Vesturland - 03.10.1931, Blaðsíða 3
VESTURLAND
3
Ýmislegt.
Hraðsala.
Oft hefir heyrst um það talað,
að þingmenn gerðu góða verslun
með atkvæði sitt. Venjulega þurfa
þó nýir þinginenn að venjast dá-
litið andrúmsloftinu á þingi, áður
en þeir byrja að versla. I sumar
sannaðist það þó, að til eru þing-
menn svo vel af guði gerðir, að
þeir svo að segja eru fæddir versl-
unarvara. Svo var það um þing-
mann ísfirðinga. Fyrsta daginn
sem hann var á þingi, var kaup-
samningurinn undirskrifaður. Nú
vita það allir, að þann dag samdi
hann um landlæknisembættið gegn
því að sjá um að stjórnin fengi
greiða afgreiðslu mála sinna i
efri deild. Hann blátt áfram hefði
gengið úr sósaflokknum, ef flokks-
bræður hans hefðu ekki gengið
inn á þetta.
Vilmundur mun haía hraðsölu-
met í atkvæðabraski. Hefir hver
til síns ágætis nokkuð.
Vöxtur Laufásbúsins.
Stjórnin er nú í óða önn að
innrétta íbúð fyrir Vilmund í Lauf-
ási. Átti þetta að fara leynt i
fyrstu, en er nú á allra vitorði,
og henda rnenn að þvl mikið
gaman. Ekki er þó ástæðan sú,
að það sé alveg einsdæmi að
þingmenn séu keyptir, en nokkuð
þykir það nýstárlegt að sá keypti
sé beinlínis skoðaður sem hús-
dýr.
Hugmyndin um ríkisjötuna fer
að verða nokkúð bókstaílega út-
færð. Væri nú gaman að vita
hvort stjórnin hefir ekki fengið
eitthvað úr bústofnslánadeild Bún-
aðarbankans til kaupanna.
Allt fyrir Dani.
Sleikjuháttur og hundsleg und-
irgefni íslensku stjómarinnar við
Dani er orðið almennt hneykslis-
mál. Það er svo að þeir Danir,
sem best eru gerðir, hafa orðið
ógeð á þessari. flattnögun ráð-
herranna jafnvel fyrir fréftasnöt-
um og hótelþjónum, yfir höfuð
öllu, sem danskt er.
- Síðasta hneykslið, sem mikið
er um talað, varð út af Qræn-
landsmálinu. Trampe þurfti svo
sem að láta Dani vita, að við ís-
lendingar vildum engan rétt eiga
á Grænlandi, ef það skyldi verða
til styggðar móðurlandinu. Þessi
ályktun, sem Alþingi gerði f
Grænlandsmálinu, var bara til
mótmæla Norðmönnum, og eigin-
lega ætluð danska málstaðnum til
styrktar!
Hann kann að fara með ís-
lenska málstaðinn hann Trampe
Spor sósíalista.
England hefir verið talið einna
sterkast allra rikja í heimi fjár-
hagslega. Þó hefir stjórn sósíal-
ista tekist á sjtuttum tima að sigla
þvl I strand fjárhagslega.
Enska stjórnin komst að á
mörgum og fögrum loforðum.
Stærst þeirra var það, að létta af
atvinnuleysinu. Efndirnar hafa
orðir þær, að atvinnuleysið hefir
ankist óhemjulega, jafnframt því
sem ógrynni fjár hefir verið varið
af opinberu fé í atvintiuleysis-
styrki.
En sósíalístar hafa jafnframt
náð meiri og meiri áhrifum á iðn-
aðinn í Bretlandi, en það hefir
haft þau áhrif, að breskur iðnað-
ur er ekki lengur samkeppnisfær
á heimsmarkaðinum fyrií dýrleika
sakir.
Vér íslendingar höfum fengið
eitt dæmi um það, hvernig fer
með þann atvinnurekstur, sem
sósíalistar ná yfirráðum yfir. Það
eru ekki nema fjögur ár síðan
þeir fengu svo að segja ótak-
mörkuð umráð yfir síldarfram-
leiðslu vorri, og nú má líka svo
heita að þessi atvinnurckstur sé
alveg kominn úr höndum íslend-
inga. Utlendingar hafa átt léttan
leik við að leggja islensku síldar-
framleiðsluna undir sig, er við
sltka var að eiga.
Margt er líkt með skyldum.
Nedre Eiker hérað i Noregi var
fyrir tveim áratugum í miklum
blóma fjárhagslega, og borgar-
arnir vel síæðir. Þá náðu sósíal-
istar þar meirihluta í stjórn hverr-
ar sveilar, og hafa ráðið öllu í
héraðinu stðan. Hefir öllu verið
endavelt, en skrum og gort af
framkvæmdunum og „glæsilegri
afkomu“ gengið fjöllunum hærra.
Alveg nýlega sendi þó héraðs-
stjórnin rikinu bænarskrá um hjálp
og varð þá að játa, að allt væri
upp etið, sem af borgurunum er
hægt að reita, en skattarnir hafa
verið og eru drápsklyfjar á gjald-
endum.
Nánar er svo frá skýrt, að þess-
um kröfum sé ófullnægt af hinum
tóma kassa:
Ógreiddir vextir og afborganir
kr. 67721.00.
Skuld við atvinnuleysissjóð kr.
116526.00.
Ógr. fylkisskattur kr. 118682.00.
Skuld við sjúkrasjóð héraðs-
ins kr. 38770.00.
Ógreiddar ávísanir og reikn-
ingar kr. 135000.00.
Ógreidd.læknishjálp kr. 1000.00.
Ógr. laun starfsm. kr. 56524.00.
Ógr. ellistyrkur kr. 30000.00.
Finst mönnum þetta minna
nokkuð á 10 ára stjórn flokks-
bræðranna, bæjarstjórnarmeirihlut-
ans á ísafirði.
Gengisfall.
Síðan greinin um gengisfallið
var rltuð, hefir það spurst að
Danir hafa leyst þjóðbankann frá
gullinnlausnarskyldunni, og lækk-
að gengi danskrar krónu i hlut-
falli við lækkun sterlingspundsins.
Svipuð lækkun á gengi hefir átt
sér stað hjá hinum norðurlanda
þjóðunum.
Nú hefir gengi íslenskrar krónu
einnig verið lækkað hér á landi,
þannig að hún fylgir gengi ster-
lingspundsins.
Aíli
ísfirskra skipa síðastliðið sumar.
Á síldveiðum:
Ásbjörn . . 8718 tunnur.
Auðbjörn . 8438 —
Gunnbjörti. 11648
ísbjörn . . . 10279
Sæbjörti . . 8787
Valbjörn . . 9276 —
Vébjörn . . 10026
Percy . . . 8200 —
Svalan . . . 5500 —
Ölver.... 11000
Samtals 91872 tunnur.
Mest af þessari sild hefir verið
látið í bræðslu, lltið eitt saltað
og látið í ishús.
Á handfæraveiðum:
Hekla . . 302 skpd. á 16
Bolli . . . 300 — á 15
Geysir . . 105 — á 9
Svend . 81 — á 12
Björn . . 290 — á 18
Gammur. 82 — á 7
Hermann 105 — á 9
Munimi 160 — á 12
vikum.
Samtals 1425 skpd.
Hér eru reiknuð 250 kgr. af
saltfiski upp úr skipi í skippundið.
Frá ísafipdi.
Hjúskapur.
Hinn 26. f. in. voru þau ungfrú
Steinunn Ásgeirsdóttir og Þórhall-
ur kaupm. Leósson gefin saman
i hjónaband af prófastinum, séra
Sigurg. Sigurðssyni. Fór vigslan
fram á heimili foreldra brúðurinn-
ar, á Kafé Uppsölum, og sat fjöldi
boðsgesta þar veislu á eftir at-
höfnina.
Siðastl. laugardag voru ungfrú
Hrefna Samúelsdóttir og Sverre
Tynes gefiti saman hér í kirkjunni.
Fór athöfnin fram fyrir lokuðum
dyrum, einungis að viðstöddum
boðsgestum. Veisla var haldin á
eftir á Kafé Uppsölum og sátu
hana um 60 manns, flest að-
standendendur brúðhjónanna.
Vesturland árnar báðum brúð-
hjónunum allra heiila.
Landlæknir
hefir Vilmundur Jónsson verið
skipaður frá 1. þ. m. Flutti hann
með fjölskyldu sína alfluttur til
Reykjavíkur með „Goðafossi“.
Kvöldskemtun
heldur Blóm- og trjáræktarfélag-
ið næstkomandi föstudagskvöld.
(9. þ. m.) Félagið hefir þegar
hafið undirbúning til að stækka
blómagarð sinn um helming á
næsta ári og gengur ágóðinn af
skemtuninni til þess.
Blómagarður sá, sem félagið
þegar hefir koinið upp, er fegursti
bletturinn i bænum og augljós
vottur um ósérplægni og úthald
þeirra sem unnið hafa árum sam-
an að því að gera liann sem feg-
urstan, þó oftast hafi verið þröngt
um fjárhaginn. En þó þessir menn
hafi náð markinu í bili ætla þeir
Kanpi sænsk ríkisskuldabréf,
(ríkishappdrætti) frá 1921, 1923, 1889,
18^3. Sendið skuldabréfin, og eg sendi
greiðslu um hæl. — Magnús Stefánsson
Spltalastíg 1. Reykjavik.
Skrifborð
til sölu. — Guðjón E. Jónsson.
ekki að leggja árar í bát. Garð-
urinn á að stækka, segja þeir,
afnvel alla leið inn að Sjónarhæð
áður lýkur. En Róm var ekki
byggð á einum degi.
ísfirðingar sýna bezt skilning
sinn á hinu góða markmiði fé-
lagsskapar þessa með því að
fjölmenna á kvöldskemtunina n.k.
föstudagskvöld.
Hússala.
Þeir Kristján H. Jónsson stýri-
maðui og Steinn Leós hafa keypt
húseign Magnúsar Magnússonar
kaupni., Hafnarstærti 11, frá 1.
þ. m. Er Kristján eigandi syðri
enda hússins en Steinn norður
endans. Munu hinir uýju eigend-
ur starfrækja þar verzluti í fram-
tíðinni, hvor i sínu lagi. Eti fyrst
uin sinit hefir seljandinn tekið
búðirnar á Ieigu á meðan hann
er að selja vöruleyfar sínar.
„Venator“,
enskur togari kotn hingað þann
1. þ. m. og á að taka hér fisk í
is, af bátum hér við Djúp, og
flytja til Englands. Vegna storma
hefir enginn getað róið þessa
daga og liggur togarinn því hér
enn. Er þetta einn af leigutogui-
um félags þess, sem Jón Auðunn
alþm. veitir forstöðu hér. Vegna
aflaleysis hér vestra undanfarið
hafa þessir togarar flutt út Isfisk
frá norðurlandinu síðasta mánuð
og hefir Jón Auðunn því dvalið
þar I þeim erindum síðan þingi
var slitið, en er nú kominn aftur
til bæjarins.
„Volesus“
leigutogari sama félags var að
leggja af stað til Engiands aðfara-
nótt 27. f. m., með ca. 80 tons af
ísuðum fiski, er hann á fullri ferð
rakst á Grenjanesboða á Þistil-
firði. Var strandvarnarskipið Ægir
kallað á vettvang og náði það
togaranum af boðanum síðastl.
mánudagsmorguu (þ. 28. f. m.)
Gat hafði komið á skipið og var
gert við það til bráðabirgða svo
að það gat haldið áfram ferð
sinni til Englands.
„Goðafoss"
kom hingað að norðan þann
3. þ. m. Kom hann við á Hest-
eyri og tók þar sildartnjöl og
lýsi hjá h.f. Kveldúlfi.
„Island“
kotn hingað að norðan i gær
(4. þ. m.) og hélt áfram til Rvlkur
sama dag. Farþegar héðan: Guð-
inundur Hannesson bæjarfógeti og
frú og Hannes sonur þeirra,
Magnús Magnússon kaupmaður
og frú, frú Sigríður Axelson, Hai-
ald Aspelund kaupm. o. fl.