Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.10.1931, Blaðsíða 2

Vesturland - 03.10.1931, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND „VESTURLAND“ kemur út einu sinni í viku. Kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi I. október. Útgefendur: Sjálfstæðisfélag Vesturlands. Ábyrgðarmaður: Jón Grímsson, Sími: 143. Afgreiðslu og innheimtu annast: FINNBJÖRN HERMANNSSON. Fundurinn skorar á kennslu- málastjórn landsins að hlutast til um það, að kristinfræði séu kennd í öllurn þeitn skólum, sem njóta opinbers styrks og sjá um að hæfar kennslubækur verði gefnar úl á íslensku í kristinfræðum. 5. öm kirkjurækni flutti sr. Jón Brandsson erindi og spunnust út af þvi umræður. Sr. Sigurgeir Sig- urðsson benti á að prestar ættu jafnvel ekki að gera messufall þótt enginn kæmi til kirkju. Sr. Hall- dór Kolbeins skýrði frá, að hann hefði þegar tekið upp þann sið að messa ávalt, ef hann hcfði auglýst messu. í satnbandi við þetta var kosin nefnd til þess að gera tillögur um helgisiðamálið og leggja fyrir fundinn næsta dag. í nefndina var stjórn félagsins kosin. 6. Sálmarbókarmálið. Sr. Sveinn Guðmundsson flutti inngangser- indi um málið. Svohljóðandi til- laga kom fram: Fundurinn skorar á kirkjustjórn Íslands að vinda sem bráðastan bug að endurskoðun sálmabókar- innar. Tillagan borin undir atkv. og samþ. með 6 atkv. gegn 3, sem aðeins óska viðbætis við nú- verandi sálmabók. Var því næst fundi frestað til næsta dags. Fimtudaginn 3. september hófst fundur að nýju kl. 8 f. m. með því að sunginn var sálmurinn Þann signaða dag vér sjáum etin. Form. las upp Ef. 3, 14.—21. og flutti bæn. Var þá tekið fyrir: 7. Handbókarmálið. Form. flutti inngangserindi og kom með svo hljóðandi tillögu: Fundur Presta- félags Vestfjarða telur æskilegt 1.) að textaröðum verði fjölgað og pistlar og kollektur verði erid- urskoðuð og endursamin og að meiri fjölbieytni komi í guðs- þjónustuformið eftir þvi hvar og hvenær guðsþjónusta er flutt, og 2) að sérstakt ritual verði samið fyrir guðsþjónustur þær, sem prcst- urinn einn eða með örfáum safn- aðarmeðlimum gengur I kirkju tii guðsþjónustu eða fyrirbænar fyrir söfnuði. Tillagan var borin undir atkv. í tvennu lagi og var fyrri liður hennar samþykktur með 9 atkv. og sá síðari með 8 atkv. Þá skýrði sr. Böðvar Bjarnason frá ýmsum breytingartillögum, sem hann heffr gerl við ýms at riði helgisiðabókarinnar og sem hann ætlar að senda nefnd þeirri, sem fjallar um breytingar á helgi- siðum kirkjunnar, kosinni af synodus. Svohljóðandi tillaga var borin frain: Fundur Preslafélags Vestfjarða beinir þeirri áskorun til helgisiða- bókarnefndarinnar, að hún taki til rækilegrar yfirvegunar breytingar- tillögur sr. Böðvars Bjarnasonar, Rafnseyri og telur þær yfirleitt stefna í rétta átt. Tiilagan var borin undir atkvæði og samþykkt í einu hljóði. 8. Fundurinn samþykkti í einu hljóði að senda svohljóðandi sim- skeyti: Formaður Prestafélags íslands vígslubiskup Sigurður Sívertsen Reykjavík. Prestafélag Vestfjarða þakkar yður, háæruverðugi hr. vigslu biskup, fyrir hiýja kveðju og árn- aðaróskir frá yður og Prestafélagi Islands og óskar yður heilla og blessnnar í framtíðarstarfi yðar fyrir kirkju- og kristindómsmál tneð þjóð vorri. Sigurgeir Sigurðsson. 9. Sjórnarkosning. Stjórnin var endurkosin í einu hljóði. í vara- stjórn til eins árs voru kosnir sr. Sigtryggur Guðlaugsson og sira Helgi Konráðsson. 10. Endurskoðandi var kosinri til eins árs sr. Páll Sigurðsson. 11. Kirkjan og útvarpið. Sr. Jón N. Jóhannessen flutti inngangser- indi. Formaður taldi það æskilegt, að allir prestar landsins ílytji út- varpsguðsþjónustur, er skiftist þannig niður að a. m. k. lOprest- ar utan Reykjavíkui flytji útvarps guðþjónustur á ári, þannig að hver prestur messi a. m. k. 10. hvert ár fyrir útvarpið og að hljóðtakar verði scttir í sem flest- ar kirkjur þar, sem þvi verður við komið í sambandi við síma. Samþykkti fundurinn með ölíum greidduin atkvæðum að senda Útvarpsráði íslands þessa ályktun. 12. Prestafélagsstjórninni var falið að ræða við útvarpsstjóra uin, hvort ekkí væri tiltækilegt, að útvarpið flytti bæn að lokinni dagskrá á sunnudögutn. « 13. Við miödegisverðarborðið stóð formaður félagsins upp og þakkaði sr. Jóni N. Jóhannessen og frú hans fyrir hinar ágætu við tökur og tóku allir fundarmenn undir það íneð því að standa upp. Pastor ioci þakkaði fundar- mönnum komuna og árnaði þeim góðrar heimferðar. 14. Kl. 6,30 e. m. flutli síra Böðvar Bjarnason erindi um eilífð- armálin i barnaskóiahúsinu á Hóhnavík. Sungið var undan og eftir. Fjölmenni var viðstatt. Að því loknu var fundi haldið áfram. 15. Stjórninni var falið að á- kveða næsta fundarstað fyrir að- alfund félagsins. Að lokum sungu fundarmenn, Son Guðs ertu með sanni. Fundargerð lesin upp og sam- þykkt og sagði formaður því næst fundi slitið. Sigurgeir Sigurðssou. Helgi Konráðsson (fundarritari.) 2 Ríkisbúskaparinn þarf að breytast. íslendingar eru afar tregir til að taka höndum satnan til að leysa vandra'ði, iafnvel þó vand- ræðin séu almeiin, og stóiháski yfirvofandi. Menr. byrja að deila um, hverjum vandræðin séu að kenna, eins þó allir hafi verið eiginsjónarvottar að því. Menn vilja refsa þeim seku, og þeir seku vilja refsa einhverjuin öðrum. En fæstir vilja hreyfa hönd 'eða fót, nema þeir eigi víst, aö sér verði þakkaö það sem vinnst, og helst að einhver annar hafi bölv- un af því. íslendingar kunna lítið til bú- skapar í stórum stíl eins og við cr að búast. Þeir hafa fæstir van- ist öðru en smáhokri. Þótt nú ríkisbúskapur okkar sé smár, þá er hann þó ærið stór, samanbor- ið við einkabúskap þann, er flest- it hafa vanist. Aí þessu hefir leitt, að vér höfum olí verið óheppnir í vali forstjóra fyrir ríkisbúið. Auk þess sem oftast skortir víðtæka þekkingu. bregður þessutn mönti- um mikið við að hafa allt í einu mikið íé milli Itanda. Þeitn finnst þeir haía afar rútnar hendtir, þó ekki sé raunar til fyrir kröfutn næsta dags. Þeim fer eins og líí- ilsigldum manni, setíi allt i einu verður vellauðugur. Þeitn finnst sem sé þeir eiga þetta allt sam- an, allt, uema skuldirnar. Þegar síðasta þingi lauk, og raunar nokkru fyr, var fjölda manna orðið það Ijóst, að bæði ríkisbúskapurinn og raurtar bú- skapur þjóðarinnar líka, stóð mjög tæpt, ef ekki mátti hreint og beint segja að i íullkomið óefni væri kotnið. Eftirtektarvert er, hvernig Eng- lendingar fara að, þegar þeir sjá sig í slíkum vanda stadda. Flokks- foringjarnir ensku láta þá ekki sitja fyrir öllu öðru að reytia að vinna hver öðrum sem rnest tjón. Þeir sjá, að ríkið hefir þörf fyrir alla hina bestu krafta sína, og það er stjórnin sjálf, foringjar þess flokks, sem ábyrgðin hvílir á, sem fyrst leitar samvinnu við aðra ílokka til þess að leysa vandræði ríkisins, og láta flokka- deilur og flokkahagsmunastreitu hvíla í þagnargildi á tneðan. En hvaö gera íslcnsku stjórn- málaflokkaruir? Stjórnarflokkurinn beitir öllu va'di og allri orku fyrst og fremst til fjandskaparverka gegn þeim þingílokknum, sem hef- ir nál. helming þjóðarinnar sem stuðningsmenn að baki sér. Hún slær á hverja framrétta hönd, nema þá sem seilist eftir mútum. Sósíalistaforingjarnir nota síð- asta tækifærið til þess að selja sig fyrir persónulega hagsmuni sér til handa. Svo er hlaupið heirn frá öllu verra ástandi en það var, þegar þing kom saman. Það er auðvitað, að þeir sem nú skipa stjórn ríkisins eru lund- gallaðir ntenn. Þeir eru ekki það þroskaðir, að þeir séu hæfir til aö vinna að vandamálum þjóðar- innar í félagi við góða menn. Síst eru þeir Iræfir til að sameina hina bestu krafta. Góðum mönn- um og satnviskusömum er ekki vært í návist þeirra, því undir merki þeirra hlaupa allír andlega og siöferðilega vanskapaðir menn þjóðfélagsins, Þessir menn koma ekki í neinum sómaerindum, svo varla er að vænta að „tónninn“ hjá liðitiu cða heitnilisbragurinn laði sómasamlega menn til sam- vinnu. En þótt það nú tækist þjóðinni, og vonandi verður það bráðlega, að byggja upp annað og sóma- samlegt ríkisheimili, þá má ekki gleyma því, að hér verða sffellt stjórnarskifti, og stjórnirnar hljóta að veröa ttiisjafnlega hæfar til að veita ríkisbúinu forstöðu, jafn vel þó vilji allra væri í besta lagi. Það er því alveg nauðsynlegt að korna búskap rlkisins þannig fyrir, að hann verði setn einfaldastur og sem auðveldast að hafa glöggt yfirfit yfir hag hans. í þessu sambandi ætti það að vera fyrsta verkið, að losa sig við allan þann rekstur, sem ekki kemui beint ríkisbúskapnum við. Meðan ríkið rekur allskonar fyrirtæki, einkasölur o. fl., sem gera til samans miklu meiri árs- umsetningu en rikissjóður sjálfur, veit þjóðin aldrei hvernig hagur ríkisins stendur í raun og veru, og getur því ekki tekið í taum- ana í tíma. Og það er sannarlega ekki von að hver kjósandi geti gert sér grein fyrir þessum hlut- um, því stofnanir þessar skila venjulega ekki reikningum fyr en eftir svona tvö ár, og þá eru þeir ekki einu sinni birtir, og engin trygging heldur fyrir að þeir séu aunað en bíekkingar. Já, hvernig á almenningur að vita það, sem flestum þingmönnum meira að segja er að mestu leyti ókunnugt um? Jafnvel þó forstaða þessara fyrirtækja væri ekki pólitiskt end- urgjald til meira og minna óhæfra manna, eins og nú er, væri það þó ntjög óráðlegt að láta ríkisbú- ið, sem sífellt er að skifta um forstjóra, hafa svo margháttaðan, ósamkynja og fjárfrekan rekstur með höndum. Ef næsta þing hefði þroksa til þess að beita bestu kröftum allra flokka til viðreisnar fjárhag ríkis- itts, og til þess að gera varnar- ráðstafanir gegn gengishruni, at- vinnukreppit og altnennum vand- ræðum, ætti það að vera fyrsta verkið að rannsaka alfan ríkis- reksturinn og finna ráð til að létta af ríkisbúinu þeirri geysi ábyrgð og áhættu, sem honum er nú satnfara. Messað var liér í kirkjunni í gær (4. þ. m.) Fór fram fermitig og alt- arisganga. Fertndar voru þessar 5 stúlkur: Björg Jónsdóttir, ísaf. Edith Olga Clausen, — Guðnin Margrét Finnbogad. — Hulda Valdimarsdóttir Hnlfsdal og Sigríður Ragnhildur Jónsd. ísaf.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.