Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.10.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 14.10.1933, Blaðsíða 2
110 VESTURLAND Hæztapéttardómupinn um afnot bæjarbryggjunnar. Meirihluti bæjarstjórnar heimtar gjöld af borgurunum gegn lögum og rétti. Nýtízku kvenhattar eru til sölu hjá undir- ritaðri. Þorgerður Bogadóttir. Fjarðarstræti 38. Nýkomið raikið og fallegt úrval af hannirða- vörum. Rannveig Guðmundsd. Sundstræti 41. leiðréttingu frá mér, sem hann notar til þess að hrúga upp nýjum ósannindum og blekkingum, eins og hér hefir verið sýnt. Sjálfsagt hafa þeir Skutulsmenn trú á slíkri bardagaaðferð. En það munu þeir sanna, að alþýða manna er svo þroskuð, að hún dæmir slíka aðferð að makleg- leikum. Arngr. Fr. Bjarnason. Karlakór ísafjarðar er nú tekinn að æfa undir söng- mót það, er Samband ísl. Karla- kóra hefir ákveðið að halda í Reykjavík, að vori komandi. Kórinn getur bætt við sig nokkr- um nýjum sönghæfum mönnum, ennfremur geta þeir, sem starf hans vilja styrkja fjárhagslega, orðið óvirkir meðlimir samkvæmt Iögum félagsins, gegn 5 kr. árs- gjaldi, eiga óvirkir félagar rétt til að mæta, án sérstaks endurgjalds, i fyrsta skifti er kórinn syngur hverja söngskrá. Þeir, sem kynnu að óska að gerast félagar kórsins, virkir eða óvirkir, tali við stjórn hans eða söngstjóra. Sig. Birkis söngkennari mun dvelja hér um tima í vetur og leiðbeina félögum kórsins I tón- myndun. — Bæjarbúar ættu að fyigja starfsemi kórsins með áhuga í vetur og styrkja hann í ágætu starfi hans. Athygli skal vakin á því, að á sunnudagskvöldið syngur einn þektasti og áhugasamasti söngvari landsins, i ísafjarðarkirkju. — Að sögn er söngskráin mjög vel valin. „Ár 1933, mánudaginn 2. okt. var I málinu nr. 7/1933: Bæjar- stjórn ísafjarðar gegn Jóni S. Edwald uppkveðinn svolátandi dómur: Af hálfu áfrýjanda er þess kraf- ist fyrir hæstarétti að stefndi verði dæmdur til að greiða sér kr. 1118.50 með 6% ársvöxtum frá 24. júní 1932 til greiðsludags og málskostnað 1 undirrétti og hæzta- rétti eftir mati réttarins. Stefndi hefir krafist þess, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur, og að áfrýjandi verði dæmdur til aö greiða sér hæfilegan málskostnað I hæztarétti. Bæjarstjórnin byggir kröfur sfn- ar á þvf, að hún hafi tekið í sinar hendur alla upp- og útskipun á vörum við bæjarbryggjuna á ísa- firði, og sé gjald það, er mál þetta er risið út af, greiösla fyrir leyfi, er stefndi hafi fengið til að ann- ast sjálfur uppskipun á vörum, er honum tilheyrðu, við nefnda bryggju, gjald, er eigi að koma f stað þess hagnaðar, er hafnar- sjóður ella hefði haft af uppskip- un þessara vara og telur hún gjald þetta þvf vera annars eðlis en venjuleg hafnargjöld og lúta öðr- um reglum. Stefndí mótmælir þvl, bæði að bæjarstjórnin hafi nokkru sinni formlega samþykkt að taka þessa starfrækslu f sfnar hendur, og að hún hefði haft heimild til þess að lögum að áskilja sér einkarétt til hennar. Hvað fyrra atriðið snertir þá virðist að vísu aldrei nein sérstök samþykkt hafa verið gerð um það efni I bæjar- stjórninni, en hinsvegar er það upplýst, að sfðan árið 1923 hefir bæjarstjórnin árlega gert samning við ffrmað Nathan & Olsen, þar sem firma þessu hefir verið veitt- ur mjög vfðtækur réttur til að annast upp- og útskipun á vörum við bryggju þessa og verður að telja að bæjarstjórnin hafi með þeim samningi nægilega lýst vilja sinum til þessara umráða yfir bryggjunni. Hvað aftur á móti snertir heimild bæjarstjórnarinnar til að áskilja sér. einkarétt á þess- ari starfrækslu eða veita hann öðrum, þá er þess að gæta, að þegar kaupstaðurinn hafði keypt bryggjuna árið 1923 var hún gerð að bæjarbryggju og samþykkti atvinnumálaráðuneytið þá ráðstöf- un með bréfi, dags. 10. apríl 1923 og með skírskotun til hafnarlaga ísafjarðar nr. 34, 19. júní 1922. Um umráð og afnot bryggjunnar fer því eftir þeim lögum, en í þeim er eigi að flnna heimild til slíkra takmarkana á afnotum bryggjunnar, sem hér ræðir um né heldur er þar veitt heimitd til að setja slíkar takmarkanir með samþykkt bæjarstjórnar eða með öðrum hætti, en það verður að teijast almenn regla, að opin- berar eignir eins og bryggja þessi séu frjálsar almenningi til afnota með þeim skilyrðum og takmörk- unum, sem lög þau, er um þær eru sett og ákvæði sett sam- kvæmt þeim lögum hafa að geyma. Þessi málsástæða áfrýj - anda verður þvf ekki tekin til greina og verður að lfta á gjald það, er mál þetta er risið af, sem gjald fyrir afnot bryggjunnar, og með því að það þá ekki svo sem fyrir er mælt f 8 gr. hafnarlag- anna, er ákveðið í rcglugerð staðfestri af stjórnarráðinu, er það eigi löglega heimt og ber þvf að staðfesta hinn áfrýjaða dótn. Máls- kostnað f hæztarétti þykir rétt að áfrýjandi greiði stefnda með 300 krónum. Þvf dæmist rétt vera: Hinum áfrýjaða dómi skal ó- raskað. Áfrýjandi, bæjarstjórn ísafjarð- ar, greiði stefnda, Jóni S. Ed- wald, málskostnað i hæztarétti með 300 krónum að við lagðri aðför að lögum“.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.