Vesturland - 18.07.1947, Qupperneq 2
2
VESTURLAND
Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
SigurZur Bjarnason frá Vigur
SigurZur Halldórsson.
Skrifstofa Uppsölum
Sími 193.
Verð árgangsins 10 krónur.
Afgreiðsla:
Hafnarstræti 14 (Uppsalir)
Ósvífin framkoma
viðskiptamálaráðu-
neytisins.
Frá því var skýrt í síðasta
blaði að Viðskiptamálaráðu-
neytið hefði tilkynnt verð-
hækkun á kolum frá 10. þ. m.
Samkvæmt nýj a verðinu verða
Reykvíkingum seld kolin fyrir
260 kr. tonnið heimflutt til
kaupenda, en hér á Isafirði fá
kaupendur tonnið fyrir 300 kr.
Utan Isafjarðar í sveitum og
kauptúnum má gera ráð fyrir
nokkru hærra verði.
Sagan endurtekur sig. 1 all-
an vetur hafa Vestfirðingar og
fólk út um allt land orðið að
kaupa kol við miklu hærra
verði en Reykvíkinigar, sem þó
þurfa sáralítil kol. að nota.
Þegar bæj arstj órn Isafj arðar
fór þess á leit við ráðuneyti
Emils Jónssonar og Viðskipta-
ráð að jafnaðarverð yrði sett
á kolin var þeirri ósk i engu
sinnt.
Þessi ákvörðun ráðuneytis-
ins er hin furðulegasta. Og við
henni verður engan vegin tek-
ið þegjandi. Hér er um mál að
ræða, sem varðar ekki aðeins
Vestfirðinga heldur og alla
landsmenn sem utan Reykja-
víkurbæ búa. Jafnaðarverð á
kolin er sanngirniskrafa, sem
krataráðuneytunum mun ekki
takast að þegja í hel enda þótt
hún sé fram borin af bæjar-
stjórn Isafjarðar, sem þau
reyna að gera allt til miska,
sem þau þora.
Á það hefur verið bent hér
að kolaverð í Reykjavík er lagt
til grundvallar við útreikning
vísitölunnar. Hið okurhúa.
kolaverð hér þýðir þess vegna
beina fölsun vísitölunnar. En
livað kemur það málinu víð?
Það er hægt að bjóða fólki út
á landi hvað sem er, að dómi
viðskiptamálaráðuneytisins.
En við svo búið verður e.kki
látið standa. Jafnaðarverð á
kolin er krafa, sem ekki verð-
ur kvikað frá.
------o------
Snorri Sturluson.
Frægð þjóða getur verið með
tvennum hætti: orðstír einstak-
linga eða lieildar, að sjálf-
sögðu getur hvort tveggj a sam-
an farið. Stórþjóðir vorra tíma
eiga gnótt frægra manna, en
styrkur stórþjóðar og áhrifa-
vald nægir eitt til að halda
nafni hennar á lofti, jafnvel
þó að hún sem slík sé liðin
undir lok. Hinar miklu her-
þjóðir fornaldar, t. d. Egyptar
og Assýríumenn hafa veglegt
sæti í veraldarsögunni, þó að
fáum frægum einstaklingum sé
af að státa, helzt herkonung-
um. Aftur á móti öðlast smá-
þjóðir orðstír fyrir tilverknað
frægra einstaklinga, sem orðið
hafa afreksmenn í listum og
vísindum, eða brautryðjendur
nýs siðgæðis og trúarbragða.
Sem dæmi slíkra þjóða má
nefna Gyðinga hina fornu og Is-
lendinga. Hellenar hinir fornu
eru oft til nefndir, en aldrei
voru þeir smáþjóð sambærileg
við oss, og sameinaðir hefðu
þeir verið stórveldi í fornöld.
Engin þjóð í heimi mun eiga
fleiri afreksmenn á andlega
sviðinu en Islendingar. Sökum
erfiðra skilyrða óx þó oftast
kyrkingskj arr, þar er háir
hlynir skyldu. Sérstakar
kringumstæður skópu menn-
ingarviðleitninni þröngan far-
Veg: hún leitaði útrásar nær
eingöngu í sagnalist og ljóða.
En eins og hvítfyssandi fljót í
gljúfraþrengslum hrífur oss
fremur en breiðstreym elfur á
sléttlendi, þanriig heillar nú
hin silfurtæra lind sagna vorra
frá 13. öld oss meira en marg-
breytni hinnar menningar-
legu „nýsköpunar“ vorra tíma.
Engin þjóð hefur farið fram
úr okkur í sagnalist óg Ijóðdís
vor þarf ekki að bera kinnroða
fyrir érlendum stallsystrum
sínum. Og slík var hógværð
flestra þeirra manna, er gáfu
heiminum þessi ódauðlegu
listaverk, að þeir létu ekki
nafns síns getið, svo að vér vit-
um sjajdnast, hverjum þakkir
og heiður ber. Þar hefur þó
þjóðin sem heild notið góðs af
og hlotið verðuga viðurkenn-
ing, þó að betur mætti enn. Og
um suma þessara manna er
það að segja, að þeir eru svo
fyrirferðarmiklir í landssög-
unni, að þeir gátu ekki auð-
veldlega leynzt, jafnvel þó að
]>eir reyni, og þeim verði tíð-
ræddara um herferðir eða
veizlur en bókmenntaafrek
sín og annarra. Á það einkihn
við um þá frændur Snorra
Sturluson og Sturlu Þórðarson.
Er hinn fyrrnefndi frægastur
allra Islendinga, fyrr og síðar.
Og þar sem nú er verið að
minnast lians með sérstökum
hætti, þykir hlýða að fara hér
um hann nokkrum orðum, þó
að lítt liæfi slíku viðfangsefni.
Snorri fæddist að Hvammi í
Dölum árið 1178 (fremur en
1179). Faðir hans var hinn
nafnkunni höfðingi Hvamm-
Sturla Þórðarson, en móðir
Guðný Böðvarsdóttir, goðorðs-
manns í Borgarfirði syðra, af
ætt Egils Skallagrímssonar, cn
móðir Böðvars var Valgerður
Markúsdóttir lögsögumanns
Skeggjasonar. Tengjast þar
tvær skáldaættir. Skulu menn
ekki þreyttir frekar með ætt-
artölum. Þeir, sem slíkt kunna
að meta, munu ekki telja eftir
sér að leita til frumheimild-
anna, Landnámu og Sturlungu.
Aðeins má geta þess, að Snorri
átti kyn sitt að rekja til helztu
höfðingjaætta landsins, og auk
þess nokkurra erlendra stór-
menna, er hann segir frá í rit-
um sínum, t. d. Rögnvalds
Mærajarls og Kjarvals Irakon-
ungs (Cearbhall í Ossory, f-
888). Hefði hann því getað sagt
líkt og Hallgerður: Eigi er að
undra, þótt ég hafi nokkurn
(metnað).
Eigi liöfðu forfeður hans i
karllegg lengi farið með
mqnnaforráð. Afi hans, Þórð-
ur Gilsson, eignaðist Snofr-
ungagoðorð eftir Mána-Ljót,
sonarson Snorra goða. Þórður
var vinsæll höfðingi og vel lát-
inn, en sonur hans, Hvamm-
Sturla, þótti mikill fyrir sér,
svo að orð var á gert („Enginn
frýr þér vits, en meirr ertu
grunaður um græsku“). Ekki
var hann þó verri en sumir
aðrir óeirðaseggirnir á þessum
upplausnartímum hins forna
íslenzka þjóðveldis. Og stóa'-
kostlegur þróttur bjó í kyninu,
svo að þeir bræður, Sturlusyn-
ir, þóttu nálega varpa skugga
á allar hinar fornu höfðingja-
ættir, er þeir voru vaxnir til
manns. Hefði engin ætt verið,
sökum þróttar og hæfileika,
betur fallin til forustu gegn á-
sælni erlends valds, ef borið
hefðu þeir gæfu til eindrægni.
Ein af síðustu deilum
Hvamm-Sturlu var við borg-
firzkan höfðingja og klerk, Pál
Sölvason í Reykholti. Ætlaði
Sturla að kúga út úr honum
stórfé og hugðist eiga alls kost-
ar, en Páll leitaði í liðsbón til
voldugasta höfðingja landsins,
Jóns Loftssonar í Odda. Veitti
hann Póli, og var nú við ofur-
efli að etja, Sturla varð einu
sinni að láta í minni pokann.
En til að mykja skap hans
bauð Jón fóstur Snorra, yngsta
syni lians, þá þriggja vetra.
Þessi atburður, svo þýðingar-
lítill sem hann kann að virð-
qst, hafði þó sína þýðingu fyr-
ir heimsbókmenntirnar, hætt
er við, að hlutur Snorra í þehn
hefði orðið minni, ef hann
hefði alizt upp vestur i Breiða-
fj arðardölum. Þar var ekkert
slíkt menntasetur sem Oddi.
Sæmundur fróði, afi Jóns,
hafði stofnað þar prestaskóla,
sem mikið orð fór af, voru
Oddaverjar allir klerklærðir
eftir þetta, að þvi er virðist,
þótt ekki tækju þeir allir
vígslur, enda var nú þess
skammt að bíða, að goðorðs-
mönnum væri bannað að vera
prestar. En menntunina kunnu
þeir að meta, og auðvitað naut
Snorri, fóstursonurinn, sömu
aðstöðu og synir ættai’innar.
Það eru því staðlausir stafir,
er fræðimenn hafa tuggið upp
hver eftir öðrum, að Snorri
hafi verið litt eða ekki lærður
á latínu. Og það voru ekki
eingöngu klerkleg fræði, serp
voru stunduð í Odda, lieldur
einnig ])jóðleg fræði. Sæmund-
ur samdi rit á latínu, sem oft
er vitnað í, og fleira mun hafa
verið ritað í Odda. Bókakostur
og kennsla hefur verið í bezta
lagi, og allt liefur umhverfið
verið gagnsýrt af fornri menn-
ingu og siðfágun. Má vera, að
Jón gamli Loftsson hafi stund-
um brosað í kampinn, er liann
sá þennan niðja hinnar nýju
herskáu höfðingjaættar bæla
siff við bókfell og skræður.
Verður nú að fara fljótt yfir
sögu. Tvítugur kvæntist Snorri
auðugri konu, Herdísi Bersa-
dóttur, goðorðsmanns á Borg.
Fékk hann brátt í hendur stað
og mannaforráð eftir tengda-
föður sinn. Þórður bróðir hans
hafði kvænzt til goðorðs á Snæ-
fellsnesi, en Sighvatur fór með
erfðagoðorð þeirra; varð þeim
það seinna að sundurlyndi.
Þórður, móðurbróðir þeirra,
gaf Snorra hálft Lundar-
mannagoðorð til styrktar gegn
ágengni Þórðar Sturlusonar,
en Snorri reyndist öllu verri
en bróðirinn. Næst náðj hann
tangai'haldi á erfðagoðorði
Reykhyltinga, og hállt goðoi’ð
eignxiðist hann norður í Húna-
þingi.
Lögsögumaður var liann frá
1215—1218 og aftur 1222—1231,
samtals 14 ár. Árið 1218 brá
hann til utanfarar og dvaldist