Vesturland

Árgangur

Vesturland - 20.05.1944, Blaðsíða 1

Vesturland - 20.05.1944, Blaðsíða 1
VESTURLAND BLAÐ VESTFIRZKRA SJÁLFSTÆÐISMANNA XXI. árgangur. ísafjörður, 20. maí 1944. 18. tölublað. Sameinumst á örlagastund í dag eru engir flokkar til í landinu, aðeins íslendingar. Hvert mótatkvæði gegn skilnaði og lýðveldi er smánarbiettur á þjóðarheiðrinum. I dag hefst hin almenna þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort Islendingar vilja skilja við Dani og stofna al- gerlega frjálst og óháð lýðveldi á Islandi. I fjóra daga liggja örlög lands og þjóðar í höndum íslenzkra kjós- enda. Þjóðin sjálf fer þessa daga með hið æðsta vald. Dómur hennar hefur úrslitaþýðingu fyrir frelsi Islands, frelsi hvers einstaklings í landinu, í nútíð og framtíð. Hér er ekki um alvörulaust hégómamál að ræða. Á oss, sem göngum að kjörborðinu í dag og næstu daga, hvílir mikil ábyrgð. Og sú ábyrgð hvílir ekki síður á hin- um, sem heima sitja. Afskiptaleysi þeirra getur ráðið örlögum þjóðarinnar. Þessa daga hvíla augu hinn- ar víðu veraldar á íslandi. Lítil þjóð, sem háð hefur harðskeytta sjálfstæðisbaráttu, er að stíga lokaskrefið að þráðu takmarki, algeru frelsi sínu og sjálfstæði. Danakonungi svarað. Forsætisráðherra Islands sendi þann 11. þessa mánaðar svohljóðandi simskeyti til Kristjáns X. Danakonungs, og var sendiráði Islands i Kaup- mannahöfn falið að koma því á framfæri við konung: „Sendiráðið er beðið að tilkynna Kristjáni konungi X. að ég hefi samkvæmt ósk konungs látið birta íslenzku þjóðinni símskeyti það, sem sendiráðið sendi áfram og hafði inni að halda persónu- lega orðsendingu hans há- tignar frá 2. maí. Öska ég að konungi sé gerð kunn sú sannfæring mín, að þjóðar- atkvæðagreiðslan, sem lýk- ur 23. maí, muni sýna óskir þjóðarinnar um framtíðar- stjórnarformið, sem Alþingi gerir síðan ályktun um að komast skuli í framkvæmd svo fremi hinn stjórnskipu- lega ákveðni fulli meiri- hluti atkvæða fellur á þann veg. Það er ástæða til að taka það fram, að vera eriends herliðs í landinu er því ekki til tálmunar að þjóðin geti með fullu frelsi látið uppi vilja sinn. Hér er litið svo á, að hin gildandi íslenzka stjórnskipan sé byggð á og staðfesti þá grundvallar- reglu, að í fullvalda ríki eigi einungis. þjóðin .sjálf .að kveða á um stjórnarformið. . .Ég get fullvissað hans há- tign um það, að hann nýtur hjá íslenzku þjóðinni hinn- ar mestu virðingar persónu- lega og danska þjóðin hinn- ar innilegustu vináttu. Björn Þórðarson. ★ Jafnvel mitt í vopnabraki heimsstyrj aldar, vekj a slíkai- ákvarðanir smáþjóðar eftirtekt stórþjóðanna. En til þess að sjálfstæði íslands geti orðið styrkur að þessari athygli um- heimsins þarf þjóðin að vera algerlega einhuga. Vér verðum að minnast þess i'yrst og fremsí að vér erum Islendingar. / dag og næstu daga eru engir flokk- ar til á lslandi, engin sérliags- munatogstreita einstaklinga eða stétta, engin úlfúð, ekkert dægurþras, aðeins samhuya þjóð, íslenzkir menn. Alþingi Islendinga ákvað skilnað og lýðveidisstofnun einum rómi. Þar skarst enginn, ekki einn, úr leik. Og þó er Alþingi sjálfu sér sundurþykkt um flest mál önnur og sætir að vonum fyrir það ámæli. En í sjálfstæðis- málinu leyfði enginn af full- trúum þjóðarinnar sér að skor- ast undan merkjum. Þar voru heilög vé. Islenzka þjóðin, fólkið út við sjó og inn til sveita, verður að sýna, að það standi ekki Alþingi að baki í þessum efn- um. Hið æðsta lirskurðarvald er nú i höndum hvers kjós- anda. Þetta vald verður hver einasti kjósandi að nota og á þann hátt að honum sjálfum, héraði hans og landi sé sæmd og styrkur að. Hvert einasta mótatkvæði gegn skilnaði og lýðveldisstofnun er dökkur, ó- afmáanlegur blettur á þjóðar- heiðri Islendinga. Frændur vorir Norðmenn, sem nú berjast fyrir lífi sinu, endurheimtu sjálfstæði sitt úr höndum Svia með styrjöld vof- andi yfir höfðu sér. En einhug- ur norsku þjóðarinnar var slikur, að bæði yfirriki þeirra og allur heimurinn sáu að þeir verðskulduðu frelsið og urðu ekki stöðvaðir i sjálf- stæðisbaráttu þeirra. Vér Is- lendingar verðum með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að sýna það sama og Norðmenn, órjúf- andi samheldni og einhug. Það mun verða landi voru i senn sæmd og styrkur út á við. Undanfarna daga hefur það l'logið fyrir hér á Isalirði að einstakir menn ynnu ósleiti- lega að því, ýmist að ísfirzkir kjósendur sætu heima eða greiddu atkvæði gegn stofnun lýðveldisins. Iðja þessara manna verður ekki gerð hér að umtalsefni. En á hitt verður að benda, hvílík vanvirða væri leidd yfir Isafjörð, ef sú yrði reyndin á að jafnvel tugir at- kvæða yrðu hér greidd gegn stofnun lýðveldisins. Slíkt bæri vott slíkum vanþroska að furðu sætti. Á liðnum tíma hal'a Isfirð- ingar jafnan skipað sér fast- ast um þá forystumenn, sem skeleggastir voru í sjálfstæðis- baráttunni. Jón Sigurðsson for- seti sat öll sín þingmennskuár á Alþingi sem þingmaður Is- firðinga. Skúli Thoroddsen og Framhald af 2. síðu. Islands. „Einhugur þjóðarinn- ar á þessu máli er okkar sterkasta vopn“. — segir Finnur Jónsson þm. Isfirðinga. I síðasta Skutul skrifar Finn- ur Jónsson þingmaður Isfirð- inga rökfasta grein, þar sem hann hvetur Isfirðinga til þess að sameinast í þjóðaratkvæða- greiðslunni og greiða allir sem einn atkvæði með skilnaði og lýðveldisstj órnarskránni. Vesturland vill því leyfa sér með samþykki Finns Jónsson- ar að prenta upp tvo kafla úr nefndri grein þingmanns Is- firðinga. Segir þar svo: „ ... Lýðveldið hefir svo marga kosti fram yfir konung- dæmið, hversu gott sem það kann að vera, að þar á er engan samanburð unnt að gera fyrir þjóð, sem ann almennu sjálfstæði og mannréttindum og hefir trú á sjálfri sér. Lýð- veldisstjórnarskráin hefir þá kosti fram yfir þá eldri stjórn- arskrá, að flytja æðstu stjórn inn í landið sjálft og ueita landsmönnum rétt til að velja sér forseta með almennri at- kvæðagreiðslu og tryggja það, að sá forseti hlýti þjóðarvilj- anum. Þetta eru svo miklir kostir, að ég hika ekki við að greiða atkvæði mcð lýðveldisstjórnar- skránni og skora á aðra að gera hið sama ...“ „ ... Hins vegar verður ekki komizt hjá að benda á, í allri vinsemd, að við erum að á- kveða okkur hið fullkomnasta stj órnarform sem þekkist. Við erum að vinna fyrir framtíð- ina. Augnabliksáhrif mega ekki ráða gerðum okkar i þessu máli. Við eigum undir högg að sækja um að fá rétt okkar viðurkenndan. Hver kjósandi, sem situr heima, hver kjósandi sem greiðir at- kvæði gegn lýðveldisstjórnar- skránni, torveldar þessa viður- kenningu. Einhugur þjóðar- innar í þessu máli er okkar sterkasta vopn. Við vitum ekk- ert um, hvort eða hvenær okk- ur gefst tækifæri til slíkrar at- kvæðagreiðslu aftur ... “

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.