Vesturland - 27.05.1939, Side 1
VESTURLAND
BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON
XVI. árgangur.
ísafjörður, 27. maí
1939.
22. tölublað.
Hið nýja Akranes.
Stórkostleg aukning garðræktar í bænum.
Bæjarstjórn lét I fyrra haust
hefja undirbúningsvinnu að því
að breyta Torfnesinu hér innan-
vert við bæinn í garðræktarlönd.
Var þá unnið að framræzlu
landsins og grjótnámi, en hvort-
tveggja var seinlegt verk og
dýrt. Var landið að heita mátti
stórgrýtisurð, og hafa verið teknir
um 50—60 tenm. af grjóti úr
þeim 3600 ferm. lands, sem nú
eru að heita má fullunnir.
f vor hafa unnið við grjótnám
og aðra vinnu i hinum nýju
garðræktarlöndum 8—10 manns
undanfarnar 4 vikur. Er nú byrjað
að girða landið, og bæjarstjórn
skiiar þvi að öðru leyti undir-
búnu til sáningar, sem hefst strax
og girðingu er lokið.
Bætast þarna 3600 ferm. við
garðlönd bæjarins, eins og áður
er sagt. Verður þeim úthlutað
til 28 manna, 19 þeirra með 100
ferm. hvor, hinir nokkru meira,
og sá hæzti með 400 ferm. Hafði
hann áður unnið þarna á eigin
kostnað um 200 fermetra.
Leiga á þessum garðlöndum
er 4 aurar fyrir fermeter.
Haldið verður áfram að breyta
Torfnesinu í garðræktarlönd, og
munu þar fást alls um 12 þús.
ferm. Var eftirspurn eftir garð-
löndum bæjarins í vor miklu
meiri en hægt var að fullnægja.
Öll vinna bæjarins við garð-
ræktarlöndin er framkvæmd sem
atvinnubótavinna.
Þótt það sé mikið átak sem
bæjarstjórn hefir látið gera, að
breyta urð og fúamýrum á Torf-
nesinu I akra eru framkvæmd-
ir einstaklinga hér um aukna
garðrækt f vor ekki minna frá-
sagnarefnf, en þar sem þær eru
dreifðar og ekki liggur fyrir nein
heildarskýrsla verða þær að bíða
að þessu sinni.
En sómi er það bæjarbúum
hve vel þeir hafa brugðist við
um aukna garðrækt. Víðsvegar
má sjá kvenfólk og karlmenn við
garðvinnu öllum kvöldum.
Er það mikið verk, sem þannig
hefir verið unnið, því viða er
landið erfitt og tilföng lftil.
Haldi svo fram áhuganum um
garðræktina, sem nú horfir, fer
ekki hjá því að hér verði rétt-
nefnt Akranes, og að ísafjörður,
þótt mörgum þyki ólfklegt, sæki
mikilsvert bjargræði I moldina
við bæjardyrnar.
En til þess að tryggja framtfð
þessara mikilsverðu framkvæmda
er nauðsynlegt að hafa fyrir-
hyggju og félagsskap. Garðlönd-
in í nágrenni kaupstaðarins eru
þegar orðin svo mikil, að ekki
veitíi af að garðyrkjumaður starf-
aði hér alt vorið til eftirlits og
leiðbeiningar. Félagsskapar er
þörf um vinslu á nýju landi, sem
jafnan verður meira eða minna,
útvegun útsæðis, garðáburðar og
skipulagning markaðar.
Eftir þvf sem garðlöndin stækka
aukast einnig þau verkefni, sem
snúa að verndun garðræktar,
ekki eingöngu sem skemtilegri
tómstundavinnu, heldur nokkurs
atvinnuvegar ásamt öðru. Og því
marki þarf að ná, þvf ella er
hætt við að sá mikji og Iofsverði
áhugi er nú rfkir hér, kulni út
fyr en varir.
Það er eins með garðræktina
og annað gott, að ekki er minni
vandi að gæta fengins fjár en
afla. Jafn sjálfsagt og það er að
veita stuðning til fyrstu fram-
kvæmdanna er nauðsynlegt að
hún fái þann stuðning áfram sem
nauðsynlegur er til þróunar og
vaxtar. Og hann fæst tryggastur
með félagsskap garðeigenda og
annara áhugamanna.
Það er engin fjarstæða, að áætla
að hver 100 m2 matjurtagarður
gefi upp og ofan 50 krónur fram
yfir tilkostnað. Nú þegar eru
með vissu alfs um eða yfir 200
garðlönd f bænum og nágrenni
hans, og næmu þá árstekjur
bæjarbúa af garðrækt nú um
eða yfir 10 þúsund krónur, en
Ilklega gætu þær með hægu móti
tlfaldast á tiltölulega skömmum
tlma.
Svo má heldur ekki gleyma
þeirri hollustu sem garðræktinni
fylgir. Fyrst og fremst hinni
uppeldislegu þýðingu um fegrun
og ræktun, og hve hún er vel
fallin til vinnu fyrir unglinga og
eldra fólk, sem illa þolir strit-
vinnu, og þar næst hollustuáhrif-
um garðræktarinnar á matarræði
manna. Erlent eða aðflutt græn-
meti er rándýrt og því lítið á
borðutn almennings, en með því
að rækta það alt eða flest sjálfur
þarf enginn að vera háður verð-
laginu, og getur þvf vel Ieyft sér
að neyta hins holla grænmetis
á hverjum degi, það er ávöxtur
hans eigin erfiðis eða hans nán-
ustu, og á engan hátt betur varið
eða ávaxtað en sem heilsugjafa
í hollara matarræði.
Útlit bæjarins.
Flestum bæjarbúum mun liggja
í augum uppi, að bærinn okkar
lítur hvergi nærri svo vel út, sem
verða mætti og ákjósanlegt er.
Úr mörgu af þvf er ekki hægt
að bæta, nema með ærnum
kostnaði og á löngum tima, en
mikið mætti fegra útlit bæjarins
með þvf að málning og viðhaidi
húsanna væri svo háttað, að
aðlaðandi væri fyrir vegfarand-
ann.
Og vitanlega þarf svo að verða
með ísafjörð, að mannshöndin
heldur prýði en níði hið gull-
fallega bæjarstæði frá náttúrunn-
ar hendi.
í fljótu bragði má mikið laga
útlit bæjarins með auknu hrein-
læti og þrifnaði, og bættu við-
haldi húsanna. Það yrðu t. d.
ekki lítil stakkaskifti fyrir bæinn,
ef öll hús yrðu máluð. Það myndi
einnig hafa sfnar gleðilegu verk-
anir fyrir gestsaugað, að öll hús,
sem standa við sömu götu væru
máluð eins. Það væri tákn um
meiri samheldni og þroska en
títt er að sjá í íslenzkum bæjum.
Nú er það svo, að meira og
meira líður að þeim tfma sem
gestakomum f bæinn fjölgar, og
nú í sumar eru líkindi til að
gestatalan, þeirra sem staðnæm-
ast hér og skoða sig um, verði
með mesta móti, þar sem Iðri-
þing íslands verður haldið hér
á ísafirði 22. næsta tnánaðar.
Og væntanlega sækir þá hingað
margt slfkra gesta, sem gefa
glögt auga aö útliti bæjarins.
Um sama leyti verður og Vest-
fjarðaför Ferðafélags íslands.
Það er vitanlegt að margir
bæjarbúar hafa meiri vilja en
getu til viðhalds húseigna sinna,
en jafnan er sigursæll góður
vilji. Ættu þeir bæjarbúar sem
geta, að hlynna að húsum sín-
um nú sem fyrst, svo því verði
lokið tímanlega. Með því vinna
þeir sjálfum sér þarft verk og
gera sitt til þess, að ísafjörður
geti orðið bjartari og meira að-
faðandi I augum þeirra góðu
gesta, sem að garði bera.
Barn bíður bana
af bilslysi.
23. þ. m. um kl. 17 vildi
það siys til á horni Silfurtorgs
og Hafnarstr., að 2ja ára gamali
drengur, Ólafur, sonur hjónanna
Kristfnar Guðfinnsdóttur og Hall-
dórs Jónssonar, Hrannargötu 10,
varð fyrir bíl. Hlaut barnið voða
högg á höfuðið. Var barnið strax
ffutt í Sjúkrahúsið, en andaðist
þar kl. 21 um kvöldið.
Sfysið vildi til á þannhátt, að
bifreiðin í. S. 26 var að draga
nýja bilgrind, sem komið hafði
með Drotningunni. Safnaðistfjöldi
barna að þessu nývirki, sem títt
er hér f bæ.
Slys þetta er áminning til barna
og unglinga um að gera sér
engan leik að þvf, að hanga utan
i bllum; slfkt getur valdið slysi,
er minst varir; áminning tii bíl-
stjóra um ítrustu varkárni við
aksturinn, og áminning til lög-
regluþjónanna um sem allra bezt
eftirlit með umferðinni í bænum.
Síldveiðin.
Fregnir hafa borist um að sfld
hafi sézt vaða á nokkrum stöðum
norðanlands um sfðustu helgi,
einkum kringum Melrakkasléttu.
Frézt hefir að vélskipið Dagný,
eign Sig. Kristjánssonar kaupm.
á Siglufirði hafifariðtil slldveiða
í gærdag. 1 reknet öfluðust um
35 tn. frá Siglufirði f gær.
Mikill sjávarhiti og gott tíðar-
far veldur þvi, að sildin gengur
nú óvenjulega snemma að land-
inu. Má því búast við að síld-
veiðin hefjist nú strax i byrjun
næsta mánaðar.
Hér í bænum er kappsamlega
unnið að útbúnaði slldveiðiflot-
ans. Eru nokkur skipin þegar að
verða tilbúin á veiðar.
Vertíðarafli Huganna.
Huginn I., skipstjóri Ragnar
Jóhannsson, aflaði á nýlokinni
vetrar- og vor-vertfð 266.032 kgr.
saltfiskjar, upp úr bát, og hafði
til hlutar kr. 1235.63.
Huginn III., skipstjóri Indriði
Jónsson, aflaði 202.674 kgr. salt-
fiskjar og hafði í hlut kr. 851.66.