Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 11.01.1941, Qupperneq 2

Vesturland - 11.01.1941, Qupperneq 2
6 VESTURLAND Lýðræðisbrot kirkjumálaráðherrans. Veiting prestsembættanna í Reykjavík. Bróðir Eysteins ranglega skipaður prestur. Tilkynning frá ríkisstjórninni. Þar til öðruvísi verður ákveðið munu hin brezku varðskip, sem hafa eftirlit með siglingum við Reykjavik, halda sig kringum 0,7 sjómílur í 300° stefnu frá Engeyjarvita. Reykjavík, 13. desember 1940. Forsætis og kirkjumálaráð- herrann Hermann Jónasson hefir nú nýverið veitt prestsembættir, f Reykjavik, og bersýnilega ekki getað neitað sér um þá tíða venju Framsóknarmanna, að ganga á móti vilja kjósendanna og fremja lýðræðisbrot. Hefir honum þótt það því sjálfsagðara, þar sem í hlut átti einn af vandamönnum Framsóknarflokksins, bróðirvið- skiftamálaráðherrans. Biskup landsins, herra Sigur- geir Sigurðsson, lagði til að þeim yrðu veitt embættin. sem flest atkvæði fengu í hverri sókn, og er það í fullkomnu samræmi við hefðgróna og ríkjandi venju í þessum efnum. í Hallgrimssókn voru kosnir tveir prestar. Langflest atkvæði fengu þeir síra Sigurbjörn Ein- arsson og síra Jón Auðuns. — Næstur þeim að atkvæðatölu var síra Sigurjón Árnason, en bróðir Eysteins viðskiftamálaráöherra, síra Jakob Jónsson, var fjórði maður að atkvæðatölu. Forsætis-, dóms- og kirkju- málaráðherrann, Hermann Jón- asson, veitti séra Jakob annað prestsembættið Hallgrímssókn, gegn tillögum biskups og það Kaupgjaldsmálin. Frá þvf síðasta blað kom út hefir þetta helzt gerst f kaup- gjaldsmálunum: Verkalýðsfélagið Baldur hér í bænum hefir nú gert kaupgjalds- samninga við flesta atvinnurek- endur. Samkvæmt samningum þessum hækkar kaup í dagvinnu um 5 aura á klukkustund, og kaup við isfiskvinnu verður kr. 2.20 á kl.st., jafnt á hvaða tíma sólarhrings sem er. Á alltkaup- gjald greiðist fuli dýrtiðaruppbót. Kaup í dagvinnu, hjá at- vinnurekendum, verður þvi, mið- að við núverandi dýrtíðarupp- bót, kr. 1.92 á kl.st., en i vinnu hjá bæjarsjóði kr. 2.16 á klst, Verkalýðsfélagið á Flateyri hefir undirritað samninga við vinnuveitendur þar. Verkalýðsfélagið Dagsbrún í Reykjavik hefir við alsherjarat- kvæðagreiðsiu samþykkt kaup- gjaldssamninga þá, sem sam- komulag hafði orðið uin milli vinnuveitenda og samninga- nefndar Dagsbrúnar. Er þvi aflétt verkfalli félagsins. Verkamannafélagið Hlif i Hafn- arfirði hefir undirritað samninga við vinnuveitendur þar, á likum grundvelli og Dagsbrún í Rvík. Verkfall stendur enn yfir hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í þótt séra Jakob fengi 230 atkv. færra við kosningarnar en séra Jón Auðuns. Að vera forsætis- og dóms- málaráðherra ætti með réttu að teljast hin mesta virðingarstaða í landinu, og þeim sem þá stöðu rækja fyrir þjóðfélagið ætti að vera skylt að vinna þau störf svo að þeim sjálfum og þjóð- félaginu væri sómi að. Lýðræðinu í landinu og sjálf- stæði þjóðarinnar stafar meiri hætta af þeim ráðherrum og stjórnmálaflokkum sem þverbrjóta kosningarrétt og iýðræði, en af erlendum stundar-yfirráðum, því þessir menn deyfa lýðræðiskend þjóðarinnar, vegna flokksofstæk- isins verða þeir óhappamenn í stjórnmálalífi þjóðar sinnar. Sama má segja um þau lítii- menni, sem taka við stöðum og embættum úr hendi óhappamann- anna. Þrífist aldrei slíkir menn I þjóð- félagi voru. Það er með réttu talið ósæmilegt að hafa rangt við f leik og unglingar sem það gera fá fyrirlitningu leiksystkina sinna. Hversu miklu fyrirlitlegra er þá ekki að hafa rangt við í opinberum trúnaðarstörfum. Reykjavík. Hefir ekkert verið unnið í verksmiðjum þar siðan um áramót. Verkfall háseta á togurum stendur nú einnig yfir, og er meirihluti togaraflotans stöðvað- ur af þessum sökum. Sáttasemjari ríkisins mun hafa fengið vinnudeiiur þessar til meðferðar. Sókn Grikkja í Albaníu heldur enn áfram. Hafa Grikk- ir nú tekið herskildi borgina Klisura, en um þá borg hafa staðið harðir bardagar undan- farið. Varð mikill fögnuður í Grikk- landi, er það spurðist að Klisura væri fallin. # Grísk tundurdufladeild fór ný- lega inn i Adríahaf til árása á borgfna Vallona. Skutu herskip- in á borgina og ollu miklu tjóni. Héldu sfðan heimleiðis án þess að til viðureignar kæmi við ítölsk herskip. ítalir hafa nú um stund haft sig meira frammi í loftárásum á grískar borgir, en verið hefir um hríð. Gerðu þeir nú í vikunni snarpar árásir á Saloniki og ollu þar talsverðu tjóni. Athugasemd enn. í siðasta bl. Vesturlands hefir hr. Elias Ingimarsson ritað at- hugasemd út af greinarkorni: Frá Hnífsdælingum, sem birtist i 48. tbl. f. á. Þótt fyrnefnt greinarkorn sé ekki eftir mig, bið eg yður, hr. ritstjóri, að birta eftirfarandi: Eg tel athugasemd hr. E. I. ekki á rökum bygða, ef gera á réttan samanburð á Hnífsdal eins og hann var áður og eins og hann er nú. Því miður er útgerðin í Hnífs- dal talsvert minni nú en áður. Þegar útvegurinn var mestur voru hér 20 vélbátar 5—8 smál. og 20 trillubátar og árabátar. Nú er fiskiflotinn 5 vélbátar 12 til 18 smál. og svo vélb. Glaður, sem er skráður frá Hnifsdal, en Hnífsdælingar hafa lítið haft af að segja, nema að nokkrir menn fengu þar skiprúm á síldveiðum s. 1. sumar, en þess hafa þeir notið á fleiri bátum. Árabátar og trillubátar eru nú að eins 1—2. Svo er annað í þessu máli. Bryggja sú, er sett var í Skelja- vík, hefir dregið útveginn frá piássinu og enn sem komið er er hún vafasamur gróði fyrir það Þvi miður er útlit fyrir að svo verði enn um langa stund, þar sem aðstaða á landi við bryggj- una er hvergi nærri ákjósanleg. Legupláss fyrir bátana er líka takmarkað og slys þau á bátum, sem orðið hafa þar síðustu árin sýna glögglega, að bátalegan er ótrygg, enda hefir komið fyrir að orðið hefir að fá bát frá ísa- firði til þess að bjarga bátum á legunni við bryggjuna. Þykir mér ólíklegt. að útvegurinn auk- ist að ráði meðan aðstaðan ekki batnar, en máske hr. E. I. hafi það alt i hendi sinni. Mér eru vel kunnar ástæðurn- ar fyrir þvi. að hafnarmannvirki okkar Hnífsdælinga var valinn staður i Skeljavik. Má hr. E. I. miklast af hlutdeild sinni I því máli min vegna, ef hann vill, en ekki verður það gert með þeim rökum, að það hafi bætt hag okkar Hnifsdælinga í heild í einu né neinu. Eg sé ekki neilt niðrandi við það þótt Hnifsdalur sé nefndur fremur sveitaþorp en verstöð. Hann er það nú, þótt hr. E. I. vilji halda öðru fram. Sú mikla atvinna við fiskverkun sem var i Hnffsdal áður máfti heita nær því horfin þegar núveraudi styrj- öld skall yfir. Þess vegna hefir fjöldi Hnifsdælinga orðið að sitja atvinnulitlir heima, ieita burtu til atvinnu, en sumir flutt sig bú- ferlum. Mætti hr. E. 1. vera þetta vel kunnugt, þar sem hann hefir verið hér oddviti um hríð og mikill ráðamaður. Margt fleira væri ástæða til að leiðrétta í athugasemd hr. E. I., en eg læt þetta nægja að sinni. Hnifsdal, 6. janúar 1941. Valdemar Þorvarðsson. Vestfjarða-annáll. íbúatala ísafjarðar. Samkvæmt hinu árlega mann- tali, er bæjarstjórn lætur taka, voru hér skráðir 2939 fbúar nú um s. 1. áramót, þar at eiga 130 lögheimili annarstaðar. Heimilis- fastir íbúar eru því 2809. Mannalát. 25. f. m. andaðist að Fossum í Skutulsfirði Þórdís Helgadóttir, 7 ára gömul. 1. þ. m. andaðist í sjúkrahúsi ísafjarðar ekkjan Málfriður Jóns- dóttir frá Hnifsdai, 73 ára gömul. Raforka til hitunar lækkar frá síðasta mælaflestri f 8 au. kwst. Árshátíð Templara hér fór fram s. I. sunnudag við góða aðsókn og mikinn áhuga. Er Templurum Ijóst, að áfengisskömtunin bætir ekki úr ástandinu, sem margir bjuggust þó við að verða myndi. Trúlofuð eru á Flateyri: Frk. Hallfriður Guðbjartsdóttir og Guðmundur V. Jóhannesson skipstjóri. Enn- fr. frk. Guðjóna Guðbjartsdóttir og Sturla Ebenezersson kaupm. Stúlka óskast strax. Anna Jónsdóttir, Hrannargötu 4. Stúlka óskast strax. Ritstjóri visar á. Morgunn, tímarit Sálarransóknarfélags ís- lands, fæst hjá undirrituðum. Arngr. Fr. Bjarnason.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.