Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.07.1931, Blaðsíða 1

Vesturland - 06.07.1931, Blaðsíða 1
VESTURLAND VIII. árgangur. tsafjörður, 6. júlí 1931. 27. tölublað. Hér með tilkynnist vinum og ættingjum, að móðir okkar og tengdamóðir andaðist að heimili sínu að morgni þess 3. þ. m. Fríða Torfadóttir. Ólafur Kárason. Eimskipafél. Islands. Hagur þess og framtíðarhorfur. Aðalfundur félagsins var hald- inn 27. júní s. 1. Voru fundar- störf hin venjulegu: Skýrt frá hag félagsins, samþykktir endur- skoðaðir reikningar þess og kosið í stjórn í stað fjögra stjórnar- nefndarmanna, sem úr gengu skv. lögum félagsins. Voru stjórnar- nefndarmennirnir, sem úr gengu allir endurkosnir með um 12 atkv.' Tímatnenn og bolsar voru enn sem fyr að böglast við að gera kosninguna pólitíska, en ekki varð það með miklum árangri. Fyrverandi framkvæmdastjóri Emil Nielsen sótti fundinn. Hvatti hann íslendinga fast til að láta skip félagsins njóta allra flutninga, sem þeir réöu yfir og unt væri með þeim að flytja. Sýndi hann fram á að þetta væri lifsskilyrði félagsins, því það væri staðreynd að Danir og Norðmenn gættu þess stranglega að halda öllum .fíutningum, er þeir réðu yfir, til danskra og norskra skipa, sem hingað sigldu. íslendingar vrðu að gæta hinnar sömu ræktarsemi gagnvart sfnum skipum. Nielsen lauk hinu mesta lofsorði á starf og forsjá eftirmanns sfns Guðmundar Vilbjálmssonar. Sagð- ist hafa veitt þvf eftirtekt, að hann hefði tekið þeitn tökum á þessu starfi sem sýndu, að það væri í mjög góðs manns höndum. Út af umræðum og hvatningu tif fslenskra út- og innflytjenda vara um að láta skip félagsins njóta flutninga frekar en verið hefir, rakti Sigurður Kristjánsson fv. ritstj. Vesturlands nokkuð fram- komu Þings og rikisstjórnar við félagið undanfarin ár og sýndi fram á, að þar væri ekki síður þörf aukins skilnings, en hjá al- menningi. Hagur félagsins er þannig, að skuldir þess eru alls, að meðtöldu hlutafé, kr. 4 234 637,30. Eignir skv. bókfærðu eignaverði félags- ins eru kr. 4 263 513,30. En skv. virðingu A. Chr. Brorsen & H. Overgaard á skipum félagsins eru eignirnar kr. 5 373 102,45. Hagur félagsins hvað eignir snertír er þvi sæmilega góður. Aftur á móti lítur ekki vel út með rekstrarafkomu þess. Árið 1929 varð talsverður hagnaður á rekstr- inum, en árið 1930 varð svo miklu lakara, að nú varð tekjuhalli kr. 242 690,87. Var haflinn greiddur af varasjóði, sem áður var kr. 300 000,00 en nú er kominn niður I rúm 57 þús. kr. Þessi lélega útkoma á rekstri félagsiris stafar af tvennu. Fyrst af þvf, að flutningur með skipum, félagsins hefir minkað í */& frá árinu næsta á undan, eða um rúrnar 12 þúsund smálestir. Að nokkru leyti stafar þetta af því að flutningar á siglingaleiðum skipanna hafa beinlínis minkað, sumpart af því, að keppinautar félagsins hafa með leyndum íviln- unum náð frá því flutningum. Ef félagið hefði haft sömu flutninga s. 1. ár og næsta ár á undan, hefði rekstrarafkoma þess verið vel viðunanleg. Og ef það fengi um helming þeirra flutninga, sem keppinautar þess hafa hér við land, væri því og vel borgið. Sýnir þetta ljóslega að íslending- ar hafa það algerlega á sínu valdi sjálfir, að láta Eimskipafél- agið lifa við góða afkomu. En undir siglingum þess eiga menn það algerlega, hvort þeir fá við að búa hófleg flutningagjöld, því það er samkeppnin við Eimskipa- félagið, sem heldur farmgjöldun- um niðri hjá keppinautunum. Annað atriðið, sem veldur hinni lélegu afkomu Eimskipafélagsins s. 1. ár eru hinar stórauknu inn- anlandssiglingar. Siglingar á ó- tryggar og afskektar hafnir eru hinum stærri skipum afardýrar, en gefa eðlilega sáralitlar tekjur vegna fámennis á staðnum og strjálbýlis umhverfis. Hins vegar eru þessar innanlandssiglingar meðal mestu þæginda landsmanna af siglingum félagsins, þvf fram hjá smærri höfnunum er algerlega gengið af keppinautunum, af þeirri eínföldu ástæðu, að af þeim sigl- ingum er ekki annars en taps að vænta. En keppinautarnir halda ekki uppi siglingum hér við land vegna fólksins, heldur aðeins vegna eigin hagsmunavonar. Innanlandssiglingar Eimskipa- félagsskipanna eru nú orðnar 55395 sjómílur, og kosta brúttó, ef kostnaður í Rvík er ekki með talinn um 860 þús. kr. Þessar inn- anlandssiglingar hafa aukist s. 1. ár um 12933 sjómílur og viðkomu- stöðum utan Reykjavíkur fjölgað um 163. Kostnaðarauki félagsins af þessum auknu innanlandssigl- ingum er brúttó um 200 þús. kr., en fremur lftið i aðra hönd. Meira. Kenslan í Reykjanesi. Norður-ísfirðingar! í ellefu vor höfutn við haft bréfaviðskifti út af íþróttakenslunni í Reykjanesi, það mun alloftast hafa fallið í minn hluta frá hendi U. M. F. „Huld“ að taka á móti umsókn- um nemenda, gefa allar upplýs- ingar, um hvað þeir þyrftu að hafa ineðferðis o. fl. einnig hefi eg oft en alls ekki öll vorin fátið pennann eða sjálfa mig leggja upp í bón- orðsfarir til iþróttakennara og ráðskona, og einnig meðtekið sjálf samskonar bréf. „En allt er í heiminum hverfult", það er tif að spara þeim nemendum ómök er kytinu að sækja um þátttöku í Reykjauesi við námið á yfirstand- andi sumri, að eg skrifa ykkur éf til vili síðasta bréfið. Þannig stendur á nú, að bæði U. M. F. „Huld“ og íþróttaráð Vestfjarða höfðu gefið kost á sér til aö halda kenslunni uppi á þessu vori, en er „Huld“ sendt boð sitt á sýslufund, vissi hún ekki utn íþróttaráðið setn annan sjálfboða- liða, nú skal þess því gefið að þó U. M. F. hafi átt erfiða að- stöðu tneð að sjá um kensluna eins vef og það hefir langað til, vegna þess hve afarfáa meðlimi það á heima í hreppnum þá var meining okkar að gefast ekki upp fyr en sýsla og bær, eigendur laugarinnar og hins væntanfega skála, tæku reksturinn alveg í sínar hendur, sem mundi i mikið stærri stíf er viðunanlegt húsnæði fengist, Skálinn verður settur á Reykja- nés á næstu vikum, og að því loknu byrjar námið, væntanlega undir stjórn íþróttaráðs Vestfjarða, því ,Huld‘ hefir tneð ánægju dregið sig til baka í þeirri von og trú að það verði framtíðarnemendum sem Nesið heitnsækja til heilla og blessunar, að þvi viljum við öll stefna, og ýtnsar breytingar verða á aliflestu í Reykjanesi I náinni framtíð, það fer að verða þar sund megnið af árinu, satn- eiginlegt mötuneyti, og meira í stíl íþróttaskóla en 1 mánaðar námskeiðs. Eg vil því benda N.-Isfirðingum á, að nú þýðir ekki lengur að senda umsóknir til „Huldar". Þeir sem taka við munu í tæka tíð auglýsa, og eru ef til vill búnir, eg hefi ekki nýskeð séð blöðin ísfirsku. Eg vil svo I nafni sjálfrar min og U. M. F. þakka af heilum hug öllum, setn á margvislegan hátt hafa með góðum vilja hjálpað okkur, og um leið sýslubúum, endurgjaldslaust, til margs, sem hefir orðið til aðhlynningar í Reykjanesi, t. d. öllum, sem gefið hafa til laugar og skála á próf- unum og utan þeirra, að ógleytndri þeirri fórnfýsi og vináttu, setn „Huld“ hefir átt að mæta hjá kvenþjóðinni I Nauteyrarhreppi, sem á hverju sundprófi hefir geng- ið skörulega fratn við veitinga- söluna, og ekki viljað nokkurt kaup. Látið þá, sem við taka af okk- ur, njóta vináttu ykkar. í íþrótta- ráði Vestfjarða eru menn, sem fljótir og glaðir hafa ávalt rétt sundmálinu vinarhönd og einnig tnarga bankaseðla, er mfn snlkj- andi hönd hefir verið framrétt. Að endingu þakka eg öllum kennurum og ráðskonum, sem starfað hafa I Reykjanesi s. 1. 11 vor fyrir samvinnuna, og þeim 465 nemendum, sem þar hafa verið á þessum námskeiðum fyrir glatt og frjálst heimilislif í útlegð- inni, og góða ástundun við námið. Laugabóli 7. júnl 1931. f. h. U. M. F. „Huld“ og sjálfrar mín. Jakobína Þórðardóttir (form.) Verður er verkamaður launanna. Það er alls ekkert kvfðaefni fyrir þá, sem stutt hafa Framsóknar- menn til valda nú við síðustu kosningar, að horfa á atlæti það, sem útsöiumaður Áfengisverzlun- ar ríkisins hér hefir hjá stjórninni. Ekki er það ólíklega til getið að væntanleg Framsóknarstjórn setji á fót tnargvislegan ríkisrekstur á næstunni og setji hina mörgu verðugu gæðinga sína í hverjum kaupstað og í hverri sveit i þær feitu stöður, sem slikum rekstri auðvitað verða látnar fylgja. Mikið mega þeir menn gera sér miklar vonir, er til skamms tima hafa fylgt stefnu sjálfstæðismanna en á síðustu timum voru svo hyggnir á sína vísu, að falla til fóta gull- kálfinutn og snúast I lið með Framsókn. — Þessir menn eru til þó ekki sé trúlegt og það mitt á meðal vor ísfirðinga. Einn meðal þeirra er áður nefndur útsölu- maður Áfengisverzlunar ríkisins og umbun sú er hann hefir hlotið fyrir, felst í stöðu hans sem út- sölumaður vínsins. Við þetta hafði hann fyrstu árin npp undir 20000 króna árstekjur eða meir, hafði hann þá opna búð flesta virka daga átsins, nema þegar hann hafði forsómað að panta vín að sunnati og hafði lokaða búð af því ekkert var til í henni, og inti

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.