Vesturland - 09.11.1935, Síða 1
VESTURLAND
*
r
XII. árgangur.
Frá Alþingi.
Enn gerist fátt sögulegt í þing-
sölunum. Þó hafa kotnið fram
allmörg ný frumvörp og enn fleiri
styrkbeiðnir til fiestra mögulegra
og ómögulegra hluta; rétt eins og
beiðenöur hafi búist við, að eitt-
hvað væri eftir hjá rauðu ríkis-
stjórninni. Má og vera að eitt-
hvað innansóp sé enn til fyrir for-
hertustu fylgismenn og atkvæða-
smala, en flestir munu fara alger-
lega bónleiðir og ygla brún, að
þeim rauðu, sem þeir hafa treyst
um forsjá sína.
Hagur útgerðarinnar réttist
nokkuð.
6% gjaldið til markaðs- og verð-
jöfnunar-sjóðs verður afnumið.
Frá þingbyrjun hafa staðið yfir
samningar milli Sjálfstæðisflokks-
ins og stjórnarflokkanna, að létta
af útgerðinni hinu Iðgákveðna 6%
gjaldi til markaðs- og verðjöfn-
unarsjóðs.
Sökum endurtekinna áskorana
frá útvegsmönnum víðsvegar um
land, hafa rauðu flokkarnir látið
undan síga, og gaf atvinnumála-
ráðherra þá yfirlýsingu á Alþingi
I. þ. m., að þeir væru því með-
mæltir, að þessu gjaldi yröi létt
af útgerðinni að mestu cða öllu
leyti.
Fullar vonir eru þvl um, að
þessi rangláti skattur verði afnum-
inn nú á þinginu.
Þá flytja Sjálfstæðismenn á AI-
þingi frumvarp um afnám útflutn-
ingsgjalds af sjávarafurðum.
Er enn óséð um framgang þess.
Kom strax við fyrstu umræðu
málsins hljóð úr horni frá Eysteini
fjármálaráðherra um að rikissjóð-
ur mætti ekki missa þessar tekjur.
— Þó gera menn sér vonir um,
að rauðliðar svigni fyrir kröfum
útvegsmanna einnig þar, ef þeir
láta ekki letjast.
f sambandi við niðurfall 6%
gjaldsins til markaðs- og verð-
jöfnunarsjóðs bar Sig. Kristjánss.
fram á fyrsta fundi sjávarútvegs-
nefndar n. d. frumv. um markaðs-
sjóð saitfisks. Skal tekjum sjóðsins
variö til þess að efla, tryggja og
auka saltfiskmarkað, meðan inn-
flutningur á saltfiski er takmark-
aður til eins eða fleiri markaðs-
landa. Sjóði þessum skal aflað
fjár eftir útgjaldaþörf hans, alt að
1 milj. kr. á ári. Tekjur sjóðsins
eru:
1. Hálfur nettoágóði Áfengis-
verzlunar rlkisins.
2, Framlag rlkissjóðs eins og
það er ákveðið l fjárlögum
hvers árs.
Ríkisstjórnin skipar sjöðnum 5
manna stjórn til eins árs I senn;
4 samkvæmt tilnefningu þeirra
þíngflokka sem nú eru; einn eftir
Hln. hvor? þeirra, en atv.málaráðh.
skipar 5. manninn, sem er for-
inaður sjóðsstjórnar.
ísafjörður, 9. nóvember 1935.
44. tölublað.
Fylgi útvegsmenn vel og vitur-
lega fram sínutn málum munu
eflaust fleiri vandkvæði þeirra
skipast til betri vegar. Munar af-
nám þessara skatta strax nokkuð
fyrir útgerðina.
Breyting á kjötsölulögunura.
Sig. Kristjánsson flytur merki-
legt frumvarp til breytingar á
kjötsölulögunum, Er þar haldið
því úr gömlu lögunum, sem telja
má lífvænt, svo sem ákvæðunum
um kjötverðlagsvernd og því sem
trygt getur sem jafnast verð inn-
anlands. En einokuninni er hrund-
ið. Bændur mega seija sláturfjár
afurðir hverjum sem kaupa vill,
gegn því að greiða lögákveðið
verðjöfnunargjald, sem ákveðið
er að eigi megi fara yfir 5 aur.
pr. kgr., nema sunnanlands, þar
alt að 10 aur. pr. kgr. Heimaslátr-
un er og leyfð með tilteknum
skilyrðum.
Þessar breytingar og aðrar sem
frumv. Sig. greinir eru einmitt þær
breytingar, sem fjöldi bænda hefir
óskað eftir, og munu þeir kunna
honum þökk fyrir flutning frumv.
Hinsvegar má telja vlst að niær
bregði ekki vana sínum, og þeir
rauðu reyni að verja einokunina
I Hf og blóð, og það því fremur
sem frumv. Sig. Kr. leggur rétt-
mæta áherzlu á það, að kjötverð-
lagsnefnd verði skipuð fulltrúuin
bænda að mestu leyti. í stað þess
að Alþýðusamband íslands hefir
skipað 1 mann 1 kjötverðlagsnefnd
og Landssamband iðnaðarmanna
1, mæiir frumv. Sig. Kr. svo fyrir,
að Búnaðarfélag íslands tílnefni
1 manninn, Sláturfél. Suðurlands
1, Kaupfél. Borgfirðinga 1, fjöl-
mennasta bæjarfélag á hverju
verðlagssvæði 1 og landbúnaðar-
ráðh. skipi 5. manninn án tilnefn-
ingar, og séhann formaður nefnd-
arinnar.
Húsaskattsdraugur Finns
er á ferðinni enn I efri deild, en
orðinn svo limlestur að enginn
kannastviðupphaflegaásýnd hans;
hefur það hleypt heift mikilli I
bolsablóðið. Hefir nú verið felt úr
frumv. einokunin á upp- og út-
skipun á vörum hér, og öli hin
margþætta „sortering" húseign-
anna feld burtu, en skattgjaldið
miðað við fasteignamat.
Þingdeila
hefir orðið út af greinum Jónasar
Jónssonar um saltfisksölu síðustu
ára og þá millirfkjasamninga sem
staðið hafa í sambandi við salt-
fisksöluna. Ræðst Jónas Igreinum
af mikilli heift að Richard Thors
framkv.stjóra, rétt eins og hann
hafi ráðið öllu og staðið einn að
þessum samningum. Ásgeiri Ás-
geirssyni alþm. réttir hann einnig
stjúpmóður sneiðar I sambandi við
þessi mál, en getur litt annara.
Sjálfstæðisflokkurinn heiir skor-
að á atvinnumálaráðherra, að gera
annaó tveggja: að gefa yfirlýs-
ingU uin óréttmæti slíkra árása að
einstökum samningamönnum; eða
fyrirskipa ransókn og málshöfðun
gegn öllum þeim, sem staðið hafa
að þessum samningum.
Þegar þessum sjálfsögðu kröf-
um var ekki fullnægt neitaði flokk-
urinn samstarfi um utanrikismál
við rauðu flokkana, sem bera á-
byrgð á þessum skrifurn.
í utanrfkismálum okkar hefir
hingað til ekki gætt flokkaskift-
ingar eða sundrungar. Þar hafa
allir verið eitt. Og það er höfuð-
nauðsyn. Gagnvart erlenduin rikj-
um erum við svo smáir og veikir,
að engin sundrung má komast að,
til þess að gera okkur enn veikari.
En hinum rauðu er sjáanlega
ekki nóg, að láta deilurnar loga
sem hæzt og brenna flest nýtilegt
innan lands, heldur vilja þeir einn-
ig færa þær á erlendan vettvang.
Má segja að ísiands óhamingju
verði alt að vopni, ef þeim rauðu
tekst það tilræði óhengt.
Aldarafmæli
Matthíasar Jochumssonar
þjóðskáldsins alkunna er 11. þ.
m. Er þegar hafinn nokkur und-
irbúningur að minningu afmælis-
ins, einkum á Akureyri og I Rvik.
Á Akureyri verður vígð ný bók-
hlaða cr ber nafn skáldins og
haldið sérstakt minningarkvöld.
Minningarkvöld verður og I Rvik
og útvarpinu. Á þessum stöðum
og eflaust vfðar verður hinn vin-
sæli sjónleikur skáldsins, Skugga-
Sveinn, sýndur i þessu tilefni. Er
þegar fyrir nokkru þyrjað að leika
Skugga-Svein í Reykjavik, en 11.
nóv. verður sérstök hátíðasýning.
Biskup landsins hefir skipað svo
fyrir, að Matthíasar verði minst i
kirkjum landsins alment næstk.
sunnudag.
Engar rafveitufram-
kvæmdir bráðlega?
5. þ. m. bárust hingað skeyti
um það, að ekki fengist lán 1 Sví-
þjóð til fyrirhugaðra rafveitufram-
kvæmda hér. Má þvi búast við,
að f bráð sé loku skotið fyrir
framkvæmdir um vatnsaflsvirkjun
fyrir bæinn og nágrennið.
Munu flestum bæjarbúum þykja
þetta mikii tiðindi og#ill;þvl alið
hafði verið mjög á þeim vonum,
að úr framkvæmdum yrði að þessu
sinni. Hefðu þær bæði fært fólki
ódýrara rafmagn og aukna at-
vinnu, meðan framkvæmd rafveit-
unnar hefði staðið yfir.
Er nú ekki annað fyrir hendi
en að snúa sér að kappi að því,
að fá hér hagfeldari og ódýrari
raforku með vélaafli. Er enginn
efi á þvi, að það má takast. í
minni bæjum en ísafirði kostar
raforka til Ijósa Iramleidd með
vélaafli ekki meira eu 60—70
aura kwst.
Vélbáturinn „PercyK sekkur.
5. þ. m. var vélbáturinn Percy
að flytja kol úr e/s Bisp frá Ön-
undarfirði til Súgandafjarðar. Þeg-
ar báturinn kom norðanvert út af
Sauðanesi sökk hann með öllum
íarmi, um 60 smál. af kolum.
Skipverjar, 5 að tölu, björguðust
allir I skipsbátinn og komust á
honum að landi, en gengu síðan
að Stað i Súgandafirði. Percy var
vátrygð I Vélbátaábyrgðarfélagi
ísfirðinga fyrir 27 500 krónur, en
farmurinn hjá Sjóvátryggingarfél.
íslands h/f.
Eigendur bátsihs voru: Högni
Gunnarsson útg.m., Bjarni Þor-
steinsson skipstjóri bátsins og
Gisli Hannesson vélstjóri á bátn-
um. Percy var um 44 sm£l. brutto.
Sjóréttarpróf út af slysinu hóf-
ust i gær.
3 menn urðu úti
frá Úlfsdölum við Siglufjörð 4.
þ. m. Fóru þeir í fjárleitir alt að
Hraunum I Fljótum, en héidu það-
an um miðjan dag aftur og fóru
yfir Almenningsskriður að Máná;
er það torleiði mikið og tæpt
i þegar svellrunnið er. Þegar menn-
irnir komu ekki heim á mánudags-
kvöldið var strax á þriðjud. farið
að leita þeirra og fanst Hk eins
þeirra um Vs kllómetra frá Máná,
cn lík hinna tveggja fundust fyrst
7. þ. m. Voru þetta ungir efnis-
menn, er þarna fórust. Krapahrlð
með ofsaroki hafði verið sfðari
hluta mánudags um þessar slóðir.
íslenzkar bæjarrústir í Grænlandí.
Útvarpsfregn 7. þ. m. skýrirfrá
því, að tekist hafi að grafa upp
fornar bæjarrúsir i Grænlandi.
Sýna þær að 11 sambygð hús
hafa verið á bænum, og meðal
þeirra stór skáli með rauf í miðju
gólfi, þar sem langeldar hafa
brunnið. Eru rústir þessar frá ein-
hverju höfuðbóli hinna Islenzku
landnámsmanna I Grænlandi.
Síldveiði
hefir verið nokkur þessa viku
milli Vestmanneyja og lands. Hafa
nokkrir bátar fengið þar góðan
afla.
Sild sú er veiðst hefir i Faxa-
flóa mun nú öll seld. Hefir verðið
yfirleitt verið hátt, en lækkað
nokkuð og sala verið tregari sfð-
asta hálfan mánuð.
Nýr verksmiðjustjóri
við sildarverksmiðju ríkisins á
Siglufirði. Meirihluti stjórnar slld-
arverksm. rikisins hefir sagt upp
núv. verksmiðjustjóra Jóni Gunn-
arssyni verkfr. frá 1. marz n. k.
Jafnframt hefir Gísli Halldórssoh
veikfræðingur i Reykjavfk verið
ráðinn verksmiðjustjóri frá sama
tíma, en tekur lull laun frá næstk.
áramótum.
Messað
verður hér i kirkjunni kl. 2 á
rnorgun og i Hnifsda! kl. 5. —
Matthiasar minníng.