Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.07.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 08.07.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 19 jj|lll!llllllllllll!llllllll!llllllllllllllllll!llllilllllllllll!ll!llllini!IIIIIIHIIIIIl!^ Vesturland. M Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. g g Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. g S Útkomud.: miðvikud. og laugard. g Verð til áramóta 4 kr. yjj g Gjaldd. 15. sept. f lausas. 15 aura. g Augl.verð 1.50 cm. eind. 3 Stærri augl. eftir samkomulagi. 3 ^Ílllll!ll!lllllllll!!lllllllllllll!lllllllllllllllllllll!lllllll!llll!l!lllll!lllllllllll!!^ Einn á móti átta. Þegar Vilmundur kom úr Bol- ungarvfkur leiðangri sinum, sagði hann við kunningja sinn hér: „barðist einn á móti átta“. Sá sem þessar linur skrifar var á fundinum frá byrjun til enda og tók vel eftir öllu sem fram fór. Sannleikurinn er sá að meó Jóni Auðunn töluðu fjórir en með Vilmundi tveir menn. Yfirburðir Jóns Auðuns voru svo áberandi að engum gat dulist, cnda var ekki annað að sjá en fundarmenn tækju vel eftir hverju orði er hann sagði, sem og þeirra manna er með honum töluðu. Aftur á móti virtist Vilmundur leggja aðalá- hersluna á að snerta hlátursstrengi tilheyrenda, sem setti féttúðarblæ á hans ræður, sem fundarmönn- um þótti gaman að. Liðsmenn hans urðu sér báðir til minkunar og Hannibal þó sérstaklega. Þeg- ar hann kom á ræðapallinn laust upp ópi miklu og kölluðu fundar- menn „Hendið honum út“ „Hann á ekki að fá leyfi til að tala á opinberum fundi“. Hannibal varð svo mikið um þetta að hann virt- ist verða klumsa, en þegar til hans heyrðist, kom alt öfugt út úr honum og hann endaði með því hvað eftir annað að skora á Bolvíkinga að kjósa Jón Auðunn. Vilmundur var á nálum og gat ekki tekist eflir þetta að fá fund- armenn til að hlægja. Eftir þessa útreið mun Vilmundur forðast að sýnaHannibal i ræðustól í Norður- ísafjaiðarsýslu og ummæli hans hér að ofan gefa fyllilega í skyn að hann hefur metið liðsinni þess- ara tveggja manna að engu og sannast þar, að sjaldan launar kálfur ofeldi. Áheyrandi. „Æruþjófnaður" segir Skutulskálfur á miðv.d. að það sé, að tala um að Vilmundur Jónsson hafi há laun og segir að hann hafi bara lítil laun, en slepp- ir öllum aukalaununum, sem sam- anlagt eru mikið hærri en embætt- islaunin. Skárri er það nú æru- þjófnaðurinn. Alþýða manna er nú loks farin að opna augun fyrir hálaunafarginu og afleiðingum þess, því vitanlega borgar fátæk alþýða brúsann að langmestu leyti, en halaunafarganið er að mestu tilorðið fyrir hið pólitiska verzlunar- samstarf Framsóknar og jafnaðar- manna. Það sem hér hefir verið sagt um laun V. J. er rétt og kemur því vitanlega sárt við kaun- in, svo ekki er að undra þótt þeir félagar kippist við. Hinsvegar er langt frá því, að V. J. sé þarna einn í sök. Þessi háiaunaspilling er orðin bæði út- breidd og almenn, þótt jafnaðar- menn og Framsóknar standi með pálmann í höndunum í þessu efni, ef pálma skyldi kalla. Skutull segir, að Vilmundur hafi iækkað laun sin til þess að hækka launin hjá skrifstofumanni sínum. Og blessaður karlinn; ekki skortir góðmenskuna, ef satt væri sagt frá. En eins og oftar hjá Skutli cru hér höfð endaskifti á sann- leikanum. Skrifstofum. hjá V.J. erskáldið og guðspekingurinn GrétarÓ. Fells og eru laun hans ákveðin af rikis- stjórn, en f engu sambandi við hærri eða lægri laun Vilmundar. Fyrirrennari V. J. (G. Björnss.) hafði alls 2 þús. kr. i skrifstofu- kostnað: fyrir að leggja til hús- næði, ljós, hita og inann á skrif- stofuna, ef með þyrfti; þvi margir ætla verkið létt. V. J. hefir hins vegar skrifstofu í hinni nýju og dýru byggingu að Arnarhvoli og fastlaunaðan skrifstofumánn frá ríkinu. Það er nú sparnaðurinn í þeirri grein. K. Messað verður I Hnífsdal á morgun kl. 11. Stöðugir óþurkár hafa verið hér undanfarinn hálfan mánuð. Ólafur Pálsson framkvæmdarstj. h. f. Djúpbátur- inn tók sér fari héðan með Goða- fossi. Er för hans heitið til Noregs til þess að sjá um kaup á nýjum Diúpbát. Er Arthur & Fanny nú seldur til Akureyrar. Scandiaeldavélar og önnur Svendborgareldfæri reynast alt af bezt. Þau og varahlutar til þeirra alt af fyrirliggjandi. Elias J. Fálsson. Saumavélin „VESTA“ aftur fyrirliggjandi hjá Þórði úrsmið. Lægra verð. Gólfdúkar ávalt i mestu og beztu úrvali hjá Elíasi J. Pálssyni. Continental, viðurkennda bifreiðagúmmí, ávalt fyrirliggjandi hjá Bjarna Bjarnasyni. Domo skilvindan er enn þá til. Elías J. Pálsson. Karlakór Isafjarðar fer í söngför á morgun (sunnud. 9. júlf) til Bolungavíkur og Súða- vlkur á g. s. „Gunnar“. Nánara á götuauglýsingum. Prentsmiðja Njarðar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.