Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.10.1931, Blaðsíða 2

Vesturland - 12.10.1931, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND „VESTURLAND“ kemur út einu sinni í viku. Kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. október. Útgefendur: Sjálfstæðisfélag Vesturlands. Ábyrgðarmaður: Jón Grímsson, Sími: 143. Afgreiðslu og innheimtu annast: PINNBJÖRN HERMANNSSON. að sýna danska veldisfánann í ís- lenskri landhclgi. íslendingar eiga því ekki annað ógert i þessu máli, en að tilkynna Dönum, að þeir hafi tekið land- helgisgæzluna i sínar hendur að öllu leyti, og óski ekki þátttöku þeirra í henni framvegis. En það er nú ekki alveg þetta sem íslendingar gera, ef trúa má dönskum blaðafréttum. „Politiken“ skýrir frá því, að íslensku nefnd- armennirnir i lögjafnaðarnefndinni hafi á fundum nefndarinnar I Höfn í sept. s. 1. farið fram á það, að Danir sendu nýtt skip til land- helgisgæzlu við ísland. Blaðið telur sjálfsagt að verða við þess- ari ósk íslands. En nú kemur nokkuð fyrir, sem gerir mál þetta tortryggilegt. Á sama tíma og þetta er að gerast kernur sendiherrafrétt um það, að búið sé þegar að gera uppdrætti að þessu fyrirhugaða gæzluskipi við ísland, og undirbúa málið að öðru leyti. Hér lítur þvi sterklega út fyrir, að undirmál hafi fram farið milli Dana og einhverra ráðandi manna íslenskra, og að þessi „krafa“ ísl. nefndarmannanna sé „pöntuð“ al Dönum. Það sér hver maður, að ósatin- gjarnt væri það af Íslandi, nú er sambandslagatiminn er meir en hálfnaður, og aðeins nokkur ár eftir, þar til vér höfum rétt til að segja þeim upp, — að krefjast þess að Danir fari að byggja nýtt skip til landhelgisgæzlu hér, ef vér værum ráðnir i að slíta sam- bandinu að öllu leyti eftir þessi fáu ár og taka af þeim réttinn til fiskveiða í íslenskri landhelgi. Þessi krafa af hendi íslendinga er ágætt tilefni fyrir Dani til að halda í sambandið, og gæíi þeim óneitanlega siðferðilegan styrk til þeirrar kröfu að halda lengur í þegnréttinn hér og réttinn til fiski- veiða í íslenskri landheigi. Hér er bersýnilega verið að vinna fyrir Dani og gegn íslensk- um hagsmunum og sjálfstæðfs- málum. Og bersýnilegt er, að ís- lenskir menn eiga þált í þessu, og hafa fario á bak við Alþingi og íslensku þjóðina. Er varla öðrum til að dreifa en ráðherr- unnm. Alþingi verður að gera skjótan enda á þessu máli á þann hátt að tilkynna Dönum, að vér höfum ákveðið að taka landhelg- isgæzluna í vorar hendur að öllu leyti, og óskum ekki þátttöku þeirra í henni framvegis. Öll Islenska þjóðin verður að standa fast með þessari kröfu. Magnús Magnússon kaupmaður. — 25 ára ísfírskur borgari. — Flytur nú alfarinn héðan til Reykjavíkur. Með e.s. „Island“ síðast fóru þau Magnús Magnússon og kona hans alflutt til höfuðstaðarins. Þeim hirium mörgu ísfirðingum og nærsveitungum, sem átt hafa því láni að fagna að kynnast Magnúsi og hinu gestrisna heimili lians, finst vaudfyllt það skarð er verður í hóp ísfirskra borgara eftir brottför þeirra. Síðan nokkrir svokallaðir „jafn aðarmannaforkólfar" hernumdu þennan bæ fyrir nokkrutn árum síðan og settu hér allt á annan enda, fyrst með ilivígum árásum á alla helztu athafnamenn bæjar- ins, síðan með stórkostlegu fjár- málabraski og loks eigin flótta sinum undan afleiðingunum þegar þær eru að koina í Ijós, hefir hver ágætis borgari bæjarins á fætur öðrum, svo að segja árlega, flutt sig búferlum héðan, og verð- ur Magnús því miður sjálfsagt ekki sá siðasti til þess úr þeirra hóp. Magnús Magnússon er enn á bezta skeiði, aðeins rúmlega fimmtugur, og þarf þvi enginn að ætla það að hann hugsi sér að lifa athafnalausu lifi í framtíð- inni þó hann kveðji ísafjörö. Það væri ólikt honum. En það sýnir enn Ijósara hversu mikið tjón það er að missa menn eins og hann úr bænum. synjandi frá eldúsdyrum frú Helgu um dagana. Þrátt fvrir allt hafrót ófriðar- áranna og áranna næstu á eftir fúr Magnús skeinulitið út úr þeim hildarleik kaupsýslumanna, er yfir- leitt átti sér stað á þeim árutn. Verður það eingöngu þakkað frá- bærri gleggni hans og varfærni þegar við þurfti. Hann er því sæmilega efnum búinn nú er hann fer héðan. Á ófriðarárunuin sat Magnús eitt kjörtírnabil í bæjarsfjórn ísa- fjarðar. Var það meira en nafnið eitt að vera hér bæjarfulltrúi á þeim árurm Starfaði hann í fá- tækranefnd, þeirri nefrid er einna mest starf hafði með höndum. Heyrði undir hana meðal annars rekstur surtarbrandsnámunnar á Gili í Bolungavik Man eg eftir því, að Magnus hefir sagt mér það aö þá hafi starfað með sér í nefndinni séra Magnús Jónsson núverandi prófessor við háskól- ann og hafi hann verið sá ágæt- asti og úrræðabesti maður, er hann gat kosið sér að starfa tneð á jafn erfið'um tímum. Magnús Maguússon er Land- eyingur að ætl. Foreldrar hans, Magnús Magnússon bóndi á Stóru-Hildisey og kona hans, Guðrún Þorsteinsdóttir, dvöldu siðustu ár æfi sinnar á heimili sonar síns, og dóu þar bæði á árinu 1923. Sá er þetta rítar vill að síðustu þakka Magnúsi Magnússyni og konu hans bæði fyrir sína hönd og ijölmargra annara vina þeirra fyrir allar góðar samverustundir og óskar þeitri hjónum allrargæfu og gengis á'ófarinni æfibraut. t Helga Gr. Árnadóttir. Hún andaðist hér á sjúkrahús- inu 3. þ. m. eftir langa vanheilsu og var jarðsungin s. 1. laugardag. Hófst athöfnin með húskveðju á heimili Jóns A. Jónssonar alþm. Helga sál. varð 70 ára gömul. Var hún fædd í Hagakoti hér við Djúp, og voru foreldrar hennar þau Árni Pálsson bóndi í Efsta- dal og kona hans, Steinunn Guð- mundsdóttir. Var Árni siðari mað- ur Steinunnar, en fyrri maður hennar var Ebenezér Ólafsson I Hagakoti, og var Helga sál. þann- ig hálfsystir Guðfinnu Ebenezers- dóttur hér f bænum og þeirra syst- kina. Fyrir 40 árum kom Helga sál. á heimili Jóns sál. Einarssonar bónda á Garðsstóðum, og eftir að sonur hans, Jón Auðunn alþm., tók þar við búsforráðum, var hún áfram hjá þeim hjónum og fluttist með þeim hingað til ísafjarðar árið 1904, og hefir verið hjá þeim síðan, og starfað á heimil þeirra meðan kraftarnir entust. Helga sál. var ein hinna gömlu, frygg^yndu hjúa, er nú óðum týna tölunni. Hún var fyrir löngu oröin sem ein af fjölskyldunni, og af- haldin af öllum þeitn er henni kyntust. Helga giftist aldrei og var barn- laus. Síðustu 4 ár æfinnar var hún þrotin að heilsu og mátti heita við rúm Var henni þessvegna hvíldin kærkomin. Hinn 2. október 1906 — eða fyrir réttum aldarfjórðungi — kom Magnús til bæjarins og setti hér á stofn verslun í nafni firmans C. E. Lárusson & Co., í húsi því sem Sveinbjörn Halldórsson bak ari á nú. Veitti Magnús verzlun- inni forstöðu þar til hún var lögð niður vorið eftir og byrjaði hann þá að verzla á eigin spýtur. Keypti hann þá af Þorláki sál. Magnússyni suðurenda húss hans, og opnaði þar búð þá, í maí 1907, sem hann hefir starfrækt síðan af miklum dugnaði og forsjá. Hefir verzlun hans verið marg- þætt og meðal annars, hefir hann öll þessi ár haft á hendi umboðs- sölu á skótaui fyrir Skóverzlun Lárusar G. Lúðvigssonar og ver- ið umboðsmaður klæðaverksmiðj- unnar „Gefjun“ um 20 ára bil. í byrjun kaupmannstíðar sinnar gerði Magnús miklar kröfur til sjálfs sín, og er mér knnnugt um að hann lagði þá oft mikið á sig. Enda varð hann brátt kunnur fyr- ir áreiðanleik sinn og vöruvönd- un Honum óx því fljótt fiskur um hrygg. Byggði hann strax á sama ári efri hæð á hús sitt og kvongaðist 12. júlí s. á. Helgu Jónsdóttur úr Arnarfiröi, sem síð- an héfir með sóma staðið við hlið mauns síns, og stjórnað hinu, á tlmabiii, mjög stóra heimili þeirra. Góögeröarsemi þeirra hjóna hefir að verðleikum verið rómuð ineðal fátækari hluta bæj- búa, enda mun enginn hafa farið Utvarps-blóm. Fyrir nokkru síðan skyldi Guð- mundur skáld Friðjónsson tala í útvarpið en rétt er hann var byrj- aður gekk raforkan í höfuðstaðn- um til þurðar svo ekkert varð úr lestrinum það kvöld. Við þetta er ekkert hlægilegt. Guðrnundur Friðjónsson flutti erindi sitt, sem var um þrjár merkar konur is- lenskar í annað sinn og fórst þaö tneð snilld eins og við var að búast. Hið skemmtilega er tilkynning- in sem útvarpsstjórinn eða „ráðið" lét Þuluna flytja gegnum útvarpið daginn eftir. Var aðalinntak til kynningarinnar það, að vegna langvarandi þurka væri vatns- magnið í Elliðaánum orðið svo litið að ti! vandræða horfði með raforku fyrir Útvarpið sem annað og mundi þetta ekki lagast fyr en regn félli að mun: „En bæði rafveitustjórnin og útvarpsráðið mun gera alit til að bæta úr þessu hið bráðasta“. Sem næst þessu féllu ungfrúnni oið. Allir útvarpshlustendur hafa skilið orsökina til raforkuþurðar- innar og þótt hún ofur eðlileg en fæstir tnunu enn farnir að skilja hvernig Útvarpsráðið eða aðrir hafa ætlað sér að bæta úr rign- ingarleysinu. — Nú, á 20. öld- inni vænta tnenn ekki eftir slikuin vatnavexti nema með eðlilegum hætti. En þetta var öðruvísi í fyrndinni. í Skáldskaparmálum er sagt frá för Þórs með Loka til Geirröðar- garða, og urðu þeir félagar fyrir heldur ófýsilegum árvexti á leið- inni. Af þvi segir svo: „. . . . Þá fór Þórr til ár þeirar, er Vimur heitir, allra á mest. Þá spenti hann sik megingjörðum ok studdi forstreymis Gríðarvöl, en Loki helt undir megingjarðar. Ok þá er Þórr kont á miðja ána, þá óx svá mjök áin, at uppi braut á öxl honum. Þá kvað Þórr þetta: Vaxattu nú Vimur, alls mik þik vaða tfðir jötna garða í; veiztu, ef þú vex, at þá vex mér ásinegin jafnhátt upp sem himinn? Þá sér Þórr uppi i gljúfrum nokkurum, at Gjálp, dóttir Geir- röðar, stóð þar tveiin megin ár- innar og gerði hon árvöxtinn. Þá tók Þórr upp ór ánni stein mik- inn ok kastaði at henni ok mæltí svá: „at ósi skal á stemma“. Eigi misti hann, þar er hann kastaði til......“ Gjálp Geirröðardóttir hefir auð- sjáanlega verið svo rnikil kvinna að engin slík finst hér á landi nú. Er því bert að útvarpsráðið hefir hér lofað meiru en það hefði get- að ent.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.