Vesturland - 03.03.1934, Síða 2
42
VESTURLAND
hlutafjárloforðum hér f bænum
um 70 þús. kr. og er talsverður
hluti þess þegar innborgaður.
Undirtektir almennings með
stofnun félagsins hafa verið góðar
og mjög almennar, enda hefir
skort hér nægan skipastól til fiski*
veiða síðustu árin. Er óskandi og
vonandi að þessu nýja féiagi tak-
ist vel með starfrækslu sfna.
Vesturland óskar félaginu til
hamingju.
Fu.nd.apgj örö.
35. Þing- og héraðsmálafund-
ur Vestur-ísafjarðarsýslu var
haldinn að Flateyri dagana
9.—11. febr. 1934.
Á fundinum voru mættir 16
fulltrúar, þrír úr hvdrum hreppi
sýslunnar, nema úr Auðkúluhreppi
aðeins 1 fulltrúi.
Fundinn sat einnig þingmaður
kjördæmisins, Ásgeir Ásgeirsson,
forsætisráðherra. Fundarstjóri var
kosinn Kristinn Guðfaugsson og
ritari Sveinn Gunnlaugsson.
Þessar tiflögur voru samþyktar
á fundinum.
I. Vitamál.
1. Þing- og héraðsmálafundur
V.-ísafjarðarsýslu álftur, að sigl-
ingavitar meðfram Vestfjörðum
komist ekki í viðunanlegt horf,
fyr en ábyggilegir, ljóssterkir vitar
eru komnir á Barða og Kóp, og
skorar fundurinn því á þing og
stjórn að veita nú þegar, á næsta
þingi til byggingar á Barðavita
(Skagavita), sem er sérlega að-
kallandi.
2. Ennfremur skorar fundurinn
á vitamálastjórnina, að breyta inn-
siglingarvitanum á Flateyrarodda,
f það Ijóssterkan leifturvita, að
hann nái að minsta kosti til skipa
á siglingaleið fyrir Sauðanes.
Samþ. f einu hljóði.
II. Landbúnaðarmál.
a. Byggingar og landnátnssjóð-
ur:
Fundinum er það ljóst, að
byggingar og landnámssjóðurhefir
veitt bændum mikilsverð skilyrði
til húsabóta á ábýlisjörðum sfnum,
en reynsla virðist benda til þess
Jarðarför Guðmundar Sigurðssonar, ullarmats-
manns, sem andaðist hér á Sjúkrahúsinu 1. þ. m. fer
fram frá ísafjarðarkirkju fimtudaginn 8. marz kl. 1 e.h.
að ýmsar byggingar, er reistar
hafa verið samkvæmt teikningum,
er sjóðurinn hefur látið mönnum
í té, hafi reynst kostnaðarsamari
en svo, að búskapur jarðanna geti
framfleytt þeim, jafnvel þó Iáns-
kjör séu óvenju íiagstæð. Fund-
urinn telur þvf nauðsynlegt að
ýtarlegar rannsóknir fari fram um
það, hvort ekki megi takast að
reisa ódýrari sveitabæi, er endist
þó ekki skemur en 60—70 ár og
séu viðunanlegir til íbúðar; sé þá
meðal annars rannsakað:
1. Hvaða fyrirkomulag í húsa-
gerð á smábýlum verði ódýrust,
en þó viðunandi, einkum frá
heilsufræðilegu sjónarmiði.
2. Hvort torfveggir, sérstaklega
vandaðir og varðir fyrir vatni,
geti eigi komið til greina, þar
sem langur er aðflutningur sements
og erfitt að afla malar og sands.
Bændum sé leiðbeint um það á
hvern veg þeir geti sem mest unnið
að húsagerðinni á vetrum, og not-
að eigin vinnukraft. Samþ. með
samhlj. atkv.
b. Á rfkið að eiga jarðirnar?
1. Fundurinn telur sjálfsagt að
ríkið eigi forkaupsrétt á jörðum,
næst á eftir sveitarfélögum. Enda
sé heimildin notuð eftir því sem
ríkið sér það fært.
2. Horfið sé frá því ráði, að
selja þær jarðir til einstakra manna
sem eru í þjóðareign.
1. liður samþ. með 8 atkv. gegn
2. og 2. liður samþ. með 7 atkv.
gegn 4.
c. Ábúðarlögin nýju.
Þing- og héraðsmálafundur V.-
íaafj.sýslu skorar á þingmann
kjördæmisins að beita sér fyrir
því á næsta þingi, að heimild sú,
er 9. gr. ábúðarlaga nr. 87 frá
19. júní 1933, veitir jarðeigendum
til að taka jarðir af Ieiguliðum,
til afnota skyldmennum sfnum,
verði úr lögum numin. Samþ. með
15 samhljóða atkv.
d. Stjórn Búnaðarféiags íslands.
Fundurinn mælir eindregið með
því, að ákvæði jarðræktarlaganna
um kosning stjórnar Búnaðarfél.
íslands verði feld úr gildi á næsta
þingi.
e. Skipulagning sölulandbúnað-
arafurða.
1. Þar sem undanfarin ár hafa
leitt í ljós að verð á kjöti er að
heita má, jafn lágt og fyrir stríð
og allmjög hefur borið á misræmi
á verðlagi í einstökum héruðum,
enda framboðið á innlendum og
erlendum markaði, skipulagslaust,
svo undirboð einstakra manna
hafa oft stórskaðað heildina, telur
fundurinn lffsnauðsyn fyrir veru-
legri framtíð landbúnaðarins, að
sett verði á næsta Alþingi lög um
kjötsöluna.
Innanlandssala á kjöti sé undir
aðal eftirliti rfkisstjórnarinnar, sé
henni svo fyrirkomið; að sérstök
nefnd sé skipuð af ríkisstjórninni,
Búnaðarfél. íslands, Samv.félögum
bænda og máske fleiri aðilum og
hafi hún skipulagningu sölunnar
með höndum og verðleggi kjötið
með tilliti til framleiðslukostnaðar.
Kjötsalan verði á hverjum stað á
einni hendi. Samþ. 15 samhlj. atkv.
2. Þar sem reynsla undanfar-
inna ára er sú, að framleiðsla á
kartöflum hefir vaxið svo mikið,
að ýms héruð framleiða mikið
umfram þarfir neytenda og sú
staðreynd jafnframt komið í ljós,
að þau héruð er mest framleiða,
eiga illt með að selja framleiðslu
sfna fyrir viðunandi verð, þrátt
fyrir það þó að skýrslur hagstof-
unnar sýni, að smásöluverð á
kartöflum sé alt annað en lágt,
en kartöflur þó ódýrar á erlend-