Vesturland

Árgangur

Vesturland - 20.05.1944, Blaðsíða 2

Vesturland - 20.05.1944, Blaðsíða 2
70 VESTURLAND Bæjarstjórn ísafjarðar skorar greiða atkvæði bæði með lýðveldisstofnun. Utdráttur úr í'undargerðabók bæjarstjórnar Isaí jarðar frá 20. Marz 1944. „Bæjarstjórn Isaf jarðar lýsir sig einhuga samþykka niður- fellingu Dansk-lslenzka sambandslagasamningsins frá 1918 og stofnun lýðveldis á Islandi, og hvetur jafnframt alla kjós- endur Isafjarðarkaupstaðar til að fylkja liði við þjóðaratkvæða- greiðslu þá, er fram verður látin fara 20.—23. maí n. k. um sambandsslit og stofnun lýðveldis á lslandi. Loks samþykkir bæjarstjórn, að kosnar verði 2 þriggja manna nefndir og gangist önnur fyrir hátíðahöldum hér í bæn- um á stofndegi lýðveldisins, en hin starfi að örfun kjörsóknar til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Verði einn fulltrúi frá hverjum stj órnihálaflokki i bæjarstjórn í hvorri nefndinni um sig. Þó kveðji nefnd sú, sem stjóx-na skal hátiðahöldunum, full- trúa frá félögum i bænum til samstarfs við sig, svo að hátiða- höldin geti orðið sem fjölbreyttust og virðulegust. Na.uðsynleg- ur kostnaður vegna iiefndarstarfa þessara, gi’eiðist úr bæjar- sj óði. Hannibal Valdimarsson Haukur Helgason Halldór Halldórsson Var tillaga þessi samþykkt með öllum atkvæðuxxi“. Undir fundargerðina rituðu. Guðm. Gíslason Hagalín, Hannibal Valdimai’sson, Halldór Ölafsson, Haukur Helgason, Birgir Finnsson, Haraldur Guð- mundsson, S. Sigurbjörnsson, Haraldur Leósson, H. Halldói’s- son, Jón Guðjónsson. Réttan útdrátt staðfestir. Bæj arstj órinn á lsafirði, 16. mai 1944. Jón Guðjónsson. Er Hannibal Valdimarsson líka flúinn frá þessai’i undir- skrift sinni? 1 samræmi við tillögu þessa er nú stai’fandi nefnd, sem vinnur að undirbúningi hátíðahalda i bænum 17. júni, stofn- dag lýðveldisins. llvernig má það svo verða að sami maður- inn, sem samþykkti tillöguna hér að ofan og fól sérstakri nefnd að undirbúa hátiðahöld 17. jiiní, þegar lýðveldisstjórn- arskráin tekur gildi, vinni nú íeynt og ljóst að því, að Isfirð- ingar felli lýðveldisstjórnarskrána? Er þessi maður með öllum mjalla? Isfirðingar, í herrans nafni, gætið sóma ykkar. Tugir at- kvæða lsfirðinga gegn lýðveldisstol'nuninni væru bænum og ykkur til háborinnar vanvirðu. Slíkt má ekki henda. Bjarkarlaufin þrjú. VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: SigurSur Bjarnason, frd Vigur Silfurgata 6. Sími 5. Skrifstofa Uppsölum, síini 19 3. Verð árgangsins 10 krónur. Afgreiðslu- og innheimtum.: Finnbjörn Hermannsson. Skipagata 7. Sameinumst á örlaga- stund islands. Framh. af 1. síðu. séra Sigurður í Vigur stóðu jafnan fremstir í flokki þar sem baráttan stóð fyrir sjálf- stæði lslands. Isfirðingar fylgdu þessum mönnum fast að málum. Það væri þvi mikið lánleysi ef ísfirzkir kjósendur létu ein- hverjar veggjalæður glepja sér svo sj'n, að þeir sætu heima eða greiddu atkvæði gegn því að lýðveldi væri stofnað á Islandi og lokaspoi’ið stigið í sjálf- stæðismáli þjóðarinnar. Isfirðingar! Vér megum ekki saui’ga minningu forfeðra vori’a og sæmd sjálfra vor með því að gleyma skyldu vorri á þessari öi’lagastundu. Vér verðum að greina kjarnann frá hisminu, framtíðai’heill lands vors og þjóðar, sjálfra vor, frá þrasi og kífi hversdagslífsins. Vér vitum, að réttur Islands til algeri’ar frelsistöku er ótví- ræður og um hann verður ekki villst. Látum það ekki henda að bollaleggingar um það, að e. t. v. gæti stofnun lýðveldis og skilnaður við Dani beðið hentugi’i tima, verði til þess að rugla þjóðina og veikja trú hennar á rett sinn. Hjá þeim, sem ekki hagnýtir sér rétt sinn, þegar hann er skýlaus fyrir íiendi, leynist oftast einliver efi um hvað skuli gera. En ls- lendingar eru ekki í neinum vafa og þurfa eftir engu að bíða. Frá því að íslenzk endur- reisn hófst hafa Islendingar stefnt að því takmarki, sem vér nú i dag stöndum við. Isfirðingar! Leggjum skerf vorn einlxuga til þess að þessu marki verði náð. Setjum krossinn fyrir framan bæði jáin á atkvæða- seðlinum. Að lokum þetta: Megi mildi þeirrar forsjónar, sem leitt hefur Islendinga æ lengra áleiðis i sjálfstæðisbar- áttu þeirra endast til þess að gefa þjóð vorri, hverjum ein- asta Islendingi, styi’k og þroska til þess að nxæta þeirri örlaga- stund Islands, sem nú er upp runnin. Til sölu húseign mín, Sundstræti 31 A, efri hæðin.. Theodór Jónsson. Merki lýðveldiskosninganna bjarkai’blöðin þrjú á livítum grunni, verður eign Skógrækt- arfélags Islands að þjóðarat- kvæðagreiðslunni lokinni; öllum lslendingum er það mikið áhugaxnál að efla og auka skógrækt í landinu, klæða landið njrjum gróðri og gera það þar með í senn feg- ui’ra og betra. Væntanlega verður Skóg- ræktarfélaginu stóxmikil stuðn- ingur að hinu nýja merki, sem strax í upphafi mun verða. mjög vinsælt og borið af öll- um góðum Islendingum við ]) j óðaratkvæðagreiðsluna. Bak við merkið sjálft liggur glæsileg liugsjón, nýtt land- nám, aukin ræktun og fegrun landsins. Minnumst þessarar hugsjónar er við að lokinni at- kvæðagreiðslu höfum fest bjarkarlaufin þrjú i bai’in okkar. Minnumst þess nýja dags, sem nú er að renna upp í lífi íslenzku þjóðarinnar og við öll óskum að verði þjóð okkar drjúgur til giftu. Gullbrúðkaup áttu í gær hjónin Sigi’íður Ilalldórsdóttir og Guðjón Magnússon. Þau hjón bjuggu liér á Isa- firði í 45 ár en fluttust til Pat- á Isfirðinga að skilnaði og Staksteinar. „Hannibalar“. I núverandi styrjöld hafa nxeð ýmsum þjóðum, sem orð- ið hafa hræsvelg erlendrar inn- rásar að bráð, risið upp menn, sem tryggt liafa sér ákveðinn sess á spjöldum sögunnar. Þessir menn hafa verið reiðubúnir til þess að hleypa loku frá dyrum þjóðar sinnar jafn skjótt og innrásarmerkið var gefið. Siðan mótmælaboðskapur- inn til Islendinga barst frá Kaupmannahöfn fyrir skömmu er ný manntegund tekin að skjóta upp kollinum hér á Isa- firði. Eru persónur þessar nefnd- ar „hannibalar". Verður fróðlegt að sjá hversu margir Isfirðingar telja sér fremd í mökum við það sálufélag. En það kemur í ljós að lokinni talningu við þjóðaratkvæðagreiðsluna, sem allir góðir Isfirðingar vona að verði hér sem minnst „bláþráð- ótt“. „Saklaus og prúður“ Grein „saklausa og prúða piltsins“, er birtist í síðasta Skutli mun Vesturland ekki svara. Til þess er hún of auð- sætt vandræðafálm eftir af- sökunum, sem ekki eru til á framkomu liins „saklausa og prúða“ og fleiri honum heimskari og verri manna á síðasta aðalfundi Djúpbátsins. Bæjarstjórn Isafjarðar hefur nú samþykkt málshöfðun út af máli þessu og mun þá verða skorið úr ágreiningsatriðun- um. Halldór Halldórsson mælti á síðasta bæjarstjórnarfundi mjög eindregið gegn slikri málshöfðun, þar sem fyrir fram væri auðsætt að bærinn tapaði málinu, eins og allt væri í pottinn búið. Vesturland bíð- ur rólegt úrslitanna í mála- ferlaflani kratameirihlutans. reksfjarðar 1939 og hafa búið þar síðan. Nú dvelja þau hér um hríð hjá börnum sínum og tengdabörnum. Hafa þau átt 12 börn og eru 9 þeirra lífi. Hittast börn þeirra nú öll hér á Isafirði í tilefni gullbrúðkaups- ins. Þau hjón Sigríður og Guðjón cru mestu sæmdar- og dugnað- arfólk. Þau hafa komið hinum fjölmenna barnahóp sínum vel til manns, enda eru börnin öll myndar- og atorkufólk. Vestur- land óskar þeim hjónum til hamingju með gullbrúðkaupið og býður þau og börn þeirra velkomin hingað til bæjarins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.