Vesturland - 03.06.1939, Page 1
VESTURLAND
BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON
XVI. árgangur.
ísafjörður, 3. júní
1939.
23. tölublað.
Sjómannadagurinn 1939:
HÁTÍÐALJÓÐ
eftir
Magnús Stefánsson
(örn Arnarson)
íslands Hrafnistumenn
lifðii tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknarleið,
eftir súðbyrðings för
kom hinn segtprúði knör,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tœkjum sé breytt,
þúi er eðlið samt eitt,
eins og œtlunarverkið,
er sjómannsins beið.
Hvort sem fleytan er smá
eða segtpriið að sjá
og hvort súðin er tré eða stál,
livort sem knýr hana ár
eða reiði og rár
eða rammaukin vél yfir át, —
lwert eitl fljótandi skip
ber þó farmannsins svip,
hann er ferjunnar andi
og hafskipsins sál.
Hvort með heimalands strönd
eða langl úl í lönd
á hann leið yfir ólgandi flóð,
gegn um vöku og draum
fléttar tryggðin þann taum,
sem hann tengir við land sitt og þjóð.
Þegar hœtt reynisl för,
þegar kröpp reynasl kjör,
verpur karlmennskan íslenzka
bjarma á hans slóð.
íslands Hrafnistunienh
• eru hafsœknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll
út í stormviðrin liöst,
móti straumþungri röst,.
yfir stórsjó og holskefluföll,
fhjtja þjóðinni auð,
sœkja barninu brauð,
fœra björgin í grunn
undir framtíðarhötl.
Fyrsti íslenzki vélknúni fiskibáturinn.
Viðtal við Árna Gíslason fyrv. yfirfiskimatsmann.
Vestfirðingar hafa löngum eins
og vera ber verið forustumenn
um sjósókn alla og sjómensku.
Það er því ekki undarleg tilviljun,
að fyrsta mótorvélin I fiskibát
skyldi verða á Vestfjörðum, og
þá sérstaklega hér við ísafjarð-
ardjúp, þar sem sjósókn hefir
löngum mest verið.
Það þykir hlýða, að rifja
hér upp nokkuð úr sögu þess-
arar merku tilraunar, sem orðið
hefir svo afdrifarík fyrir íslenzk-
ar fiskiveiðar, og einmitt í sam-
bandi við sjómannadaginn.
Hefir Vesturland því átt viðtal
við forgöngumann þessarar
merkilegu nýbreytni, Árna Gísla-
son fyrv. yfirfiskimatsmann. Eru
hér birt aðalatriðin úr frásögn
hans. En Árni hefir nú í smíð-
um yfirlitsritgerð um þetta, sem
mun birtast innan skamms.
Tildrög þess, að Árni fór að
hugsa um að fá mótorvéi í fiski-
bát voru fregnir þær, er Árna
bárust af mótorvélum, sem Danir,
er stunduðu kolaveiðar á Ön-
undarfirði, höfðu í smábátum.
Spurði hann Dani, er hann
kyntist á spekulantsferðum hér
um Djúpið, um mótorvélar í Dan-
mörku og reynslu þeirra þar.
Var það álit flestra, að mótor-
vélar myndu koma islenzkum
fiskiveiðum að gagni. Sannfærð-
ist Árni af þessum viðtölum um
að hér væri um merkilega og
gagnlega nýbreytni að ræða.
Þeir, Árni og Sophus Jörgen
Nielsen, fyrv. verzlunarstj. Tangs-
verzlunar hér, áttu þá í félagi
sexæringinn „Stanley“. Hreyfði
Árni þvf 1901 við satneignar-
mann sinn, að hann vildi fá
mótorvél í bátinn, á þann hátt
að sameigendurnir legðu fram
andvirði vélarinnar í félagi. Niel-
sen tók þessu dauftega og með
vantrú á nýbreytnina, en Árni
endurtók ósk sína. Fór svo, að
Nielsen, sem átti bróður i Esbjerg,
kvaðst skyldi leita upplýsinga um
þessar nýju mótorvélar í Dan-
mörku og reynslu þeirra þar.
Vildi svo til að þessi bróður
Nielsens var vélfræðingur á mót-
orverkstæði C. H. Möllerups í
Esbjerg. Skrifaði hann Nielsen
ýtarlegt bréf og hvatti hann til
þess að reyna mótorvélar á ís-
landi. Pöntuðu þeir Árni og
Nielsen svo 2ja hestafla vél frá
C. H. Möllerup í Esbjerg, í júní
1902. Kom vélin hingað 5. nóv.
1902, með siðustu ferð þess árs.
Með þeirri ferð kom einnig
maður frá vélaverkstæðinu, J. H.
Jessen, þá 17 ára gamall. Setti
hann niður vélina og kendi Árna
meðferð hennar og hirðingu.
Tókst það alt vel, og Jessen fór
aftur til Danmerkur eftir áramótin.
1904 kom svo Jessen aftur
hingað og setti upp hér á ísa-
firði fyrsta vélaverkstæði hér á
landi, og starfaði hér til dauða-
dags. Voru þá þegar komnar
svo margar mótorvélar hér og í
nágrenninu, að nauðsyn var á
viðgerðaverkstæði. Beittu útvegs-
menn sér fyrir stofnun þess og
gengu 14 formenn héðan og úr
nágrenninu ásamt Jóni Laxdal
verzhstj. í ábyrgð fyrir 15 þús.
kr. láni til áhaldakaupa fyrir
Jessen. Reyndist Jessen hinn
þarfasti og bezti maður í sinni
iðngrein og náði almennu trausti
og vinsældum.
Hjá Jessen lærðu margir efn-
ismenn. Má meðal þeirra nefna:
Gisla Jónsson, eftirlitsm. skipa
og véla f Reykjavik, Sörensen,
1. vélstjóra á Brúarfossi, Gunn-
laug Fossberg vélstj. í Reykjavík,
Kjartan Tómasson, vélstj. við
rafveitu Reykjavíkur, Hallgrímur
Jónsson, vélstj. í Rvik, formaður
Vélstj.fél. íslands, Þorsteinn Árna-
son, féhirðir Vélstj.fél. íslands og
Ágúst Guðmundsson, vélstj. við
rafveitu Reykjavikur.
Hin nýja fyrsta íslenzka mót-
orvél var sett í „Stanley.“ Var
honum breytt aðeins að því leyti,
að sett var nýtt afturstefni fyrir
vélskrúfuna og byrðingurinn
hækkaður með skjólborðum.
Vélin var 2ja hestafla frá mót-
orverksmiðju C. H. Möllerup í
Esbjerg, eins og áður er sagt.
Kostaði hún 1300 krónur hingað
komin. Manninn til þess að setja
niður vélina kostaði verkstæð'ð,
en þeir Árni og Nielsen kostuðu
uppihald hans hér.
Á Páskum 1903 byrjaði Árni
vorvertið í Bolungavík á sínum
nýja vélknúna bát, sem margir
litu á með vantrúaraugum, eins
og gerist og gengur með ný-