Vesturland

Volume

Vesturland - 27.05.1939, Page 2

Vesturland - 27.05.1939, Page 2
S4 VESTURLAND Fyrsta sporið að afnámi verzlunarhaftanna. Innflutningur á kornvörum, kolum, salti o. fl. gefinn frjáls. Verðið á frílistavörum hefir þegar lækkað. Ríkisstjórnin. hefir nú gefið frjálsan innflutning á kornvörum: rúgur (54,317); rúgmjöl (973.390); hveiti (17.629); hveitimjöl (1.846. 203); hafragrjón (505.508); hrís- grjón (176088); bankabygg (21. 036); kol 7 014.219); salt (1.530. 444); brensluolíur (439.736); benzín (745.350); hessian (310. 927); tómir pokar (332,279) og bækur og tímarit (133.864) Tölurnar í svigum er innflutn- ingur á þessum vörum 1937, talinn i krónum. Reynsla síðastl. árs var sú, að innflutningsieyfi höfðu verið veitt fyrir meiru af vörum þessum en inn var flutt. Verður þvi tæpast um aukinn innflutning að ræða, þótt innflutningurinn sé frjáls. Raunverulega verður óheftur innflutningur á fleiri vörum, en þeim, sem þegar eru auglýstar, en þar sem innflutningur þeirra fer eftir gildandi verzlunarsamn- ingum þótti ekki ástæða til að setja þær á frílista. Félag matvörukaupmannaí Rv. hefir þegar auglýst lækkun á kornvörum, sem vonandi verður einnig annarstaðar á landinu. — Búist er við að verðlag á salti, kolum og öðrum útgerðarvörum þokist og heldur til lækkunar. Þctta er fyrsta ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar í áttina til afnáms á verzlunarhöftunum. Er vonandi að fleiri megi sem fyrst á eftir fara, því sú staðreynd er staðfest af langri reynslu, að vöruverð er lægst í frjálsri verzlun. Óheftur innflutningur á öllum nauðsynja- vörum er því sú krafa, sem al- menningur á að fylkja sér um og ekki láta linna fyr en hún er uppfylt. Með því einu móti standa vonir til að nokkuðléttist á þeirri dýrtiðarmöru, sem alt og alla þjakar. Það er vitað mál, að verzlun- arhöftin verða ekki afnumin í einni svipan og að gjaldeyris- ástandið eins og það ernúleyfir ekki frjálsa verzlun. En að þessu hvorutveggja ber að stefna. Þess betra þvi fyr sem fjötrarnir falla. Frelsið er bezt og eftirsóknar- verðast, ekki slzt í verzlunar- málum. Það finna allir þegar það er farið og fjötraður er fram- kvæmdahugur og framfaraþrá. 2 ágæt herbergi, fyrir einhleypa, til leigu strax. Þorsteinn klæðskeri. Húsmæðraskólanum hér er nú að verða lokið. Alls hafa 28 námsmeyjar sótt skól- ann I vetur, bæði námskeiðin. Heilsufar námsmeyja hefir verið ágætt. Síðastl. miðvikudag var sýning á handavinnu nemenda á slð- ara námskeiði. Mátti þar lita fjölbreyttan vefnað, úr innlendum og erlendutn efnum, barnaföt, hekluð og prjónuð, margskonar útsaum og fjölbreytta leðurvinnu. Alt of fáir bæjarbúar sækja þessar sýningar og gefa þeim gaum. Mega þeir ekki minnu launa nytsemdarstarf Húsmæðra- skólans, en að veita verkum hans verðuga athygli. t skólalokin fara námsmeyjar og fastir kennarar skemtiför í Reykjanes. Dragnótaveiðar eru nú fyrir nokkru byrjaðar hér í bænum, og hafa gengið sæmilega það sem af er, enda er verðið nú orðið mjög hátt, svo ekki þarf mikinn aflatil bær- legrar afkomu, 72 aura kgr. af 1. flokks kola. Er útlit fyrir að bátar, er stunda dragnótaveiðar, verði enn fleiri en í fyrra, þar á meðal eru Pólstjarnan og Dag- stjarnan, bátar h. f. Muninn. Ásdís og Sædís, vélbátar h.f. Njörður ætla að stunda lúðu- veiðar fyrst um sinn. Nýr vélbátur. H. f. Vörður I Hnífsdal hefir keypt 50 smálesta skip með 90 til 120 hestafla Völund-motor. Skipið endurbygt 1933. Verður það gert út á síldveiðar í sumar, og er væntanlegt hingað um næstu helgi. Skipstjóri verður Bárður Bjarnason, sem jafnframt er formaður h. f. Varðar, en með- stjórnendur eru þeir: Elías Ingi- inarsson og Pétur Njarðvík á Grænagaröi. Kaupverð skipsins er um 50 þús. ísl. krónur. Saltfisksala ísl. á Spáni. Kristján Einarsson framkv.stj. S. í. F., sem fórtil Spánar ásamt Helga Briem, til þess að ná þar sölu á íslenzkum saitfiski, skýrir frá ferð sinni I dagbl. Visi 17. þ. m. Lætur Kristján óvænlega yfir söluhorfum á Spáni fyrst um sinn, nema að landið fái nýtt ríkislán, sem þá yrði að sjálfsögðu að nokkru varið til matvöru- kaupa. Saltfiskverzlunin á Spáni er nú skipulögð í liku horfi og f ítaliu og Portugal. Hafa gömlu spænsku fiskkaupmennirnir geng- ið í allsherjar innkaupasamband, sem nefnist Asociacion Espanola de importadores de Bacalao, og hefir það einkaleyfi til innfiutn- ings á saltfiski. Svo mæia bðrn sem vilja. Professorinn í pilsaskjóii konu sinnar og dóttur. Professor Guðmundur Gísla- son Hagalín heldur stöðugt áfram með ósannindi og rógburð í minn garð. Nú siðast i pilsa- skjóli frúar sinnar og dóttur. Það er vitaniega alveg ómögu- legt að rökræða við professorinn. Hann veit að hann liggur þá í merinni, eins og maðurinn sagði, snýr hann því öllu við og þykist vera einhver dásamlegur pálma- lundur, þótt aðrir sjái þar ekkert nema gráa og bera mosaþembu. Þegar svo eitthvað er komið við þembuna tryllist professorinn. Upphaf tryliings hans i þetta sinn var það, að hann lét Skutul, sem annars hefir Ieitt hjá sér öll bæjarmál, og það sem gerist á bæjarstjórnarfundum, hlaupa með frásagnir, sem reknar voru ofan í professorinn og forseta bæjar- stjórnar. Þenna snoppung þoldu ekki steigurlæti professorsins, svo flokksmenn hans i bæjar- stjórn undirrita yfirlýsingu, sem professorinn les og túlkar alt öðru visi en hún hljóðar og ætlar að greiða með henni ein- hver voðahögg, en finnur sjálfur að það eru tóm vindhögg sem hann slær; til ábætis eða upp- fyllingar er svo óspart notaðar getsakir og götustráka munnsöfn- uður. Á eftir þvær professorinn hendur sínar, telur sig sýknan og dæmir sig sjálfur „fúkyrða- lausan og rökfastan!!! “ Professorinn sakar mig mjög um hugleysi og að eg skjóti mér bak við konu og börn kveinandi um vægð, en beri konu og börn fýrir spjótalög hans, Hannibais rektors og annara slikra andans stórmenna. Það er lífsreynsla margra,að þeir bera aðra þyngst- um sökum, sem verstu skitmenn- in eru sjálfir. Um hugrekki eða hugleysi mitt ætla eg ekkert að dæma. En hitt er vist að professorinn fellur í þá gröf, sem hann hefir ætlað að grafa handa mér, í grein sinni: Arngrimur að baki konu og barna, I Skutli 20. þ. m. Eftir að professorinn er búinn að sjóða saman af allri sinni skáldiegu andagift og smekkvísi, óskapnaðarlýsingu á mér og öil- um mínum háttum, skýtur hanu eiturörvum sínum í pilsaskjóli frúar sinnar og dóttur. Og er hér endurprentaður þessi gull- kornaleikur professorsfjöiskyld- unnar, sem er aiveg einstæður í íslenzkri blaðamensku: „Professorsfrúin Ias greinina og mælti siðan, því að hún er kona góðhjörtuð: — Aumingja karlinn hann Arn- grímur! Hann á bágt. Þá kom professorsdóttirin og tók blaðið. Og hún las. Fyrst skellihló hún og mælti: — Hæ, pabbi, aldrei hefi eg nú lesið neitt vitlausara! En að greinarlokum leit hún mjög áhyggjufull og alvarleg á föður sinn og sagði, þótt ekki sé hún nema tóif ára: — Heyrðu pabbi, er hann Arngrimur orðinn galinn?" Professorinn reynir að hylja sig þarna alveg i pilsaskjólinu, en af því að kjóllinn er sjálfsagt i móðinn á 12 ára snótinni gægist refkeiluandlitið fram undan. Þetta var það, sem professorinn þurfti að koma að, að eg sé vitlaus og eigi helzt heima á órólegu deildinni á Kleppi,- eins og hann kemur fyr að í grein sinni, og hún miðar öll að þessum enda- hnút, sbr, lýsingu hans á útliti mínu og háttum, að eg sé geð- veikur, en þorði ekki að segja það sjáifur, sökum ótta við nokk- ur peningaútlát. Hann velur því þá leiðina að iáta þetía koma fram sem ofur sakleysislega spurningu þessa 12 ára undra- barns, sem ekki á að geta skeik- að; sbr. orðin: „þótt ekki sé hún nema tólf ára.“ Héðan af finst mér sjálfsagt, að hver hug- laus kálfur heiti Hagalin og að rauðri professorsnafnbót sé klint á lend hans. Til professorsfrúarinnar vil eg beina þeim tilmælum, að hún staðfesti með yfirlýsingu i Skutli, það sem maður hennar tilfærir sem hennar orð eða lýsingu: Fyrst og fremst það, að hún sé kona góðhjörtuð, og þar næst önnur ummæli, sem henni eiu eignuð. Eg hefi ástæðu til að ætia, að þetta skolist eitthvað til hjá professornum eins og fleira. Lika hefi eg ástæðu til þess að halda að frúin sé minnug rit- stjórnar professorsins á Seyðis- firði, sællar minningar, og að hún sé því orðvör. Professorinn reynir á sinn ref- keiluhátt, að koma því inn hjá lesendum Skutuls, að það snerti hvorki konu mina eða börn, þótt eg sé hrakyrtur og svívirtur. Hann eða Hannibal Valdemars- son séu ekki þeir siðleysingjar að draga konu mína eða börn inn í blaðaskrif sin. En hver stýrir tungu barna — og stund- um fullorðinna — sem kálla og kallað hafa uppnefnin og sví- virðingarnar um mig úr Skutli eftir börnum mínum, konu eða mér sjálfum? Var það ekki eini tilgangur höfundanna, hverjar sem það eru í þetta eða hitt skiftið, að nota þær á þann hátt? Og nú þegar professorinn iætur dóttir sína „þótt ekki sé hún nema tólf ára,“ leggja á smiðs- höggið og setja fram í spurnar- formi við hinn andrfka og lærða föður sinn, Guðmund Gislason

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.