Vesturland - 21.10.1938, Side 2
158
VESTURLAND
Hvernig vernda landar í Vesturheimi
þjóðerni og tungu?
Landar okkar í Vesturheimi
hafa unnið mikið og merkilegt
starf til viðhalds tungu og þjóð-
erni. Einkum er það eldra fólkið
sem fastheldnast er' við íslenzkt
mál og siði, en víðsvegar f ís-
lendingabygðum vestanhafs er
haldið uppi kenslu í íslenzku
fyrir börn og unglinga. Hefir
þessi kensla boriðgóðan árangur
Læra flest börn af íslenzku bergi
brotin^fslenzku til nokkurar hlít-
ar.'lesa hana og'skrifa viðstöðu-
lítið.
Mannhafið enska togar hins-
vegar í 'allan fjöldann svo ensk-
an verður hið daglega málíunga
fólksins og siðir flestir-þarlendir.
Margan mun fýsa að kynnast
frekara baráttunni til verndar
fslenzkunni í Vesturheimi, og
birtir Vesturland hér grein frá
konu vestanhafs, er hún nefnir:
Nokkur orð frá konu í lítilli bygð
vestanhafsjviðvíkjandi félagslífi
þar og tilraunum til að viðhalda
móðurmálinu. Er greinin tekin
úr timaritinu Hlín:
„Við höfum íslenzkan söfnuð,
en fáum prestsþjónustu frá ná-
grannasöfnuði. Allar messur fara
fram á íslenzku. Líka höfum við
sunnudagaskóla á sumrin fyrir
börn og unglinga. Öll kensla fer
fram á íslenzku. í viðbót við
vanalegar S. S. bækur, sem eru
notaðar f flestum S.-skóIum, er
öllum börnum gefin stafrófskver
og þau látin lesa f þeim í skól-
anum. Unglingar, semjeru komn-
ir yfir fermingaraldur, eru látin
lesa fslenzk ljóð og íslendinga-
sögur. Þetta er dálitil hjálp með
því sem heimilin gera til þess að
öll börn tali og lesi fslenzku. —
Kvenfélag höfum við einnig. Allar
íslenzkar konur í bygðinni eru í
þvf. Fundir einu sinni f mánuði.
Allir fundir byrja með sálmasöng
og bæn. Aðalmarkmið félagsins
er að hlynna að safnaðarmálum
og rétta veikum og bágstöddum
hjálparhönd. Við höfum inn pen-
inga með ýmsu móti: Höfum eina
eða tvær skemtisamkomuráhverju
ári, seljum kaffi á fundum og
samkomum, búum til ullarteppi,
saumum ýmislegt, svo sem kodda-
ver, svuntur, skyrtur o. s. frv.
Eldri konurnar prjóna sokka og
vetlinga, sem seljast vel.
Lestrarfélag starfar f bygðlnni.
Félagið á tvo fallega bókaskápa
og álitlegt bókasafn, en því mið-
ur virðist yngra fólkið heldur vilja
lesa ensk blöð og bækur. Hver
meðlimur borgar V2 dollar árlega,
og má lesa eins margar bækur
eins og hann vill. Svo er ein sam-
koma haldin árlega fyrir bóka-
safnið, og með því móti er vana-
lega dálftið af peningum í sjóði
til aö kaupa fáeinar nýjar bækur
og binda þær, sem óbundnar eru
og þær sem skeæmast. Þetta fé-
lag er jafn gamalt bygðinni.
Þjóðræknisfélag var stofnað
hér í bygðinni strax og sú hreyf-
ing byrjaði hér vestra. Fundir
haldnir einu sinni á mánuði á
vetrum, og er reynt að hafa alt
sem íslenzkast. Á góðu árunum
var árstillag 2 dollarar, en var
seinna lækkað ofan í 1 dollar.
Þetta gekk vei meðan vel áraði,
en svo kom kreppan, og fólk var
alveg peningalaust. Nú fóru að
fækka meðiimir félagsins, svo við
breyttum til, þannig, að nú teljast
allir íslendingar í bygðinni með-
limir, og það er reynt að fá einn
úr hverri fjölskyldu tif að borga
’/i dollar. Sú upphæð ersendtíl
aðalfélagsins fyrir Tímaritið, sem
kemur út einu sinni á ári. En
félagið okkar heldur samkomur
eiustöku sinnum og með þvf móti
höfum við inn peninga fyrir okk-
ar þarfir. Hefir þessi aðferð vel
gefist og er sketntilegri að öllu
leyti.
Þá eru nú öll íslenzku félögin
f bygðinni upptalin. Við höfum
ekki kirkju, — það er ómögulegt
fyrir lítinn hóp af fólki að leggja
út í svo mikinn kostnað. Við
höfum dágott samkomuhús, sem
er notað fyrir messur og sam-
komur. íslendingar eiga það og
stjórna þvf“.
Á bak við þessa látlausu frá-
sögn býr barátta og styrkur ís-
lendinga. Mikiðgætum við frænd-
urnir austan megin hafsins létt
þessa baráttu og styrkt landa
vora vestan hafs, og margt gott
og þarflegt getum vér af þeim
lært. Aukið samstarf myndi verða
báðum að miklu og margvfslegu
gagni, og framkvæmd þess á
aðallega að koma héðan að
heiman fyrst f stað. Við, sem
erum svo fámennir, megum illa
við að týna neinum einstaklingi,
og því síður þeim þriðjungi ís-
lenzku þjóðarinnar, sem nú á sér
bólfestu í Canada og Banda-
ríkjum Vesturheims. Með hinni
nýju tækni í lofti og hraðskreið-
um skipum er fjarlægðin miklu
minni en áður var. Kynnin þurfa
að aukast og örfast að sama
skapi, og landar vorir vestan
hafs standa til þess boðnir og
búnir með framrétta hönd. Þeir
hafa jafnan verið trúir og dug-
miklir liðsmenn þeirra málefna
og hugsjóna, sem gagnsamleg-
astar eru íslenzkri menningu.
Gleraugu, f gömlu hulstri,
hafa fundist í fjörunni við Króks-
veginn. Vitjist á prentsmiðjuna.
Loðdýrarækt.
2 ný minkabú.
H. f. Mörður fékk hingað 30
merði (minka) í byrjun þ. mán.
Eru dýrin keypt frá loðdýrarækt-
unarfélaginu h. f. Refur í Reykja-
vík, sem hefir stærsta minkarækt
hér á landi. Minkabú Marðar
er valinn staður innanvert við
Seljalandstúnið (ofan Skógar-
brautar). Umsjónarmaður búsins
er Sigurjón Halldórsson f Tungu,
sem hefir kynt sér minkarækt í
Reykjavík.
Það er tilgangur h. f. Marðar
að stuðla að aukinni loðdýra-
rækt á Vestfjörðum. Ætlar félag-
ið sér að selja lífdýr þegar á
næsta hausti, og veitir fúslega
allar leiðbeiningar um hirðingu
og fóðrun minka.
Það hefir komið f Ijós á síðari
árum, að jninkaeldi er' arðvæn-
legasta grein loðdýraræktar sem
stendur. Þeir Vestfirðingar, \ sem
hafa“hug á minkaeldi, geta snúið
sér til stjórnar h. f. Marðar, en
hana skipa: Jens Hólmgeirsson
bæjarstjóri, Jónas Tómasson bók-
sali og Sigurður Quðmundsson
bankaféhirðir.
í Þjóðólfstungují Bolungavík
er minkabú 'nýtekið til starfa.
Eru þar nú 24 minkar, en von
á fleirum til viðbótar. Eigendur
búsins eru Ragnar Jóhannsson
skipstjóri hér o. fl., en umsjón-
armaður Jón J. Eyfirðingur í
Þjóðólfstungu.
Bú þetta mun selja lífdýr á
næsta hausti, eins og h. f. Mörður.
Loðdýrarækt er álitleg atvinna
fyrir þá, sem geta lagt fram vinnu
og fóður að mestu leyti heima.
Aðalfæða minka er fiskmeti og
eru þvf víðast hér á Vestfjörðum
góð skilyrði til minkaræktar.
Seld raforka
frá áramótum til 1. þ. m. hefir
alls numið kr. 64.645.00 og mæla-
Ieiga fyrir sama tíma c. 5700 kr.
í septembermán. nam seld raf-
orka alls kr. 5642.79 og skiftist
hún þannig: Á ísafirði: Ljós kr.
1800.75; suða kr. 1305.57; hiti
kr. 970.14; stærri iðnaður kr,
443.10; smærri iðnaðurkr. 403.75;
bökun kr. 213.75.
í Hnífsdal urðu orkunot alls
kr. 404.98 og f Skutilsfirði kr.
100.75.
Kvenfélagið Brynja
heldur fund f kvöld, föstu-
daginn 21. þ. m., kl. 8V2, f sam-
komusal Hjálpræðishersins. Mörg
verkefni liggja fyrir fundinum,
og ættu félagskonur að sækja vel
fund þennan.
Vestiipzkai* auglýs-
ingar vinna öllum mestgagn
í Vesturlandi.
Bækup.
Mikjel Fönhus: Skíða-
kappinn, skáldsaga.
Qunnar Andrew þýddi.
Skfðakappinn nefnist nýútkom-
in bók, er prentstofan ísrún hér
í bænum hefir gefið út. Bókin
er eftir norskan rithöfund, Mikjel
Fönhus, en Gunnar Andrew hefir
þýtt hana. Bókin segirfrá norsk-
um sveitapilti, Hallsteini Kvislo,
setn verður um stund frægasti
skíðamaður Noregs, eftir að hafa
sigrað í fimtíu rasta hlaupi, í
milliríkjakepni. Margar góðar
og spennandi lýsingar eru víða
í bókinni, en setningaskipun sum-
stuðar mjög óíslenzkuleg.
Þó bókin eigi fyrst og fremst
erindi til skíðafólks og annara
íþróttamanna á hún við fyrir alla
og ein^hin^bezta unglingabók,
sem völ er á á ísienzku. Meira
þroskandi;Og;|vekjandi 'en þær
bækur er áður hafa verjð þýdd-
ar. Forsíða kápunnar erfteiknuð
af Jósep Gunnarssyni, sýnir hún
skíðagöngubraut.
Skíðakappinn kostar heftur 4 kr.
og ib. 6 kr.
Sáttasemjarar í vinnudeilum.
Ríkisstjórnin hefir samkvæmt
lögum um stéttafélög og vinnu-
deilur skipað eftirtalda menn
sem sáttasemjara: í 1. sáttaum-
dæmi dr. juris Björn Þórðarson,
Rvík. í 2. sáttaumdæmi: Björn
H. Jónsson skólastjóra, ísafirði,
varamaður Kr. A. Kristjánsson
kaupmaður Suðureyri f Súgandaf.
í 3. sáttaumdæmi: Þorsteinn M.
Jónsson bóksali á Akureyri. í 4.
sáttaumdæmi: Ari Arnalds fyrv.
sýslumaður.
Berklabróðir,
heitir ný fjárpest, sem komin
er upp á nokkrum bæjurn sunn-
anlands og norðan. Erpestþessi
rakin í slóð Karakulhrútanna, og
er talin ólæknandi. Lýsir veikin
sér á þann hátt, að kindin fær
sótthita og veslast upp. Professor
Dungal telur að uppræta megi
veiki þessa, ef ötullega er að
gengið. Færi betur að rétt reynd-
ist. Bændur mega ekki við nýrri
plágu, sem gæti orðið ný „mæði-
veiki“. Hafa tilraunirnar með inn-
flutning erlends sauðfjár þegar
bakaðbændastéttinniærið þungar
búsifjar, þótt ekki bætist meira við.
Dragnótaveiðar.
Dragnótaveiðar stunda nú nær
engir héðan, og gefa þó haustin
oft mikla og verðmæta veiði í
dragnætur. Vélskipið Freyja frá
Súgandafirði (skipstjóri Qfsli Quð-
mundsson) kom hingað 17. þ. m.
með 140 körfur af kola, eftir
stutta útivist.
Ættu fleiri að stunda drag-
nótaveiðar meðan tíð helzt sæmil.