Vesturland

Volume

Vesturland - 15.11.1933, Page 2

Vesturland - 15.11.1933, Page 2
138 VESTURLAND Bréf frá Reykjavík. Spánarfulltrúinn. Sá atburður, sem mestum ugg hefir valdið hér í seinnitíð, er heimkvaðning fiskifulltrúans frá Spáni. Sú frétt barst hér út, að rikis- stjórnin hefði, í samráði við utan- ríkismálanefnd Aiþingis kvatt full- trúann, skyndilega heim. Orsökin var sögð sú, að fulltrúinn væri farinn að manga til við spönks stjórnarvöld um breytingar áSpán- arsamningnum, án vitundar ís- lenzkra stjórnarvalda. Hafði þessi fítonsandi hiaupið í fulltrúann við það, að Jónas Jónsson alþingis- maður hafði heimsótt hann suður á Spán. Þeir, sem skilja það, hve geysi- mikið ísland á á hættu í viðskift- um okkar við Spán, sem kaupir þriðja part ails útflutnings frá íslandi, hafa óttast það meira en flest annað, að Spánverjar mundu segja upp þessuui samningi, og er það ijóst, að þeir hafa, ölium þjóðum framar, ráð okkar í hendi sér. Var því eðlilegt að það vekti ugg og ótta, er það fréttist, að farið væri að hrófla við þessum samningi af okkar hálfu, og það af mönnum, sem enga æfingu né sérþekkingu hafa í því að fara með utanrikísmál eða verzlunar- mál. Sú frétt reyndist sönn, að fuil- trúinn heíði verið kvaddur heim. Er hann nú kominn til Rvikur. Ekki er mér kunnugt um, hvort hann hefir þegar gefið stjórninni og utanríkismálanefnd skýrslu, né heldur, hvort skýrsla hans muni leiða til þess, að ekki þyki fært, að láta hann hafa þetta starf með höndum framvegis. En þetta er alvarleg bending til okkar íslend- inga um það, að vanda vel val þeirra manna, sem reka erindi landsins hjá öðrum þjóðum. Þjóðaratkv.greiðslan um bannið. Nú er frétt um úrslit þessa máls, og urðu úrslitin þau, eins og i kunnugt er, að bannið varafnum- ið með allmiklum atkvæðamun. Undirbúningur var talsverður hér af hálfu bannmanna. Boðuðu þeir allmarga fundi I nágrentii Reykjavíkur. En andbanningar sóttu einnig þá fundi og boðuðu þar að auki tvo fundi sjálfir. (í Hafnarfirði og Keflavik). Hér I Reykjavík ieit út fyrir að þátttaka I atkv.greiðslunni mundi verða mjög lítil. Flestir töldu sjálf- sagt að bannið yrði afnumið og sðgðu sem svo: „að það munaði ekkert um sitt atkvæði". Framan af degi var sókn mjög treg hér, og um kl. 10 um kvöldið leit út fyrir að atkvæðagreiðslunni yrði slitið á næstu stundu. En þá kom andbanningum óvænt hjálp: Birt voru gegnum útvarpið úrslit atkvæðagreiðslunnar á ísafirði, en þar voru bannmenn I miklum meirihluta, sem kunnugt er. Þessi úrslit á ísefirði voru einnig birt I sýningarglugga Morgunblaðsins. Brá þá svo við, að fólk streymdi á kjörstað, og fylltist við dyr allra kjördyra. Var kosningin mestsótt um og eftir kl. 11. Telja andbanningar að ísafjarð- aratkv.greiðslan hafi gefið þeim um 2000 atkvæði, sem ella hefðu ekki komið fram. Ástandið í Rússlandi. Norskur verkam., Bernt Embret- sen, frájVáler á Heiðmörk sem hefir unnið við skógarhögg I ráðstjórn- arrfkjunum I 2L/i ár undanfarið, er nýkominn heim til Noregs og flutti erindi um reynsiu sína þar I þinghúsinu í Váler 9. sept. s. 1. og segist honum svo frá, I aðal- atriðum, eftir því setn norsk blöð herma. Hér verður rúmsins vegna að taka aðalatriði frásagnarinnar. Útdrátturinn er tekinn eftir „Sunn- mörsposten" 5. og 6. f. m. og er þar tekinn eftir „Hamar Stiftstíð- indum*: Fyrirlesarinn víkur fyrst að því, að hann hafi ekki ákveðna póli- tíska afstöðu og ætlun sín sé hvorki að gagna eða skaða einum eða öðrum pólitískum flokki, held- ur bera sannleikanum vitni. Síðan víkur hann að lofgjörð- arsöngnum, sem tíðast sé sunginn um alt ástandið I Rússlandi, sem mestur hafí komið frá ýmsum erlendum sendinefndum, sem að- eins sjái ástandið I hillinguni, en ekki eins og það er I raun og veru. Ummælin um að rússnesk- um verkamönnum líði vel segir hann að sé harðýðgisieg Iýgi og að sá sem ekki sé sneyddur mannkærleika og þekki þau kjör, sem rússnesknir verkamenn verða að búa við, hljóti að gráta yfir þeim. Ekki segir hann að rétt sé held- ur, að allir séu jafnir I ráðstjórn- arríkjunum. M. a. fái verkstjórar og sérfræðingar betri og meiri mat en venjulegir verkamenn á hinum opinberu matsölustöðum ríkisins. Hafi þeir aðra matsali með óhindruðum aðgangi, en verkamenn verði oft að standa I hópum fyrir utan matsölustaðina. Sé og algengt að þeir svelti sök- um ónógs og ills matar. Ástandið I ráðstjórnarríkunum,. segir fyrirlesarinn að sé bezt í Len- ingrad og Moskva eftir umsögn margra Rússa, er hann hafi talað við, því þar sé meiri og betri matur og hærri laun en annar- staðar I ráðstjórnarríkjunum. Seg- ist hann því taka dæmi frá Len- ingrad um launahæð og verðlag á vörum og hafa unnið þar áður en hann kom heim. Kaup verkamanna nú I ár hjá verkamönnum í Leningrad hafi verið 40—70 rúblur á mánuði. Útlendingar verði að kaupa rúbl- una venjul. fyrir 3 krónur og það sé sá verðmælir, sem sendinefndir noti, þegar þær séu að lofsyngja ástandið I ráðstjórnarríkjunum. Og samkvæmt því verði mánaðar- launin 120—210 krómur, sem eng- anveginn sé meira en algengt sé I Noregi. En þessi útreikningur segir fyr- irlesarinn að sé falskur og sýnir með dæmum, hvers virði rúblan sé rússneskum verkamönnum, er þeir eiga að kaupa lífsnauðsynjar sínar. Skýrir fyrirlesarinn frá því, eins og kunnugt er, að í Rússlandi lifa allir við skömtun. Á skömtunar- seðlana fær fólk ýmsar nauðsynjar, sem úthlutað er í stjórnarbúðun- um fyrir miklu lægra verð en ella.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.