Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.11.1938, Blaðsíða 2

Vesturland - 26.11.1938, Blaðsíða 2
174 VESTURLAND Utlitið um afkomu bæjarsjóðs Isafjarðar 1938, og fjárhagur nokkurra fyrirtækja hæjarins. Afkoma bæjarsjóðs og fyrir- tækja bæjarins er sameiginlegt hagsmunamál allra bæjarbúa. Það er því nauðsynlegt, að allir fylgist svo með þessum málum, að þeir geti gert sér réttar hug- myndir um fjárhagsafkomu bæjar- sjóðs og bæjar-stofnana, og geri sér grein fyrir hvernig helzt megi úr bæta. Þetta tekur ekki ein- göngu til þeirra, sem verða lög- um samkvæmt að ráða fram úr málefnum bæjarins, bæjarstjóra og bæjarfulltrúa, heldur til allra bæjarbúa, sem komnir eru til vits og ára. Öllum sem tii þekkja er vitan- legt, að bæjarfélagið okkar er komið I mesta fjárhagsöngþveiti, og er meira en vanséð hverjar verða lyktir þeirra mála. Til skýringar og yfirlits skal hér gerð grein fyrir fjárhagsaf- komu bæjarsjóðs og nokkurra fyrirtækja bæjarins á yfirstand- andi ári. Til undirbúnings tillögum um fjárhagshagsáætlun fyrir næsta ár báru Sjálfstæðismenn fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í september um að bæjarstjóri léti gera skýrslu um afkomu bæjarsjóðs og bæjar- fyrirtækja yfir þrjá fyrstu árs- fjórðunga yfirstandandi árs. Bæjarstjóri lét svo búa til þessa yfirlitsskýrslu, og sendi hana bæj- arfulltrúum 14. þ. m. Á síðasta bæjarstjórnarfundi 16. þ. m. gaf ' hann svo skýringar við hina ýmsu liði skýrslunnar, og skýrði jafn- framt frá rekstri ýmsra bæjar- fyrirtækja. Engin skýrsla kom frá rafveitustjórn, og er þvi ókunn- ugt um afkomu þess fyrirtækis á þessu ári. í stuttu máli, skal hér skýrt frá útlitinu, eins og það blasir við samkvæmt skýrslu bæjarstjóra og skýringum hans við skýrsluna, með hliðsjón af áætlun ársins um útgjöld á síðasta ársfjórð- ungi yfirstandandi árs. Að sleptum viðskiftamanna og lánareikningi eru beinar t e k j u r bæjarsjóðs frá 1. jan. till.okto- ber þ. á. 355 þúsund og 600 kr., en gjöldin, reiknuð á sama hátt, 442 þúsund og 100 krónur. Ný lán, tekin á árinu 1938, að frádregnum afborgunum af þeim um 62 þúsund krónur, þar með er talið rúml. 20 þúsund króna vfxilábyrgðarlán fyrir Samvinnu- félag ísfirðinga. Auk þessa er fallið á bæjarsjóð ábyrgðarlán fyrir h. f. Hávarð, rúml. 31 þús. kr., og verður það að teljast til útgjalda á síðasta ársfjórðungi ársins. Auk þessa eru vangreiddir vextir, gjaldfallnir 1. ,okt. s. I. Frá árinu 1937 kr. 13.830.00 og — — 1938 — 29.177.00 eða samtals um 43 þús. krónur. Ógreidd lán, tekin á árinu, og gjaldfallnir vextir 1. oktober þ. á. eru því 105 þúsund krónur. Útgjöld bæjarsjóðs þrjá síðustu mánuði ársins, samkv. fjárhags- áætlun og með hliðsjón af skýr- ingum bæjarstjóra, áætlað um 165 þúsund krónur. Ábyrgðarlán fyrir h. f. Hávarð, nú fallið, rúmlega 31 þús. krónur. Eru þá útgjöld bæjarins síð- asta ársfjórðung um300þús. kr. Þá er það tekjuvonin á síðasta ársfjórðungi. Þar veltur talsvert á því, hvernig innheímta tekn- anna gengur tii áramóta. Eftir útliti, eins og það verður séð af skýringum bæjarstjóra.eru vonir um að tekjur bæjarsjóðs verði á þessum síðasta ársfjórð- ungi alt að 180 þúsund krónur. Aðaltekjurnar eru: útsvör, fá- tækrajöfnunargjald frá ríkíssjóði, endurgreitt fátækraframfæri, skóla styrkir: afurðir kúabúsins svo og- innheimta eldri skulda. Reynist þessi áætlun um tekjur og gjöld bæjarsjóðs fyrir árið 1938 rétt, þá verður hallinn á rekstri bæjarsjóðs um 120 þús- und krónur á yfirstandandi ársfj. Eru þá meðtaldar i gjöldunum „gjafirnar“ hans Finns Jónsson- ar til bæjarsjóðs, þ. e. þau tvö ábyrgðarlán sem bæjarsjóður nú er krafinn um og verður að greiða vegna ábyrgðar bæjar- sjóðs fyrir Samvinnufélag ís- firðinga og h. f. Hávarð. Nokkur bæjarfyrirtæki, Eins og áður er sagt hefir engin skýrsla borist um afkomu Rafveitu ísafjarðar, en um fjár- hagsafkomu hinna bæjarfyrir- tækjanna skal hér farið nokkrum orðum. Rækjuverksmiðjan: Samkvæmt skýrslunnier rekstr- arhalli talinn fyrstu 9 mánuði ársins um 15,500 krónur, en upp- lýst var að ekki væru allir smærri útgjaldareikningar tilfærðir. Enn- fremur upplýsti bæjarstjóri, að tap á fratnleiðslunni I oktober næmi um þrjár krónur á hvern kassa. Tap á þessu fyrirtæki er þegar orðið yfir 40 þús. krónur, og gat bæjarstjóri þess, að hér yrði að „stinga fótum við“. Þetta fyrirtæki hefir sérstakan reikning, en er rekið á ábyrgð bæjarsjóðs. Kúabúið. Reikningur þessa fyrirtækis er í reikningi bæjarsjóðs. Bæjar- stjóri gat þess að útlit væri fyrir, að þetta fyrirtæki myndi hafa eitthvað betri afkomu á þessu ári en á árinu 1937, en þá var reikn- ingslegt rekstrartap frekar fimm þúsund krónur, og voru þá ekki reiknaðir vextir af fé, sem sam- kvæmt bæjarreikningum það ár er talið að standi I búi þessu, jörðum, húsum og gripum, en það eru tæpar 167 þúsund kr. Væru meðtaldir 5% vextir af þessu stofnfé, eins og að sjálf- sögðu þarf að gera til þess að finna hina réttu afkomu fyrirtæk- isins, hefir tapið á árinu 1937 orðið yfir 13 þúsund krónur. Sjúkrahúsið: Það hefir sérstakan reikning, en er rekið á ábyrgð bæjarsjóðs. Bæjarstjóri taldi von um það, að afkoma Sjúkrahússins yrði heldur betri nú en á árinu 1937, en þá var rekstrartapið um 12 þús. kr., og árið 1936 25 þúsund krónur. Bætt afkoma Sjúkrahússins á yfir- standandi ári stafar af verulegri hækkun á daggjöldum sjúklinga. Að sjálfsögðu lenda töp fyrir- tækja bæjarins á bæjarsjóði, þó reikningar þeirra séu ekki færðir í reikningum bæjarsjóðs. Þessu bráðabirgðayfirliti er hér með lokið, en síðar verður viklð að einstökum liðum I rekstri bæj- arsjóðs og fyrirtækja hans. Æskilegt væri að heyra tillögur sem flestra borgara, utan bæjar- stjórnar, um það á hvern hátt tiltækilegast væri, að þeirra áliti, að komast úr því fjármálaöng- þveiti sem bæjarfélagið er komið í, en vissulega þarf mikilla breyt- inga frá núverandi fyrirkomu- lagi. ísafirði, 18. nóv. 1938. Jón Auðunn. Ófimlegur kisuþvottur. Finnur Jónsson forstjóri hefir nú loks fengið málið, og reynir I síðasta Skutli, að verja skulda- söfnun h. f. Hávarðar undir for- stjórn sinni, sem eðlilegt er. Enn er sama sinnið hjá Finni, að rægja Kveldúlf. Segir hann að Kveldúlfur skuldi 1 miljón krónur á hvern togara, en Hávarður hafi ekki skuldað nema ’Á m*U- króna, og spyr i þvf sambandi af hverju Kveldúlfur sé þá ekki gerður gjaldþrota eins og Há- varður? Þetta lltur svo sem nógu sak- leysislega út hjá Finni fyrir ein- feldningana, sem hann ætlar að gleypa þessa beitu. En reyndin er öll önnur um samanburðinn á Hávarði og Kveldúlfi en Finnur Jónsson vill vera láta. Hjá Hávarði er ekki um aðrar eignir að ræða en skipið sjálft og lélegan útbúnað til fiskveiða. Hjá Kveldúlfi eru stóreignir bak við togarana, svo sem hús, lóð- ir og fiskverkunarstöðvar i Reykja- vik, síldarbræðsluverksmiðjur á Hjalteyri og Hesteyrifog svo öll Korpúlfsstaðaeignin. Er óþarft að sundurliða '■ hér "mat; á þessum eignum/'en;það er vitanlegt að því fer fjarri, að */a miljón króna skuld hvíli’°á /hverjum Jogara KveldúlfsTaðXmeðaltali. Eftir fyrri framkomu Finns að dæma hefði sízt mátt ætla, að hann hlypi til" Kveldúlfs til að leita sér skjóls og afsökunar. Finnur hefir hingað til talið sig fyrirmynd I fjármálum,%methafa á fína vísu“, en útbásúnað Kveld- úlf sem skuldakóng og gerst flutningsmaður þess, að hann yrði leiddur á gjaldþrotahögg- inn með sérstakri löggjöf. í öng- um sínum ætlar Finnur það sér helzt til varnar, að bérja sér á brjóst og hrópa: „Eg er ekki verri en Kveldúlfur!" Finnur fær að verðugu marga þunga og stóra pústra fyrir út- gerðarstjórn],sína, en sá er púst- urinn þyngstur, sem hann slær sig sjálfur, með því nú að flýja I skjól við það fyrirtæki, sem hann hefir talið óalandi og óferj- andi öllum bjargráðum. Á rógi og lygi um Kveldúlf og aðra at- hafnamenn náði Finnur eyrum alþýðu. Hún lét blekkjast af fag- urgala hans og hræsni, tók hann sem frelsandi engil og kaushann sem fulltrúa sinn til viðréttingar og til að útrýma allri spillingu, því Finnur þóttist þá svo háheil- agur, aðhann mætti ekkert ljótt sjá og þóttist því síður þola það. Á „viðréttingu" Finns þreifar alþýðan daglega. Hannhefir gefið henni steina fyrir brauð. Og um afdrif „engilsins" getur alþýðan lesið í síðasta Skutli. Hann játar þar sjálfur að hann sé ekki bjart- ur, heldur svo svarturogsyndug- ur, að hann geti helzt jafnað sér við það sem hann hafi sjálfur talið sótsvartast hér á landi. Því er löngum jafnað til kattar- þvottar, sem illa er þvegið, en aumari og ófimlegri kattarþvott en þessa Finns grein minnist eg ekki að hafa séð á prenti. Eg hefði að óreyndu forsvarað Finn fyrir þvf, að geta svo lágt lotið, að telja sér slíka málsvörn sæm- andi. Og heldur hann virkilega, að alþýðan sé búin að gleyma lýsingum hans á þeim mönnum, sem hann nú er að reyna að skríða í skjól við, ogafsakarsig nú með því, að hann séþóekki verri en þeir. Nei, Finnur Jóns- son! Svona kattarþvottur dugar ekki. Qeíðu almenningi í næsta Skutli skilmerkilega skýrslu um tap Hávarðar undir þinni róm- uðu forstjórn, og láttu fylgjast þar meö dálitla greinargerð um hag Samvinnufélagsins, sem þú hefir einnig blessað eða óblessað með handleiðslu þinni. Gv.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.