Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.08.1947, Blaðsíða 1

Vesturland - 29.08.1947, Blaðsíða 1
&GRS) sJeSSTFWZOWH 8dtiGFS3œ$»SMHXm XXIV. árgangur. Isáfjörður, 29. ágúst 1947 31. tölublað Framkvæmdir við Nónhornsvatn Verður Selá virkjuð í haust? Að undanförnu hefur all- stór vinnuflokkur unnið upp við Nónhornsvatn að holu- greftri, eins og Sigurður Þórar- insson j arðfræðingur lagði til að gert væri til að komast l'yrir lekann úr vatninu. Unnið var að 3—4 holum. Var ein peirra grafin um 8 metra niður, en þá þraut sprengiefni svo ekki var hægt að grafa dypra. Hins- vegar var borað enn niður um 2 m. og kom þá niður á vatn, hvort sem það er nú lekavatn eða grunnvatn. Af þeim holugreftri, sem framkvæmdur hefur verið, verður helzt dregin sú álykt- un, að lekinn sé svo neðarlega að erfitt muni að komast fyrir hann og hefta með steyptum vegg, með tilliti til þess mikla kostnaðar, sem því yrði sam- l'ara. Hinsvegar getur gröl'tur holunnar gefið glögga hug- mynd um Iegu lekalaganna og það aftur leitt til þess að liægt væri að þétta op laganna við vatnið sjálft með viðráðanleg- um kostnaði, hvort sem slík þéttun yrði-til frambúðar eða ekki, en úr því verða sérfræð- ingar að sjálfsögðu látnir skera, hvort slík þéttun þykir framkvæmanleg eða ekki. Er þess að vænta, að jarð- fræðingar vcrði fengnir enn á ný til að gefa sitt álit um þetta mál, eins og það horfir við eft- ir að l)úið er að grafa þessar tilraunaholur. Er það vitað mál, að raforku- málastjóri mun ekki sam- þykkja neinar framkvæmdir þar efra fyrr en jákvætt álit jarðfræðinga liggur fyrir um þá leið, sem farin verður til úr- bóta. Það er því þýðingarlaust, að vera með gj amm hér heima um að einhver ein ákveðin leið sé sú eina sjálfsagða og rétta. Til framkvæmda, sem stofnað er til á j)eim grundvelli fæst hvorki samþvkki raforkumála- stjóra né ríkisábyrgð, hvað l)á heldur fé. Tillögur um slíkar framkvæmojr eru því fjar- stæður og fram settar í blekk- ingar skyni. Því miður horfir enn ekki vel um það, hvernig hægt verði að fá orku úr Nónhornsvatni, sem upphaflega var ráðgert. En að því verður stefnt að það nýtist til fullnustu et'tir leiðum, sem sérfræðingar segja fyrir um. Sem stendur er verið að vinna að því að fullgera jarð- fyllinguna við stífluna beggja megin i núverandi stífluhæð, en frá henni var aldrei gengið til fullnustu, svo tryggt sé að á henni verði ekki skemmdir. Frekari hækkun stíflunnar meðan lekinn er óheftur, er bein fjarstæða. Til þess að reyna að fá aukna orku frá Nónhornsvirkj- un, sem allra fyrst, báru þeir Matthías Bjarnason og bæjar- sljóri fram svofelldar tillögur á siðasta rafveitustjórnar- fundi: „Þá leggjum við til að haf- inn verði undirbúningur að stiflugerð við Selá og reynt verði að flýta framkvæmdum eftir fremsta megni og að nú þegar verði sótt um fjárfést- ingarleyfi til þessara fram- kvæmda svo og innkaupsleyfi á byggingarefni. Þeir Chr. Högh Nilsen bæj- arverkfræðingur og Marzelíus Bernharðsson hafa atlmgað þetta mál nokkuð með okkur og hafa þeir eindregið lagt til að ekki yrði hugsað um dælu- stöð til þess að þrýsta frá- rennslisvatninu frá jiessari stíl'Iu inn á Nónhornspípuna, heldur verði hafðir kranar á Nónhornspípu ofan Selárpípu og annar á Selárpípu og er j)á hægl með því að loka l'yrir Nónhornspípu, að nota það afl, er favst úr Selá án þess að þurfa að eyða miklum hluta þess afls til að knýja dadustöð eins og fyrr hefir verið talað um. Þeir Chr. Högh Nilsen og Marzelíus Bernharðsson hafa lagt til að rafmótor verði hafð- ur upp við krana þessa á pip- unum og verði hann látinn loka og opna þessa krana. Frá mótornum verði rafleiðslur niður í stöðvarhúsið og verði gangsetning þar“. Lekavatnið frá Nónhorns- vatni kemur ásamt öðru yfir- l)orðsvatni af allstóru svæði saman við S.elá, um 40 metrum neðan við Nónhornsvatnsstífl- una. Selá er all vatnsmikil þarna. Standa vonir til þess að allmikil orka fáist úr Selá með A fundi Fræðsluráðs þann 6. þ. m. skýrði skólastjóri gagn- fræðaskólans frá j)ví að ljúka þyrfti við >mislegt, sem eftir væri við smíði skólahússins, svo sem tvöföldun á gluggum og innrétting á fatageymslu. Einnig þyrfti svo að leggja á- herzlu á að fá sem fyrst nauð- synleg tæki í íþróttahúsið úýja. Þá'gat skólastjórinn þess, að útbúa þyrfti eðlisfræðistofú i skólanum til framkvæmda við kennslu í verklegri eðlisfræði í skólanum. Halði hann átt tal um J)etta við fræðslumála- stjóra og fengið þær upplýsing- ar hjá honum, að kostnaður sem af þessu leiddi yrði að hálfu greiddur úr ríkissjóði. Fræðsluráð leit svo á, að mjög æskilegt væri við eðlis- fræðikennsluna, að j)essi tæki yrðu keypt, en vildi samt bíða með að taka endanlega ákvörð- un ])angað til upplýsingar um verð eru fengnar, og fól slcóla- stjóra og formanni Fræðslu- ráðs, að leita eftir tilboðum í þessi tæki. Jafnframt var formanni Fræðsluráðs falið að sjá um, j)ví að gera stíflu í hana og veita vatninu í aðalleiðsluna. Kostnaður við stíflugerðina í Selá er talinn mjög lítill og við- ráðanlegur. Standa vonir til, að með þessari framkvæmd verði hægt að nota mest allt lekavatnið frá Nónhornsvatni til rafmagnsframleiðslu enda þótt fallliæð j)ess hafi minnkað um 40 metra. Hinsvegar er sá hængur á að þarna getur ekki orðið um verulega vatnsuppi- stöðu og vatnsfoi’ða að ræða, og því erfitt að segja um hve úrbótin verður mikil vetrar- mánuðina. En víst er, að þetta ætti að geta orðið til þess að spara notkun vatnsforðans bæði við Nónhornsvatn og Fossavatn. að lokið verði við skólahúsið og iunréttingu í íþróttahúsið, svo sem að framan greinir. -------0------ Knattspyrnumót VESTFJARÐA III. flokkur. Nýlega er lokið knattspyrnu- móti Vestfjai’ða í III. flokki. Drslit urðu þau, að Hörður vann Þrótt með 3 mörkum gegn 1, Vestri vann Þrótt með 1 marki gegn 0, og Hörður vann Vestra með 3 mörkum gegn 1. — Hörður hlaut 4 stig, Vestri 2 stig og Þróttur 0 stig. Hörður bar því sigur af hólmi, eftir að keppni hafði áður ver- ið búin að fara fram á milli félaganna og jafntefli orðið milli þeirra allra. ..... o Breyting á skipun Útvarpsráðs. Sú breyting hefur fyrir skömmu orðið á Dtvarpsráði, að Sigurður Bjarnason, alþing- ismaður, hefur tekið j)ar sæti í stað Magnúsar Jónssonar, prófessors, sem sldpaður var formaður Fjárhagsráðs. Bættur aðbúnaðnr við verklega eðlisfræðikennslu í gagnfræða- skólanum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.