Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.09.1939, Síða 1

Vesturland - 16.09.1939, Síða 1
VESTURLA BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON XVI. árgangur. ísafjörður, 16. september 1939. 37. tölublað. Stríðsbragðið. Sjálfsagt þykir mörgum les- enda blaðsins fullmikið striðs- bragð að þessu tölublaði. Það er svo með marga okkar, að við áttum okkur enn lítið á öllu styrjaldarrótinu, sem sjálfsagt á enn eftir að valda meiri og fleiri truflunum í lifi okkar íslendinga, þótt við séum tiitölulega afskektir. Ríkisstjórnin íslenzka hefir jafn- hliða reglugerðinni um skömtun matvæla gefið út reglugerð um sölu á kolurn til húsa. Þá hefir kenslumálaráðaneytið til sparnaðar á eldsneyti ákveð- ið að stytta kenslutímabil fleslra skóla, er ríkisstyrks njóta eða ríkið rekur. Hcfst kensla menta- skólans i Reykjavik 10. okt í stað 20. þ. m. og í mentaskól- anum á Akureyri 20. okt, í stað 1. okt., en i Kennaraskólanum 1. nóv., í stað 1. okt. Ákveðið er að kensla falli niður í janúar- mánuði í öllum gagnfræðaskól- um, sem rikisstyrks njóta. Kenslu- timabil Háskólans verður og ínikið stylt. Kaupstaðirnir ættu og að taka eflaust upp svipaðar sparnaðar- ráðstafanir um rekstur barna- skólanna. Ýmsir hafa látið í ljósi, að ófriðarráðstafanir rikisstjórnar- koini of seint. En eins og rikis- stjórnin tók fram í ávarpi til almennings, er lesið var i út- varpinu á fimtudagskvöld, þurftu þessar ráðstafanir talsverðan undiibúning og urðu að hefjast samtlmis allstaðar á landinu. Hefir ríkisstjórnin gengið að styrjaldarráðstöfunum röggsam- lega og einhuga. Fisksala til Ítalíu. í gær barst tilkynning um að gengið væri frá samningum um sölu á 3500 smál. af smáfiski (Labrador) til Ítalíu. Er þetta aflamagn rúmlega helmingur af þeim Labrador-fiski, sem fyrir- liggjandi er hér á landi. Afskipun til Ítalíu fer fram strax og náðst hefir I flutninga- skip, en á því eru vandræði eins og nú stendur. Hækkun á síldarverðinu. Hefir Síldarútvegsnefnd unnið gégn hækkun síld- arverðsins í sumar? Frá og með 10. þ. m. hefir Sildarútvegsnefnd hækkað síldar- verðið um 5 kr. hverja uppsalt- aða tunnu og jafnframt ákveðið, að lágmarksverð til útflutnings hækki um 4 krónur sænskar fyrir hverja tunnu, Áður en Sildarútvegsnefnd ákvað þessa hækkun hafði síld- arverðið hækkað talsvert, einkum frá byrjun þ. m., og sumir sild- arkaupendur munu hafa keypt slld fyrir svipað verð og Sildar- útvegsnefnd hefir nú ákveðið. Samkvæmt fregnum frá Siglu- firði er talið að norskir síldar- kaupendur hafi ýtt undir verð- hækkun á sildinni og verðið í Noregi nú sagt 36 kr. pr. tunnu af saltsíld og 45 kr. af matjes- síld. Sú skoðun virðist almenn, að síldarverðið hefði átt að hækka miklu fyr og að þvi hafi verið haldið niðri með sterkum sam- tökum síldarkaupenda — og bak- stuðningi Síldarútvegsnefndar bæta sumir við. Hefði síldarverðið hækkað fyr myndu margar þær útgerðir, sem fara stórum fleiðraðar frá sildar- vertíðinni, hafa sloppið með litl- um halla, en þau skip sem mest hafa veitt, grætt eitthvað. Hækkun síldarverðsins hefði líka að sjálfsögðu bætt mjög upp hinn lága hlut flestra sjó- mannanna, sem síldveiðar hafa stundað. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort Sildarútvegsnefnd hefir h ldið síldarverðinu óþarf- lega niðri. En væri svo, er það algerlega andstætt tilgangi henn- ar, sem er einmitt sá, að skapa sem fastast og hæðst verð fyrir sildina. Meiri fisksala til Portugals. Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda hefir selt að nýju 50 þúsund pakka af saltfiski til Portugals. Ifynlegt er það með Kolbein unga. Á siðasta bæjarstjórnarfundi vék ritstjóri þessa blaðs að óánægju bæjarbúa út af þvf, að leggja ætti vélbátinn Kolbein unga til hinstu hvildar í Bótinni við blómagarðinn. Kvað bæjar- sfjóri, sem jafnframt er hafnar- sljóri, sér kunnugt um þessa óánægju og tók því ágætlega að flytja Kolbein á annan stað í höfninni, og nefndi til sem hentugan stað nálægt leyfum Ásgeirs litla i Neðstakaupstaðn- um. Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar bæjarstjóra bregður svo kynlega við, að Kolbeinn er ekki fluttur heldur hefir i þessari viku verið unnið að því, að koma honum i hróf I Bótinni, þar sem hann mun öllum til ama og ásteyt- ingar. Hvað veldur þessari ráðbreytni? Sildveiðin á öllu landinu var aö kvöldi þess 9. þ. m., samkv. skýrslu Fiskiíélagsins: Saltað og sérverk- að nú 234.495 tn. Bræðslusíld 1.058.085 hektol. Tilsvarandi töl- ur árin 1938 og 1937 voru: 304.334 og 201270 tn, og 1.758 266 og 2.162.770 hektol. Forseti Fiskifélagsins telur að um 130 norsk skip hafi stundað sildveiðar hér við land í sumar. Voru 48 skip komin heim til Noregs 11. þ. m. og höfðu aflað samtals um 52 þús. tn. Veruleg- ur hluti aflans var maljes-saltað og sérverkað. Af síldveiðum eru komin heim þessi skip: Vestri, aflaverðmæti um 24 þús. kr. Tapaði skipið 14 dögum frá veiðum í ágúst vegna vélbilun- ar. Glaður, aflaverðmæti utn 26 þús. kr. Auðbjörn, aflaverðmæti uin 30 þús. kr. Huginn I, afla- veiðmæti um 44 þús. kr. og Huginn II., aflaverðmæti um 51 þús. kr. Flest eða öll vestfirzku síld- veiðiskipin eru nú á heimleið. Hefir sáralítil sildveiði verið alla þessa viku. Aðalfundur Prestafél. Vestfjarða hefst í dag að Núpi í Dýra- firði, undir forsæti herra Sigur- geirs Sigurðssonar biskups. Bráðabirgðarlög um útflutning íslenzkra afurða. 12. þ. m. voru staðfest af kon- ungi bráðabirgðalög um útflutn- ing íslenzkra afurða, og sama dag setti rikisstjórnin reglugerð um framkvæmd laga þessara og sendi lögreglustjórum svolátandi tilkynningu: „Samkvæmt bráðabirgðalögum og reglugerð útgefnum i dag er óheimilt að bjóða til sölu, selja til útlanda eða flytja úr landi íslenskar afurðir nema að fengnu leyfi útflutningsnefndar sem skip- uð verður í dag. Ennfremur þarf leyfi viðskiftamálaráðuneytisins til útflutnings á ölium öðrum vörum. Leyfi til útflutnings á ís- lenzkum vörurn sem veitt hafa verið af rikisstjórn eða einstök- uin stofnunum, svo sem Síldar- útvegsnefnd eða Fiskimálanefnd eru úr gildi fallin. Útflytjendum ber að greiða x/a af þúsundi af útflutningsverðmæti í leyfisgjald, þó eigi minn i en 2 kr. fyrir hvert einstakt leyfi, er greiðist til lögreglustjóra á útflutningsstað". Útflutningsnefnd samkvæmt hinum nýju bráða- birgðalögum er skipuð: Frá Sjálfstæðismönnum: Ól. Johnsen stórkaupm. og Richard Thors framkv.stj ; frá Framsókn: Jóni Árnasyni f amkv.stj. og Skúla Guðmundssyni fyrv. ráðherra og frá sósíalistum: Finni Jónssyni forstjóra. Má það vera mikill plástur fyrir isfirzka verkamenn, að Finnur skuli þarna fá vel- launaða stöðu til viðbótar strið- ið út. Þarf hann sýnilega ekki að kvíða atvinnuleysi eða óvissu þótt stríðshörmungarnar magnist. Hámarksverð á kartöflum. Verðlagsnefnd Grænmetisverzl- unar rikisins (stórt er orðiðl) hefir nú ákveðið söluverð á kartöflum frá 15. þ. m. til loka október og skal það vera 11 kr. fyrir 50 kgr. af góðum og óskemdum kart- öflum tii allra verzlana, nema Grænmetisverzlunar rikisins, sem má kaupa hver 50 kgr. fyrir alt að 3 kr. lægra verð. Álagning verzlana á kartöflur er af verðlagsnefnd heimiluð alt að 40°/0, svo ekki er almenn- ingi ætlað að eta ódýrar kart- öflur þetta haustið,

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.