Vesturland


Vesturland - 14.07.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 14.07.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 14. júlí 1933. 7. tölubíað. Finnur Jónsson á biðilsbuxunum. Meðmælin bæði fátækleg og fávísleg. Um fjármál hafnarsjóðs ísafjarð- ar skrifar Pinnur Jónsson langt mál í Skutul frá 8. þ. m. Kemst hann þar að þeirri niðurstöðu, að eignir hafnarsjóðs bafi stórum aukist á siðastliðnum 12 árum. Þetta á svo að vera Finni sjálfum og flokksmönnum hans einum að þakka. Lítur- út fyrir, að hann tefji sig og flokksmenn sina hafa lagt fram fé, til þess að sjóðurinn yxi. Þessu er þó ekki svo varið, enda ekki við því að búast, heldur byggist aðalvöxtur hafnarsjóðs á nýjum álögum á bæjarbúa. Þessar álögur voru J'agðar á bæjarbúa með hafnarreglugerðinui, eftir byggingu bæjarbryggjunnar. Þessar nýju álögur á bæjarbúa — og þá fyrst og fremst á útgerð kaupstaðarbúá — er vörugjaldið, sem tekið er jafnt af vörum, hvort sem þær fara um bæjarbryggjuna eða ekki. Þetta gjald í hafnarsjóð nam árið 1932 tæpum 25 þúsund- um króna. Eg hefi nú í dag lesið yfir af- rit af bréfi mínu til stjórnarráðs- ins frá 20/8 1924 og cr eg enn sannfærður um, að hvert einasta atriði í þessu bréfi er rétt frá sjón- armiði þess manns,, er ann fram- leiðslu bæjarbúa og vill firra hana ósanngjörnum álögum. Hvarvetna þar sem vörugjöld eru ákveðin sem tekjustofn íyrir hafnarsjóði, þá er vörugjaldið skoðað sem endurgjald fyrir notk- un hafnarmannvirkja viðfermingu og affermingu vörunnar. Lesta- gjald af skipum fær hafnarsjóður •fyrir öryggi það, er höfnin veltir; bryggjugjald fyrir, að skip liggja við bryggjur, en vörugjald fyrir notkun hafnarvirkja eða tækja við fermingu og affermingu. Þegar gamla s Tangsbryggjan hér var stækkuð og haus var bygður við hana, þá notaði Finnur Jónsson og hans flokkur þær framkvæmdir til þess að leggja nýjar álögur á allar vörur, er til hafnarinnar koma eða frá höfninni fara, jafnt þótt varan komi ekki nálægt bæj- arbryggjunni. (Undantekningar frá þessu eru svo smávægilegar, að þær skifta ekki máli). Eg hélt hinsvegar fram, að aðeins gæti verið að ræða um að skattleggja þæt vörur, er um hafnarbryggjuna færu. Geta nokkrir sanngjarnir og hugsandi menn talið réttlæti, að gjald sé greitt til bæjarbryggjunn- ar af vöru, sem fer um Edinborg- arbryggjuna, Neðstakaupstaðar- bryggjuna, eða aðrar bryggjur bæjarins án þess að koma nálægt bæjarbryggjunni. Togarafélagið greiðir árlega í þessi gjöld til hafnarsjóðs um kr. 6000.00 og er það eingöngu vörugjald af kolum, salti og fiski þeim, sem fer um félagsins eigin bryggju. Það mun skifta þúsundum króna, sem Sam- vinnufélagið greiðir árlega hafn- arsjóði til viðhalds á bæjarbryggj- unni — i vörugjöld af fiski og salti, sem fer um Neðstakaupstað- arbryggjuna. Það mætti nú kannske segja um þessa eign nú, að hafnarsjóð- ur eigi hana og taki því vöru- gjald af vörum, sem 'um hana fara. En hér við er það að athuga, að leigan frá Samvinnufélaginu er miðuð við það, að hún svari vel vöxtum af kaupverði eignarinnar auk viðhalds á eigninni, skatta og þvílíks. Vörugjald til hafnar- sjóðs frá Samvinnufélaginu af vörum, sem eingöngu fara um Neðstakaupstaðarbryggjuna er ó- sanngjarnt og ranglátt, af því að þetta gjald er tekið vegna bygg- ingar bæjarbryggjunnar. Vörugjald vegna bæjarbryggj- unnar er tekið af steinoliu, sem affermd er við Stakkanes; vöru- gjald vegna bæjarbryggjunnar er tekið af fiskimjöli, sem skipað er út frá Stakkanesi í pramma að skipshlið, sömuleiðis af sild, sem fermd væri frá Grænagarði i bát- um eða pramma að skipshlið. Allar þessar vörur og fleiri fram- leiðsluvörur eru skattlagðar til hafnarsjóðs vegna þess, að hafnar- sjóður eignaðist Tangsbryggjuna, stækkaði hana og bygði við hana haus. Þykir nú bæjarmönnum og þá sérstaklega þeim mönnum, sem á einn eður annan hátt er ant um framleiðslu þessa bæjarfélags, það þakkar vert, þðtt hafnarsjóður hafi með álögum þessum grættfé? Er vert að þakka Finni Jónssyni og hans flokki í bæjarstjórn fyrir auknu ranglátn áiögurnar á bæjar- búa? Ákvæðin um vörugjaldið í hafnarreglugjörðinni eru svo rang- lát, að sjálfir bæjarfulltriiarnir hafa samþykt, að brjóta reglugerðina til þess að geta linað á ranglætinu. Togaraféiagi ísfirðinga mun nú gefið eftir dálítið af því vörugjaldi, er þvl ber að greiða samkvæmt þeirri reglugjörð, er Finnur Jóns- son er að hreykja sér af að hafa fengið samþykta gegn mótmælum mínum. Eg vil nota tækifærið til þess að stinga upp á, að Sam- vinnuíélagið fái samskonar eftir- gjöf á vörugjaldi og Togarafélag- ið hefir þegar fengið samþykt um að fá. Helst að fá gefið eftir alt vörugjald af vöru, sem eingöngu fer um bryggjur Neðstakaupstað- arins. Ætti vel við, að Finnur Jóns- son kæmi fram með tillögu um það i bæjarstjórn og hnekti þann- ig sem eftirmínnilegast lofinu um sjálfan sig fyrir að fá hafnarreglu- gjörðina samþykta og nýja rang- iáta skatta lagða á framleiðslu bæjarbúa.. í sambandi við framanskrifaft

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.