Vesturland

Årgang

Vesturland - 19.03.1932, Side 2

Vesturland - 19.03.1932, Side 2
2 VESTURLAND Ásrún V. Sumarkvöld eitt stóð eg á háu fjalli milli Austur- og Vesturdals í Skagafirði. Útsýni þaðan var mikið og fagurt, og mér ógleym- anlegt. Yfir Hofsjökli mjallahvítum var svo mikil birta að undrum sætti. Mér varð órótt innanbrjósts, og eg óskaði, að fjölmennt væri á tindinum, svo guð lands vors gæti haft áhrif á fleirí en mig. — Mér varð litið niður í dalina. Forðum voru þar 46 bæir í skógi vöxnum hlíðum. — Nú eru bæ- irnir 10 — en hlíðar berar og kuldalegar er á sumar líður. — Litlir grænir blcttir skarta i döl- urium, og sviphreinir menn sækja þangað lífsviðurværi. — Hugur minn þýtur yfir hafið og til annara landa. Eg reika um viðlendur vaxnar fögrum, suðræn- um gróðri. Eg gehg eftir löngum ásabrúnum og litast um. Tjarnir og vötn eru á víð og dreif. Lygn- ai ár bugðast eftir breiðum dölum. Fornir kirkjuturnar rísa upp yfir skóginn — en i fjarska gnæfa við himinn jökulkrýndar háfjallabung- ur. Grænir blettir skarta í skógin- um. — Það er uppskerutíð. — — Eg gekk niður af fjallinu léttur i iund. Þó hér séu engir skógar, svo teljandi sé, eða þrótt- miklar kornekrur, gefur landið okkur samt tækifæri til að vinna fyrir daglegu brauði. Hér geta menn iifað og þroskast að vizku í skjóli fjallanna og við brimhring- inn er umlykur landið. Hér getur menntuð þjóð starfað sér til sóma og öðrum til fyrirmyndar. — Að vera menntaður er að vera maður eins og hann á að vera: 1. ráða yfir náttúrunni með verk- um sínum, 2. vera góður félagsmaður og 3. stunda háleitar hugsanir. Lífið er kapphlaup við tfmann. Verkefnin biða og tækifærin eru alltaf á ferðinni. Vertu viðbúinn og griptu tækifærið, sein skapar Land og sær. 4. Skip. Það er alkunnugt, að þegar þjóð glatar sjáifstæði — þá tapar hún skipastó! sínum. Tapið hag- nýta sér aðrar þjóðir harðfengi- legá. Hin ósjálfstæða þjóð er skattlögð. Okrað er á flutnings- gjöldum, hvort heldur um er að ræða nauðsynjavörur er þjóðin þarfnast séf til framfæris, eða vörur, sem hún þarf að koma frá sér á heimsmarkað. — Inn- lendur skipastóll verndar þjóðina fyrir þessum ófögnaði. — — — Nú hafa þau tfðindi ný- lega gerst i Reykjavík, er sýna greinilega hversu háskaleg stefna það er, að hlúa betur að erlend- um keppinautum en þeim íslend- ingum, er viðhalda og auka inn- lendan skipastól. 11. þ. m. skýrir Morgunbl. svo frá: „Meðalkaup lægst launuðu háseta á öilum íslenzkum togur- um hefir tvær undanfarnar vertiðir verið kr. 15.13 á dag auk fæðis, sem næst alveg jafnt bæði árin, giftu þína, ef þú leysir starf þitt vel af hendi. Iæggðu vatnsafl i hötnlur, svo ljós og ylur streymi um landið. Opnaðu fjöllin svo börn þín geti skapað verðmæti. Rannsakaðu moldina svo þú verð- ir eigi lengur gestur á jörð þinni. Vertu starfsamur svo þú þurfir að byggja skip og senda til annara landa.------ — Hjálpaðu þér sjálfur, þá fyrst getur þú hjálpað öðrum. Ryddu þér til ríkis, rýmka verksvið þitt °g leggðu nýja hamingjuvegi. Berðu ætíð þjóðarheill fyrir brjósti, og veittu liðsinni hverju góðu málefni. Varastu að gera dreng- skap þinn til fjár.----- — — Veittu uinhverfi þínu at- hygli, og lærðu að skilja starfs- háttu þeirra náttúruafla, er að miklu leyti ráða ferðum þínum. Láttu huga þinn daglega fást við einhverja skilningsraun. Þú ert aldrei svo störfum hlaðinn, að þú fáir ekki tækifæri tii þess. Hugsaðu um gróður jarðar, bylgjugang sjávar, vinda og norð- urljós, — snúning jarðar og hina síbreytilegu afstöðu hennar til sól- ar. Hugsaðu uin náttúruna, — en þó ætíð mest um sjálfan þig, — þú ert sjálfum þér ráðgáta. Hjá þér blunda hæfileikar og hulduöfl, er þú sjaldan eða aldrei verður var við, — en sem þú gætir þroskað og látið hjálpa þér til að vinna þrekvirki — ef þú vildir. -----Stjörnur sjást ekki á heið- um himni og norðurljós, nema dagsbirtan hverfi. Enginn maður getur sannmenntast nema , hann þekki jafn vel galla þá, sem eru f fari hans og hina góðu hæfileika, — og svo er um þjóðirnar. — Enginn skipar öndvegi, og eng- inn er mikilhæfur uema hann þekki sjálfan sig til hlitar. — — — Vertu viðbúinn og gerðu skyldu þína. Timarnir eru erfðir, eins og ætið þegar flett er við blaði í sögu einnar þjóöar. Nú er að því komið. — — Eg geng eftir erlendum ásabrúnum og horfi til norðurs. — það leggur bjarma yfir ísland. en á spönsku togurunum eru sjó- menn ráðnir fyrir kr. 12.50 á dag.“ Spánverjar hafa allt til þessa keypt megnið af fiski okkar. Er kunnugra en frá þurfi að segja, að tekjur ríkissjóðs fara að mestu leyti eftir því hversu góðu>- Spán- armarkaðuri'nn er. Nú eru Spánverjar sjálfir farnir að fiska hér við land. íslenzkir hásetar eru á skipunum. Spánverj- ar semja við stjórn Sjómannafé- lagsins um kauptaxta. Samningar takast viðstöðulítið. Kauptaxtinn er færður niður, og fá Spánverjar með tilstyrk fslendinga sjálfra 18l/3°/o hagkvæmari taxta en inn- iendir togaraeigendur hafa enn fengið. — Ekkert skal uin það sagt að sinni, hvort kauptaxtinn gagnvart fslenzkum togaraeigendum hafi veríð sanngjarn síðastliðin ár eða eigi, en hitt hlýtur hver maður að skilja, að það er óþjóðhollusta, sem ekki er lofsverð, að hjálpa Spánverjum til að keppa við ís- lendinga á þvi sviði atvinnuveg- anna er þeim er verðmætast. Hefir stjórn Sjómannafélagsins. með þessum spánsk-íslei zka kaup- Frá ftiundarfirði. „Svá lízt mér fjörðr þessi, at eigi hef ek annan sét fegri". — Forn munnmæli herma, að þannig hafi einn skipverji Valþjófs kom- ist að orði, er þeir komu þreyttir og móðir úr hafi. Fögur er sjóhröktum fold, — satt er það, en Önundarfjörður er furðu hlýlegur, þó dalafjöllin vest- anfjarðar séu gnúpleit og stór- skorin, og gefi firðinum alvöru- svip. — Barðinn er yztur, þá Hrafnaskálagnúpur, þá Sporham- arsfjall og loks Þorfinnurinn, er gnæfir yfir höfninni og varpar til hennar dimmum skugga. Dalirnir eru grösugir og góðir undir bú. Yztur er Itigjaldssandur, þá Mosdalur, þá Valþjófsdalur og tekur þá við mesta undirlendi á Vestfjörðum. Ganga út frá því grösugir afdalir. — — Aðalprýði fjaröarins er hin afbragðsgóða höfn. Enskur tog- araskipstjóri hefir komist svo að orði, að yfir firðinum sé hátfð- legur öryggisblær. Er eigi að undra þó góðir skipstjórar taki þannig til orða, er þeir hafa slopp- ið undan hamförum haust- og vetrarsjóa, og komið skipunuin heilum og hölduum í þessa ör- yggishöfn. Fyr á öldum hefir fjörðurinn þó verið fegri. Þá voru hliðar og sléttlendur skógi vaxnar, en nú finnst varla nokkur hrisla, hvorki í dalabotnum eða annarstaðar, þar sem skjól er gott. — Fyrir utan Klofningsá, er fellur til sævar kippkorn fyrir ut- an Flateyri, er fjallshliðin einu nafni kölluð Sauðanes. Er þar sauðland ágætt, og þrautabeit fjarðarins í snjóa- og hörkutíð. — Þar heitir nokkur hiuti fjallsins Kolviðarhlíð. Eru þar enn aug- Ijós merki kolagerðar — kringl- óttir bollar grasi vaxnir. Kolviðar- hlíð er nú vaxin 'niðurbældum taxta sannað, hversu mikið á það skortir að hún sé þjóðlynd, víð- sýn og ráðvönd gagnvart fslenzkri sjómannastétt — gagnvart is- lenzkri þjóð, — en þvi tniður eru fleiri óþjóðhollir náungar á ferð en þeir er skipa stjórn Sjómanna- félagsins. Er óþarfi að fjölyrða um þá hér. íslendingar þekkja hug- arfar þeirra allra og munu fara að vara sig á þeim. Það er ekkert við því að segja, þó íslendingar vinni með öðrum þjóðum, en þeirri samvinnu verð- ur að haga | annig, að þeir sjálf- ir hagnist raunverulega. Mun það sannast, að þjóðlyndir íslending- ar gæta betur hagsmuna barna sinna en menn, er ýtnist telja Rússland föðurland sitt, Spán eða jafnvel Mið-Afriku. — — Skip er komið að landi. — íslenzk eign. íslenzkur fáni við hún. íslenzk skipshöfn. — Hver vill meina þjóðinni að senda skip um höfin? Hver vill vinna að þvi að skaða viðskiftalíf og fjár- hag þjóðarinnar? „VESTURLAND1* kemur út einu sinni i viku. Kostar 5 kr. um árið. Gjalddagi 15. júlí. Útgefendur: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. Ritstj. og ábyrgðarmaður: Steinn Emílsson. Afgr. og innheimtu annast ritstj. lynggróðri, — en örnefnið geymir, og ber frá kyni tii kyns endur- ininninguna um einn sorgarþátt í sögu íslands. Við fjallsrætur norðan fjarðar- ins gætir vlða fornra brimbarinna tnalarkamba. Er það engin ný- lunda, því forn sævarmál eru aug- Ijós allstaðar á Vestfjörðum all- fjærri sjó. Þeim mun einkennilegra er, að um stórstreymsfjöru er hægt að kómast niður í inólag í bugnum utan við Flateyrarodd- ann. — ísaldarmerki eru mjög greinileg norðan fjarðarins. Einkum eru jaðarurðir skriðjökla áberandi t. d. Drekahryggur sunnan Grimu- dals og Klofningshryggur sunnati Kloftiingsdals. — í Kaldárdals og- Breiðadalsbotni eru enn óbráðn- ar hinar svellköldu jökulrætur. Fyrir botni fjarðarins gnæfir við himinn hið sviphreina, jökulskjöld- ótta Latnbadalsfjall. Berglagahalli er nálægt 5° til suðurs, og álíka mikill til vesturs. í sjálfum firðinum gætir varla surtarbrands, en þó eru leirlög mjög þykk i fjöllum og athuga- verð, því þar sem surtarbrandur skyldi verið hafa í lögunum, þar er járnmálmur mjög góður, en tæplega nógu mikili tii að geta heitið verðmætur. Fylgileirar járn- málmsins eru þó miklu athuga- verðari, enda hafa þeir vakið þrótt- miklar vonir framsækinna manna. Þori eg að fullyrða, að leirlög fjarðarins lofa framtiðinni öllu sæmilega góðu. Norðan í Barðann gengur Nes- dalur. Hefir þar verið búið ððru hvoru frá ómunatið, en nú er daiurinn í eyði og afréttarland. Þar er surtarbrandur þykkur, og járnsteinu i sama lagi, en þvi nær sem dregur Dýrafirðinum, því fyr- irferðarminni er járnsteinninn, og hverfur að lokum. — Þannig er þvi einnig varið utan i Sauða- nesinu. Þegar komið er til Súg- andafjarðar, hverfur járnsteinninn, en surtarbrandur verður allþykkur. Basalt (blágrýti) er i öllum fjöll- um fjarðarins, en sumstaðar all- breytilegt í útliti t. d. Barðanum, Eyrarfjalli ,og Arnkelsdal (nú Ekk- ilsdal). Hafa grjótflisar frá Ön- undarfirði orðið þrætuepli meðal erlendra vísindamanna. Húsakynni í firðinum eru yfir- leitt góð, og búnaðaráhugi all- mikill Mun það mikið vera að þakka hinum stöðuga verksmiðju- rekstri á Sólbakka allt frá fyrstu framkvæmdarárum Ellefsens hval- veiðamanns og fratn á þennan dag. Framtið fjarðarins mun verða hin glæsilegasta.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.