Vesturland - 11.09.1930, Síða 1
Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson.
VII. árgangur.
fsafjörður, 11. september 1930.
28. tölublað.
■
■5
VETRARKÁPUR, nýtískusnið, fyrir dömur og telpur.
Fjölbreytt úrval nýkomið í V0RUHÚS ÍSAFJÁRÐAR.
Illkvitni Dana.
Vilhjálmur Stefánsson hóf land-
könnunarferðir um norðurhöf með
öðrum hætti, en áður var títt.
Hann kynti sér fyrst siðu og háttu
þeirra, sem á Norðurvegum búa.
hann lærði tungu þeirra, tók upp
sama klæðnað og mataræði, og
ferðaðist eins og þeir. Hann
sló ekki tjöldum í hörkugrimdum
á vetrum, heldur gerði sér snjó-
þús (gróf sig í fönn). Þar bjó
hann sem í beztu baðstofu, þótt
hann yrði veðurteptur mörg dæg-
ur. Stakk það mjög í stúf við
þær hörmungar, sem tjaldbúar
höfðu átt við að striða í tjöldum
sínum, þótt þau væru af „nýjustu
gerð“
Þessi nýbreytni Vilhjálms gjör-
breytti, á skömmum titna, útbúnaði
ölluni í heimskautsferðum, eink-
um þeim, sem farnar eru á sleð-
um. Vilhjálmur kvaðst þó ekki
hafa fundið neinn týndan sann-
leika í þessum efnum. Hann hefði
farið eftir gömlum málshætti, sem
hann lærði i skóla: „Dveljir þú
f Rómaborg, þá sem þig að sið-
um Rómverja".
Engum manni vegnar vel meðal
erlendra þjóða, neina hann semji
sig að siðum þeirra og háttum.
Margar vitlausar ferðabækur og
fréttapislar hafa verið skrifaðar
um ísland. Hafa ferðalangar oft
ritað fjálglegar iýsingar um svað-
ilfarir sínar hér á landi, auk þess
sem þeir hafa misskilið og rang-
fært menníngu og sögu þjóðar-
innar. En hvers er áð vænta þegar
jafnvel „íslandsvinum" skjöplast
um ferðaíýsingar sínar. Skömm
eftir síðustu áldamót ferðaðist dr.
Karl Kiichler frá *Reykjavík til
Geysis og Heklu, það var í júlí-
mánuði. Ritaði hann bók um ferð
sina og nefndi hana „Wustenritte
und Wulkanbesteigungen1 (Eyði-
markareið og eldfjallagöngur).
Mun íslendingum hafa blöskrað
hve erfítt er að fara hér bæjarleið,
eftir sumum lýsingum þeirrar bók-
;ar, og fleiri samskonar rita. Væri
íí raun réttri vert að gefa út á
íslenzku safn af lýsingum sumra
manna á ferðalögum um ísland.
Mætti þá vera að drengir yrðu
fúsari til hjásetu, er þeir kyntust
■þeim svaðilförum og þvi æfin-
týralífi.
Danir höfðu um langt skeið
tmikil mök við íslendinga. Dvöldu
margir þeirra hér langdvölum.
Mun þó fágætt hve fáir þeirra
komu auga á sannindi málshátt-
arins forna: „Dveljir þú í Róma-
borg, þá sem þig að siðum Róm-
verja“.
Það kom varla fyrir að Danir
hér bæru við að nema íslenzku.
þeir sátu hér árum saman og
áttu alla afkomu sína undir skift-
um við íslendinga. Um kýnni af
sögu og menningu þjóðaiinnar
var ekki að tala. Fram á þessa
öld voru hér danskir menn og
konur, sem aldrei mæltu íslenzkt
orð, og höfðu sumir þó ekki séð
föðurland sitt svo áratugum skifti.
Fyrirlitning og lítilsvirðing Dana
á öllu íslenzku er og alkunna.
Það var tnikill nauður að ferð-
ast meðal Dana á þeim árum,
sein íslendingar börðust harðast
fyrir sjáltæði sínu. Jafnvel Georg
Brandes heimskaði sjálfan sig á
að hæðast að íslendingum fyrir
þessa viðleitni. Líkti hann oss við
Amakursbúa, taldi það jafn fjar-
stætt að vér yrðum sjálfstæð þjóð
sem þeir. Fór um það mörgum
háðulegum orðum. Fimtán árum
síðar var ísland þó orðið full-
valda riki.
Eftir að Sambandslögin voru
sett, lækkaði rostinn í Dönum, og
óvild íslendinga til þeirra hvarf.
Sátt og samlyndi var milli þjóð-
anna. Lögin reyndust grannasættir.
Danir tóku nú og að kynna sér
meir en áður sögu og menningu
islendinga. Menta menn þeirra
tóku t. d. að þýða á sitt mál
sögur vorar. Enn var það að
Danir, sem Ieitað hafa sér atvinnu
hér hin síðari ár, hafa jafnskjótt
tekið að leggja stund á að nema
fslenzkt mál. Er nú sá ósiður því
nær með öllu aflagður að þeir
ávarpi fslenzka viðskiptamenn sfna
á danska tungu.
Hin sfðustu missiri hefir samt
að nokktu kveðið við hinn gamla
tón um ísland f dönskum blöðum,
einkum þó hjá hitium ótrterkari
mönnum Dana. Ástæðan mun
vera sú, að allir stjórnmálaflokkar
á íslandi hata lýst yfir þvf, að
þeir tnundu stefna að því að
segja upp ákvæðum Sambands-
laganna, er þau leyfa það. Var
Dönum sagt frá þessari fyrirætlun
fölskvalaust og án allrar óvildar
til dönsku þjóðarinnar.
Illkvitnisgreinum og fréttuin utn
ísland hefir fjölgað nú urn Alþing-
ishátfðina. Danskir blaðamenn,
sem sóttu hátíðina, simuðu út
græningjalegar fregnir utn svaðii-
farir og hörmungalíf gestanna til
og frá Þingvöllum og á hátíðar-
svæðinu.
Smásmugulegar útásetningar og
hótfyndni Dana geta menn látið
sér f léttu rúmi liggja. Hitt er
vérra, þegar forsselisráðh. þeirra
lætur hafa eftir sér beinlinis rangar
fregnir um hug vorn til Dana.
Er hér int að þvf, að hann sagði.
er heim kom, að æsingatilraunum
Sjálfstæðisblaðanna gegn Dönum
væri nú hætt. Hvernig mundi þvf
hætt, sem aldrei hefir verið? Það
er öllum hér kunnugt að blöð
sjálfstæðismanna hafa engar æs-
ingar vakið gegn dönsku þjóðinrti.
Hitt er annað mál, að sjálfstæðis-
menn vilja vera við því búnir að
taka öll sfn mál í eigin hendur.
Margar fáránlegar blaðagreinar
háfa verið skrifaðar utn ísland í
dönsk blöð. Hefir Morgunblaðið
látið þýða eina slíka og birt 2.
þ. m. Höfundurinn þeitir Kurt
Koch. Er erfitt að gera út um
það, hvað mest má sfn í þessari
grein: Illkvitni í garð íslendinga,
Stórdanaháttur eða vanþekking á
ísl. sögu og menningu, og jafn-
vel sögu hans eigin þjóðar. En
undir logar öfundin yfir þvl, að
ísleridingar rnuni þó hafa eitthvað
til brunns að bera.
Koch er sárgramur yfir því, að
íslendingar skuli nokkurntfma
nefna kúgun og einokun Dana á
oss á einveldistímanum, því
„danskir bændur, dönsk alþýða og
borgarar voru þrælbundnir ein-
veldinu“ segir hann. Ekki kemur
hann auga á þann mikla tnun, að
afraksturinn af kúgun Dana heima-
fyrir varð eftir í landirtu sjálfu,
en reifin af íslendingum voru flutt
til Danmerkur, og- ekkert eftir
skilið.
Höf. öfundar sjáanlega ísl. af
að eiga þúsund ára gamalt þing.
En stórdananum skýtur fljótt upp.
Þeir áttu tnarga þingstaði í tfð
Gorms gatnla segir Koch. Engan
eðlismun finnur hann löggjafar-
þings Ísl. óg kjörþinga og húsa-
þinga danskra konunga.
Fánamistökin á Lögbergi segir
Koch að hafi verið dulbúin óvirð-
ing á Dönum, þrátt fyrir opin-
berar afsakanir. Þarf ekki að
svara þeirri firru.
Fána Færeyittga telur hanti ís-
lendinga hafa haldið undir skírn
á Þingvöllum. Vanþekking er það.
Fáni þeirra var vígður i Færeyj-
um og notaður, sem þjóðernis-
tákn þeirra, i Noregi og Orkn-
eyjum, áður en á Þiugvöl! kom.
Menningu Dana heldur Koch
tnörg þúsundurri árum eldri ett
mennirtgu íslendinga. Veit ekki
flónið að mettning allra Norður-
landaþjóðanna á eina og sömu
rót. Hann man það ekki heldur
að Danir hafa gleymt tungu sinni
og að íslendingar skráðu sögu
þeirra.
Koch telur að Danir hafi varið
sjálfstæði íslandS tneð vopnum f
nokkur hundruð ár. Og „á hafinu
og við suðurlandamæri sín börð-
ust Danir fyrir fullu frelsi Norð-
urlanda, það var barist til að
vernda landamæri norrænnar
tungu.“
Varð mönnum ekki ljóst í styrj-
öldinni miklu, að lítt mundi ísl.
þýða að treysta voptium Dana?
Hafa þeir verndað norræna tungu?
Mennirnir sem hafa gieymt henni.
Ýmsar afturgöngur eru t grein-
inni, svo sem að íslendingar hafi
sótt háskóla Dana ókeypis, o. fl.
o. fl.
Loks segir Koch að ísl. hafi
gott af að muna, að herafli Dana
sé enn svo mikill, að þeir geti
sýnt þeim í tvo heimana, ef þeir
kæri sig um.
Meðan Danir skildu tungu sína
var konungur þeirra eitt sinn
móðgaður freklega af islenzkutn
mönnum. Hann ætlaði. þá að
herja hingað, en hætti við það,
þegar hann hafði fengið njósnir
af landinu. —
Eitt er enn spaugilegt í grein
Kochs. Hann spyr hvort það sé
fyndni, aö íslendingar hafi nefnt
konunginn Kristján Friðriksson.
Það er ekki kunnugt að kon-
ungur vor hafi verið nefndur
svo' í íslenzkum blöðum öðrum
en þeim, sem gefin eru út
tneð styrk úr dönskum sjóðum.
En þótt svo væri, þá er það í
fullu 'samræmi við málfar íslend-
inga. Fyrsti konungur íslands hét
Hákon Hákonarson og sá næsti
Magnús Hákonarson. Virðist engu
ósæmilegra að kenna konunga til
feðra sinna, heldur en auðkenna
þá, með tölum.