Vesturland - 18.07.1947, Blaðsíða 4
Landsmót stúdenta
XXIV. árgangur Isafjörður, 18. júlí 1947 26. tölublað
ísland þátttakandi í ráðstefnu
um viðreisn Evrópu.
Pétur Benediktsson, sendiherra er fulltrúi Islands á
ráðstefnunni.
Fulltrúi Islands á. sæti í nefnd, sem kosin var á ráð-
stefnunni til þess að gera tillögur um landbúnaðarmál og
matvælaf r a mleiðslu.
Arngerðareyrar-
bryggan fullgerð
S. 1. miðvikudag var fullokið
byggingu bryggjunnar á Arn-
gerðareyri. Er hún 70 metra
löng og þannig gerð að fremst
er steinker óg síðan 10 m. lang-
ur landgangur úr timbri upp
að steyptri uppfyllingu.
Bryggjan er hin traustbyggð-
asta og að henni mikiil sam-
göngubót.
Yfirsmiður við bryggjugerð-
ina var Kjartan Halldórsson
frá Bæjum. Hefur hann einn-
ig haft yfirumsjón með
bryggj ugerðinni á Melgras-
eyri.
■-----O------
Mikil umferð um
Þor skaf j ar ðar heiði.
Síðan að ferðir áætlunarbif-
reiða hófust yfir Þorskafjarð-
arheiði hefur verið mikil um-
ferð um þessa leið. Hafa stund-
um komið 3 áætlunarbifreiðir
í ferð með allt að 100 manns.
Margt ferðafólksins fer yfir
í Reykjanes og um Inndjúpið
en aðrir halda hingað til Isa-
fjarðar og vestur á firðina.
Fargjaldið með bifreiðunum
mrlli Arngerðareyrar og
Reykjavíkur hefur verið 130
kr. samkvæmt svokölluðum
„vetrartaxta“. Er það furðu-
lega hátt og væri fróðlegt að
kynnast rökurn Póststjórnar-
innar fyrir svo háu fargjaldi
á þessari leið. Verður að krefj-
ast þess að þessi „vetrartaxti“
verði tafarlaust afnuminn.
------0------
Dánarfregnir.
Mánudaginn þann 7. júlí
síðastl. andaðist úr hjartaslagi
i Hafnarfirði, Guðmundur
Sveinsson, fyrrverandi skrif-
stofustjóri hjá Kaupfélagi Is-
firðinga. Guðmundur heitinn
flutti fyrir tæpu ári til Hafnar-
fjarðar og tók þar við kaupfé-
lagsstjórastarfinu. Hann lætur
eftir sig konu og fimm börn.
Guðmundur heitinn var vel
látinn af öllum, sem kynntust
honum, enda prúðmenni mik-
ið, skyldurækinn og feglusam-
ur. Hann var ötull starfsmaður
Góðtemplarareglunnar hér á
Isafirði og lét sér bindindis-
málin jafnan miklu varða.
Þann 5. þ. m. andaðist hér á
Isafirði Guðbrandur Júlíus
Vigfússon, verkamáður, Brunn-
götu 20, 76 ára að aldri.
Þann 20. fyrra mánaðar and-
aðist á Sjúkrahúsi Isafjarðar
eftir þunga sjúkdómslegu,
Skúli Viggósson, sonur hjón-
anna Kristínar Guðmundsdótt-
ur og Viggós Guðmundssonar,
Fj arðarstræti 21 hér i bænum.
Sendiherra Breta, Sir Ger-
ald Shepherd, og sendiherra
Frakka, herra Henri Voillery,
komu 4. þ. m. á fund utanrík-
isráðherra og færðu honum
samhljóða orðsendingar ríkis-
stjórna sinna, þar sem Islandi
er boðið að senda fulltrúa ó
ráðstefnu um viðreisn Evrópu,
um áætlanir varðandi fram-
leiðslumöguleika og þarfir
Evrópulandanna og um nauð-
synlega skipulagningu i því
skyni að koma þeim áformum
fram.
Fræðsluráð er skipað 5
mönnum eins og skólanefndin
var, en þeir eru nú allir kosn-
ir af bæjarstjórn og ráðið kýs
sér sjálft formann, en formað-
ur skólanefndarinnar var, sem
kunnugt er skipaður af
menntamálaráðherra.
Bæjarstjórn hefur nú kosið
eftirtalda 5 menn í fræðsluráð
og 5 til vara:
Aðalmenn:
Frá Sjálfstæðisflokknum:
Baldur Johnsen, héraðslæknir
og Kristján Jónsson, fulltrúi
bæj arfógeta.
Frá Sósíalistaflokknum: Séra
Sigurður Kristj ánsson, sóknar-
prestur.
Frá Alþýðuflokknum: Helgi
Hannesson, kennari, og Birgir
Finnsson framkvæmdarstjóri.
V a r a m e n n :
Frá Sjálfstæðisflokknum:
Frú Guðbjörg Bárðárdóttir og
Matthías Bjarnason, bóksali.
Frá Sósíalistaflokknum: Har-
aldur Steinþórsson, ráðsmað-
ur.
Frá Alþýðuflokknum: Sig-
urður Guðmundsson, bakara-
meistari og frú Ingibjörg Eijn-
arsdóttir.
Til ráðstefnu þessarar, sem
hefjast mun í París hinn 12.
júlí n. k., er boðað á grund-
velli þeirra hugmynda, sem
fram komu á ræðu utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna liinn
5. júni s. 1.., og er öllum Ev-
rópuríkjanna, nema Spáni,
boðin þátttaka.
Ríkisstj órnin hefur ákveðið
að senda fulltrúa á ráðstefnu
þessa og var Island tíunda rík-
ið í röðinni, sem tilkynnti þátt-
töku sína í ráðstefnunni.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sina ungfrú Unnur Kon-
ráðsdóttir, Grundargötu 4 og
Eyjólfur Níels Bjarnason, raf-
virkjanemi, Aðalstræti 22, hér
i bæ.
MUNIÐ AÐ BORGA
VESTURLAND
Gjalddagi Vesturlands
var 1. júlí. Það eru vinsam-
leg tilmæli blaðsins til allra
kaupenda sinna að þeir
greiði árgjaldið, 10 kr., hið
allra fyrsta til afgreiðslunn-
ar, Uppsölum, Isafirði.
Landsmót stúdenta verður
haldið í Reykjavík og Reyk-
holti um næstu helgi. Aðalum-
ræðuefni verður handritamál-
ið.
Heiðursgestur á mótinu verð-
ur Sigurður Guðmundsson
skólameistari á Akureyri.
Stúdentar héðan, sem búast
við að verða eða geta verið
syðra um þessar mundir, geta
fengið nánari upplýsingar um
mótið hjá Kjartani J. Jó-
hannssyni, lækni.
------0-------
Viðskiptasamningur milli
Islands og Sovétríkjanna.
1 febrúarmánuði s. 1. sendi
ríkisstjórnin sendinefnd til
Ráðstjórnarríkjanna til við-
ræðna um ýms viðskiptamál.
Nefndina skipuðu:
Pétur Benediktsson sendi-
herra, og var hann formaður
nefndarinnar.
Pétur Thorsteinsson sendiráðs-
ritari, varaformaður nefndar-
innar.
Björn Ólafsson fyrrv. ráð-
herra.
Helgi Pétursson, fram-
kvæmdast j óri.
Ársæll Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri.
Og ráðunautur nefndarinnar
Sveinn Jónsson útgerðarmað-
ur.
Árangurinn af sendiförinni
var sá, að hinn 21. f. m. voru
undirritaðir kaup- og sölu-
samningar milli -Islands og
Sovétrikj anna. Var samið um
sölu á verulegu niagni af síld-
arlýsisframleiðslu Islendinga
sumarið 1947 og á tiltekriu
magni af hraðfrystum fiski.
Endanlegt magn hans verður
þó ekki ákveðið og fiskinum
ekki afskipað fyrr en sýnt er,
hversu mikið magn a.f lýsi fell-
ur í hlut Ráðstjórnarríkjanna
af sumarframleiðslunni. Enn-
fremur var samið um sölu á
verulegu magni af saltsíld og
þorskalýsi.
Frá Ráðstjórnarríkjunum
munu Islendingar kaupa, lcol,
sement, timbur og lítilsháttar
af krossvið og salti.
starfar á sama hátt og síðast liðinn vetur. Þriðja deild
hefst jafnframt barnaskólanum 15. október n. k., en
fyrsta og önnur deild hefjast 3. janúar. Skriflegar um-
sóknir um þriðju deild óskast sendar fyrir 1. september,
en umsóknir um fyrstu og aðra deild fyrir 15. nóvember
til undirritaðs, sem gefur nánari vitneskju.
Þóroddur Guðmundsson
skólastjóri.
Fræðsluráð ísafjarðarkaupstaðar.
Bæjarstjórn samþykkti fyrir nokkru að kjósa Fræðslu-
ráð Isafjarðarkaupstaðar, er kæmi í stað skólanefndar
gagnfræðaskólans og barnaskólans, en vildi þó fyrst fá
til þess heimild menntamálaráðuneytisins. Er sú heimild
nú fengin, enda hafði fræðslumálastjóri mælt með því að
fræðsluráð yrði kosið.