Vesturland

Årgang

Vesturland - 30.03.1940, Side 3

Vesturland - 30.03.1940, Side 3
VESTURLAND 49 . Haraldur Stígsson frá Horni: Bærinn og barnið hans. í bænum er lífið svo mislynt og margt og mennirnir ólíkir, góði að takandi er eigi á herranum hart þótt hampi nú örstuttu ljóði. Já, stundum er gatan af freistingum fyllt, en fjöldinn svo hvikull í anda, og lífið hjá sumum svo lélegt og spillt að löggjafar ráðþrota standa. Eitt sinn ég hljóður um götuna gekk, sem gætinn og vandaður piltur. Frá konunum augnaráð fagurt ég fékk, þær fundu að ég var ekki spilltur. En lítið. á móti ég lét þeim í té. bá lifði ég mest fyrir trúna .. . bær fyndu víst breytingu, ef svo skyldi ske að þær skygndust í augun mín núna. Já, nú er ég sekur og sakleysið frá, ég sveik það á götunni forðum. Menn leita að ýmsu og fórna, en fá aðeins friðinn rofinn úr skorðum. Ein yfirsjón verður að eilífri kvöl. Að athuga glöggt, það er vandinn. Menn brjóta á skerjunum byrðing og kjöl, og brakið, það hverfur i sandinn. Leó var hestavinur mikili sem faðir hans og þeir frændur fleiri. Átti Leó oftast 1 eða fleiri gæð- inga og á yngri árum tók hann marga hesta til tamningar. Var það löngum mesta yndi hans að teygja vakran hest i tóm- stundunum. Handavinnusýning og umræð- ur um heimilisiðnaðarmái. Um leið og eg heilsa upp á gamla kunningja hér á ísafirði hefi eg ákveðið að efna til handa- vinnusýningar næstk. sunnudag i Gagnfræðaskólanum kl. 2—10 slðd. — Sýningarmunirnir eru nokkrir þeir hinir sömu, sem eg hafði með mér til Vesturheims 1937, og sýndi þar við mikla aðsókn á 50 stöðum í bæjum og skólum. Sýningu þessa hefi eg haft með mér I leiðbeiningar- ferðum mfnum hér á Suðurfjörð- um í vetur. Sýningin verður opin aðeins þennan eina dag, þvl eg fer til Þingeyrar með Esju, þar enda eg Ieiðbeiningarstarfsemi mína I vetur. — Allir velkomnir. — Enginn inngangseyrir. í því skyni að hafa tal af meðlimum Heimilisiðnarfélags ísafjarðar og öðrum þeim, sem áhuga hafa fyrir heimavinnu, verður efnt til fundar í Gagn- fræðaskólanum n. k. þriðjudag kl. 8 Va slðd. — Allir velkomnir. Sérstaklega þætti mér ánægju- legt að hafa tal af þeim konum og körium, sem unnu að heim- ilisiðnaðarframleiðslunni með mér veturinn sem eg dvaldi hér á ísafirði. Halldóra Bjarnadóttir. Mikið vatnsleysi er nú hér í bænum. Sum hús fá lítið eða ekkert vatn mestan hluta dagsins. Bæjarstjórn hefir orðið sam- mála um að reyna að bæta úr vatnsleysinumeð nýrri vatnsleysu til bæjarins. Er I ráði að taka vatn úr Seljalandsá og smálækj- um umhverfis hana. Hafa farið fram mælingar þarna undanfar- ið. Benda þær til, að vatns- magnið sé ekki nægilegt til frambúðar, nema því aðeins að farið sé alla leið inn í Buná. Vatnsskorturinn verður því til- finnanlegri, sem vatnsnotkun eykst með ári hverju, bæði vegna íbúafjölgunar og ýmislegs iðn- aðar, sem verður að nota mikið vatn. Er því orðið aðkallandi að úr vatnsskortinum verði bætt, og verður að vera örugt, að það sé til frambúðar gert. Gróa Finnsdóttir frá Hvylft í Önundarfirði varð 76 ára 26. þ. m. Hún dvelur nú hér I bænum hjá tengdasyni sínum, E. Kærnested skósmlða- meistara. Selma Lagerlöf og fyrsti bókmentasigur hennar. Fyrsta sagan sem Selma man eftir að hafa lesið, var mjög skemmtileg frásögn um Indíána. Og hér var það, sem henni opn- aðist innsýn inn í hinn róman- tíska heim. Næst las hún svo Friðþjófssögu, svo H. C. And- ersens æfintýrin o. s. frv. En allt frá þvi, að æfintýrið og sagan höfðu fundið sér hljóm- grunn í sál Selmu, var hún sískrifandi. Fimtán ára ungling- ur byrjaði hún svo á að skrifa i bundnu máli, en einhvernvegin fann hún sig ekki heila og óskifta í ljóðinu, eða því, sem hún hafði þegar ritað. bað var ekki fyr en að faðir hennar hafði orðið að neyðast til að selja ættaróðal sitt Márbacka, og Selma var komin til Stokkhólms, sem kennaraefni, að hún fann sjálfa sig fyrir al- vöru. bað var einmitt þá, sem hún vann að sinu fyrsta stór- verki „Gösta Berlings saga.“ — í þessari skáldsögu teiknar Selma lifandi myndir af æskustöðvum sínum, og töfrar þær fram af mikilli snilli. Bókin er eiginlega fallegt æfintýri, en þó hefur æfin- týrið yfir sér hinn hreina blæ veruleikans, og meðan maður les verkið, hefur maður það æfinlega á tilfinningunni, að svona gæti þetta vel verið I líf- inu. Hér sjáum við ótal myndir af því fólki, sem skáldkonan hefur kynst og dvalist með f æsku; okkur er sagt frá ástum þess, gleðskap og fyrirætlunum. Allt gengur mjög fljótt fyrir sig, og allt af sigrar hið góða í við- ureign sinni við hið vonda, og það á mjög raunhæfan og sann- færandi hátt... En það er ekki bara fólkið sem skapar barátt- una og átökin í þessari skáld- sögu, heldur öll náttúran, hún er bakgrunnur alls þess, sem gerist, og stór þáttur í llfi og litauðgi bókarinnar. Fyrst I stað gerði ekki sagan mikla lukku f heimalandinu. Rit- dómararnir voru frekar kaldir, og vöruðust gersamlega, að benda á kosti bókarinnar ... En svo kom bókin út á dönsku, og þá var það Georg Brandes, hinn frjálslyndi og djaríi maður, sem um þessar mundir olli all- miklum straumhvörfum i dönsk- um bókmenntum, eða kom þeim á raunhæfari grundvöll; sem með skrifum sínum vakti almenna athygli á bók Selmu. betta varð hinn mikli sigur Selmu Lagerlöf, og nú gat skáldkonan gefið sig alla að ritstörfum. Heimskunnur bókmenntagagn- rýnandi, hefur haldið því fram, að liftaugin í öllum skáldskap Seltnu Lagerlöf, sé það, að menn- irnir eigi að vera góðir og glaðir. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson. Aflahlutir eru óvenju háir nú frá nýári til Páska, bæði hér í bænum og nálægum veiðistöðvum. Margir stærri bátanna hér skiftu ekki nú um Páskana, svo með vissu verður ekki vitað um aflahluti þeirra, en talið er að hæztu hlutir á stærri bátunum nemi um 1500 kr. Af bátum hér I bænuiu, sem skift hafa, er hæztur hlutur á Sædls (skipstj. Pálmi Sveinsson), 1440 kr. — Hæzti bátur hér að aflamagni frá nýári mun vera vélb. Harpa (skipstjóri Ásberg Kristjánsson). Hefir hann aflað frá nýári til Páska rúmlega 200 þús. kgr. Hæztur hlutur i Hnífsdal er á vélb. Vinur (form. Páll Pálsson) 1020 kr., en frá því íhausthefir Páll fengið samtals 2060 krónur til hlutar. í Bolungavík er hæztur hlutur frá nýári til Páska 1080 krónur á vélb. Max (form. Bernódus Halldórsson). Aflahlutir f Súgandafirði og Önundarfirði munu vera nokkru Iægri en hér við ísafjarðardjúp. Útför Páls Jónssonar lögreglustjóra í Bolungavík fór fram þar 27. þ. m. f tilefni af ummælum Skutuls um Pál sál. skal þess getið, að forustumenn verkalýðsins í Bolungavík, þeir Guðjón Bjarnason og Sveinn Halldórsson, stóðu heiðursvörð við kistu hans f kirkjunni. Hafa þeir auðsjáanlega haft forskrift Skutuls að engu. Messað verður hér á morgun kl. 5 e. h. Sigurður Pétursson skipstjóri og Haraldur Sigurðsson vélstjóri áttu 25 ára starfsafmæli sem yfirmenn eimskipsins Gullfoss. Skipstjórn Sigurðar hefir verið með þeim ágætum, að aldrei hefir slys orðið á skipi hans. Allir far- þegar með Gullfossi bera hlýjan hug til Sigurðar skipstjóra, og hinir mörgu farþegar, sem kynst hafa Sigurði nánar róma alúð hans og prúðmensku. Hafa þess- ir eiginleikar aflað Sigurði Pét- urssyni vináttu og virðingar, ut- anlands og innan. Haraldur Sigurðsson yfirvél- stjóri hefir 1 sinni stöðu llka ver- ið réttur maður á réttum stað. En út á við hefir minna komið til hans kasta. Reikningur Sjúkrasamlags ísafjarðar fyrir siðastl. ár er nú fullgerð- ur. Tekjurnar urðu alls tæp 93 þús. kr., en gjöldin liðl. 78 þús. kr. Helztu gjaldaliðirnir eru: Sjúkrahúsvist krónur 38.065.50; Læknishjálp kr. 16.825.25 og lyf kr. 16.561.68. Þvottaklemmur (þýzkar) o» hrosshársleppa selur Valdimar Þorvarðsson, Hnifsdal. Borgið Vesturland. Prentstofan ísrún.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.