Vesturland

Volume

Vesturland - 16.09.1939, Page 2

Vesturland - 16.09.1939, Page 2
144 VESTURLAN D Reglugerð um sölu og úthlutun á nokkr- um matvörutegundum. Samkvæmt heimild í lögum nr. 37, 12. júní 1939 er hér með sett eftirfarandi reglugerð: 1. gr. Frá 18. sept. 1939 að telja er bannað að selja rúgbrauð og hveitibrauð, rúg, rúgmjöl, hveiti hveitimjöl, hafragrjón, haframjöl, hrisgrjón, matbaunir, bankabygg og aðrar kornvörur, nema fóð- urbygg, hafra og fóðurmaís, enn- fremur kaffi og sykur, nema gegn seðlum, setn út eru gefnir að tilhlutun ríkisstjórnarinnar. 2. gr. Rikisstjórnin sendir öllum hreppsnefndum og bæjarstjórnum skömmtunarseðla, miðaða við mannfjölda á hverjum stað, og skulu þær úthluta seðlum til allra heimila, þannig að hverjum heim- ilismanni sé ætlaður einn seðill. Úthlutunin fer fram í fyrsta sinn 16. og 17. sept. n. k., á þann hátt, að móttakendur skulu kvadd- ir saman eða heimilisfeður í þeirra stað. Kostnað við prentun og út- sendingu seðlanna til hrepps- nefnda og bæjarstjórna ber ríkis- sjóður, en hreppsnefnd eða bæjarstjórn á hverjum stað annan kostnað við úthlutunina. 3. gr. Þá er úthlutun seðlanna fer fram í fyrsta sinn skulu viðtak- endur þeirra undirrita drengskap- arvottorð um hve mikinn foröa þeir eigi af vörutegundum, er seðlarnir hljóða um, á þar til gerð eyðublöð. Skal forðinn dreginn frá við fyrstu eða aðra úthlutun og hinar síðari, þar tii honum er lokiö, með þvi að klippa af seðlunum sem svarar því vörutnagni, er forðanum nemur. Eru allir heimilisfeður skyldir, að viðlögðum sektum, að mæta eða láta mæta til slíkrar skýrslugjafar, jafnt þótt þeir eigi nægar birgðir og þurfi þvi eigi seðla fyrst um sinn. 4. gr. Rikisstjórnin setur á stofn skömmtunarskrifstofu, sem hefir yfirumsjón með matvælaúthlutun samkvæmt þessari reglugerð og öðrum hliðstæðum ráðstöfunum eftir nánari fyrirmælum ríkis- stjórnarinnar. 5. gr. Þá er úthlutun hefir farið fram skulu hreppsnefndir og bæjar- stjórnir senda skömmtunarskrif- stofunni shnleiðis skýrslu um hve miklar birgðir hafi verið samtals á heimilum, hve mikið af 'seðl- um hafi orðið afgangs og hve miklu magni afklippingar hafa numið. Ónotaðir seðlar og af- klippingar skulu sendir skömmt- unarskrifstofu með fyrstu póst- ferð, en geyma skal drengskap- aryfirlýsingar um birgðir til at- hugunar við næstu úthlutanir, Skömmtunarskrifstofan geturleyft að ónotaðir seðlar verði að ein- hverju leyfi eftir f vörzlum hrepps- nefnda eða bæjarstjórna, til auka- úthlutunar, ef þörf krefur. 6. gr. Hinn 16.—17. sept. n. k. skulu allir þeir, er verzla með fram- angreindar vörutegundir fram- kvæma birgðatalningu og gefa hreppsnefndum eða bæjarstjórn- um drengskaparvottorð á þar til gerð eyðublöð um birgðir sinar af þessum vörutegundum. Heildarskýrslu um birgðir verzl- ana i hverjum hreppi eða kaup- stað skal senda skömmtunarskrif- stofu simleiðis. 7. gr. Seölaúthlutun fer þannig fram, eftir að fyrstu úthlutun er lokið, að f lok hvers mánaðar eru af- hentir seölar fyrir næsta mánuð til þeirra, sem skila stofnum af eldri seðlum, með áritun nafns og heimilisfangs, og ermfremur til jþeirra, sem íært geta sönnur á, að þeir hafi ekki tengið seðla við fyrri úthlutanir. Hreppsnefnc!- um er heimilt að gefa sveita- heimilum, sem vegna staðhátta geta ckki dregið að sér matvæli mánaðarlega að vetrinum, ávis- anir um afhendingu á skömmt- unarvöruin hjá kaupmanni þeim eða kaupfélagi, sem þau skipta við. Jafngildi ávísananna sésíð- an klippt af seðlum heimilis- manna áður en þeir eru afhentir og afhent verzlun þeirri, sem látið hefir úti vörurnar gegn framvísun ávísananna. 8. gr. Hver skömrntunarseðill gildir fyrir einn mann í einn mánuð (að undanskildu því áð fyrsti skömmtunarseðillinn gildir til 1. okt. 1939, og er um heliningur af því magni, sem hér fer á eftii). Skiplist hann i stofn og 30 reiti. Eru 12 reitir fyrir hveiti eða hveitibrauð, hver fyrir 200 g af hveiti eða 250 g af hveitibrauði, 6 reitir fyrir rúgmjöl eða rúg- brauð, hver fyrir' 500 g af rúg- mjöli eða 750 g af rúgbrauði, 4 reitir íyrir hafragrjón, hver fyrir 250 g, 2 reitir fyrir hrlsgrjón, braunir og allt annað kornmeti en það, sem hér er talið að fram- an, nema fóðurbygg, hafra og fóðurmaís, hvor fyrir 250 g, 2 reitir fyrir kaffi, hvor fyrir 125 g af brcnndu og möluðu kaffi eða 150 g af óbrenndu kaffi og 4 reitir fyrir sykur, hver fyrir 500 g. Má klippa seðlana i sund- ur og skulu reitirnir afhentir jafn- óðum og kaup fara fram, en stofninn skal geyma þar til næsta afhending fer fram. Skal honum þá skilað, og verða nýir scðlar aðeins afhentir gegn eldri stofni. 9. gr. Heimilt er að kaupa bygggrjón út á hafiamjölsseðla ef óskað er. Ef svo er ástatt, að maður má eigi borða rúgmjöl eða rúgbrauð samkvæmt læknisráði, getur hann sent skömmtunarskrifstofunni beiðni um skipti á þeiin seðluin fyrir hveitiseðla, og skulu rúg- mjölsseðlarnir, er óskað er skipti á, fylgja beiðninni ásamt læknis- vottorði. 10. gr. Auk hinnar venjulegu skömmt- unar er leyfð aukáskömmtun á rúgmjöli til nolkunar í slátur. Er aukaskammturinn ákveðinn 2 kg. af rúgmjöli í hvert slátur. Skulu þeir, sem kaupa slátur, sýna skilríki frá seljanda um kaupin, þeir sem hafa látið slátra hjá öðrum, vottorð um hve mörg slálur þeir hafi flutt heim, en þeir, er slátra heima, skulu gefa drengskaparyfirlýsingu um það, hve mörg slátur þeir hafi tekiö þar. Smásöluverzlunum er heim- ilt að afgreiða rúgmjöl samkvæint þessum skilríkjum, sem þeir af- henda síðan lueppsnefndum á sama hátt og segir í 12. gr., og fá innkaupsleyfi í staðinn. H. gr. \ Skömmtunarskrifstofan afhend- ir brauðgerðarhúsum ávísanir til innkaupa á þeim skömmtunar- vörum, er þeim kann að verða leyft að nota i annað en hveiti- brauð og rúgbrauð eftir reglum, sem ríkisstjórnin setur henni. Á sama hátt afhendir skömmtunar- skrifstofan öðrum iðnfyrirtækjum ávísanir til innkaupa á þeim skömmtunarvörum, sem þau kunna að nota. Ertnfremur mat- söluhúsum, sjúkrahúsum og öðr- um svipuðum stofnunum. 12. gr. Smásöluveizlanir (og brauð- gerðarhús) alhenda hreppsnefnd- um eða bæjarstjórnum þáskömmt- unarseðla, er þeir fá fyrir seldar vörur, og eigi siðar en 5. dag næsta tnánaðar, og fá I slaðinn hjá þeim vottorð um, hve miklu þeir hafi skilaö. Frá sama tíma eru eldri seðlar ógildir. Vottorð þessi, eitt eða fleiri, sem jafn- framt eru leyfi til innkaupa, skulu þeir láta fylgja pöntunum sínum til heildsöluverzlana. Hafi smá- söluverzlun eigi fengið nægilegt seðlamagn til þess að fá þær vörur, er hún þarf, sökum þess, að hún hefir upphaflcga haft of litlar vörubirgðir, er hreppsnefnd- uin og bæjarstjórnum heimilt að gefa út innkaupsleyli fyrirfram, en leyfi þessi skulu þær bókfæra og gæta þess vandlega, að seðl- um sé slðan skilað fyrir þeim. Ef smásöluverzlun er innflylj- andi, má eigi afhenda henni skömmtunarvörur til sölu frá af- greiðslu skipsins eða annarri geymslu, sem hreppsnefnd eða bæjarstjórn samþykkir og hefir eftirlit með, nema með leyfi hreppsnefndar eða bæjarstjórnar, sem þær gefa eigi nema smá- söluverzlunin hafi skilað sam- svarandi seðlamagni, eða svo stendur á, sem hér segir á und- an. — Hreppsnefndir og bæjar- stjórnirskulu slðan sendaskömmt- unarskrifstofunni seðlana, ásamt skýrslum um innkaupsleyfi þau, sem þær hafa gefið út. 13. gr. Ef smásöluveizlanir eða neyt- endur þykjast órélti beiltir af hreppsnefndum og bæjarstjórn- um geta aðilar áfrýjað gerðum hennar til skömmtunarskrifstof- unnar, sem síðan úrskurðar málið í samráði við ríkisstjórnina. 14. gr. Heildsöluverzlunum er bannað að afgreiða skömtunarvörur til smásöluverzlana nema gegn inn- kaupsleyfi hreppsnefnda, bæjar- stjórna eða skömtunarskrifstofu. Þær skulu framkvæma birgða- talningu 16.—17. sept. og senda skömmtunarskrifstofunni skýrslu um hana og ennfremur um öll innkaup sfn j Jnóðurn. Innkaups- leyfi smásöluverzlana, útgefin af hreppsnefndum eða bæjarstjórn- um, skulu þeir senda skömmtun- arskrifstofunni er þeir hafa af- greitt pantanir þær, sem voru sendar með. 15. gr. Nú telur skömmtunarskrifstof- an nauðsynlegt að flytja ein- hverja vörutegund, er reglugerð þessi fjallar um, frá einum lands- hluta til annars, en eigendur var- anna vilja eigi láta þær lausar, er ríkisstjórninni þá heirnilt að taka vörur þessar eignarnámi og selja þær aftur á þeim stað, er skömmtunarskrifslofan telur nauðsynlegt. 16. gr. Skömmtunarskrifstofan veitir smásöluverzlunum innkaupsleyfi aukalega fyrir venjulegri rýrnun á skömmtunarvörum vegna flutn- ings og sölu, og ennfremur hafi vara farizt eða skemmzt svo að hún er ekki söluhæf til manneldis, enda verði sönnun færð á þetta, sern skömmtunarskrifstofan tekur gilda. 17. gr. Brot á reglugerð þessari varða sektum allt að 10 000 krónum, og skal farið með mál út af þeim sein almenn lögreglumál. 18. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. í ríklsstjórn íslnnds, !). sept. 15)30. Eysteinn Jónsson. Ólafur Thors. JakobMöller.HermannJónasson,

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.