Vesturland

Árgangur

Vesturland - 18.10.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 18.10.1933, Blaðsíða 2
114 VESTURLAND verður sett skynsamleg áfengislög- gjöf, en það er ekki hægt að gera fyr en búið er að afnema bann- lögin. í útvarpsumræðum þeim, sem fram hafa farið undanfarna daga hefir mér þótt kenna meiri hita og tiifinningaáhrifa en raka hjá ýmsum ræðumönnum. T. d. sagði einn ræðumanna að með innfl. sterkra drykkja væri verið að auka við neyzlu „land- ans“ og hins smyglaða áfengis. Þessum manni sem öðrum er þó vissulega ljóst að með þvi að leyfa innfl. á sterkari drykkjum er verið að hnekkja smygiun og bruggun. Við ísfirðingar þekkjum enn þá ekki „bruggið* en hitt er vist að sú alda riður bráðlega yfir okkar hérað, sem önnur, ef haldið er áfram á sömu braut og nú er farin f áfengismálinu. Annar ræðumaður sagði að þeir sem greiddu atkv. gegn banninu væru að leiða takmarkalausan á- fengisstraum yfir þjóðina. Fyrst er það að athuga að nú er áfengisstraumurinn ótakmark- aður í þeim héruðum þar sem ,bruggið“ er í algleymingi, því engar reglur eru til um notkun ,landans“ og heldur ekki hinna smygluðu sterku drykkja. í öðru lagi virðast þessir menn álita ís- lendinga litt þroskaða þjóð, sem engan hemii geti haft á neyzlu áfengis. Þeim er þó kunnugt að nágrannaþjóðir okkar, sem ekki hafa haft bann við innflutningi og tiibúningi áfengis, hafa á síðari áratugum minkað neyzlu áfengis stórkostlega hjá sér. Sem dæmi má nefna Danmörku og England. í Danmörku var áfengisncyzla (100% vinandi) árlega á mann: árin 1906—1910, 7,40 litrar en ár- in 1928—31, 2,56 lítrar. í Englandi 1895—1900, 4,5 gall. á mann á ári en 1928—30, 2 gall. Það er skynsamleg áfengislög- gjöf en ekki bannlög sem nær þessum árangri. Lesið frumvarp það til áfengis- laga sem eg ásamt 10 öðrum þingm. fluttum á sfðasta þingi. Þá sannfærist þér um að við sem />að frv. fluttum viljum hafaýmsar + Skarð í fylkinguna. Siðustu daga hefir dauðinn höggvið tilfinnanlegt skarð í fylk- ingu hinna dugandi manna i Bol- ungarvík. f Halldór Benedikts- son, matsmaður var einn hinna gömlu sægarpa, sem um langan aldur var formaður, fyrst á róðr- arskipum og tók þá, eins og margir hinna eldri manna, erfiði og vos- búð undir Stigahlið, en þar hafa margir sjómenn borið beinin með- an sjósókn var stunduð á róðrar- skipum. Siðar fékk Halldór sér mótorbát og var formaður á hon- um i mörg ár. Alls var hann for- maður í Boiungarvík um 30 ára skeið. Haildór var einn hinna kyrlátu manna, en þéttur á velli og i lund dulur og æðrulaus, svo sem bezt getur. Allavega var hann skapi farinn sem karlmenni sæmir. Ekkja Halldórs, Guðriður Vig- lundsdóttir lifir hann ásamt2son- um og 4 dætrum, sem öll eru sérlega efnileg. f Kristján Hálfdáns- son, skipstjóri, var einn hinna yngri úr sjómannastétt Bolvikinga, hugstór og framgjarn atorkumað- ur, glaðlyndur og góðgjarn. Hann hafði fyrir tveim árum takmarkanir á söiu og veitingum áfengisins. Þeir sem greiða atkvæði fyrsta vetrardag eiga að gera það eftir að hafa athugað alla málavexti og með hag þjóðarheildarinnar fyrir augum. Látið ekki glepjast af þeim, sem reyna að tala til tilfinninga kjós- endanna. Ailir vilja stefna að þvf að gera þjóðina hófsama f meðferð áfengis en menn greinir á um leiðirnar f þessu máli sem öðrum. Eftir þeirri reynslu sem bann- lögin hafa gefið hér á landi, sem ráðist í útgerð á stórum véibát, ásamt Kr. Kristjánssyni héðan af ísafirði.Var samvinna þeirra nafna, umhyggja þeirra hvor fyrir ann- ars hag og dugnaður og ástund- un í starfinu svo sem bezt varð kosið. Stóðu því allar líkur að því að starfsemi þeirra nafna yrði þeim og mörgum öðrum tii mik- illar farsældar. Verður mér iengi minnisstæð samvinna þeirra svo og sambúð við skipverja, sem til fyrirmyndar var að öllu. Kristján var hinnglaðiyndi, bjart- sýni áhugamaður sem hlæjandi sigraðist á erfiðleikunum. Það hefir verið honum þung- bært að láta skipverja sina snúa til lands með sig fárveikan án þess að geta lokið sjóferðinni, þeirri síðustu. Hugur Kristjáns sál. stóð til mikilia framkvæmda og það er ólíklegt annað en að dugnaður hans, ástundun og bjartsýni hefðu látið vonir hans rætast. Ekkja Kristjáns, lngibjörg Guð- jónsdóttir, lifir mann sinn ásamt 7 börnum þeirra, flestum i ómegð. Það skarð sem orðið hefir við fráfali þessara mætu manna á að hvetja unga Bolvikinga til að feta f spor hinna látnu utn framkvæmd- arsetni aila og manndóm og á þann hátt hlaða í skarð fylking- arinnar. ísafirði, 14. okt. 1933. Jón Auðunn. annarsstaðar, einkum hin siðari árin, eða eftirað „landa“-bruggun- in hófst fyrir alvöru, virðist ein- sætt að mikili meirihluti kjósenda greiði atkvæði með afnámi þeirra. Jón Auðunn Jónsson. mikið og fallegt úrval af hannyrða- vörum. Rannveig Guðmundsd. Sundstræti 41. Prentsmiðja Njarðar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.