Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.03.1931, Síða 2

Vesturland - 14.03.1931, Síða 2
2 VESTURLAND 16 útgerðarmenn — (37 bátar) — á ísafirði og Vestfjörðum nota Fiskilínui* frá James Ross & Co., Ltd. Leith. Umboðsmenn: Nathan & Olsen, ísafirði. „VESTURLAND“ kemur út einu sinni í viku. Kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. október. Útgefendur: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. Ábyrgðarinaður: Loptur Gunnarsson, Aðalstræti 11. Stmi 37. Afgreiðsla og innheiinta blaðs- ins á saina stað. að verzla við Framsókn með þetta mál eins og önnur áhugamál al- þýðunnar. Satntiingarnir eru þeir að hvorugt frv. fái afgreiðslu svo hægt sé að synda í grugginu eitt kjörtímabil enn, eða að minsta kosti að hylja svikin með því að slelast frá úrslita atkvæðagreiðslu. Frumv. landbúnaðarnefndar. Milliþinganefnd í laudbúnaðar- málum er að smátína fram frum- vörp, eða meirihluti nefndarinnar, þeir Jörundur Brynjólfsson og Bernhard Stefánsson bankastjóri. Einn nefndarmannanna er löngu hættur að koma þar nálægt. t>að er Þórarinn á Hjaltabakka. Mun honum ekki hafa sýnst sér hæfa, að vera sainskipa þeim Framsókn- armönnunum og róa á þau mið sem þeir fiska á. — Það mái er að verða fullkomið hneykslismál. Þeir Títnamenn og hálfbræður þeirra leika það þing eftii þing að bera fratn tiilögur um skipun iaunaðra milliþinganefnda. Þetta er gert í hvert sinn sem fé- græðgi eða sultur tekur að þjá einhvern flokksþrælinn. Tiliögu- höfundur er viss að komast í nefndina. Helst þarf að fá í nefnd- ina menn úr hverjunt flokki til þess að skapa samsekt og þögn. Það er þessi sameiginlegi santá- byrgðamúll. Svo er tekið að mjólka ríkissjóð, og nefndin situr meðan nokkuö er hægt að gera sér til dundurs. En höfuðárangur nefndarstarfsins verður altal sá, að stofnaðar eru fastar, hálaun- aðar stöður, sem höfundur nefnd- arskipunarinnar eða einhver ást- vinur hans hreiðrar um sig í þeg- ar nefndarstarfið þrýtur. Sagt er að þessi landbúnaðar- nefnd sé búin að hefja úr ríkis- sjóði yfir 30 þúsund krónur! — Nefndin hefir ungað út fleiri en einum óskapnaði í frumvarpsformi. Er þar víðast vel ratað á hið upphailega eygða mark: að búa til launaðar stööur. Nýlega er lagt fram í nd. frá þessari nefnd frv. til laga um sauðfjármörk. Eftir þvf frv. skal stofna markadóm. Eiga i honurn sæti „markavöröur", sem vera skaf fastlaunaöur embættismaður, búsettur í Rvik, og tveir meö- dómendur, er borga skal eftir reikningi. Árleg blóðtaka ríkissjóðs vegna þessa blóðmörkunardótns, áætlar blóðsugunefndin aö verða muni 7o þúsund krónur. Er þar í taliiin skrifstofu- og prentunarkostuaður. Sveitargjöld. Halldór Stefánsson flytur í nd. frv. utr. sveitagjöld. 2. gr. er svohljóðandi: í sveitarsjóð skulu greidd þcssi gjöld: 1. Tekju- og eignaskattur eftir sömu reglum og tekju og eigna- sTrattur til ríkissjóðs, cn tvöfalt hærri. 2. Fasteignaskattur, jafn hár og eítir sötnu reglum og fasteigna- skattur til ríkissjóðs. 3. Vegagjald, 6 kr. hver verkfær karlmaður og 3 kr. hver verk- fær kvenmaður, þeir sem eng- an mann ltafa að frantfæra. 4. Aukagjöld, eftir því sem til er tekið í 3. gr. Aukagjöldin eítir 3. gr. ertt þessi: 1. Vatnsskallur. 2. Sorp- og sótthreinsunargjald. 3. Brunavarnagjald. -r. Fjallskilagjald. 5. Refaveiðagjald. Ef þessi gjöld hrökkva ekki fyr- ir eyðsluuni, skal leggja að auki á þessi gjöld: a. l°/0 af brúttótekjum fratn yfir 800 kr. á nianri. b. l°/0 af nettóeignum fram yfir 800 kr. á nrann. Ef þetta hrekkur enn ekki fyrir eyðsltmni, skal hækka þessa tekju- stofna, og einnig tekju- og eigna- skattinn, um allt að 50%. Ef enn vantar fyrir gjöldunt, skal því jafnað niður eftir efnum og á- stæðum. Tekju- og eignarskattur til rík- issjóðs getur farið upp í 30% af nettótekjum og má þar við auka 25% (af skattinum). Eftir þessu frv. á svo að taka í sveitasjóði tvisvar sinnum annað eins. Er þá* kontið talsvert meira en allar tekj- ur þeirra, sem eru í hæsta gjald- stiga. Þá á enn að taka af brúttó- tekjunum auk ýmsra annara gjalda, og ioks á að hækka tekju- og eignaskattinn um 50% löngu eftir að búið er að taka allar nettó- tekjur gjaldandans! En að því loknu skal jafnað niður eftir efn- um og ástæðurn, ef eitthvað þykir enn vanta á kassann. Það mundi sagt, ef þetta væri ekki Framsóknarmaður, að hann ætti erindi á Klepp. Flugmálasjóður. Jón A. Jónsson og Pétur Otte- sen bera fram frumv. til laga um að lækka gjald af síldveiði til flugrnálasjóðs um helming. Viðtæki. Sömu þingm. bera fram þings- ályktunartillögu um að skora á stjórnina að sjá svo utn, að þeir sem þess óska geti fengið að afborga viðtæki frá einkasölu rík- isins á þrein árum. Söinul. að afnotagjaldió færist niður í 20ikr. aö minsta kosti. Fátækraflutningur. Frú Guðrún Lárusdóttir flylur br. við fátækralögin, viðvíkjandi fátækraflutdingi. Er samkv. frv. bannað að flytja fátækrafl. menn, sem orðnir eru 65 ára, nenta með þeirra santþykki. Svo og má at- vinnumálaráðh. veita undanþágu frá fátækraflutningi ef sérstaklega stendur á, svo setn þegar í hlut á ekkja nteð börn. Stjórnarskrárbreyting. Hún virðist ekki hafa byr í neinum flokki. Form. nefndarimi- ar, Jón í Stóradal, hefir ekki einu sinni kallað nefndina satnan enn. Landsreikningurinn 1929. Hann hefir ekki verið iagður fyrir þingið enn. Stjórnin heíir þó fyrir löngu lagt fram frumv. til laga um samþykt reikningsins, og fjáraukalög sem á honum byggjast (á 3. milljón kr.) en reikningurinn sjálfur sést ekki. Sannleikurinn er sá, að ráðherr- ann hefir ekki svaraö enn athuga- semdurn endurskoðenda. Er víst erfitt um þau svör. Tillögur eru því engar frá þeim unt samþykkt hans. Verkamaður Skutuls. Það kemur ékki oft fyrir að blað- krílið „Skutull“ berist í hendur bónda, sem einu gildir líka. Þó vildi svo til nteð 8. tbl. þess blaðs, útgefið 27. febr. s. I. að þaö viltist með villur sínar hing- að i sveitina á heimili mitt. í blaði þessu er ofurlítiö greinar- korn, sem mun eiga aö vera svar við grein bónda, er birtist I Vest- urlandi í desember s. 1. Höfundurinn kallar sig Verka- mann. Grein mín, „Atorkumenn", t Vesturlandi deilir sérstaklega á menn þá sem kalla sig „alþýðu- leiðtoga“. Kemur þar skýrt fram hjá bónda andstyggð hans á al- kunnurrt ofsóknurn og framferði þeirra i garð atorkumanna þjóð- arinnar. Enga tilraun gerir „verkatnað- ur Skutuls“ til að bera blak af alþýðuleiðtogunum; svo skynsam- ur er hann þó, að sjá að það muni til einkis. Heldur vill hann telja „vinnulýðnum" trú urn að bóndi hafi engin orð yfir hann önnur en letingjar, ónytjungar og óskúamenn*) undanteknirigarlaust. Læt eg inér a sama standa á- lyktanír verkamanns í þessu efni. En hitt get eg sagt þér verka- maður góður, að frá mírtu sjón- armiði róa alþýöuleiðtogarnir svo- kölluðu öllum árutn að því, að *) í íyrri grein bónda misprentaðst „óskilsöinu" en á að vera óspilsörnu. Stúlku vattfar mig í brauðsölubúð mlna nú þegar. Sveinbjörn Halldórsson bakari. ala upp ónýta, svikula og lata verkamannastétt í landinu, og full ástæða er til að halda, að verka- maður Skutuls megi teljast til þeirra lötu, nefnilega letingi, svo langan tíma sem tók fyrir honurn að unga út þessu vanburða fóstri hans, áminstu greinarkorni, sem ekkert er annað en útúrsnúningur og rangfærslur á grein minni „atorkumenn". Verkamaður Skutuls hefir senni- lega verið orðinn lúinn þegar hann lauk við grein sfna eftir rúmlega tveggja mánaða strit, þar sem hanti tekur það fram f grein- arlok „að margt fleira mætti segja um skrif bónda“ og lætur ráða i að hann síðar meir taki til andsvara utn sama efni. Sennilega verður þá rösklegar gengið að verki hjá honum. En það læt eg hann hér með vita, að eg mun ekki hafa svo rnikið við hann að svara honum aftur, enda óvíst að skrif hans komi mér fyrir sjónir, því Skutull er mér ekki sendur. Bóndi. Pólitísk víðsýni. Til þess að gefa Vesturlandi nokkra hugmynd um pólitiska víösýni ^ndstæðinga okkar, og f hvað átakanlegum myndum hún getur birzt, segi eg frá eftirtarandi atviki, sem geröist hér fyrir skemstu. Bolsabulla ein sem átti ráð á farartæki, var á leið til ísafjarðar, langaði mig til að bregða mér með, bað eg hann um far, en hann brást reiður við, og kvaðst ekki veita mér far, mætti eg rita nm það i blöðin ef eg vildi. Þess skal getið að farþegar voru um 10, og báturinn, sem að minnsta kosti er 10—12 smálestir hafði engan flutning þangað sem teljandi væri, ert sjálfur hafði eg engan farangur. Þótt mér væri það bagalegt varð eg uð bíða eítir því að Jón Jónsson kaupm. fór til ísafjarðar nokkrum dögum síðar, og leyfði hann mér far með Ijúfu geði, þó farangur væri sfst minni eða far- þegar íærri eftir stærð bátsins. Vil eg biðja Vesturland að birta

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.