Vesturland - 27.07.1935, Side 2
118
VESTURLAND
Þorskveiðarnar.
Aldrei hafa afkomuhorfur þess-
arar greinar fiskveiðanna verið
eins ískyggilegar og nú. Mestu
veldur þar um þær óhemju miklu
takmarkanir, sem orðnar eru á
innflutningi fiskjarins til aðalmark-
aðslanda okkar, Spánar og italiu,
svo og haftastefna annara þjóða
sem að öðrum kosti væri fært að
selja eitthvað af fiskinum.
Meðfram til þess að reyna að
koma í veg fyrir enn frekari inn-
flutningstakmarkanir á Spáni hafa
fiskframleiðendur orðið að greiða
mjög tilfinnanlegan skatt af fram-
leiðslu sinni auk hins háa útflutn-
ingsgjalds til rikissjóðs.
Samkepnin við þær þjóðir sem
selja fisk á sömu markaði og við
er einnig að torvelda afkomu út-
gerðarinnar vegna þess að fram-
leiðslukostnaður okkar og skattar
og tollar á þessum atvinnuvegi
er svo stórum meiri en keppinaut-
anna, t. d. Norðmanna og Fær-
eyinga.
Set eg hérsamanburð á kostn-
aði hér hjá okkur og í Noregi.
Er kostnaðurinn miðaður við 1
skpd. af þurkuðum fiski frá því
er fiskurinn er kominn á land,
siægður og afhausaður.
Verðið er reiknað í báðum til-
fellum í fsl. krónum og tekið að
því er Noreg snertir eftir áreiðan-
legum heimildum. í báðum tilfell-
um er farið eftir meðalverði, en
frávikningar geta átt sér stað í
einstökum tilfellum. T. d. er verk-
un ódýrari á sumum stöðum en
þá er salt nálega alt af dýrara
en hér er reiknað. Hér er miðað
við fullþurkaðan fisk, en verkun
Portúgalsfiskjar er mun dýrari og
Labradorf. ódýrari.
Einnig er miðað við venjulega
veðráttu. \
óþurkatíð.
Salt (verðmismunur vegna ódýrari flutnings-
gjalds og lægri innflutningstolls)
Vinna við verkun í salt og umstöflun o. fl.
Þvottur,þurkun,pökkun,mat,umbúðir og útskipun
Útflutnings- og verðjöfnunargjald, miðað við
nr. 1 fisk á 75 kr. skippundið
(Hafnargjöldum siept, þau eru mismunandi á
hinum ýmsu stöðum í báðum löndunum).
Vextir hér 6%, í Noregi 4"/0, i sex mánuði
<un er mun dýrari í
ísland Noregur
8.50 7.25
5.50 2.65
20.00 9.75
5.72 0.50
2.25 1.50
41.97 21.65
Kostnaðurinn er þá fullum 20 krónum hærri hér en í Noregi.
Auk þessa eru tollar á nauð-
synjavörum útgerðarinnar f flestum
tflfellum helmingi hærri hér en í
Noregi. Útsvar til bæja og sveita
og tekjuskattur tíl rikissjóðs, þá
sjaldan gróði er á útgerðinni,
miklum mun hærri hér en þar.
Þess utan eru öll veiðarfæri mun
ódýrari i Noregi sem meðal ann-
ars stafar af þvf, að mikill hluti
þeirra er tilbúinn i landinu sjálfu
með fullkomnum tækjum og ódýrri
raforku.
Á sama tima sem við íslend-
ingar fáum tæplega 8 aura fyrir
kflóið af fiski með hrygg með 75
kr. verði á skippundi fullverkaðs
fiskjar (425 kiló hryggfiskjar á
0.08 == kr. 34.00, + kostnaður,
eins og að framan segir, þar með
ekkert gert fyrir áhættu, útsvari
af starfseminni, bókhaldi o. fl., kr.
41.97 gerir alls kr. 75.97) fá norskir
útgerðarmenn og sjómenn nálega
13 aura fyrir kíló af samskonar
fiski, eða fullum þriðjungi hærra
verð, og þá auðvitað sömu hlut-
föll ef um saltfisk er að ræða.
Með öðrum orðum Norðmenn
geta greitt kr. 53.35 en við kr.
33.03 fyrir fiskinn í 1 skippund
fullverkaðs fiskjar.
Ekki mun þessi samanburður
vera okkur hagstæðari ef Fær-
eyíngar eru teknir til samburðar.
Af þessu, sem má mönnum vera
ljós afstaða okkar í samkepninni
við þessar frændþjóðir okkar og
hin afar lélega afkoma útgerðar-
manna og hlutamanna á þorsk-
fiskveiðunum hjá okkur.
Getur nokkur furðað sig á j>vi,
þó útgerð okkar liggi undir I sam-
kepninni og að hlutamenn á þorsk-
veiðaskipunum hafi svo lélega
afkomu, ef ekki er uppgripa afli,
að hlutir þeirra að frádregnu fæði
verði í mörgum tilfellum 30—40
krónur á mánuð og mun minna
þegar aflatregða er mikil.
Það getur ekki gengið svo ár-
um saman að útgerðin og sjó-
mennirnir, þeir sem vinna fyrir
hlut, hafi slfka afkomu. Af vinn-
andi fólki eru það sjómennirnir
sem mest leggja að sér við vinn-
una. Það er alment að þeir vinni
16—18 klst. f sólarhring. Aukþess
er slysahætta þeirra meiri en ann-
ara vinnandi stétta. Ennfremur eru
sjómennirnir úrval vinnandi stétta
við sjávarsiðuna.
Þetta verður að breytast ef út-
gerð og sjómenska á að vera
undirstaða þjóðarbúskaparins í
framtiðinni, eins og verið hefir um
mörg undanfarín ár.
Eitthvað má spara í tilkostnaði
við að afla fiskjarins, en ekki mun
það þó vera neitt að ráði, annað
en það sem vinnast má með hag-
feldari kaupum á útgerðarvörum.
Aðalbreytingin verður að verða
á þeitn tilkostnaði sem nú er við
fiskinn eftir að hans er aflað, eða
í verkun, tollum og sköttum til
ríkis og bæjarfélaga.
ísafirði, 24. júlí 1935.
Jón Auðunn Jónsson.
Um heyverkun.
Hin breytilega og oft stórvot-
viðrasama veðrátta um heyöflun-
artímann f mörgum héruðum
landsins hlýtur að vekja hugleið-
ingar og spurníngar um það, hvort
ekki er hægt að haga heyöfluninni
á annan veg en nú er gert, til
þess að verða óháðari dutiungum
tfðarfarsins.
Er nauðsynlegt að þurka
heyið?
Er fyrsta spurningin sem skýtur
upp I hugsuninni, en svör við
henni er ekki hægt að gefa, nema
að undangengnum vísindaiegutn
ransóknum.
En langt er frá því, að það
þurfi að teljast ómögulegt, að
finna aðferðir aðrar og betri en
þær sem þektar eru, svo sem vot-
heysverkun, til þess að verka
heyið sem grænfóður.
Auk þess mikla tíma, sem til
heyþurkunar gengur þegar ilia
viðrar, er ekki minna vert um það
stórkostlega efnatap, sem leiðir af
þurkuninni, jafnvel þegar bezt
gengur. En er illa viðrar er mest
af hinum dýrmætu næringarefnum
heyjanna gersamlega horfið.
Votheysverkunin eins og hún
er nú, er ekki einhlít.
Sumir búmenn okkar sem lærðir
kallast hafa haldið mjög fram
votheysverkun og þvf að hún ætti
að verða aðalfóðuröfiun bænda.
En jafn vel þar sem hún hefir
bezt tekist er iangt frá því, að
nota megi votheyið sem eingæft
fóður. Og mörg eru þau dæmin,
að votheysgjöfin hefir orðið bænd-
um að tjóni, þótt þau dæmi séu
ekki hér rakin.
Við þessu er og að búast sök-
um þess, að votheysgerðin, þótt
vandalítil sé, þarf að fara fram á
fræðilegan (vfsindalegan) hátt, svo
hin rétta gerjun eða efnabreytingar
eigi sér stað í heyinu. Má í þessu
sambandi minnast á, að hin fræga
finska votheysgerð er rekin á vís-
indalegum grundvelli og efna-
blöndun sú sem látin er f heyið
bygð á súrefnisransóknum á hverri
einustu jörð, sem verkunin er
framkvæmd á.
Eigi votheysverkunin að koma
að því liði, sem formælendur
hennar ætlast til, er það nauðsyn-
legt að hún sé framkvæmd með
vfsindalegu sniði og að undan-
gengnum ransóknum.
En þrátt fyrir það mun svo
lengi verða, að þurheysverkun
verði almenn. Kemur þá til at-
| hugunar þriðja leiðin:
Endurbætur á þurkunar-
aðferðum.
Þær endurbætur geta orðið með
ýmsu sniði. En víst er að miklu
varðar um tíma og kostnað við
þurkunina, að þar sé gætt hagsýni
og góðrar verkstjórnar. Við það
vex heyaflinn, þótt sami mann-
fjöldi sé. Og hinn misjafni afrakst-
ur sama mannsfjölda á jörðum,
sem liggja svo að segja hlið við
hlið er mest fólgin I því, hvernig
þurkuninni er hagað.
Til þess að flýta fyrir afköstum
við þurkunina hafa margir keypt
sér útlendar rakstrarvélar og hey-
snúningsvélar, og reynast þær
yfirleitt vel við verk sitt. Væri
það verkefni fyrir fslenzkt hugvit,
að finna nýjar eða endurbættar
gerðir á vélum þessum og gera
þær fslenzkt smfði, og eins sláttu-
vélar og margvísleg önnur áhöld
til búreksturs. Er þar mikill inn-
lendur markaður fyrir hendi og
um framtíðarfyrirtæki að ræða.
Þar sem lönd eða jarðir eru
vélfær er það sjálfsagt ódýrast að
nota vélar til sem mestrar vinnu.
En á öllum hinum fjölda jarða
má og margt gera til þess að búa
í haginn um heyþurkunina sem
annað.
Bezta ráðið til skjótrar þurkun-
ar og að verja heyið hrakningum
hefir mér reynst að fá heyið sem
fyrst í sæti; jafn vel þótt það sé
linþurt eða hálfblautt sem sumir
kalla. Hefi eg sett það I tvísett
sæti, 1—2 hesta í hvert og látið
þau standa 2—3 daga eða eftir
ástæðum, og breitt þau siðan góða
þerristund, ef kostur er. Virðist
mér þessi aðferð spara áreiðanl.
1 dags þurk við það sem venju-
legast er.
Heyið mætti sæta eða stakka
enn blautara, ef svo væri umbúið
að loftstraumur gæti leikið undir
sætið og heyið þyrfti ekki að
liggja við blauta jöröina. Væru
hentugastir til þess mátulegir tré-
pallar fyrir sætisbotninn með stutt-
um fótum sem festa mætti f jarð-
veginn. Vitanlega myndi slíkur
umbúnaður kosta nokkuð, en ef-
laust myndi hann marg borga sig,
þvf pallana mætti nota ár eftir ár.
Sé þurt hey sætað er það mik-
ilsvert, að það sé setl f sem stærst
sæti, ef ekki er hægt að koma
þvf strax inn. Ella vill oft svo til,
að það fær þá úrkomu sem bleytir
upp alt sætið, og er ekkert hey
vandþurkaðra en þurt hey, sem
verður vott aftur, auk þess sem
það er lélegt fóður. í stórum vel-
settum sætum skemmist heyið mjög
lítið, jafn vel þótt um stórrigningar
sé að ræða.
Til að verja hálfþurt hey úr-
komu og foki er nauðsynlegt að
nota heyábreiður (hærur). Eru þær
tiltækilegastar úr ,hessian“ og
mætti fá þær tiltölulega ódýrar,
ef margir bændur slægju sér sam-
an um innkaup á efninu.
Heyþurkunarvélar.
Ýmsir festa vonir á þvf, að
handhægar og ódýrar heyþurkun-
arvélar muni leysa úr þessu vanda-
máli bændanna og létta þeim
stritið. Er nokkuð að slíkum til-
raunum unnið víðsvegar um lönd,
og einn vestfirzkur uppfindinga-
maður, Sigurlinni Pétursson, hefir
smíðað fyrirmynd að heyþurkun-
arvél, sem þó enn er ekki kominn
til fullkominna tilrauna.
Er. erlendar tilraunir hafa sann-
að, að vélþurkun á heyi er fram-
kvæmanleg. En við öðru er hætt.
Fyrst þvf, að kostnaðurinn við
vélþurkunina verði meiri en hey-
verðið þolir, nema þar sem sér-
stök skilyrði eru fyrir hendi um
ódýrt rafurmagn. Annað, að bráð-
lega munu ekki þær vélar koma
fram i þessari grein, sem verði