
heilsa hans, þraut, verið sjálfkjör-
inn til að standa fyrir öllum vanda-
sömum málum sveitar sinnar. Hafa
þau störf verið svo af hendi ieyst,
sem um þau hefði fjallað maður
með hárri mentun. Má á vissan'
hátt segja, aö svo hafi verið, því
þó Kjartan hafi ekki notið ann-
arar skólamentunar en búfræði-
náms í Ólafsdal, hefir hann á
eigin hönd mentað sig ágæta
vel, svo sem margir gáfaðir menn
þessarar þjóðar gerðu, meðan
skóia var enginn kostur fyrir al-
þýðu.
Hnífsdal munar það miklu, að
kraftar Kjartans eru þrotnir. En
mikið á sveitarfélagið honum að
þakka.
Fpá tsafirdi.
\ ■
Hjúskapur.
Ungfrú Margrét Magnúsdóttir
og Jón Magnússon prests Jóns-
sonar á Stað í Aðalvík.
Ungfrú Hrefna Magnúsdóttir og
Nýkomið:
Reykborðin margeftirspurðu eru nú komin. Einnig:
Greiðslutæki, (Graniture) og nagla-hreinsunartæki
(Manicure). — Ný tegund af blómsturpottum, ytri
og innri, sem ekki geta brotnað, o. m. fl.
Skúli K. Eiiúksson.
Kennara vantar
í í'ræðsluhérað Snæljallahrepps í Norður-lsaQarð-
arsýslu um þriggja mánaða tíma. Umsóknir
sendist fyrir 15. des. þ. á.
Skólanefndin.
Til sölu
vélbátur ca. 6 smálestir sterklega
bygður, með nýrri 12 hesta
„Emeka“vél, með plógverkfærum,
fylgibát og 140 lóðum.
Guðm. Albertsson
Hesteyri.
Vöruhús Isafjarðar
hefir ætíð, mest og best úr-
val af Manchettskyrtum,
Enskum húfum, Sokkum og
Bindum.
Vöruhúsið.
Guðmundur B. Albertsson á Hest-
eyri.
Síra Sigurgeir Sigurðsson próf-
astur framkvæmdi hjónavígslurnar.
Trúlofun.
Ungfrú Sigrí'ðurGuðmundsdóttir
frá Hrafnabjörgum i Ögurhreppi
og Jón B. Einarsson skipstjóri
Stekkjum í Hnifsdal,
„Hávarður fsfirðingur11
seldi afla sinn I Englandi fyrir
2090 sterlingspund.
„Hafstein"
kom inn 20. þ. m. með 100 föt
lifrar.
Lestrarsalur
bókasafnsins hér er opinn alla
virka daga kl. 4—7 s. d., og kl.
1—5 á sunnudögum.
Danska varðskipið
„Hvidbjorn" kom hér inn á
laugardagsmorguninn með togar-
ann „Ólafur" frá Reykjavík. Hafði
liitt hann á Aðalvfk með veiðar-
færi I ólöglegu lagi. Var skipstjór-
inn dæmdur í 10.000 gullkróna
sekt og afli og veiðarfæri upptækt. •
Skipstjórinn áfrýjaði dómnum.
Karlakór ísafjarðar
söng í Hnífsdal á miðvíkudags-
kvöldið við mikla aðsókn.
1. Desember.
Eins og að undanförnu verður
^jj|iiiiiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiii[iiiiii[iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[[ip
Verslun |
| Matth. Sveinssonar. j
| Tóbaksvörur allsk^
| Sælgætisvörur, |
| Glervörur feikna úrvai, |
| Hreinlætisvörur,
| Niðursuðuvörur,
I Ávextir, Kjöt, Pilsur o. fl. 1
| Leikföng afaródýr, I
| t. d. brúður frá 35 aurum. 1
| Epli, Vínber,
I Appelsínur. I
— cs
| Ýmsar tækifærisgjafír. |
kiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniHiiri
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦ ♦
Z ^ér ♦
|DEJONGj
súkkulaði, þá hafið þér ^
fengið það besta sem fæst. ^
♦ DE JONG er meira virði ♦
♦ en það kostar.
♦ DE JONG fæst i flestum
♦ verslunum.
Vöruhús ísafjarðar.
Nýkomið mikið úrval af Kven-
golftreyjum úr alull. Verð: kr.
3.90, 4.50, 4.90, 5.50.
Vöruhúsið.
fjölbreytt skemtun haldin hér fyrsta
desember til ágóða fyrir Kirkju-
byggingarsjððinn.
Þing- og héraðsmálafundi
Norður-ísafjarðarsýslu var lok-
ið í gærkvöld.
Útdráttur úr fundargerðinni birt-
ist síðar hér I blaðinu.