Vesturland - 27.07.1935, Page 3
VESTURLAND
119
smjöi*líki er ljilffengasta
l
*
d
:0
'P
m
09
O
I
u
3
(0
Vitamín! Vitamín!
í alla fæðu hrópa nútímavísindin.
í samræmi við það er nú bæði
Sólar smj örlíki
og
Stj örnusm j örlíki
blandað vitamíni eftir nýjustu og
fullkomnustu aðferðum.
H.f. Smjörlíkisgerð ísafjarðar.
m
3
U.
0:
*
M
H>
Q*
fi’ff'ffACERO 'fíRNf\ fifTffKSS ON fll?
C.J 5UND5TR/BTI.39. JSAFlffÐJ STQFNHTT.
Þeir sem hugsa sér að ieggja skolpleiðslur i
sumaroghaust.ættu sem fyrstað semja um kaup
á rörum við Höskuld Árnason, Sundslr. 3ÍJ.
svo ódýrar að hver bóndi gæti
eignast þær til notkunar. En það
er hér eitt aðalskilyrðið, þar sem
allir þurfa að þurka á sama tíma.
Af þessum ástæðum er því valt
að byggja miklar vonir á hey-
þurkunarvélum. En á hinu eigum
við að festa tryggar vonir, að
vísindin komi okkur til hjálpar
við búreksturinn, jafnt við þurkun
á heyjunum, sem öðrum vand-
kvæðum, er ráða verður bót á.
Innlend búvísindastöð.
Til þess að svo megi verða
þurfurn við að eignast fullkomna
innlenda búvlsindastöð, þar sem
ransakað sé alt um háttu og hagi
búnaðar og búpennings, og þær
ransóknir gerðar að almennings
eign svo sem verða má.
Það er kunnugt, að aðrar menta-
þjóðir hafa fyrir löngu komið bú-
rekstri sínum á nákvæman vis-
indalegan grundvöll. Við islend-
ingar verðum þar óhjákvæmilega
að fara sömu götuna, ef vel á
að fara. Gerum við það ekki
bitna þær afleiðingar á allri þjóð-
inni í vaxandi hrörnun búskapar-
ins. Væri það þjóðarógæfa, því
frjáls, mentuð og atorkusöm
bændastétt er hinn bezti kjarni
sérhvers þjóðfélags.
En eins og nú horfir er ekki
annað sýnna, en að fleiri og fleiri
bændur leggi árar i búskaparbát-
inn og sæki í þéttbýli kaupstað-
anna og sjóþorpanna, sem eiga
engin skilyrði þess, sem vænta
má, að standa óstuddur eða bak-
hjarlslaus i baráttu sinni.
Búnaðarástandið eins og það
er nú hvetur þvi alla hugsandi
menn til nýrra átaka um sæmilega
afkomu bændastéttarinnar. En af-
koman verður ekki bætt að varan-
legu gagni nema að búvisindin
komi til hjálpar. Þvi um gildi
visindanna standa enn í fylsta
gildi orð góðskáldsins Jónasar
Hallgrímssonar:
„Vísindin efla alla dáð,
orkuna styrkja, viljann hvctja".
Norðmenn
flytja árlega út landbúnaðaraf-
urðir fyrir 10—12 milj. kr. þar af
hey fyrir um 5 milj,, af því er
frá Þrændalögum einum fyrir 3,2
miljónir.
Landbúnaður Dana.
Á fundi sem landbúnaðarmenn
Norðurlanda (Nordisk Jordbrugs-
forskeres Kongres) héldu nýlega í
Danmörku, hélt einn af landbún-
aðarfrömuðum Dana, Madsen-
Mygdal, fyrv. forsætisráðherra,
ræðu sem veitt hefir verið sérstök
athygli.
Ýmsir hafa haldið þvi fram að
Danmörk væri öðrum löndum
fremur vel failin til landbúnaðar-
framleiðslu.
Hann fullyrðir að dugnaður og
framtak, en ekki náttúrugæði, hafi
komið landbúnaði Dana á það
háa stig sem hann er á. Vöru-
vöndun sem stuðst hafi við vís-
indalegar ransóknir hafi unnið
aðalframleiðsluvörum þeirra álit á
erlendutn mörkuðum. Haftastefnan
hafi krept mjög að landbúnaði
þeirra. Þeir hafi mist um 35°/0
af útfiutningi landbúnaðarafurða
vegna innflutningshafta viðskifta-
þjóða þeirra. 1930 voru 4,9 miljón
svína í Danmörku (miklu fleiri en
íbúar landsins) nú aðeins 3,05
miljónir. Þeir urðu að minka svona
stórlega framleiðsluna, vegna inn-
flutningshafta viðskiftaþjóðanna.
Hann segir að Dönum hafi verið
það mikið lán að þeir hættu við
kornframleiðslu til manneldis um
1880, þegar Ameríka fór að senda
sitt ódýra korn til Evrópu, og
tóku upp griparækt en hafa jafn-
fram kornrækt tii skepnufóðurs.
Um áratugi hafa landbúnaðar-
afurðir verið um 85% af útflutn-
ingi dönsku þjóðarinnar. Aðeins
% af landbúnaðarframl. er notað
í landinu sjálfu og verðlag á land-
búnaðarvörum innanlands segir
hann miklu lægra en 1 nágranna
löndunum. T. d. smjör kr. 1.50—
1.75 pr. kíló, gott naútakjöt 60—80
aura o. s. frv. Meðalverð á mjólk
til vinslu muni vera 9—9Va eyrir
Hterinn, til framleiðenda. Telur
hann þetta viðunandi ef ekki þyrfti
jafnframt að skera framleiðsluna
niður um Vs, vegna hafta þeirra
sem nú eru í milliríkjaverzluninni.
Danir flytja út um 150 miljón kíló
af smjöri og 390 miljón kiló af
fleski.
M. M. segir: Þetta er ekki því
að þakka að Danmörk sé stórt
eða af náttúrunnar hendi sérlega
gott land. „Danmörk er í raun
og veru lítið, fátækt land‘‘. Skýr-
ingin liggur í einstæðri, sjálfstæðri
þróun hins danska landbúnaðar
á siðustu 50 árum.
Hann endaði ræðu sína á þessa
leið:
Heimurinn er nú í því verziunar
póiitiska ósamræmi, að allir vilja
selja en enginn kaupa. Heilbrigð
framleiðsla er hlekkjuð af höftum
til ágóða fyrir framleiðslu sem
ekki ber sig, en er haldið uppi
með ríkisstyrkjum. Þetta leiðir til
óheilbrigðar verðlækkunar og þar
með almennrar fátæktar. Menn
tala um skipulögð fjármál og
framleiðslu — Planokonomi — en
eftir þvi sem bezt verður séð er
hvorki skipulag eða fjármálalegt
vit í því óljósa fyrirkomulagi.
Stríð og innflutningur.
Sumir eru þeirrar skoðunar að
ef einhver þjóð fer I stríð, þá
muni sú þjóð kaupa meira af vör-
um en venjulega.
Þetta hefir ekki reynst svo nema
að þvl er bandamenn snerti I
heimsstyrjöldinni. — Miðveldin.
Þýzkaland, Austurríki o. fl. keyptu
nálega ekkert af öðrum þjóðum
meðan heimsstyrjöldin stóð yfir,
en allir bjuggust við að þau lönd
mundu kaupa mikið af feitivörum,
strax og styrjöldinni lyki, þvi
einkum var mikill skortur á þeim
vörum í þessum löndum öll styrj-
aldar árin. Af þeim sökum bjugg-
ust allir við óhemju háu sildar-
verði 1919.
En vegna þess að þessar þjóðir
höfðu ininkað stórlega feitmetis-
neyzlu sína, og meðfram vegna
skorts á erlendum gjaldeyri, keyptu
þær nálega engar feitivörur og þá
heldur ekki stld. Þess vegna varð
síldarframleiðsla Hollendinga, ís-
lendinga og Norðmanna nálega
verðlaus.
Nú eru flestar þjóðir I gjald-
eyrisvandræðum, er þvi liklegast
að striðsþjóðir minki stórlega all-
an inntlutning.
Pólland.
Það hefir verið talið að I Dan-
mörku væru sveitirnar (landbún-
aðarhéruðin) þéttbygðari en í öðr-
um löndum. Þar lifa 35—40manns
á hverjum ferkilómeter.
Pólland á nú met I þessu, þvi
f mörgum landbúnaðarsveitum þar
lifa 70—80 manns á hverjum fer-
kílómeter lands.
f Ásgeir Kristjánsson,
sonur Kristjáns Ásgeirssonar
fyrv. kaupm. á Flateyri i Önund-
arfirði og Þorbjargar Guðmunds-
dóttur, lézt I Landsspitalanum
þann 18. þ. m. eftir stutta legu.
Ásgeir var aðeins 27 ára að aldri.
Hann var jarðsungin 1 Reykjavlk
þann 26. þ. m.
i* Sigríður Eggertsdóttir,
tengdamóðir Baldvins Jónsson-
ar, ökumanns, hér I bæ, andaðist
að heimili hans þann 23. þ. m.
Hún var 95 ára að aldri.
III. flokkur K. S. F. „Valur“.
Með e.s. „Gullfoss" þann 24.
þ. m. kom hingað III. fl. frá K. S.
F. Val í Reykjavik í heimboð til
K. S. F. Harðar hér. Keptu þeir
við III. fl. Harðar s. I. fimtudags-
kvöld kl. 8V2,og er það fyrsti kapp-
leikurinn er fram fer hér eftir að
gert hefir veiið við völlinn, urðu
leikslok þau að Hörður vann leik-
inn með 3 gegn 2 mörkum. Veður
var ágæt og áhorfendur voru um
tvö hundruð.
Leikur Valsunga var mjög góður
sérstaklega í fyrri hálfleik, og var
hægt að sjá, að drengirnir hafa æft
mjög vel undanfarið, því svo mikið
vald höfðu þeir á knettinum, og
áhorfendur dáðust mjög að þvi,
að svo ungir drengir (14—16 ára)
skildu geta sýnt slikt samspil. En
mjög voru þeir óhepnir að geta
ekki haft markvörð sinn með i
förinni hingað, þvi sá er þeir höfðu
var alt of stuttur og litið æfður,
hefði ieikurinn farið öðruvísi fyrir
þá, ef þeir hefðu haft sinn mark-
vörð.
Leikurinn var hinn prúðmann-
legasti, hjá báðum félögunum, en
var þó stundum mjög snarpur,
eiga báðir flokkar þakkir skilið
fyrir þá framkomu er leikmenn
sýndu i þessum leik.
Nú i kvöld keppa þessi félög
aftur, og mega Harðverjar nú
ábyggilega skerpa sig enn meir
en áður, ef þeir ætla að ganga
með sigur af hólmi, þvi Valsungar
munu herða sina sókn mjög frá
því sem þeir gerðu í fyrri kapp-
leik. — ísfirðingar! Fjölmennið á
völlinn i kvöld, og sjáið drengi-
legan og skemtilegan leik hjá hin-
um ungu knattspyrnumönnum.
T y rol-kvartettinn
hefir haldið hér tvær skemtanir
á miðvikudags- og föstudagskvöld
við góða aðsókn i bæði skiftin.
Er látið vel yfir skemtun þeirra,
enda nýung fyrir ísfirðinga.