Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.03.1931, Síða 1

Vesturland - 14.03.1931, Síða 1
VESTURLAND VIII. árgangur. ísafjörður, 14. marz 1931. 10. tölublað. Löggæzlan í bænum. Löggæzlan hér á Ísaíirði er á einu sviði rekin af miklum áhuga. Eg segi rekin, því hún er rekin a! veruiegu kappi tollvarðar og lögregluþjóna til þess að afla fjár í ríkis- og bæjarsjóð. Það er á allra vitorði, að báðar þessar fjár- i hirzlur eru mikils þurfandi en oft- ast tómar. Koma því tekjurnar sér vel, hverjar sem eru, og hvern- ig. sem þeirra er aflað. Þetta er þessum útvörðum laganna hér á ísafirði ljóst, og haga sér eftir því. Þeir fara beinustu leiðina að beztu tekjulindinni, sem starf þeirra veitir þeim aðgang að, áfengis- sektunum. Upptökin eru I útsölu Áfengisverzlunar ríkisins. — Má segja að það sé mjög vel við- eigandi samræmisins vegna — og þær 15 klukkustundir sem hún er opin um vikuna, stendur annar- hvor lögregluþjónninn þar altaf vörð. Fer þannig ekkert fram hjá þeim um það hverjir kaupa sér þar flösku. Ef til vill er lögreglan um leið sett til höfuðs útsölu- manninum sjálfum, svo að hann vandi sig sem mest hann má í starfinu, og engin skissa geti hent hann i þessu háleita starfi. Út- sölumaðurinn fer sjálfsagt nærri um það hvort þessi tilgáta er rétt, en sé hún rétt, þá er hann að- dáunarverður fyrir skaplyndi sitt, er hann lætur sýna sér og auð- mjúklega tekur á móti annari eins lltilsvirðingu. Um ókurteisi þá, sem öllum viðskiftamönnum þessarar verzlunar er sýnd með þessari varðmennsku þarf ekki að orð- lengja. Hún er of augljós öllum siðuðum mönnum. Varðmenskan í útsölunni er einn þátturinn, aðal þáttuiinn mætti segja, I þessu fjáröflunarplani, enda er lögreglunni altaf auð vitað hverjir þeir menn eru, sem helst þyrfti að líta eftir vegna ölvunar, og einhvern veginn at- vikast þ*að svo, að uppskeran verður viðunandi, margur gistir steininn og fjöldinn allur fær sekt- ir fyrir áfengisbrot og óhlýðni við lögregluna. Þannig hækkar hagur Strympu. Verksvið lögreglunnar er marg- þætt og mikið trúnaðarstarf og útheimtir að það sé rækt af skyn- sömum og vel hæfum mönnum, sem ekki séu rígbundnir neinu klikkufargani eða ofstæki í eina eða aðra átt. Ef dugnaður ísfirsku lögregluþjónanna kæmi víöar í ljós en I kostgæfni þeirri er þeir sýna I áfengismálefnunum hér, þá væri minna um þetta að segja. En svo er því miður ekki. Allt annað er lagt á hilluna. Æöarfugl er skot- inn hér við ' bryggju um há- bjartan dag, og sama dag er ein- um af borguruin bæjarins sýnt banatilræði með byssukúlu, setn skotið er í gegnuni rúðu inn I herbergi það, er hann hefst við I í húsi sínu. — En þetta fer allt fyrir ofan garð og neðan hjá lög- reglunni. Maður sá, er varð fyrir þessu tilræði hefir ritað um þetta hér í blaðinu og allur bærinn veit j um þetta atvik. Ekkert hefir enn heyrst um það að hendur hafi verið hafðar í hári þessara glæpamanna, og skal lát- ið ósagt, hvort nokkuð hefir verið til þess reynt af hálfu lögreglunn- ar. Hugur hennar hneigist í aðra átt löggæzlunnar, eins og fyr er lýst. Annar lögregluþjónninn á t. d. að ganga vörð hér um bæ- inn á hverri nóttu, og tel eg víst að svo sé til ællast, að sá hinn sami skotri augum víðar en að drukknum mönnum, er kynnu að vera á ferli, að hann í orðsins fylstu inerkingu vaki yfir velferð bæjarbúa og öllum hag þeirra á oóttunni, því margt er það og misjaínt, er skeð getur í svona bæ að næturlagi. — Hve vel vak- andi þessir næturverðir eru að jafnaði veit eg ekki, en hitt veit eg, að innbrot hafa verið framin hér hvað eftir annað án þess að vöröurinn yrði var við, og er litt skiljanlegt hvernig slíkt getur átt sér stað I ekki stærri bæ, sem ganga má af enda og á, á fáum mínútum.* Annað eins og þetta vekur hjá mörgum þá óþægilegu hugsun, en sem þó er mjög eðli- leg afleiðing af hinu, að vel geti | komið fyrir að kvikni í húsum að næturlagi, þegar allir eru ugg- lausir og í fasta svefni, og stór- slys orðið' af, án þess að nætur- vörðurinn verði var við. Reynsl- an hefir sýnt og sannað, að það- an ber ekki að vænta hjálparinnar. Þegar „Nova“ var hér síðast á suðurleið, kom einn borgari þessa bæjar út af skrifstofu sinni kl. 3 um nóttina og var á heimleið, Flughálka var á ölluin götum og féll liann á svellbungu á rniðju Aðalstræti og fótbrotnaði. Hann reyndi að kalla svo að heyrðist I næstu hús en árangurslaust og þó þetta sé ein fjölfarnasta gata bæjarins að deginum til, varð hann að liggja þarna hjálparvana á klakanum allt að því hálfa klukku- stund þar til maður barst þar að og náði I hjálp úr húsi þar ná- lægt. Ekki sást næturvörðurinn allan tímann meðan hinn slasaði beið eftir hjálpinni, og ekki varð hann heldur á vegi þess er sendur var fyrst eftir lækni og síðan I apó- tekið og víðar. En hvar var hann þá? — Hvar var næturvörður- inn ? ^ Hann stóð alla þessa nótt vörð ineð tollþjóninum umborð í ,Nova‘, sem lá við bæjarbryggjuna. Lét með öðrum orðutn bæjarbúa al- veg eiga sig hvað sem fyrir kynni að koma. Ætla inætti að tollvörður væri einfær um að spígspora hér að næturlægi á þiljum aðkomuskipa, og varla er svo mikið í húfi, þó einhversstaðar kunni að dyljast áfengisflaska í skipinu, að nauð- syn beri til að taka næturvörðinn úr bænum, tollverðinum til að- stoðar við það sem oftast reynist draumórar sjúks ímyndutiarafls. Eg hefi látið telja mér trú um að bæjarfógetinn væri yfirmaður lögregluþjónanna í bænum og að þeir yrðu því að lúta boði hans og banni er svo bæri undir. En eg læt ekki telja mér trú um að mistök þau, er eg hefi drepið á hér I greininni, eigi sér stað með vitund og því síður vilja fógetans. Eða, hverjir eru þeir aðrir hér I bæ, er kunna að hafa eno meira vald en bæjarfógetinn yfir lög- regluþjónunum? Spectator. Frá Alþingi. Stýfingin. Nú ér kemið fram frumvarp frá stjórninni um „mál málanna"! Er því auðvitað ætlað að daga uppi I þinginu. Þetta sést meðal annars á þvf, að stjórnin leggur ekki frv.' fjrir, fyr en þingið hefir staðið nál. mánuð. Ekki þarf um að kenna erfiðri eða vandasamri vinnu við þennan kjörgrip, því frumvarpið er samið árið 1929 og lagt fyrir þingið þá nægilega seint til þess að það dagaði uppi. Svo var skrípaleikurinn endurtek- inn á þinginu i fyrra. Og loks kemur frv. orðrétt fyrir efrideild nú, þegar á þing er liðið. — Ekki þarf því að lýsa gripnum, er hann er tvíafturgenginn, og sist er það er ákveðið af stjórninni sjálfri, að frv. verði ekki að lögum. Annars er frv. 17 línur að lengd. Gerir það ráð fyrir að krónan verði stýfð við 81 eyri. Það þýðir að aliir þeir sem' eiga inneignir eða kröfur i ísl. krónum, íá þær aðeins greiddar að nokkru leyti, eða 81 eyri fyrir hverja kiónu. Frv. var til fyrstu umræðu á mánudaginn var. Var ineð því útbýtt áliti um stýfingu frá próf. Gustav Cassel í Sviþjóð. Prófessor Cassel hefir háð harða og raunalega baráttu fyrir stýf- ingu hjá öllum þjóðum á Norð- urlönduin. Hann barðist hart og lengi fyrir stýiingu í heimalandi sínu, Svíþjóð, en fékk þar enga áheyrn. Hann reyndi því næst að fá Dani til að stýfa, og lagði svo mikið kapp á þetta, að hann fór til Danmerkur og hélt þar fyrir- lestra utn þetta efni. Danir vildu ekki hlusta á hann, og gáfu sinni krónu gullgildi, eins og Svíar. Þá sneri Cassel sér til Noregs og reyndi að koma þar á stýfingu. En einnig þar beið hann skip- brot. Norðmenn gerðu sína krónu gullgilda, svo sem áður var. Það er vert að gera sér grein fyrir hvers vegna etigin þjóð á Norðurlöudutn hefir viljað hlusta á próf. Cassel I þessu stýfingar- máli. í því sambandi er athyglis- verðast, hvaða menn það eru í hverju landi, setn harðast hafa staðið gegn stýfingu. En það eru einmitt forsiöðumenn banka og sparisjóða, einmitt þeir mennirnir, sem bezta aðstöðu hafa til að skiija það, hve geysilega þýðingu það hefir fyrir hvert riki, að menn geti treyst þvi að geymslufé sé þar óhætt, að geymslufé og kröf- ur verði leyst út með jafnverð- mæturn peningum, og inn voru lagðir. Rlki, sem tekur það ráð I eitt skifti að stýfa, er jafnlíklegt til að gera hið sama, hvert sinn er mæta þarf örðugleikum. Ná- grannaríki okkar hafa séð það og skilið, að stýfing mundi vekja vantraust, og að geymslufé, bæði í innlánum og verðpappírum, mundi streyma frá slíku landi, þangað sem vænta má að rétt- mætar kröfur verði ekki „stýfðar“. Stýfing er að sönnu talin leyfi- leg ef ríkið getur alls ekki ann- að. Það er þá einskonar gjaldþrot, sem auðvitað veikir traust en getiir þó verið heiðarlegt. En stýfing, sem hægt er hjá að kom- ast, er ekkert annað en íjársvik. Furðar vfst engan á því, þó sú ríkisstjórn, sein árum saman haföi gert ráðstafanir og lagt launráð til áð stela spariskildingum 10 þúsund landa sinna (inneigenda I íslandsbanka) berjist hart fyrir þeim fjársvikum, sem I stýfingu felast. Frv. það, sem sjálfstæðismenn bera fram er miðað við það, að hver fái sitt og hver gjaldi sitt. Þeir sem lagt hafa fiam fé í há- gengiskrónum, fá það endurgreitt með jafngildri mynt. Þeir, sem lagt hafa fram fé eða eignast kröfur með lággengiskrónum, fá endurgreiðslu í lággengiskrónum. Sama er með þá sem stofnað hafa skuldir — þeir greiða þær með jafngildum peningum og þeir fengu. I þessu er fylgt blátt áfram línu heióarlegra viðskifta. En jafn íramt fylgir sá kostur þeirri leið sem sjálfstæðismenn hafa valið, að þá næst gulígildi krónunnar, án þess að það verði farg á at- vinnurekstri landsmanna. Marga mun undra það, að só- sialistarnir á þingi virðast nú enga afstöðu vilja taka til gengismáls- ins. Eins og kunnugt er, hafa þeir haidið mjög fast fram hækkun krónunnar. Er það alment álit verkamanna, að þeir mundu græða á gengishækkuninni. Varla ínátti þvi annars vænta, en að þingin. flokksins tækju upp samvinnu við sjálfstæðismenn í þessu máli, og felldu tafarlaust stýfingarfrv. En það er nú öðru nær en að þeir geri slíkt. Þeir eru löngu búnir

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.