Vesturland

Årgang

Vesturland - 03.04.1936, Side 3

Vesturland - 03.04.1936, Side 3
VESTURLAND 53 Hvað segirðu kona? Er þetta SÓLA R S MJÖ R LÍKI? ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ^ W Ul/yi UU Lsi\i\L IMLKA.IKJL, Jt'lA. I L UAAt ^ ♦ .sy/ fgrsti, sem hetdur að fiað sé fínasta ís- ♦ ♦ lenzkt smjör, svo gott er það. ♦ Já, eg segi nú ekki margt. Þú ert ekki Ý dýrkeypt bæjum, sem láta vinna mikið í ófrjórri og arðlítilli at- vinnubótavinnu. Því fyrir hverjar 20 þús. kr., er bæirnir leggja fram, fást einar 10 þús. kr. úr ríkissjóði, þegar vel blæs með bænheyrslu. Til þess því að fá slíkar at- vinnubætur í bæinn, um 20 þús. kr., hefði bærinn orðið að leggja fram um þrettán þúsund og fimm hundruð krónur — og ríkissjóður um sex þúsund og fimm hundruð krónur. En hér er enn ótalinn sá munur, er orðið hefði á verzlun við skip og skipverja og að hér átti að vinna að arðvænlegum störfum, í stað þess sem atvinnu- bótavinnan hefir hingað til gefið næsta lítinn og stundum engan arð. Það hefði því mátt ætla, að einmitl þeir menn, sem lofað hafa útrýmingu atvinnuleysisins, hefðu gripið slikt tækifæri fegins hendi. En það varð öðru nær. Fjárhags- nefnd og meirihluti bæjarstjórnar synjuðu þessu algerlega og báru við féskorti, en hinir sömu menn þykjast hafa ráð á miklu meiri fjárupphæðiun, þegar ræða er um atvinnubótavinnu. Sú viðbára, að ekki sé fé fyrir hendi, fær enganveginn staðisthjá vitibornum mönnum. Ef það væri rétt myndi bæjarfélagið ekki sífelt vera að bæta við sig nýjum starfs- greinum, sem geta orðið fjárfrekari og valtari von um atvinnu í sam- bandi við þær, en áætlað er í upphafi. Á það má og minnast, að fjár- hagsnefnd hafðiforgöngu að stofn- un svonefndrar vinnumiðlunar- skrifstofu hér, sem flestir munu telja alóþarfa stofnun, en kostar meira nú þegar á þessu ári en sá stuðningur gat hæztur orðið, sem hér var farið fram á. Verður helzt af þessu ráðið, að sósunum þyki meira utn vert, að ala einstaka rnenn, sem þeir telja handbendi flokksins, en auka at- vinnuua I bænum. Eða þá hitt, að þeir ætla að „skipuleggja“ alla atvinnu í bæn- um undir sínum pólitiska hattkúf, og llta eingöngu á klíkuhagsmuni og ekkert annað. X. •j* Þorsteinn Þorsteinsson andaðist hér I Elliheimilinu 25. f. m. Þorsteinn var einn af eldri bæjarbúum hér; stundaði hér sjó- mensku um mörg ár fyrrum og var heppinn og aflasæll. Siðan 1928 hafði Þorsteinn dvalið hér 1 Elliheimilinu. Jens Hólmgeirsson bæjarstjóri! Þér eruð í 11. bl. Skutuls 1. þ. m. að breiða afsökunarblæju yfir vanrækslu yðar og ókurteisi með því að bera skipaafgreiðslumenn- ina hér brígslum út af vangoldinni leigu. Þetta dirfist þér að gera, bæjarstjórinn I glerhúsinu, oggefur það tilefni til athugunar á fram- komu yðar sem flokksbæjarstjóra, bæði um innheimtu bæjargjalda og annað, þótt Sjálfstæðismenn og aðrir bæjarbúar hafi yfirborið þetta um stund. Þér stirnplið afgreiðslumennitia sem vanskilamenn, þótt þér hljótið að gera það gegn betri vitund, þar sem yður er kunnugt, að af- greiðsla Eimskips á kröfur á bæj- arsjóð fyrir meiri upphæð en gjaldfallin var fyrir áramót. Við leigu þá er gjaldféll 1. marz- mánaðar og þér teljið til vanskila, er það að athuga, að afgreiðslu- mennirnir skrifuðu til bæjarstjórn- ar um lækkur. leigunnar 24. febr. s.l., og bjuggust við að þeim yrði sýnd sú sjálfsagða kurteisi að fá svar, en það hefir yðar bæjar- stjóraflokksnáð enn ekki þóknast að láta í té. Flokksmenn yðar hafa áður op- inberlega reynt að stimpla Tr. Jóakimsson vanskilamann. Þér eruð nú að lýsa eðlinu og inn- rætinu með þvi að nota sama stimpilinn; þessa skítugu Skutuls- blæju, sem sniðgengur allan sann- leika. ÓhróÖFÍ hnekt í 11. tbl. Skutuls 1. þ. m. er sagt frá neyðarástandi í Sléttu- hreppi, og er ófrægingum og rang- færslum um mig blandað sem kryddi inn í frásögn þessa. — Er 'svo frá sagt, að eg hafi um há veturinn lagt i lögtaksferð til fá- tæklinganna, en eg og aðrir efna- menn í hreppnum höfum fengið samninga um okkar útsvör. En þarna er aiveg rangt frá skýrt. Eg hefi engin ráð yfir þvi, hvenær lögtakssvipan er látin ríða um höfuð gjaldendanna. Oddvitar hreppanna, og aðrir innheimtumenn opinberra gjalda, biðja um lögtök á ógreiddum út- svörum þegar þeir telja bezt henta. Oddviti Sléttuhrepps beiddi um lögtak á nokkrum ógreiddum út- svörum samkv. lista, dags. á Látr- um 15. des. s. I. og þ. 16. sama mán. er lögtaksskipun gefin út af sýslumanninum. Eg varð oddvit- anum samferða norður, og töluð- um við um að taka þá strax til innheimtustarfanna, og hann yrði með mér í þeim, til þess að þá strax mætti ganga frá samningum, þvi vitanlegt var að óvíða yrði reiðufé fyrir hendi til greiðslu. Af þessu varð þó ekki. í febrúarmánuði s. 1. hitti eg oddvita á Látrum og varð þá að samkomulagi, að eg færi til nokk- urra gjaldenda á Látrum og Sæbóli (alls 6) og freistaði að ná sam- komulagi við þá um greiðslu, ef þeir ekki gætu greitt. Eg varð að gera þetta sem hvert annað em- bættisverk, og var það með fullu samkomulagi, að gjaldendur létu veð í skepnum sinum, til trygg- ingar útsvarsgreiðslunni. Eg hefi ekki sókst eftir eða fengið neinn samning um greiðslu á minu útsvari, enda átti eg nokkr- ar kröfur á hreppinn, sem áttu að ganga til greiðslu á útsvari minu. Sama máli mun að gegna um efnamennina, sem Hannibal telur vera. Þeir áttu meiri og minni kröfur á hreppinn, og var því ekki til neins að fara til þeirra með lögtak. Eg sá af tilviljun þenna Skut- ulssnepil, en annars sé eg hann aldrei. Er mér sagt að það sé venja ritstjórans að sniðganga allan sannleika, en búa til þyrskl- ingastöppuúrpersónulegumófræg- ingum um einstaka menn fyrir lesendur sína. Að ininsta kosti hefir ritstjórinn farið svo hér að. Hann hleypur með gleiðgosahætti eftir einhverj- um flugufregnum, og vill saka mig um einhverja sérstaka harðýðgi og ómannúð I innheimtu opinberra gjalda. Ætla eg ekki að ræða það frekar, því framkoma mln er vel kunnug öllum hreppsbúum mínum. Eg held líka að óþarfi sé að saka Bergm. Sigurðsson oddvita um harðýðgi eða ómannúð í sinni innheimtu. Það er erfitt verk að standa á slíkum timum í sporum oddvitanna, en létt verk og löður- mannlegt að affæra gjörðir þeirra t augum ókunnugra eða illviljaðra manna. p. t. ísafirði, 2. apríl 1936. Jónas Dósóþeusson. Bæjarstjórinn hagar sér eins og götustrákur. Fyrir nokkrum dögum fór eg upp á bæjarskrifstofu í þeim er- indum að finna Jens bæjarstjóra. Þurfti eg að tala við hann um mál, sem okkar fór í milli og ekki er ástæða til að skýra nánar frá hér, en þó skal eg geta þess hér, að það var þannig vaxið, að raun- verulega kom honum það ekkert við. Út í það skal þó ekki farið hér, heldur ætlaði eg með línum þessum, að sýna hvernig fram- kotna þessa tnanns er, bæði gagn- vart mér og öðrum, sem til hans koma að teka erindi sin. Eg hafði áður heyrt fólk tala um, að ekki væri óalgengt að bæjarstjórinn ræki tnenn út, sem kæmu til hans I einhverjum erind- um, eða sýndi þeim strákslegan dónaskap á annan hátt; sannást að segja gat eg ekki trúað þess- um sögum, en þessi viðskifti mín við hann hafa sýnt mér að þær eru sannar. Eg bjóst við því, að eg myndi geta talað við bæjarstjórann eins og hvern annan mann, sem kynni almenna kurteisi, en svo var ekki, því rétt þegar eg var byrjuð að tala við hann, rauk hann upp eins og illur tarfur, stappaði niður fæt- inum og sagði mér að þegja. — Kom slík framkoma mér á óvart, enda hefi eg ekki orðið fyrir svo strákslegum dónaskap af hendi nokkurs manns áður og bjóst sízt við því af opinberum starfsmanni bæjarins, sem minsta kosti verður að gera þá kröfu til, að hann sé með fullu viti. Lét eg hann þá þegar vita hvert álit eg hefði á honum, og hér vil eg taka það fram að eg állt, að það sé á eng- an hátt forsvaranlegt að hafa þann mann fyrir bæjarstjóra, sem annað hvort af geðvonsku, ill- mensku eða heimsku, eða kannske af öliu þessu samanlögðu, hagar sér eins og versti götustrákur gagnvart þeim, sem viðskifti eiga við hann eða bæinn. ísafirði, 28. marz 1936. Peta Jónasdóttir. Mesti vatnsskortur hefir verið hér I bænum mestan hluta vetrar. Hefir kveðið svo mikið að vatnsskortinum, að í fjölda húsa í miðbænum hefir eng- inn eða lítill vatnsseitlíngur feng- ist marga daga. Það ætti að vera öllum Ijóst, hve bagalegur og hættulegur slík- ur vatnsskortur er, enda hefir hann orðið þess valdandi, að hreinlæti hefir viða orðið áfátt, og má þar ekki sizt nefna leikfimihús bæj- arins. Á síðasta bæjarstjórnarf. véku fulltrúar Sjálfstæðism. að vatns- skortinum, og hóf Baldur Eirikss umræður, þar sem hann er í vega- nefnd, sem hefir stjórn vatnsveit- unnar með höndum. Benti hann á, að miðla mætti vatninu með því að loka fyrir vatnið á nótt- um, ef stoppkrani væri settur þar sem vatnsleiðslurnar koma saman (ofanvert við kirkjugarðshornið), þar sem mestur hluti vatnsins, er safnast að nóttunni fer til spill- is, þar sem Króksþróin er alt of lítil. Arngr. taldi óverjandi I slíkum vatnsskorti að láta mikið af vatni fara til spillis, og þótti seint hafa gengið um útvegun þessa stopp- krana, sem verkfr. bæjarins hefði lagt til fyrir Iöngu að væri útveg- aður, enda myndi hann ekki kosta meira en 60—70 kr. Þá mintist og Arngr. á, að ó- verjandi væri að bæjarbúar ættu svipaðan valnsskort yfir höfði sér framvegis. Strax á komanda sumri yrði að gera ráðstafanir til þess að bæjarbúar ættu trygt náegilegt vatn, þótt frost yrðu. Benti hann á tillögur Sig. Thoroddsens verk- fræðings um launs vatnsveitumáls- ins, og kvað sjálfsagt að þær yrðu ransakaðar,

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.