Vesturland - 11.09.1930, Síða 2
2
VESTURLAND
VESTURLANÐ
kemur út einu sinni í viku.
Kostar 7 kr. um árið.
Gjalddagi 1. október.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
jSigurður Kristjánsson
Hafnarstræti 1. Slmi 99.
Afgreiðslumaður:
Loptur Gunnarsson,
Aðalstræti H. Sími 37.
Samgöngur.
Megin skilyrði fyrir vexti og
viðgangi einstaklinga, héraða eða
heilia þjóðfélaga er það, að búa
við góðar samgöngur á láði og
legi. Þar sem satngöngur eru
góðar innan héraða, miili héraða,
milli landa o. s. frv. þar opnast
ýmislegir mögaleikar til viðskifta
manna á milli, aukinnar fram-
leiðsiu og velmegunar borgaranna.
Menn verða frjálsmannlegri, djarf-
ari og mentaðri af tíóum viðskift-
um og kynningu við aðra menn,
lífið allt slær örara og verður á
allann hátt bjartara og betra. Það
er þvi hinn fyrsti og mest áber-
andi vottur um mennirigarleysi
og amlóðahátt héraðsbúa eða
heilla þjóða, sem mætir gestsaug-\
anu, þar sem samgöngur allaretu
í hinu versta ólagi. Mennirnir
verða á slikum stöðum, ófram-
færnir og tortryggnir, framleiðslan
stendur kyr, eða gengur jafnvel
saman. Þessu fylgir svo fátækt,
úrræðaleysi og svartsýni almenn
ings, kjarkleysi og vesalmenska
hverskonar.
Hvernig er nú viðhorfið pkkar
íslendinga, sem heildar, við þess-
um málum? Það verður að teljast
sæmilegt, miðað við hnattstöðu
lands vors. Við höfum góðar
samgöngur við eriend ríki eftir
stærð þjóðarinnar, við höfum
einnig iagða vegi um mest allt
landið, biifæra vegi um allt suð-
urlands undirlenið, Borgarfjörðinn,
Hrútafjörð og mest allt norður-
land og víða um Austfjörðu. Þá
höfum við og brýr á hverjum læk
eða á um aljt þetta svæði og við
höfum flugvélar í ioftinu. Skyldur
þessutft tækjum er og síminn, sem
þegar spennir arma sína um þvert
og endilangt landið, og greiðir
fyrir viðskiftum öllum, þótt ekki
sé hann flutningatæki um annað
en orð og hugsanir manna.
Öll þessi tæki, vegir og brýr
rr.eð viðhaldi, kosta mikið fé, en
féð er tekið með sköttum • og
tollum af hinum ýmsu héruðum
landsins, og er því vel varið, er
til slíkra framkvæmda fer, því þáð
opnar leiðir til aukinnar fjáröfl-
unar og menningar í þeim hér-
uðum, er samgöngubætur fá. En j
hvernig er nú ástandið hjá okkur \
ísfirðingum í þessum efnum? j
Maður skyldi ætla að það væri
all bærilegt. Það er kunnugt að
okkar hérað, ísafjarðarsýslan, er
annar eða þriðji hæðsti skatt-
greiðandi til ríkissjóðsins og ætti
þvi væntanlega að fá eitthvað
heim aftur íii vegamála á sjó eða
landi, það væri ekki annað' en
okkar eigið fé þ'ótt svo væri. En
höfum við þá virkilega ekki feng-.
ið eitthvað talsvert úr ríkissjóði
aftur til þess að hressa upp í
héráðinu með, eða hvað hefir
annars orðið af öllum greiðslun-
um í ríkissjóðinn frá okkur, stærstu
gjaldendum íslenzka ríkisins? Því
er fljötsvarað, aurunum frá okkur
hefir verið varið meðal annars í
vegi og brýr annarsstaðar. — Við
höfum verið látnir hlaupa undir
baggann með Sunnlendingum,
svo þeim væri kleift að keyra
þurfamönnum sínum í bílum frá
Reykjavík austur á sveitirnar og
svo höfum við að likindum lagi
eitthvað í guðskistuna hjá Norð-
lendingum vinum vórum með
vegarspotta eða brú, þvi það er
svo mikið til af þesskonar á norð
urlandi, svo að þeir geti ekið
kaupakonum sinum til Reykjavik-
ur aö haustinu á bíluiri tfg þurfi
ekki að misbjóða þeim með því
að stara sjóveikurn í land á fram-
taksleysið á Hornströndunum.
Sjálfir höfum við ekkert fengið,
varla nokkurn pening sem styrk-
ur geti kallf^t til nokkurs hlutar.
Hér er ekki til meters langur
vegarspotti í öllu héraðinu, er
rikissjóður hafi lagt eða kostað,
en það er til ein brú yfir smálæk
hér innra, sem aldrei þarf að nota.
Símstöðvar eru jafnmargar í öllu'
Djúpinu og í einum hreppi i
Hrútafirði. StyrKurinn til Djúp-
bátsirrs er enginn styrkur, það
er rangnefni á þvi fé sem hann
fær, það er lítið annað en bein
kaupgreiðsla til okkar fyrir að
skila pósti íyrir ríkissjóðinn -í
ýmsar áttir og sem hann ekki
fengi gert fyrir mikið lægra gjald.
Á sama tírna sern aðrar sýslur
fá hundruðir þúsunda króna til
vega, fáujn við ekki neitt, annað
en að greiða fé til framkvæmda
annaistaðar. Eina samgöngutæk-
ið sem við höfum að hampa, er
þá styrklaus, eða styrklítill Ðjúp-
bátur. Það vantar ekki rausnina
á hærri stööum, þejjar við erum
annarsvegar, ísfirðirigarnir.
Enginn taki orð mín svo, að
eg sé hér að sneiða að þing-
mönnum okkar fyrir ódugnað í
málarekstri fyrir okkur. Við höfum
verið svo heppnir að senda jafn-
an á þing hvern ágætismanninn
öðrum betri. Við áttum ,Jón Sig-
urðsson, Skúla Thoroddsen, Haf-
stein, Sig. Stefánssorij Jón Auðunn
o fl. Sökin er okkar sjálfra. Við
erum svc tómlátir og svo niður-
sokknir í hreppapólitík jafnan, að
þingtn getur tæplega flutt svo hér-
aðsmál fyrir okkur á þingi, að
hann ekki sé hérumbil viss um
að stórmóöga einlivern hluta kjós-
énda sinna um leið. „Án er illt
gengi, nema heiman hafi“, mætti
sega urn okkur, frernur mörgum
öðrum landsins börnum.
Og hvernig er svo þetta eiua
samgönguiæki, sem við erurn að
burðast með? Það er okkur til
skammar, auðvitað —- eins og
ailt annað í þessum málurn. Slíkt
flutningatæki til manníiutninga,
mundi hvergi í veröldinni taiið
boðlegt sinuðum mönnum annar-
staðar en hér í Djúpinu, ekki
einu sinni víða annarsstaðar á
okkar kæru fósturjörð. Það er
♦
❖
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Allt fypir karlmenn: ♦
Ulsterefni, Fataefni, Ftakkaefni.
Rykfrakkar.
Flibbar, Bindi, Vasaklútar.
Sokkar, Húfur, Kaskeiti,
og margt fleira skreytilegt fæst altaf hjá
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
#. Þorsteini Uuðmundssyni, klæðskera. 4
K? L 1 Q B S I □ 5
ES S G ea G Haustvörur — í stærra og fjölbreyttara úrvali en áður. — Um 100 sett af hinum vönduðu, ódýru belgisku , lierrafotum, eru nú fyrirliggjandi, og kosta fra 45—120 krónur. Úrval af manehetskyrtum, bindum o. fl. Með næstu skipum koma Dömukjólar og vetrarkápur, vel valið en ódýrt. Þeir sem vilja kaupa góða vöru með sann- gjörnu verði, gjöri *svo vel að líta inn í Verzlun Dagsbrún. a B Q
ötioiiöiioiiöjioioiöiiöyöiiöiiöi
engin von til þess að ríkissjóður-
inn vilji styrkja hátt aðra eins
héraðsskömm Og svo er ferðum
þessa blessaða skips svo prýði-
lega illa fyrir komið, að Djúpið
hefir þess ekki full not, án tillits
til vanefna skipsíns sjálfs. í stað
þess að fara inn i Djúpið degi
síðar en „Island“ og „Drottning-
ín koma til ísafjarðar á norður-
leið, svo við getum fengið póst
óg farþega, ef einhverjir eru, beint
lil okkar, og komið frá okkur aft-
ur samskonar flutningi, meðan
skipin fara norður, því öll sam-
bönd eru hér við Reykjavik en
ekki norðurlaridið, þá fer bátur-
inn venjuiega inn i Djúp um iíkt
íeiti og skipin fara úr Rvík, svo
vjð eigum í flestum tilfellum bæði
póst og flutning, lifandi og dauð-
an á ísafirði næstu 10—14 daga.
Það verður að. laga ferðir báts-
ins i samræmi við önnur skip. Þá
fáum við að jafnaði eina ferð
inn í Djúpið móti hverjum 4—6
norður í Jökulfjörðu og Strandir.
Það eru að líkindum aukahlunn-
indi, sem við Djúpmenn höfum
vegna póstflutninga ríkissjóðs
norður. Djúpið, eitt af biómleg-
ustu- sveitahéruðum landsins, má
því öfgalítið teljast jafn einangraö
fyrir öllum samgöngum eins og
Grænland.
Á niðurlægingartímum þjóðar-
innar, var það talið eitt sterkasta
einkenni íslendinga, hvað þeir
voru þoiinmóðir, seinir til, sila-
Dömu- og herra-
Ryk- og regnfrakkar
seljast næstu daga
með 25-50% afslœtti.
Karl Olgeirsson.
♦♦♦♦♦ ♦♦ ♦♦♦♦♦
♦ Matrósaföt X
% & frakkar £
^ fyrir börn og unglinga ^
♦ Vöruhúsið. ♦
♦♦♦♦♦ ♦♦ ♦♦♦♦♦
4»
legir og kærulitlir um flesta hluti.
Við ísfirðingar erum skrautúfgáfa
af góðum íslendingum i þá daga.
Með hendurnar i buxnavösunum
horfum viö rólegir á að altt sé
hér í ólestri og ógert með öllu,
sem samgöngur mætti nefna, okk-
úi í einu tit stórtjóns og stór-
skammar.
Mér er sagt af'Strandamönnum,
aði þeim sé á næsta sumri lofað
bllfærum vegi úr Hrúlafirði til
Hólmavikur. Eg veit. ekki hvort
þetta er rétt með farið, finnst það
ekki ósennilegt, þvf vegur á þess-
um kafla er mjög auðgerður og
ódýr víðast hvar, sumstaðar sjálf-