Vesturland

Árgangur

Vesturland - 21.02.1943, Blaðsíða 3

Vesturland - 21.02.1943, Blaðsíða 3
VESTURLAND 19 Stórt og hörmu- legt manntjón. 7 manna skipshöfn og’ 24 farþegar frá Vestfjörðum fórust með línuveiðaranum Þormóði út af Reykja- nesskaga fimmtudaginn 18. þ. m. Skipið var á leið frá Vestfjörðum til Reykjavíkur. Þessir menn voru skipverjar á skipinu: Gísli Guðmiuidsson skip- stjóri frá Bíldudal, kvæntur og átti tvö ung börn. Bárður Bjarnason stýrimað- ur, í'rá Isafirði, lætur eftir sig ekkju og 2 ung börn. Lárus Agústsson 1. vélstjóri, frá Reykjavík. Guðlaugur Jóhannssön mat- sveinn, kvæntur og átti 1 barn. Ólafur ögmundsson háseti, frá Flatey á Breiðafirði. Jóhann Kr. Guðmundss. liá- seti, frá Reykjavík, lætur eftir sig unnustu. Björn Pétursson háseti, frá Bíldudal, ókvæntur, en átti unnustu á Bíldudal. Farþegar með skipinu voru þessir: Frá Bildudal: Salóme Kristjánsdóttir frá Jaðri á Bildudal, móðir Gunn- laugs Jóhannssonar. Fjóla Ásgeirsdóttir, kona Gunnlaugs. Séra Jón Jakohsson, kvænt- ur og átti þrjú börn. Ágúst Sigurðsson, fyrrurn kaupmaður. Jakobína Pálsdóttir frá Vatnsfirði, kona Ágústs Sig- urðssonar. Þorkell Jónsson, verk- stjóri i hraðfrystihúsi Bilddæl - inga, kvæntur og átti tvö börn. Sigríður Eyjólfsdóttir, kona Þorkels og barn þeirra hjóna. Þorvaldur Friðl'innsson, for- stjóri Rækj uverksmiðj unnar á Bildudal. Loftur Jónsson, kaupfélags- stjóri á Bildudal, kvæntur og átti 1 barn. Karl Eiriksson, Eirikssonar frá Sperðlahlíð, ungur maður ógiftur. Bjarni Pétursson, bróðij- Björns, kvæntur maður og átti 2 börn. máluin almennings, þótl hetri kostur væri á að fá af reikn- ingnum nokkru meiri þekk- ingu um fjárstjórn og hag bæjarl’élagsins en raun hefur verið á að undanförnu. Prení- uð árleg úfgáfa bæjarreikn- inganna sýnisl vera sjálfsögð krafa bæjarbúa. Gísli Kristj ánsson, ungur og ókvæntur. Kristján Guðmundsson, sjó- maður, kvæntur. Indíana Jónsdóttir, kona hans. Öskar Jónsson, ungur og ó- kvæntur. Jón Vestfjörð, kvæntur mað- ur, átti tvö börn í ómegð. Áslaug Jensdóttir, Hermanns- sonar, skólastjóra, ung stúlka. Málfríður Jónsdóttir, stúlka um tvitugt. Guðbjörg Elíasdóttir frá Fífustöðum í Dalahreppi. Benedikta Jensdóttir frá Sel- árdal í Dalahreppi, ung stúlka. Frá Patreksfirði: Séra Þorsteinn Kristjánsson frá Sauðlauksdal, sem lætur eftir sig konu og 5 börn, og Þórður Þorsteinsson skipstjóri, er var kvæntur og átti 2 börn. Þá fórst ennfremur með skipinu Guðmundur Pétursson frá Súluvöllum í Húnav.sýslu. Af þessu látna fólki óttu 22 heima á Bíldudal, 7 konur, 1 drengur og 14 karlmenn. Átak- anlega hömulegt áfall er þetta mikla manntjón svo fámennu byggðarlagi. Tiidrög slyssins voru stór- viðrið aðfaranótt 18. þ. m. Leki var komirin að skipinu, þegar það scndi Slysavarnarfélaginu skeyti um skjóta hjálp. En hjálpin kom of seint þótt fljótt væri við brugðið. Leitarskipin fundu aðeins brak úr skipinu austur af Garðskaga og lík frú Jakobínu Pálsdóttur. Sveinbjörn Finnsson. Viðskiftamálaráðherra liefir skipað Sveinbjörn Finnsson, hagfræðing, verðlagsstj óra, samkvæmt hinum nýju lögum um verðlag. Frá Alþingi. Þingfrestunin varð að end- ingu að lögum á þann veg að reglulegu AlJjingi fyrir 1943 var frestað þar til 1 dögum eftir að aukaþinginu, er nú situr, vérður slitið, en þó eigi lengur en til 15. apríl. Fjárlögin voru afgreidd frá þinginu 15. þ. m. Síðar verður Tillaga um fullnaðarundirbún- ing hafnargerðar i Bolungavík samþykkt á Alþingi. Álit vitamálastjóra. Ems og sagt hefir verið frá hér í blaðinu flutti þm. Norð- ur-lsfirðiriga i .þingbyrjun i haust þingsályktunartill. um fullnaðarundirbúning hafnar- gerðar í Bolungavík. Þessi tillaga liefir nú náð samþykki. Sj ávarútvegsnefnd Neðri deildar fékk málið til meðferðar og leitaði um það álits vitamálastj óra, Fer það álit hans hér á eftir: „Með bréfi, dags. 8. þ. m., ' hefur háttvirt sjávarútvegs- nefnd óskað umsagnar minnar um tillögu til þingsályktunar um fullnaðarundirbúning hal'n- argerðar i Bolungavík, og skal ég í því tilefni leyfa mér að taka þetta fram: Ástandið í hafnarmálum Bol- ungavíkur er hvergi nærri golt og þyrfti að breytast til batn- aðar undireins og tök eru á. Nálega allar nauðsynlegar mælingar fyrir framhalds- hafnarvirkjun þar á staðnum hafa þegar verið gerðar, og að ekki var hafizt handa á árinu næst undan stríðinu, hefur vafalaust stafað af því, að Hólshreppur átti nógu örðugt með að standa undir áföllnum kostnaði vegna endurbóta og viðhalds á garnla brimbrjótn- um. Af mælingum og atliugunum ó undanförnum árum hefur það komið í ljós, að stórskipa- höfn í Bolungavík verður mj ög kostnaðarsöm, og það svo, að næsta ólíklegt verður að telja, að í þau mannvirki verði ráð- izt í náinni framtíð. Um höfn fyrir smærri ski]) gegnir öðru máli, og það hafa lcngi hér á skrifstofunni verið til athugunar ýmis úrræði. Einna líklegustu lausnina tel ég vera. þó að framlengja gamla öldubrjótinn fram á eða frarh fyrir boðann, eða um 70—100 m. 1 skjóli þessa fram- haldsöldubrjóts yrði svobyggð- ur grjótgarður svo stór, að hafnarkví myndaðist milli hans og brjótsins. Þessa kvi má dýpka svo, að mestur hluli hennar verði nokkuð á 4. m. um fjöru, og ef enn fremur yrði byggð þarna ' trausl bryggja, væru sköpuð mjög sæmileg skilyrði til afgreiðslu og geymslu á bátum, og auk þess gætu minni háttar vöru- skip fermt þar og affermt. Að- eins þyrftu skip með um eða yfir 10 feta djúpristu að sæta sjávarföllum, enda er þarna mjúkur sandbotn, svo að ekki kæmi að sök, þó að skip tækju niðri litils háttar um fjöru. Ég tel því rétt, að uppdrætt- ir verði gerðir af þessum hafnarmannvirkj um undireins og tími vinnst til, og tel ég það megi gera hér á skrifstofunni án nokkurra verrulegra mæl- inga fram yfir þær, sem fyrir hendi eru, svo að óætlanir þessar þyrftu ekki að kosta neitt fé að ráði fyrir ríkis- sjóðinn“. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Líftryggingarfélagið DANMARK. Aðalumboð: Þórður Sveinsson & Go. h. f. Reykjavík. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ þeim ef til vill í aðalatriðum heild, cr lýst á öðrum stað i lýst í blaðinu. Þeim fjárveit þesu blaði. ingum, er sérstaklega varða N.- -----------------------——------ Isafjarðarsýslu og Vestfirði i Prentstofan lsrún

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.