Vesturland - 21.10.1938, Blaðsíða 1
BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON
XV. árgangur.
ísafjörður, 21. okt. 1938.
40. tölublað.
Lýðræði á vðrum,
einræði í athöfnum.
Þing Alþýðusambandsins er nú
að setjast á rökstóla. Að vanda
mun þar ekki skorta Iýðræðisást
og alþýðuást í orði, en hvernig
reynist þetta í framkvæmdinni.
Alþýðan hefir undanfarið reynt
vináttu þessara vaidaherra í vax-
andi atvinnuleysi, álögum og
dýrtíð.
En sjálfsagt hefir alþýða veitt
því minni eftirtekt, hve lýðræðis-
ást þessara herra er innileg og
faislaus, eða hitt heldur.
Um það, að sósíalistar hafi
lýðræði á vörum, en einveldi í
athöfnum, eru mörg ljós dæmi,
en ekkert Ijósara eða óhrekjan-
legra en lög og starfsreglur Al-
þýðusambandsins sjálfs. Hvar
skyldi lýðræðið í heiðri haft, ef
ekki þar?
En í stað lýðræðis hefir rikt
þar og rikir enn svart og blint
flokkseinveldi, sem verndar vald
sitt með sérréttindum, sem sett
voru í lög Alþýðusambandsins í
öndverðu.
Stéttarfélög alþýðu, sem mynd-
uð eru til sameiginiegra hags-
muna um kaup og kjör, verða
að standa öllum þeim opin, er
viðkomandi iðn eða atvinnu
stunda, og er stundir liða fer lfka
oftast svo, að allir verkamenn,
sjómenn eða iðnaðarmenn ganga
i sitt stéttarfélag. Má nærri geta
að þessi félagafjöldi er ekki allur
steyptur í einu móti, hvorki póli-
tískt né að öðru leyti, enda munu
flestir vilja ráða skoðun sinni
sjálfir, en ekki láta félagið eða
forráðamenn þess fyrirskipa sér
skoðun.
í öllum félagsskap, þar sem
lýðræði ríkir, eru allir félagsmenn
jafn réttháir. Alþýðusambandið
eitt hefir hér á landi brotið þá
grundvallarreglu. Það misjafnar
félögum sinum eftir pólitískum
flokkum. Þverbrýtur með því alt
iýðræði og ieiðir flokkslegt ein-
ræði í hásætið.
í lögum verklýðsfélaganna er
þessu ákvæði opinberlega stefnt
gagnvart kjörgengi á Alþýðusam-
bandsþing, þangað eru þeir einir
„kjörnir að lögum“l! sem eru
yfirlýstir Alþýðuflokksmenn. Nú
sýnir reynslan, að „alþýðuflokk-
arnir" geta orðið margir og að
sá einn telur sig „ekta“ sem í
völdunum situr, eins og vanter.
Gæti vel svo tii borið, að þessi
flokkur ætti fáa eða enga fylgis-
menn i einhverju félagi eða fé-
lögum og eru þau þá réttlaus í
Alþýðusambandinu. Einveldinu
viðhaldið með því að skapa þeim
einum rétt sem styðja það, en
gera alla þá réttiausa sem á móti
því eru. Hefir fasisminn í ein-
ræðisríkjunum ekki komist hærra
né iýðræðinu verið meira traðk-
að en Alþýðusambandiðgerirhér.
Sumum verður sjálfsagt talin
trú um, að Alþýðusambandið hafi
slik ákvæði og hér hefir verið
lýst „svona til vonar og vara“,
en engum lifandi manni detti í
hug að beita þeim í alvöru!! En
það er nú eitthvað annað en svo
sé í raun og veru. Enginn harð-
stjóri er miskunarlausari en Al-
þýðusambandið í þessum efnum.
Það þolir engar yfirtroðslur sinna
skráðu „réttinda“ ogjhegnir harö-
lega „yfirsjónum og meintum
brotum“. Verkalýðsfélag norðan-
lands, sem kaus fulitrúa, er ekki
voru að skapi stjórnar Alþýðu-
sambandsins, var hegnt með því,
að hinir löglega kjörnu fulltrúar
voru sviftir umboðum,^og félag-
inu „skikkaðir" þægir.og|hIýðnir
fulltrúar við sambandsstjórn. —
Þarna er nákvæmlega þrætt at-
ferli og dæmi hinna harðsvíruð-
ustueinræðisherra, sem þeir stöð-
ugt úthúða og skamma í blöð-
um sinum (til þess að leiða at-
hygli alþýðu frá sínum eigin
verkum). Mikil eru heilindin i!
Þessum fasisma og einræði
„alþýðufélaganna“ er beitt víðar
en um fulltrúaval á sambands-
þing. Við val stjórnenda og trún-
aðarmanna er sömu eða svipuð-
um aðferðum beitt og við full-
trúavalið. Félagsmenn eru dregnir
i dilka eftir pólitiskum lit eða
flokkum, og bægt frá réttmætum
áhrifum á félagsmál. Til þess að
tryggja einveidið sem allra bezt
hafa stjórnir sumra alþýðufélag-
anna tekið sér rétt til að víkja
mönnum úr félögunum og svifta
þá vinnuréttindum. Engin kúg-
unar- og einræðis-aðferð er látin
ónotuð. Ef annað dugar ekki eru
menn sviftir vinnuréttindum, —
sveltir til hlýðni, settir í hinar
svörtufangabúðiratvinnuleysisins
og þær eru ekki hætis hót betri
en fangabúðirnar i Þýzkalandi,
Rússlandi eða hvar annarstaðar
þar sem einræði ríkir og ræður.
Alþýðusambandið skattleggur
alla félaga sína, og skatturinn
rennur f sjóð Alþýðuflokksins.
Hann þiggur skattpeninginn jafnt
frá samherjum og mótherjum, og
gerir sér gott af. Þar er ekkert
greint í sundur. ökyldurnar bera
allir jafnt, en réttindum er út-
hlutað eftir pólitískum lit.
Síðari tímar hijóta að undrast
að slík einræðisstofnun og Al-
þýðusambandið er skuli hafa
starfað og átt gengi að fagna í
lýðfrjálsu iandi. Slík félagsleg
kúgun og það hefir haft frammi
er óþekt, nema þar sem svart-
asta einræði ríkir. Á Norðurlönd-
um, sem bæði eru lýðræðissinn-
uð, hafa langa reynslu og lær-
dóm meiri er skipulagið um sam-
bönd stéttarfélaga alt annað en
hér. Þar eru samböndin fagleg,
en ekki pólitísk. í þeim ríkirfult
lýðræði. Allir félagsmenn eru
jafnir að lögum, og engan má
„straffa“ eða útiioka fyrir það, að
skoðanir hans eru gagnstæðar
eða ógeðþekkar foringjunum.
Einræði Alþýðusambandsins er
ekki haldið uppi í þágu verka-
manna eða verkiýðssamtakanna.
Þeir aðilar óska ekki alment eftir
einræði. En „foringjarnir“, brodd-
arnir álíta einræðið nauðsynlegt
fyrir sig, til þess að veita þeim
völd og vernda þau. „Foringj-
arnir“ vita vel að meiri hiutinn
í stéttarfélögunum fylgir ekki Al-
þýðuflokknum að málum, og að
þeir væru í minnihluta, ef lýðræði
réði. Þeir vita lika að verkamenn
una ekki þessu einræði, og vilja
skipa málum sínum að dæmi
stéttarbræðra sinna þar sem lýð-
frelsi ríkir og er í heiðri haft. Er
þar skemst að minnast frá hálfu
verkamanna nýlegrar samþyktar
í verkamannafélaginu Dagsbrún
I Reykjavik um að breyta Al-
þýðusambandinu í faglegt sam-
band. Var samþykt þessi gerð
með yfirgnæfandi meirihluta at-
kvæða.
Enginn skyldi halda, að brodd-
arnir hverfi frá einræðinu þótt
verkamenn óski lýðræðis. Brodd-
arnir sjá völd sín I veði, eflýð-
ræðiðfæraðráða, oghaldadauða
haldi í einræðið til þess að vernda
sín vesælu völd. Til þess að leiða
athygli frá einræðisbröltinu út-
húða þeir svo öilum einræðis-
herrum og þykjast vera hinir
einlægustu lýðræðissinnar! I
En verði kúgun og einræði
broddanna meira en svo, að al-
þýðan geti sprengt það af eigín
ramleik verður löggjöf að koma
til skjalanna, er ákveði að allur
félagsskapur í landinu skuli starfa
á lýðræðisgrundvelli. Það tvent
getur ekki farið saman til lengdar
að játa sig lýðræðisríki á papp-
írnum og að ríkisstjórnin byggi
tilveru sína á samvinnu og sam-
starfi við þann félagsskap, sem
opinberlega hefir lögfest einræði
og hampar því í athöfnum sín-
um. Slíkt væri að játa lýðræði
með vörunum, en vinna að koll-
vörpun þess í athöfnum, og leiða
einræðið í hásætið i stjórn lands-
ins, þegar færi gefst.
Framsókn gefst nú tækifæri til
að sýna sína lýðræðishollustu.
Vinni hún áfram með þeim, sem
leynt og ljóst hampa einræðinu,
er Iýðræðistalið líka hjá Fram-
sókn dauð og köld varajátning.
Þjóðin vill lýðræði í athöfnum,
en varajátningar hafa ekkert gildi.
Húskaup
Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn hér i bæn-
um hefir keypt húseignina Hafn-
arstræti 12 (gisti- og veitinga-
húsið Uppsali) af Bárði Jónssyni
i Bolungavík, er eignaðist húsið
á uppboði 13. þ. m. Húsið er að
nokkru Ieyti í leigu til áramóta.
Mun því flokksstarfsemi í húsinu
ekki geta hafist strax.
Þótt húseign þessi sé rnikils
til oflítil bætir hún úr brýnustu
húsnæðisþörfum flokksins, og
verður eflaust til þess að styrkja
starfsemina á margan hátt.
Það er húsnefnd flokksins sem
hefir unnið að þessum húskaup-
um, og unnið þar gott starf, sem
flokksmenn fagna og þakka fyrir.
Brynjufundurinn í kvöld
verður á hótel Nordpolen, en
ekki i samkomusal Hjálpræðis-
hersins. Þetta eru félagskonur
beðnar að athuga.
Héraðsskólinn að Núpi
var^settur s. 1. laugardag. Nem-
endur eru um 50. Nýr kennari er
Jón Guðmundsson (Einarssonar)
frá Brekku á Ingjaldssandi.
Messað verður I ísafjarðarkirkju
kl. 2 á sunnudaginn.