Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.08.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 05.08.1933, Blaðsíða 2
42 VESTURLAND ■ Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Kjartans B. Guðmunds- g sonar frá Fremri-Hnífsdal. Aðstandendur. I látið það ráða ráðum sínum m. a. um það, hvort ný stjórn yrði mynduð strax eða núv. stjórn hefði setið fram til næsta þings, þar sem aðalstuðningsflokkur stjórnarinnar gekk svo saman við kosningarnar, sem raun varð á, og annar ráðherrann úr þeim flokki iéll í kjördæmi, sem flokkurinn áður hafði unnið. í sérhverju pariamentariskulandi hefði rikisstjórn látið jafn ótvíræð merki ráca framkomu sinni. Og tregða sú er núv. forsætisráðherra sýnir um aukaþinghald strax bygg- ist ekki á neinum ástæðum, sem hægt er að taka gildar. Hverjir sfjórna? Út af atburðum þeim, sem gerst hafa á Siglufirði siðustu dagana er ekki ófyrirsynju, þótt þeir, sem alvarlega hugsa, leggi fyrir sig spurninguna: Hverjir stjórna I landinu? Atvinna mörg hundruð manna á sjó og landi ersettf hættu sök- um þess, að verklýðsfélögin eða Alþýðusambandið hafa gert sam- þykt um, að þeir menn, sem voru I varalögreglu rikisins, skuli sviftir atvinnufrelsi. Og atvinnufrelsið þýðir ekki minna en það fyrir hvern ein- stakling, að það er undirstaða alls annars. Sé maðurinn sviftur þvi er hann orðinn útlagi og rekinn út á eyðihjarn þjóðfélagsins. Á þeim mannúðartimum, sem nú eru, myndi þykja hart að beita jafn miskunarlausri aðferð við af- brotamenn, hvað þá við þá, sem ekkert hafa unnið til saka. Því getur það verið sök hjá nokkrum þegni þjóðfélagsins, að hafa gegnt störfum fyrir löglega rikisstjórn. Þvi verður hiklaust að svara neitandi. Og offors það og andspyrna, sem verklýðsfélögin hafa lagt á alla starfsemi rikisvaldsins um að haida uppi (eða getu til að halda uppi) lögum og reglu I landinu nær ekki nokkurri átt og er engum sæmandi öðrum en þeim, sem ganga með ráðnum hug að bylt- ingu. Engir, sein starfa I raun og veru á lýðræðisgrundvelli, geta verið andstæðir því, að haldið sé uppi lögum og rétti. Sú lausn, sem nú varð á deilu þessari, að maðurinn fái atvinnu að tilhlutun rikisstjórnarinnar, er ekki hægt að skoða nema sem bráðabirgðarlausn. Ríkisstjórninni bar og ber skylda til þess, að sjá um að slíkt komi ekki fyrir. Geri hún það ekki bregst hún þeirrí skyldu sem allir, sem unna borgaralegu freisi, verða að gera til hennar. f Kjartan B. Guðmundsson fyrv. hreppstjóri, í Fremri-Hnifs- dal lézt að heimili sinu 25. f. m. Fékk hann heilablóðfall og var örendur samstundis. Kjartan var fæddur I Þernuvík I Ögurhreppi 14. nóv. 1869, en fluttist með foreldrum sinum, Guðmundi Pálssyni og Margrétu Kristjánsdóttur að Fremri-Hnífsdal ársgamall og dvaldi þar síðan alla æfi, nema 2 ár, er hann stundaði nám við búnaðarskólann I Ólafs dal. 19. nóv. 1898 kvæntist Kjartan Kristjönu H. Þorvarðardóttur (frá Bakka I Hnifsdal). Eignuðust þau 3 börn: Kristján, Sigríði, gift Kr. Jónssyni skólastj. I Hnlfsdal, og Elfsabet er dó 11 ára gömul. Kjartan sál. stundaði jöfnum höndum útgerð og búskap eins og fleiri bændur hér við Djúp og um skeið rak hann umsvifamikla verzlun I Hnifsdal, ásamt Jóni Hálfdánssyni. Frá aldamótum og fram yfir 1920 eða nærfellt aldarfjórðung var hann trúnaðarmaður sveitar sinnar um flest opinber mál, enda var hann gáfaður, víðsýnn og sanngjarn maður, sem lagði gott til flestra niáia. Var hreppstjóri Eyrarhrepps í 20 ár og sat um langt skeið í sýsiunefnd og hrepps- nefnd. Siðari árin naut Kjartan sin ekki vegna heilsubrests og annara or- saka, en ávalt var hugurinn sam- ur um framfara- og velferðarmál lands og lýðs. Jarðarförin fór fram 2. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Ritstj. blaðsins hefir verið í fjar- veru undanfarinn hálfan mánuði en hafði áður að mestu undirbúið efni blaðsins. Skutull notar tæki- færið til þess að sjóða saman óþokkagrein út af prentvillum, sem slæddust inn í 9. tbl., en sem eru þó ekki meinlegri en það, að eng- an þurfa að rugla, og kennir ritstj. um, þótt Hannibal, sem skrifað hefir grein þessa, vissi um fjarveru mína. Koma þar glögt fram ein- kenni skrilblaðamenskunnar, sem mjög er nú á loft lialdið og ýmsir lofa: að vega aftan að andstæð- ingum sínum. Eg lít á þetta sem sérstaka nagdýrsnáttúru og mann- skemdafýsn, sem er vlst svo rík I Hannibal, að honum er ómögulegt að sitja á strák sinum. En þeir Finnur og Vilmundur kaiia Hanni- bal gersemi. Svona er nú andlega heilsufarið á bænum þeim. Ríkisstjórnin hefir nú tiikynt, að aukaþing verði ekki kallað saman að sinni og ber fram sem ástæðu, að samkv. 8. gr. stj.skr. frá 1920 verði að liða 12 vikur frá birtingu stj.skr.breytinga áður en þing korni satnan.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.