Vesturland

Volume

Vesturland - 30.03.1940, Page 1

Vesturland - 30.03.1940, Page 1
'V E 3 BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRI: ARNGR. F R. BJARNASON XVII. árgangur. ísafjörður, 30. marz 1940. Þing sály ktunar tillag a umstarfsemi einræðis- flokka. í gær var útbýtt á Alþingitil- lögu til þingsályktunar, sem þeir Pétur Ottesen, Jónas Jónsson og Stefán Jóh. Stefánsson flytja I sameinuðu þingi. í tillögunni segir: að það sé með öllu óviðeigandi, að þeir menn eigi sæti á Alþingi eða sé sýndur vottur trausts eða virð- ingar, sem hafi kollvörpun lýð- ræðis að markmiði og vitanlegt sé um að vilji nota ofbeldi til þess að koma fram málstað sín- um, og sem standií hlýðnissam- bandi við stjórnir erlendra ríkja °g þigg* þaðan fé til stjórn- málastarfsemi hér á landi. Tillögunni fylgir greinargerð, þar sem veizt er harðlega að einræðisflokkunum. ísfirzka skiðasveitin sigraði í 18 km. kappgöngu á landsmóti skiðamanna á Akureyri. Á landstnóti skiðamanua á Akureyri vanu isfirzka sklða- sveitin t8 km. kappgöngu. í sveitinni voru þessir: Magnús Kristjánsson. Rann hann skeiðið á 1 klst. og 17 sek. og var fljótastur allraþátttakenda. Glsli Kristjánsson, tími 1 kl.st. 5 mín. 8 sek. Sigurður Jónsson, tími 1 klst. 6 mln. 55 sek. Sveinbjörn Kristjánsson, tími 1 klst. 9 mín. 44 sek. í svigkepni kvenna á lands- mótinu var Martha Árnadóttir önnur. Keppendur komu fram fyrir hönd íþróttaráðs Vestfjarða. — Fararstjóri var Tryggvi Þor- steinsson kennari. Frk. Halldóra Bjarnadóttir er nú stödd hér í bænum, en hefir undanfarið leiðbeint um heimilisiðnað hér á Vestfjörðum. Á morgun hefir frk. Halldóra sýningu á heimilisiðnaði í Gagn- fræðaskólanum og umræðufund um heimilisiðnað á þriðjudags- kvöld. Ransóku á mólendi í nágrenni bæjarins. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu framkvæmdi Sigurlinni Pétursson frá Reykja- vík mælingar á mómagni í ná- grenni bæjarins. Voru mæling- arnar framkvæmdar að tilhlutun ríkisstjórnarinnar, og er Sigur- linni trúnaðarmaður hennar um ransóknir á mólendi. Nú hefir borist skýrsla um mælingar þessar. — Telur hún mestan og beztan mó í landi jarðarinnar Kirkjubóls. Hafa tvö félög hér I bænum þegar trygt sér þar land til móvinslu. Ætla þau að nota vélar við móvinsl- una og framleiða svonefndan eltimó. Hvað sem framkvæmdumþess- ara félaga líður er nauðsynlegt að bærinn tryggi almenningi setn greiðastan aðgang til mó- vinslu, því kol mega heila ókaup- andi með því verðlagi sem nú er á þeim. Hinsvegar myndu margir bæjarbúar nota tóm- stundirnar til nokkurar móvinslu, ef sllkt stæði til boða inátnuuda við bæinn, þar sem aðdráttar- skilyrði væru sæmileg. Skipatjón Norðmanna. Satnkvæmt nýjustu skýrslu utn skipatjón Norðmanna hafa þeir mist 59 skip af völdum ófriðar- ins og 402 menn af áhöfnum skipanna hafa farist. Meirihluti skipa þeirra, sem sökt hefir verið,eru meðal stærstu og betri skipanna í norska verzl- unarflotanum. Einmánaðarfagnaður. Kvennadeild Slysavarnafélags- ins hér í bænum hélt Einmán- aðarfagnað i Alþýðuhósinu í gærkveldi. — Sýndu konur þar sjónleikinn Spanskflugan við góðan orðstfr áhorfenda. Síðan var danslefkur. Húsfyllir mátti heita á skemt- unum þessum og rennur allur ágóði af þeim I björgunarskútu- sjóð Vestíjarða. Eru ísfirzku konurnar óþreytandi í því nauð- synjaverki að efla hann sem mest. Ætti áhugi þeirra að verða öðr- um til fyrirmyndar. Frá Alþingi. Alment er talið, að þingi verði siitið næstu daga. Hefir þegar náðst samkomulag um afgreiðslu hinna stærstu þingmála milli flokkanna. Afgreiðsla fjárlaga var þannig við 2.. umræðu, að samþyktar voru flestar breytingartillögur fjárveitinganefndar, en hinsvegar samþykt heimild fyrir ríkisstjórn- ina til þess að draga 35% frá útgjöldum ríkissjóðs, ef þörf krefur. í frumvarpi fjármálaráð- herra var gert ráð fyrir, að frá útgjöldum fjárlagafrumvarpsins væru dregin 25%, ef þörf krefði. Þá hefir í efri deild þegar verið samþykt dýrtiðaruppbót til embættis- og starfs-manna ríkis- ins þannig, að mánaðartekjur alt að 300 kr. frá sömu stofnun verði i hæzta uppbótarflokki; mánaðartekjur frá 3—400 krónur verði 1 miðflokki dýrtíðaruppbót- ar, en mánaðartekjur frá 400— 650 krónur verði í lægsta upp- bótarflokki. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í neðri deild, þeir: Thor Thors, Glsli Sveinsson, Eiríkur Einars- soti, Garðar Þorsteinsson, Jón Pálmason og Sigurður E. Hlíðar flytja frumvarp um raforkulána- sjóð. í greinargerð segir meðal annars: „Á undanförnum árum liafa orðiö mjög stórstígar fram- kvæmdir og framfarir á sviði raforkumálanna. Stór orkuver hafa verið reist víðsvegar á land- inu, í nánd við hina stærstu kaupstaði. Stærsta virkjunin er Sogsvirkjunin, sem stjórn Reykja- víkurbæjar hefir barist fyrir og borið fram til sigurs. Fullnægir sú virkjun nú rafmagnsþörf Reykjavlkur og Hafnarfjarðar og hefir nægilega raforku aflögu til að miðla nálægum sveitum. Mætti það mál að sönnu 1 upphafi andstöðu og þótti til þess stofn- að af nokkru ábyrgðarleysi, en nú mun enginn vefengja nauðsyn og réttmæti þessa mikla mann- virkis. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ættð haft forgöngu um framkvæmdir á sviði raforkumálanna. Má í því sambandi minna á frumvarp það um raforkuveitur til almenn- ingsþarfa utan kaupstaða, er Jón heitinn Þorláksson flutti á Al- þingi 1929. Enda þótt það frv. 13. tölublað. fengi kaldar viðtökur og næði ekki fram að ganga, varð það til þess, að miklar umræður hóf- ust um raforkumálin I heild og áhugi fór mjög vaxandi fyrir þeim. Sfðan hafa farið fram víð- tækar og ýtarlegar ransóknir á raforkumálum landsins og skil- yrðin til virkjunar víða verið athuguð og áætlanir gerðar um þær. Ennfremur hafa ransóknir leitt I ljós, að urít er hafa marg- falt aukin not þeirra orkustöðva, sem þegar eru reistar. Sjálfstæðisflokkurinn telur nauð- synlegt, að öfluglega sé unnið að þvi, að landsmenn hagnýti sér raforkuna svo sem frekast eru föng á, til þess að sem flestum þeirra gefist kostur á að njóta þeirra gæða og þægindi, sem rafmagntð veitii. Er þess brýn þörf að gera not rafmagnsins sem vfðtækust úti um kauptún og sveitir landsins, svo að bætt verði aðstaða og lffskjör þeirra, sem þar búa. í þessu skyni er frumvarp þetta flutt. Lán úr sjóðnum mega nema alt að % stofnkostnaðar til alt að 30 ára með 3% vöxtum." Horfur eru á að frumvarp þetta verði endanlega samþykt á yfirstandandi þingi. Inn- og út-flutningur Svía. Nýlega hefir verið birt skýrsla um inn- og útflutning Svia á síðastliðnu ári. Varð innflutning- urinn meiri en dæmi eru til áður í sögu landsins og nam 2500 miljónum króna. Er það 400 milj. kr. meira en 1938. Aukning innflutningsins stafar aðallega af ráðstöfunum, sem gerðar voru til þess að birgja iandið af ýms- um nauðsynjavörum vegna ófrið- arástandsins. Útflutningur Svía 1939 nam alls 1900 milj. kr. Er það einnig nokkru meira en áð- ur hefir verið. Myndarammar, Speglar, Dömutöskur, Herra-veski. Miklar birgðir. Bókhlaðan.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.