Vesturland - 03.03.1934, Síða 1
VESTU RLAND
XI. árgangur.
Háttsemi boisa.
Það þykir hvarvetna hin mesta
ósvinna, að taka upp illa háttu,
en ósvinnan margfaldast þegar
menn vilja eigi af þeim iáta, þegar
þeir og aðrir reka sig svo eftir-
minnilega á aflejðingar háttsemi
sinnar, að úti í ófæru sé stefnt
verði þeim áframhaldið.
Það mun nú öllum ljóst, krata-.
broddunum sjálfum eigi síður en
öðrum, hverjar afleiðingarnar verða
og eru þegar orðnar af ráðs-
mensku þeirra á bæjarmálum ísa-
fjarðar.
Að 'vísu höfðu þeir á takteinum
fyrir fólkið fyrir kosningarnar, að
bærinn ætti skuldlaust um l1/^
milj. króna. Útávið hafa þeir og
látið ganga hinar fáránlegustu
fjarstæður um þessa stjórn sína,
svo henni hefir af mörgum flokks-
bræðrum þeirra verið hampað sem
fyrirmynd.
Á bæjarbúa sjálfa, sem verða
svo að segja daglega að þreifa á
því hvernig hagur bæjarsjóðs
raunverulega er, hafa slíkar frá-
sagnir engin áhrif. Þeir vita að
um lengri tíma hefir verið greiðslu-
tregða hjá bænum, svo hann hefir
ekki getað int af hendi lögmætar
og réttmætar greiðslur.
Þetta er nú orðið svo ljóst mál,
að kratarnir eru hættir að þræta
fyrir hvernig ástandið er. T. d.
játaði Guðm. Hagalín þetta á slð-
asta bæjarstjórnarfundi.
Og þrátt fyrir allar eignirnar,
sem kratarnir hafa gumað svo
mikið af, er nú svo komið, að
bærinn getur ekki fengið nauð-
synleg bráðabirgðarlán. Lýsti
kratabroddinn Finnur Jónsson því
á siðasta bæjarstjórnarfundi, að
bærinn hefði átt allmörg lán í
vanskilum um síðustu áramót og
því fengjust ekki nauðsynleg
bráðabirgðarlán fyrir bæinn. Er
og sizt ofsögum af þessu sagt,
ísafjörður, 3. marz 1934.
því enn eru ógreidd brunabóta-
gjöld af öllum húseignum bæjar-
ins, sem greiðast áttu 15. október
síðastl. Nemur þaö samtals 2418
krónum. Fyrir árarnót átti bærinn
í vanskilum lán að upphæð nær
þvi 90 þús. kr. og féllu sum þeirra
i gjalddaga 15. okt. s.l., en önnur
litlu síðar. Nú um áramótin féll
enn 22 þús. krf lán á bæinn, sem
enn er í vanskilum. Þá var og
annað reikningsián bæjarins yfir-
dregið um 8 þús. kr. um siðastl.
áramót.
Auk þessa hafa og verið gefnar
út fjöldi ávísana af fyrv. bæjar-
stjóra, sem ekki er hægt að greiða,
en hvað þær nema samtals mikilli
upphæð er enn eigi fullrannsakað.
Öll þessi atriði komu fram á
siðasta bæjarstjórnarfundi og eru
því opinbert mál.
Þrátt fyrir þetta sérstaklega
ömurlega fjármálaástand bæjar-
sjóðs, sem hér hefir verið bent á,
og er fátt eitt talið, halda krat-
arnir auðvitað uppteknum hætti
um að flytja og samþykkja með
atkvæðum sínum og fóstbróður
síns, kommúnistans, sífelt ný út-
gjöld á bæjarsjóð, sem honum er
ekki skylt að bera að lögum.
Á siðasta bæjarstjórnarfundi
voru slíkar útgjaldahækkanir sam-
þyktar, sem nema um 6 þús. kr.
yfirstandandi ár fyrir bæjarsjóð.
Fengust kratarnir ekki til að leyfa,
að fjárhagsnefnd fjallaði um þess-
ar hækkanir.
Það væri gott og ánægjulegt,
ef bæjarkassinn væri svo á vegi
staddur, að hann gæti bætt kjör
allra bæjarbúa, sem þess þyrftu
með, og greitt starfsmönnum sín-
um sem hæzt laun. En þegar
ástandið er orðið slíki sem það
er nú orðið hér í bænum getur
það ekki endað nema á einn veg,
ef ekki er horfið frá slíkri fjár-
málastefnu.
Kratabroddarnir eru sífelt að
tala um burgeisa og hátekjumenn,
11. tölublað.
sem eigi að bera byrðar bæjarfé-
lagsins. En því miður fækkar þess-
um burgeisum og hátekjumönnum
hér með ári hverju. Og nú mun
þeirra helzt að leita í eigin flokki
kratanna, en þeir hafa undanfarið
kveinkað sér meira yfir háum út-
svörum en aðrir.
Eins og öllum er kunnugt, hafa
kratarnir verið einráðir í bæjar-
málunum síðastl. 11 ár. Enn eru
þeir í hreinum meirihluta þegar
um einhverjar útgjaldahækkanir
er að ræða, hvort heldur á eldri
liðum eða nýjum útgjöldum, þvl
þar er kommúnistinn þeirra svar-
inn bandamaður, þótt lítið sé um
kærleika milli þeirra ofan á.
Kratarnir hafa því borið og
bera enn þá óskifta ábyrgð á
fjárstjórn bæjarins. Það er þeirra
verk hvernig komið er hag bæjar-
sjóðs og þeir verða að bera á-
byrgð á afleiðingum gjörða sinna.
Grein jpessi hefir beðið frá slð-
asta blaði.
Nýtt útgerðarfélag.
25. f. m. var stofnað hér i bæn- •
um fiskveiðahlutafélagið „Huginn“
(var i 4. bl. Vesturl. þ. á. sagt
frá undirbúningi þessarar félags-
stofnunar).
Ætlun félagsins er að kaupa
5 nýtízku-vélskip, 50—60 smál.
að stærð, til fiskveiða, og ýms
annar atvinnurekstur í sambandi
við starfsemi félagsins. í stjórn
félagsins voru kosnir: Björgvin
Bjarnason, Jón S. Edwald, Gísli
Júliusson, Jóh. J. Eyfirðingur og
Arngr. Fr. Bjarnason.
Björgvin Bjarnason fór áleiðis
til útlanda með Dr. Alexandrine
28. f. m. til samninga um bygg-
ingu á væntanlegum skipum og
Jón S. Edwald fór áleiðis til út-
landa með Dettifoss 2. þ. m. f
sömu erindagerðum.
Félaginu hefir þegar safnast í