Vesturland - 06.07.1931, Blaðsíða 2
2
VESTURLAND
„VESTURLAND“
kemur út einu sinni í viku.
Kostar 7 kr. um áriö.
Gjalddagi 1. október.
Úlgefendur:
Sjálfstæðisfélag Vesturlands.
Ábyrgðarinaður:
Jón Grímsson,
Slini: 143.
Afgreiðslu og innheiintu annast:
FINNBJÖRN HERMANNSSON.
hann því þá saint af hendi tals-
vert starf móti kaupinu. En nú er
svo komið að hann hefir a. m. k.
6000 króna árslaun fyrir svo að
segja ekkert starf. Opna búð hefir
hann í mesta lagi 10 klst. á mán-
uði eða 120 klst. á ári og gerir
það 50 króna kaup um hverja
klukkustund. Margur mundi vilja
inna slíkt verk af hendi fyrir minna
kaup og jafnvel þakka fyrir að
fá að vinna fyrir slíku árskaupi
með 3000 — þrjú þúsund —
klukkustunda strangara erfiði á
ári í stað 120. — Auðséð er að
hér er ekki verið að hugsa um
það hvort þessi útsala ber sig
fjárhagslega eða ekki. Aðalatriðið
er það að þessi flokkstnaður
Framsóknar fái sinn lífeyri rífleg a
úti látinn á kostnað ríkisins eða
öllu heldur: á kostnað okkar hinna
sem greiðum toila og annað í
rfkissjóðinn. Ein af skyldum rík-
issjóðs er nú orðin sú að rétta
við fjárhag góðra fylgisfiska Frant-
sóknarflokksins en hins vegar er
svo að sjá sem a. m. k. útsölu-
maður Áfengisv. ríkisins hér hafi
alls engar skyldur gagnvart „at-
vinnuveitendunum" aðrar en að
hirða samviskusamlega þessar
6000 krónur á ári, þvi þó áfeng-
isbúðin hafi verið hér harðlokuð
upp undir heilan mánuð í einu
og útsölumaðurinn á meðaii því
getað lifað og leikið sér eftir vild,
þá hefir honutn ekki dottið í httg
að opna búðina aftur þó nýjar
birgðir væru komnar á staðinn.
Nei, ekkert hefir legið á, hann
hefir látið birgðirnar liggja kyrrar
á afgreiðslunni og farið í margra
daga skemtitúr inn í Djúp og
kært sig kollóttann um „starfið“
fyrir ríkiö og viðskiftamennina. í
réttu lagi ætti cinhver starfsmaður
ríkisins, t. d. tollþjónninn, að hafa
þessa vínafhendingu sem auka-
starf á meðan ekki fer meira fyrir
henni en nú er, og hljóta ein-
hverja þóknutt fyrir á ári. Væri
500 króna ársþókttun tnjög sóma-
samleg borgun fyrir þessa léttu
120 klukkustunda vinnu um áriö.
Útsala spánarvínanna hér er
eitt af mörgum ljósum dæmutn
upp á fjársukk og kjósendadekur
Framsóknarstjórnarinnar.
Þess ber að krefjast af komandi
stjórn Iandsins að hún, eitt af
tvennu, afneini þessa vinholu með
öllu eða láti starfrækja hana á
ódýrari hátt en verið hefir siðan
ísfirðingar voru settir á þennan
„hundaskamt" Vilmundar læknis.
Borgari.
Vöntun leikhúss
á ísafirði.
Fyrir tveim árum komu þau
ungfrú Anna Borg og Poul
Reumert til ísafjarðar. Sýndu þau
hér þá list ^ína, bæði satnan í
„Galgemanden11 og eins las hr.
Reumert hér upp og lék kafla úr
öðrum leikritum. Poul Reurnert
var þá löngu frægur orðinn fyrir
leiksnilld sína og þá þegar farið
að fara orð af tnöguleikum þeint
er mundu búa í ungfrú Borg sem
leikkonu. Öllum þeim er hlutu þá
ánægju að sjá og heyra til þeirra
ungftú Borg og Reumerts í það
skifti, er þessi heimsókn þeirra
minnistæð, því aldrei hafa ísfiið-
ingar, hvorki fyr né síðar, átt kost
á að njóta jafn heilsteyptrar lista-
mensku á leiksviði hér í bænutn
Á þeiin tveim árum, sem liðin
eru síðan þetta var, hefir ungfrú
Borg ekki gert vonum þeitn, er
nienn gerðu sér utn leikhæfileika
hennar, til minkunar. Má segja
að stjarna hennar sé sífellt hækk-
andi, ekki síður en Poul Reumerts,
og á síðasta vetri ltefir hún unn-
ið hvern stórsigurinn á fætur
öðrum tneð leiksnilld sinni, á
konunglega leikhúsinu í Kaupm.-
höfn, þar sem hún nú er einn að-
alstarfskrapturinn, og ltlotið fyrir
einrónta lof allra blaða í Dan-
mörku. Þessi unga og hugdjarfa
íslenzka stúlka er nú talin meðal
hinna allra fremstu kvenna leik-
listarinnar og hefir með því prýtt
hinn íslenzka listamannasveig á
ekki óverulegan hátt.
Með „Dr. Alexandrine" síðast
heimsóttu þau ungfrú Borg og
Reumert ísafjörð 1 annað sinn og
dvöldu hér á heimili cand. jur.
Oskar Borg meðan skipið fór til
norðurlandsins, en því miður var
góð og gild ástæða til þess að
ísfirðingar í þetta sinn ekki fengu
að njóta þeirrar ánægju að sjá
þau á leiksviðinu, þó sú ástæöa
sé engan veginn vansalaus fyrir
svo stóran kaupstað, sem ísa-
fjöröur er. — Það vantaði sem
sé húsnæði með boðlegu ieik-
sviði. — Þegar þau voru hér á
ferðinni fyrir tveim árum sýndu
þau list sftta i Bíóhúsi þeirra
Helga Guðbjartssonar og Matth.
Sveinssonar, en þar var eins og
kunnugt er, rúmgóður áhorfenda-
salur og fyrirtaks leiktvið.
Ógæfan viidi að Bíóhús þitta
brann að grunni í fyrra og utn
leið var fyrir það girt að letkhús
yrði byggt hér aftur á næstunni,
því bæjarstjórtiin tók bióleyfiö úr
höndum þeirra Helga Guðbjarts-
sonar þegar eftir brunann og lét
sér nægja að flytja hið gamja
Þingbús bæjarins dálítið úr stað
og dubba lítils háttar upp til btó:
sýninga á reikning bæjarins.
Hærri kröfur til listarinnar gerir
hittn ráðandi meirihluti bæjar-
stjórnar ekki fyrir hönd bæjarbúa,
en biósýningar láta þeim í té,
enda hefir hann nú keypt dýrar
vélar til talmyndasýninga sem
nota á í þessunt sömu lélegti
húsakynnum.
Það er mjög vaíasamt að hve
tniklum noturn þessar talmyndir
+
Sumarliöi Jónsson
frá Mosdal.
Hann andaðist hér á sjúkrahús- 1
inu 21. f. nt. eftir stutta legu. Var
banamein ltans hjartabilun.
Sutnarliði sál. var fæddur 14.
desember 1963 að Mýri í Unaðs-
dal. Fluttist ltann á barnsaldri til
Öriundarfjarðar, og ólst að mestu
ttpp í Mosdal. Árið 1891 kvæntist
hann Jóhönnu Eiríksdótlur, systur
Guðmundar á Þorfinnsstöðum,
Þórunttar, konu Guðmundar Jens-
sonar fyrv. pósts hér í bænunt og
þeirra systkina. Eignuðust þau
hjónin 4 börn, er öit komust á
ftillorðinsaldur. Eru þrjú þeirra
enn á lífi, þau Salótnon, verka-
inaður hér í bænutn, kvæntur Ingi-
björgu Jörundsdóttur frá lngjalds-
sandi, Guðrún, í Önundarfírði og
Sigríður, í Reykjavik, báðar ó-
kvæntar. Fjórða barnið, Sttmarliði,
dó ókvæntur áriö 1925.
Þegar Sutnarliði sái. kvongaðist
fluttu þau tijónin að Kotum í Ön-
undarfirði, og bjuggu þar búi sínu
til ársins 1906, en þá fluttu þau
til Mosdals. Þar bjuggu þau ávalt
eftir þaö En eftir að kona Sttm-
arliða féll frá, árið 1920 eins og
fyr er sagt, hélt Sumarliði bú-
skapnunt áfram þar til árið 1923,
að synir hans tóku við búinu af
honutn. Eftir það dvaldi liantt hjá
börnum siuum, fyrst í Mosdal en
síðast hér í bænum til dánardæg-
urs.
Þeim, sem eitthvað kyntust Sutn-
arliða frá Mosdai, verður hann
ávalt minnisstæður. Hann Itafði
eitthvað það í fari slnu, er laðaði
hvern ntann að honum, hann var
hispurslaus og gamansamur og
alra manna best mentaður af sjálfs-
dáðum. Kunni hann kynstrin öll
af kveðskap eldri og nýrri, og
kunni vel að meta gildi hans.
í fám orðum sagt var hann
eitin þessara mörgu og góðu ís-
lensku bænda af gamla skólanum,
sem hvað mest hafa átt þátt í
því að halda uppi hróðri okkar
lands fyrir allt það besta, sem
þjóðin á, eða sérstaklega átti til
í fari sínu.
Suniarliði var margfróður um
eitt og anttað frá eldri tímum,
' enda minnugur mjög, og var
veruleg ánægja að eiga tal við
hann, þegar út I það fór. En
hann gaf sér ekki oft tiina til að
leika sér. Starfsfýsn hans var hin
sama fram f dauðann. Hann gat
ekki óstarfandi verið, og gekk í
hvaða stritvinnu sem var, allt til
þess er hann lagðist banaleguna.
Sá er þetta ritar kynntist þessum
niantti ekki til hlítar fyr en á slð-
ustu æfiárum hans, en kynntist
lionutn þá svo vel, að hann full-
yrðir, að hér sé ekki utn neitt of-
lof að ræða.
Sumarliði var lágur maður vexti
en aliþrekinn, stórgerður I ásýn,
og augun dökk, hvöss og lifandi
sem í ungrnenni; þau voru sann-
arlega spegill sálar hans.
Eg þakka þér viðkynninguna
aldraði vinur. Njóttu vel þinnar
nýju æfi.
J. Gr.
á erlendri tungu, aðallega ensku
og þýzku, koma okkur ísfirðing-
utn eins og er. Og engin brýn
þörf rak á eftir þeirri nýbreytni
hér, en á hinu leikur engintt vafi
að hér er brýn þörf á rúmgóðu
og velútbúnu leikhúsi sem þá að
sjálfsögðu jafnframt mætti nota
til bíósýninga ef vildi og allra
stærri fundalialda og skemtana,
og hefði því legið nær að leggja
fé þetta í leikhúsbyggiugu í stað
talmyndavélanna að þessu sinni.
Enda hreinasta hneyksli að bær-
inn, þessi bær setn ekki hefir
ráðist í minna undanfarin ár en
hann hefir gert, skuli ekkert funda-
hús eiga, svo að hér er ekki einu
sinni liægt ao halda fjölmenna
fundi netna úti undir berutn hitttni
hvernig setn viðrar.
Bíóhúsið sem brann og sem
jafnframt var, eins og það upp-
haficga var bygt til, besta leikhús,
var privateign, og hefðu eigend-
urnir fengið að halda bíóleyfinu
eftir húsbrunann, má fullyrða að
þeir Itefðu bygt húsið upp aö
nýju, og þá enn nteira í sarnræmi
við kröfur nútímans. Ett einstakl-
ingsframtakið. á engati rétt á sér
í augum hins ráðattdi meirihluta
bæjarstjórnarintiar og á altari
þeirrar skoðunar fórnar hann liik-
laust öðru eins menningaratriði
og leikhtis eru, og hafa verið um
aldir.
Þessi sami meirihluti hefir til
þessa verið svo ör á fé bæjarins
og notað svo takmarkalaust láns-
trausthans til ýmsra framkvæmda,
og það sumra allvafasamra, að
fjárhagsörðugleikarnir við að reisa
hér leikhús, vaxa honum varla í
augum fretnur en við aö kaupa
talmyndavélarnar.
Getur því ekki verið hér um
annað að ræða en fádæma smekk-
leysi eða hreinustu menningar-
andúð hans.
Þakkarávarp.
„Góðar þykja mér gjafir þinar
en þó er mér betri vinátta þín“.
Þessi orð hvörfluðu I huga minn
10. þ. m., er mér voru færð að
gjöf iitvarpsmóttökutæki. Gefend-
ur: Alfons Glslason, Bjarni Jónas-
son, binar Steindúrsson, Elias
lngimarsson, Halldór Pálsson,
Hjörtur Guömundsson, Ingimar
Bjarnason, Jón A. Jónsson, Páll
i Pálsson, Sigurður Þorvarðsson,
Valditnar B. Valdimarsson, Valdi-
mar Þorvarðsson. Þessunt tnönn-
um færi eg ltér með mínar alúð-
aríyllstu þakkir, og bið þann að
launa, sem einn veit, hvað þeim
er fyrir beztu.
24. júni 1931.
Kjartan B. Guðmundsson
Fremri-Hníísdal.