Vesturland

Árgangur

Vesturland - 07.03.1942, Blaðsíða 2

Vesturland - 07.03.1942, Blaðsíða 2
34 VBSIURLANb Héraðsfundur Norður-ísfirðinga. Einhuga samþykktir um héraðsmál Krafist kosninga. VESTURLAND. Ritstjóri og ábyrgöarinaður: Sigiirðar Bjarnusoii frá Vigur. Silfurgata 7. Simi 56. Skrifstoía Uppsölum, sími 193. Afgreiðslumaður: Jón Jljörtur Flniibjnriiarsou. /Skipagala 7. ,Launaraannaílokkur.‘ Eitt meginádeiluefni andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins hefir um skeið verið það, að hann teldi sig allra stétta flokk. Jafnhliða hafa þessir flokkar játað, að sjáifir væru þeir fyrst og fremst flokkar þröngra hags- rnuna heilda. Alþýðuflokkurinn vill þannig endilega heita „flokk- ur launamanna.“ Ekkert sýnir beturglámskyggni sóslalista á þarfir islenzku þjóð- arinnar nú en hin 'einhliða stétta- pólitík hans. Hann hefir aðhyllst kjörorð kommúnismans, stétt gegn stétt og eftir því ætlar hann Islenzku þjóðinni að sigla á mestu háskatímum, sem yfir hana hafa komið. Alþýðuflokkurinn gerir enga tilraun til þess, að sam- eina stéttirnar innan vébanda sinna. Hann treystir sér ekki til annars, en að vera „flokkur launamannanna,“ framleiðand- inn, sjómaðurinn og bóndinn hafa gleymst, það er ekki rúm fyrir þá innan „launamanna- flokksins"! Stefna Sjálfstæðismanna er önnur. Eitt meginatriði steinu þeirra er kjörorðið, sfétt með stétt. Þeir kjósa samstarf fram- leiðandans, bóndans og sjó- mannsins við verkamanninn, skrifstofum. eða verzlunartnann- inn. Þeirra stefna byggist á að þjóðin, þ. e. einstaklingarnir, eigi a. m. k. eitt sameiginlegt mark- mið, sameiginlega heill sina. Þessvegna vill Sjálfstæðisflokk- urinn vera flokkur allra stétta. Þessvegna öfundar hann Aíþýðu- flokkinn ekkert af þvi, að heita, eða vilja heita „launamanna- flokkur.“ Sjálfstæðisflokkurinn kýs heldur að vera flokkur fram- leiðandans og launamannsins í senn, heldur en einhliða og þröng- ur flokkur annars hvors. Hann hefír valið þessa stefnu vegna þess, að hún tryggir bet- ur hagsmuni þjóðarinnar. Lögmál stéttabaráttunnar er lygi frá upphafi til enda. Sjálfstæðismenn munu þess- vegna nú ótrauðir fylgja stefnu sinni, vera þjóð sinni trúir með þvi, að hvetja fremur til sam- vinnu en sundrungar, treysta þau bönd sem skapa samstæða og sterka heild, islenzka þjóð, sem mættir hættunum stöðug í trúnni á samstarf stétta og einstaklinga. S. 1. fimmtudag var haldinn í Reykjanesi héraðsfundur Norður- ísfirðinga. Sátu furidinn um 60 manns, úr öllum hreppum sýsl- unnar, að einum undanjeknum. Voru rædd héraðsmál og utn þau gerðar margar samþykktir. Þrjár nefndir, samgöngumála-, atvinnu- og allsherjarnefnd, voru kosnar og fjölluðu þær utn flestar þær tillögur sem fram komu, Sigurður Bjatnasbn frá Vigur setti fundinn fyrir hönd fundar- boðenda, en fundarstjórar voru kjörnir sr. Þorsteinn Jóhannesson og Jón H. Fjalldal. Ritarar voru kjörnir Sigurður Pálsson og Þórður Hjaltason. Verður hér skýrt frá samþykkt- urn fundarins. Samgöngumál. Þýðingarmesta samgöngumál- ið sem fundurinn fjallaði um var Djúpbátsmálið. Hófust umræður, um það með því, að Torfi Hjart- arson sýslumaður, sem er for- maður bráðabyrgðastjórnar, sem kosin var s. I. vor til þess að hafa framkvæmd málsins með höndum, skýrði frá störfum stjórnarinnar. — Skýrði hann frá þvi, að samkomulag hefði orðiö um það innan stjórnarinnar, að • stærð væntanlegs Djúpbáts yrði rúmar 60 smálestir. Hefði Eitt af þeim stórmálum, sem ennþá eru óleyst hjá okkur ís- lendingum er það, hvernig hægt sé að tryggja betur en nú er afkomu þeirra manna, sem taka kaup sitt með hluta af afla. Reynsla undanfarandi ára hefir sýnt það, að afkoma þessara manna stendur á völtum fótum. Þegar afli er góður og gott verð fyrir fiskafurðir er aíkoma þess- ara manna góð, en þegar afli bregst eða verð er óhagstætt eru tekjur þeirra mjög litlar eða hvergi nærri nægilegar fyrir brýn- ustu nauðsynjum. Um þetta mál hefir mikið verið rætt og ritað og virðist sú stefna vera helst ofan á þessa stundina, að draga eitthvað úr þessari hættu með því, að styrkja sjómenn til þess að rækta sér blett og hafa kindur og garða. Það er, að gera sjó- manninn að nokkru leyti að bónda. Við þessu er það að segja, að ráðstöfun í þá átí getur aldrei náð til allra sjómanna, en með þessu er verið að grafa nú þegar verið gerðar teikningar að slíku skipi og útboðslýsingar samdar. Byggingakostnaður væri áætlaður 400—450 þús. kr. og mætti jafnvel ætla að skipið myndi ekki kosta undir l/2 milj. króna. Nú þegar hefði verið pöntuð vél í skipið. Þá hefði stjórnin snúið sér til fjárveit-. inganefndar Alþ. um frekari styrk við fyrirtækið, þar sem auðsætt væri að áætlaður byggingar- kostnaður yrði héraðinu ofviða, enda þótt 150 þús. kr. hefðu verið veittar til þess á síðustu fjárlögum. Bygging skipsins biði þess, að séð yrði hvernig þess- ari málaleitan reiddi af. Varfrá- sögn Torfa Hjartarsonar um störf stjórnarinnar mjög vel tekið. Samgöngumálanefnd, en hana skipuðu þessir menn: Bjarni Sigurðsson, Jón H. Fjalldal, Þórður Hjaltason, Bergmundur Sigurðsson, Áki Eggertsson, Sig- urður Hannesson og Sigurður Þórðarson, bar fram- eftirfarandi tillögu í Djúpbátsmálinu: Um leið og héraðsfundur N,- ísfirðinga, haldinn í Reykjanesi 5. marz þ. á , þakkar þann skiln- ing, er fram kom i ákvörðun siðasta Aiþingis um að greiða 3/b hluta af byggingarkostnaði nýs Djúpbáts, skorar fundurinn undan sterkustu stoðinni, sem landbúnaðurinn hvílir á, það er innanlandsmarkaðurinn, auk þess er hér verið að sækja starfs- hætti 50 ár aftur í tímann. Nú- tíma lifsvenjur útheimta verka- skiptingu, sjómaðurinn verður að vera sjómaður og bóndinn bóndi. Hér verður að finna annað ráð, ráð sem nær til allra þeirra sem eiga hér hlut að máli. Fyrst og fremst til allratsjómanna, sem taka iaun sin með hluta úr afla, svo og til þeirrar útgerðar, sem ekki hefir ástæðu tii þess að safna verulegum varasjóðum, það er smáskipa fiskiflotans. í Bolungavlk er til sjóður, sem hefur þetta hlutverk að vinna. Hann var stofnaður fyrir fáurn árum og mun nú vera komið í hann yfir 30 þúsund krónur. Mun ekki hér vera leiðarvísir á hina réttu braut? Hugsum okkur að í hverri veiðistöð yrði stofnaður sjóður, sem hefði það markmið, að tryggia það, að aflahlutir yfir mjög eindregið á Alþingi það er nú situr, að hækka fjárveit- inguna svo, að hún verði ekki minni en 3/ö hlutar raunverulegs byggingarkostnaðar, sem áætl- aður er að verði ca. 500,000 kr., verði báturinn Jbyggður á yfir- standandi ári, sem brýn nauðsyn er á. Ef málið fengi slíkar undir- tektir hjá Alþingi, myndu héraðs- héraðsbúar reyna að gera allt, sem unnt væri til þess að afla þess fjár, sem til vantar svo að fyrirtækið gæti tekið til starfa skuldlftið. Tillaga þessi var samþykkt i einu hljóði. Varðandi rekstrarstyrk til Djúp- bátsins var þessi tillaga samþ.: Almennur héraðsfundur Norð- ur-ísfirðinga skorar á Alþingi það er nú situr, að hækka rekst- ursstyrk til Djúpferðanna á yfir- standandi ári í 65,000 kr., þar sem sjáanlegt er, að ómögulegt verður að halda uppi ferðunum með jafnlitlum ríkisstyrk og veitt- ur hefir verið. Aðrar tillögur sem satnþykktar voru í samgöngumálurium voru þessar: 1. Héraðsfundur Norður-ísa- fjarðarsýslu skorar á Alþingi að veita nægilegt fé á næstu fjár- lögum til þess að Ijúka vega- gerð yfir Þorskafjarðarheiði úr Þorskafirði að Djúpi. Jafnframt verði byggð brú á Langadalsá framan við Bakkasel og akvegur lagður út Langadalsströnd. 2. Þar sem Steingrímsfjarðar- árið I þeirri veiðistöð sem hann starfar I færu aldrei niðurfyrir ákveðið lámark. Hvert sjávar- þorp eða veiðistöð ætti þá að eiga sinn sjóð, sem algerlega yrði stjórnað af þar til kjörnum heimamönnum. Hlutaðeigendur í hverri veiðistöð ákveða þá sjálfir lámarksupphæð hlutanna með tilliti til reynslu undangenginna ára á hverjum stað. Hvert skip, sem veiði stundaði frá staðnum yrði þá að greiða viss °/0 til sjóðsins af brúttó afla áður en aflaskipti færu fram, þ. e. að gjaldið dragist frá óskiptum afla. Á meðan að sjóðum þessum væri að vaxa fiskur um hrygg, er sjálfsagt að ríkissjóður styrkti þá mjög mikið, þá sérstaklega þar sem svo stendur á núna, að þetta myndi reynast eitthvað það öruggasta ráð til þess að draga úr þeirri hættu, sem staf- ar af verðhruni sjávarafurðanna eftir stríðið, sem vitanlega fyrst og fremst ketnur niður á sjó- mönnum og útgerðarmönnum. Á venjulegum tímurn er þetta syo mikið stórmál, að einhverra átaka er fullþörf til úrbóta, en á þessum tímum, sem við nú lifum á, eru skjót átök og sterk beinlínis lífsnauðsyn. Hlutatrygging sjómanna og útvegsmanna Eftir Elías Ingimarsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.