Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.09.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 06.09.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 67 Lögtak á öllum ógreiddum sóknargjöldum fyrir f. á. hefir bæjarfógeti úrskurðað í dag. Verða því þau gjöld, sem ekki eru greidd innan átta daga afbent til lögtaks, á kostnad gjaldenda. ísafirði, 2. seft. 1933 Sóknarnefhdin. Fyrirliggjandi: H e s s i a n , Bindigarn og Saumgarn. = Vesturland. I 1 Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. H = Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. 1 1 Útkomud.: miðvikud. og iaugard. H | Verð til áramóta 4 kr. ;| - Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. = Augi.verð 1.50 cin. eind. 1 Stærri augl. eftir samkomulagi. t 1 þessum efnum, að samstarf er óhugsandi. Og allir kunnugir vita, að sú lýsing sem hér er gefin af fram- komu H. V. er rétt. Um hana eru svo mörg vitni, að ekki þýðir að þræta, þó skákað sé f því skjólinu, að ekki hafi enn sannast um stjórn- málaafskifti H. V. f kenslustund- unum. Er og þvi ekki að leyna, að það er samhuga krafa Sjálfstæðis- manna, að H. V. sé tafarlaust vikið burtu frá skólanutn. Bregðist skólanefnd skyldu sinni í þessu efni verður hún að ábyrgj- ast afleiðingar þær sem það getur haft fyrir skólalffið í bænum. Þolintnæðin gagnvart framkomu H. V. og samherja hans f skóla- máiununt er þrotin. Og er engin ástæða til að við Sjálfstæðismenn látum þessa herra ekki vita það skýrt og skorinort. Hér skal ekki rætt nánara um skólamál okkar að sinni. Væri þó full ástæða til að rita opinberlega um þann undirferiisróður, sem bolsar höfðu, er þeir reru síra Sigurgeir frá formensku skóla- nefndar, sem hafði gegnt þeim störfum um langa hrfð með mestu sanngiini og samvizkusemi. Fór vel á því að Vilmundur skyldi verða arftakinn, þvi hann var aðaltnaðurinn i þeirri herferð. Nú, er Vilmundur skoppaði i burtu, vat skólanefndarformenskan feng- in honum Guðm. Hagalín. Þar var líka áhugamaðurinn um tnenta mál! Sjálfsagt æpa þeir H. V. og félagar hans út af línum þessum, en hve sárt sem þeir emja verða allir að gera sér ljóst, að þeir sjálfir hafa fyrir löngu síðan girt skólamálin eins og flest annað innan sinna pólilísku múra. Og taka því aðeins gjöld sinnar eigin breytni i málum þessum. Það ætti ekki heldur að vera ofætlun hinu pólitíska Samvinnu- félagi og Skutli að ala H. V. svo, að ekki þurfi að bæta þriðja rík- isómaganum við til að fullkomna eldið, þótt sjálfsagt sé e!;ki ætlast til að H. V. lifi á útigangi eða kjör þau, sem verkamenn og verka- konur alment verða að búa við. Borgari. Mannalát. 2. þ. m lézt að Sandeyri á Snæ- fjallaströnd Sigurður Jósepsson, faðir Tómasar oddvita þar. Sig- urður var aldraður orðinn; sæmd- armaður og valinn búhöldur. 25. f. m. lézt í Hnífsdal Hall- dóra M. Halldórsdóttir, kona Ingi- mars Bjarnasonar skipstjóra þar. Jarðarför hennar fór frarn í gær. 12. f. m. lézt á Flateyri i Ön- undarfirði Markús Gissursson, tengdafaðir R. Thorarensens bak- ara. Markús var Austfirðingur að ætt, en dvaldi á Flateyri 6 síðustu árin. Hann var 84 ára gamall og hafði verið blindur siðustu20 árin. Þýzka eftirlitsskipið Meteor kom hingað 3. þ. m. Sólrik og skemtileg stofa til leigu fyrir einhleypa. Jón Bjarnason, Sundstræti 23. Stúlku vantar mig i vist nú þegar. M. Simson, Ijósmyndari. Gott piano til sðlu. Lágt verð. Ritstjóri vfsar á. Snemmbær kýr ó4pt! Rósm. Jónsson, Stakkanesi. Heimasmíðuð mertispjUld á gærur á 2 krónur hundraðið fást hjá Bárði G. Tómassyni, ísafirði. Nýjar kvöldvökur (I.--XX.) til sölu. Ritstj. visar á. Tvenn ný aktygi til sölu. Ritstjóri vísar á. Prentsmiðja Njarðar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.