Vesturland

Volume

Vesturland - 03.04.1936, Page 2

Vesturland - 03.04.1936, Page 2
52 Utanríkismál. Verzlunarsamningum við Þýzkaland og Ítalíu er ný- lokið. — Spænskir innflytj- endur hafa sent forsetanum ávarp um auking innflutning á íslenzkum fiski. Jóh. Þ. Jósefsson alþm. er ný- kominn heim úr sendiför fyrir ríkisstjórnina til Þýzkalands, þar sem hann undirbjó og lagði grund- völl að verzlunarsamningi milli Þýzkalands og íslands. Eru hinir nýju samningar að sögn svipaðir eldri samningum, en þó hagstæð- ari íslandi í sumum atriðum. Sveinn Björnsson, sendiherra, hefir undanfarið verið i Rómaborg til þess að undirbúa og leggja grundvöil að nýjum verzlunar- samningi milli íslands og Ítalíu. Voru samningar þessir undirritaðir 30. f. m. af Mussolini og sendi- herra íslands og Danmerkur í Rómaborg. Þá hafa spænskir innflytjendur sent ávarp til forsetans um að auka innflutning á íslenzkum salt- fiski. Benda þeir á, að fiskurinn sé almenn nauðsynjavara þar syðra, og að íslendingar hafi nú undanfarið mjög aukið kaup sin á spænskum vörum. Er talið líklegt að ávarp þetta muni hafa nokkur áhrif. Þessir samningar, og von um aukinn innflutning til Spánar, eru mikilsverð tlðindi og góð — og geta haft mikil áhrif um afkomu atvinnuveganna, einkum útgerð- arinnar. Tryggingarmál sjómanna. Eins og kunnugt er, krafðist sjómannafélagið hér í bæ trygg- ingar handa sjómönnum, sem að lokum var ákveðin 120—150 kr. á mánuði. Útgerðinni ber að borga þessa tryggingu. Og skal þá fyrst athugað, hve sanngjarnt það er frá sjónarmiði smáútgerðarmannanna. Útgerðin stendur mjög höllum fæti. Hún hefur tapað ár frá ári og þó líklega mest síðastl. ár. Ef ekki fiskast fyrir tryggingunni, verður hún ekki borguð ineð gróða undanfarinna ára. — Skipstjórinn verður að taka sinn hlut til þess og nægi það ekki þá að safna meiri skuldum. — Smáútgerðar- menn eru flcstir skipstjórar báta sinna. Þeir berjast með hásetun- um við að draga björg I þennan bæ, þar bera allir hlutfallslega jafnt frá borði. — Það má skoða skipshöfnina sem félagsmenn, sem vinna í sameiningu og skifta fram- leiðslunni á milli sín. Ef vel geng- ur, græða allir, ef illa gengur, er það allra tjón. Hvaða réttlæti er það þá að láta hallann lenda á einum (hér skipstjóranum) og gera hann jafnvel að öreiga? — Hér er verið að krefjast þess, að skip- stjóri borgi hásetum meira en þeim ber, en gangi sjálfur frá með minna en ekki neitt. O VESTURLAND Kveöjatil sjómanna, undir nafni kvennadeildar slysavarnafélags ísafjarðar, 24. marz 1936. Vér félagskonur kveðjum okkur liljóðs í kvöld, ef verða mœtti þeini til góðs, sem hegja stríð við storm og œstar hrannir með styrkri mund og víkings hjarla’ í barmi, og reynasl æ til síðstu stundar sannir, þó sjái hafið lyfta dauðans arrríi. Vér bjóðum xyður, vinir, hjálparhönd, er hœttið lífi’ á sœnum fjarri strönd til bjargar þeim, sem heima heitast unnið, — því háski’ er búinn jafnvel traustu fleyi, hve hafa’ ei margir hinsta skeiðið runnið í hafsins fang — á tryttum vetrardegi. Þér eigið hjarta’ og hug vorn þessa stund, vér helgum yður starf og fórnarlund. Vér dáum yður hetjur storms og slrauma, sem stýrið bilið milli lífs og dauða með bros á vör og stolta, djarfa drauma, er dagsins stjarna lýsir sviðið auða. Sú kemur stund að vilji vor og trú, sem virðast mörgum burðalítil nú, þau megna síðar herfang margt að hrífa úr helgreip Ægis, — þegar marki náum og bjargarsnekkjur báruskafla klífa, er bjóða líf og frelsi görpum knáum. Hin þráða stund oss hleypir kappi’ í kinn, vér knýjum á í vissu’ um sigurinn. Hver vill ei tryggja velferð brœðra sinna, er vaskir bera dagsins hita’ og þunga ? Vort starf er hafið, stórt er hér að vinna, til styrks vér heitum jafnt á gamla’ og unga. Guð blessi yður, brœður, alla stund, mörg bænin fylgir yður hafs um sund. Er sævi drifnir haldið þér lil hafnar, margt hjarta fagnar maka, syni, bróður. Til auðs og gengis stefni flotans stafnar og stöðugl vaxi yðar farmanns hróður. G. Geirdal. Það skal viðurkent, að hásetar hafa nokkuð til síns máls. Tekjur þeirra eru mjög rýrar. Það er mjög eðlilegt að þeir vilji tryggja af- komu sína. En þeir geta það ekki með þvl, að taka fé af þeim, sem bera minna úr býtum en þeir sjálfir. Með núverandi fiskverði verður afleiðing þessa sú, að útgerðin stöðvast mikinn hluta ársins, og sjómenn þar með atvinnulausir, árstekjur þeirra minni en ella og þannig ver farið en heima setið. Tapa þá allir hlutaðeigendur á þessu, útgerðarmenn, sjómenn og bæjarfélagið? Sjómannafélagið fór hér alveg öfuga leið, það átti að snúa sér beint til bæjarins og krefjast þess, að hann trygði afkomu sjómanna. Honum bar vitanlega skylda til þess, þar sem þetta er aðallíftaug hans (útgerðin). En skilningur bæjarstjórnar á þessu virðist mjög takmarkaður, því þegar skipstjórar báðu hana um ábyrgð fyrir tryggingunni tók hún — og þó einkum Alþýðufl.- fulltrúarnir — því mjög fjarri. Hér er um stétt að ræða (sjó- mannastéttina) sem afkoma bæjar- ins byggist á — stétt, sem jafn- framt því að vinna fyrir sér, færir bæjarbúum atvinnu og daglegt viðurværi. — En til þessa hefur verið illa búið að henni. Bærinn stendur og fellur með útgerðinni. En svo þegar þessi stétt, sem er að berjast við átök Ægis, til þess að halda iifinu I þessum bæ — beiðist aðstoðar á hinum mestu erfiðleika tímum, er henni vísað frá með fyrirlitningu, llkt því sem hún eigi engan til- verurétt. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort ekki væri hyggilegt, að nokkrum hluta þess fjár, sem lagt er fram til atvinnubóta, væri á þennan hátt lagt til útgerðarinnar til að tryggja afkomu sjómanna. Væru það ekki arðbærari atvinnu- bætur, en snjómokstur og þvíum líkt? Hér hafa verið gerð tvö axar- sköft. Hið fyrra af sjómannafélag- inu, með því að beina kröfum sínum til útgerðarmanna — og síðara af bæjarstjórn, með því að synja þeim um aðstoð bæjarins. Hverjar verða afleiðingarnareins og nú er í pottinn búið? Ekkert annað en aukið atvinnuleysi. Og þá geíur bæjarstjórn sezt niður og farið að athuga, hvaðþaðvar hyggilegt að stöðva þannig út- gerðina og fá alla sjómennina I atvinnuleysingjahópinn. ísafirði, 21. marz 1936. Eiríkur A. Guðjónsson. Vilja sósabroddarnir ekki meiri vinnu í bæinn? Fyrir siðasta bæjarstjórnarfundi lá erindi frá Ólafi Kárasyni kaup- manni, þar sem hann fór frain á nokkurn stuðning bæjarins, til kaupa á fiski af utanbæjartogur- um. Nú er þegar svo liðið ávertið, að engin llkindi eru til þess, að fiskur sá, er hér verði lagður á land til verkunar, verði jafn mikill og síðastl. ár, hvað þá heldur meiri. En s. 1. sumar var fiskverk- un hér með minsta móti, eftir þvf sem verið hefir undanfarin ár. Stuðningur sá, er fram á var farið, átti að greíðast eftir á, og þvl aðeins að fiskurinn væri verk- aður hér. Upphæð stuðningsins fór því alveg eftir þvf fiskimagni, sem var keypt og verkað, og stóð jafnan i réttu hlutfaili við þsr at- vinnubætur sem af honum leiddu. Ráðgert var að stuðningur þessi gæti hæzt orðið 3 þús. kr., en sennilega hefði hann ekki orðið meiri 1500—2000 kr. En fyrir þeunan stuðning, 3 þús. kr. hæzt, hefði fengist aukin vinna fyrir um 20 þús. kr. Eins og kunnugt er sækja þau bæjarféiög, sem iitla atvinnu hafa, eins og hér er nú ástatt, mjög um atvinnubótastyrk úr rlkissjóði og þykist sá góður, er mest fær af slfku fé. En þetta er þó ærið

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.