Vesturland

Árgangur

Vesturland - 09.04.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 09.04.1949, Blaðsíða 4
mmm ojsn® s/essrFwsxxn sdíœFssÆSJsmxm XXVI. árgangur 9. apríl 1949. 13. tölublað. Kjartan J. Jóhannsson, læknir: Hjálpmm húsmæðrunum. Leggjnm þeim lið í baráftimni við kulda, raka og óþrii Úr bæ og byggð. Fimmtugur. Sigurður Dalilmann, sím- stjóri, átti fimmtugsafmæli 31. marz s.l. Hann hefir verið starfsmaður Landssímans í 30 ár og símstjóri á Isafirði frá 1932. Fjörutíu og fimm ára. Ingibjartur Jónsson, skipstj. Pólgötu 4, átti 45 ára afmæli 29. marz s.l. Andlát. Hálfdán Hálfdánarson, fram- kvæmdarstj óri frá Búð í Hnífs- dal, andaðist á Landsspítalan- um aðfaranótt 2. þ.m. Hann var borinn til grafar í Reykja- vík i gær. Þessa merkismanns verður minnst nánar hér í blaðinu. Hjónaefni. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Jóhanna Hálfdán- ardóttir og Haukur 0. Sigurðs- son. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Margrét Ingi- mundardóttir, Vestmannaeyj- um og Einar Ólafsson frá Isa- firði. ÞAKKARÁVARP. Mínar hjartans beztu þakkir til allra þeirra Isfirðinga, sem styrktu mig í veikindum mín- um. Guð blessi þá og störf þeirra í framtíðinni. Isafirði, 8. apríl 1949 Sigurður Th. Inguarsson. Þakkarávarp. Frá vélstjórum á Suðureyri í Súgandafirði, hefur Björgun- arskútusjóði Vestfjarða borizt krónur sex hundruð og fimmt- án, sem er ágóði af nokkrum spilakvöldum vélstjóranna. Þá hefur sjóðnum ennfrem- ur borizt krónur fimmtán frá B. Isafirði. F.h. Björgunarskútusjóðsins þakka ég þessar gjafir. Kristján Kristjánsson, Sólgötu 2, Isafirði. Þakkarávarp. Ég vil, fyrir mína hönd og foreldra minna, tjá skólasyst- kinum mínum og kennurum við Gagnfræðaskóla Isafjarðar innilegar hjartans þakkir fyrir hina höfðinglegu peningagjöf, sem mér var færð nú fyrir skömmu. Ennfremur vil ég sérstaklega þakka skólastj óranum, Gústaf Lárussyni, fyrir alla umhyggju hans og fyrirhöfn mín vegna. Isafirði 28. marz 1949 Karl Trausti Sigurlaugsson. Bættar aðferðir við suðu mat ar, lýsingu og upphitun ibúð- arhúsa, eru að vinna á í harátt- unni við myrkrið, kuldann, rakann og óþrifin. Þegar forfeður okkar fluttu hingað til landsins, þekktu þeir ekki annað eldsneyti en tré og mó. Eldstæðin voru einföld, langeldar og hlóðir, en op á þekjunni fyrir reykinn. Til ljósa notuðu þeir feiti, lýsi eða tólg. Við þetta sat að mestu fram á daga núlifandi manna. Síð- an hafa framfarirnar verið stórstígar. 1 stað grútarlampa komu fyrst steinolíulampar, en siðar gas og rafljós. I stað opnu hlóðanna komu eldavélar og ofnar en síðar miðstöðvarhitun fyrir heil hús og nú siðast upphitun heilla bæja og borga með sameigin- legri hitaveitu. Það, hvernig hitaveiturnar eru hitaðar, fer eftir aðstæðum á hverjum stað. Þar sem heitt vatn er fáanlegt, er auðvitað sjálfsagt að nota það, ef öflun þess (þ.e. horanir og leiðsla) er ekki kostnaðarsamari en að hita vatnið upp á staðnum. Hitt er jafn sjálfsagt að hita vatnið á einum stað og leiða um hæ- inn, þar sem eins hagar til og hér, að ekki er heitt vatn fáan- legt úr jörðu, eins og sjálfsagt er að hafa rafstöð bæjarins eins stóra og þörf er á, en ekki litla heinn'lisrafstöð í hverju húsi, þó þær séu fáanlegar og ekki fyrirhafnarmeiri en olíu- kynt miðstöð. Það er jafn sjálfsagt eins og sjálfsagt er að leiða kalt vatn sameiginlega um bæinn, en ekki bera. í fötum eins og áður var siður, þegar fyrst var farið að tala mn að virkja rafmagn hér á landi. Þá reis upp fjöldi skammsýnna manna, sem ekki mátti heyra það nefnt. Það næði engri átt, væri allt of dýrt það myndi setja okkur á höf- uðið. Það sannaðist samt, að þeir sem vildu fá rafmagnið höfðu rétt fyrir sér. Rafmagnið var ekki aðeins til svo mikilla þæginda og vinnuléttis, að það þykir alveg ómissandi nú, heldur var það einnig ódýrara, þegar farið var að hafa stöðvamar nógu stór- ar. Alveg eins mun fara i hita- veitumálunum. Þeir, sem hafa fengið hita- veitu í hús sín, hvort heldur hituð frá sameiginlegri aflstöð eða með hveravatni, vilja ekki fyrir nokkurn mun missa af þessuni þægindum, ekki sízt af því að upphitunin verður líka ódýrari, en hún var áður með miðstöð í hverju húsi. Svo hefur það reynzt bæði i Reykjavík og líka erlendis t.d. i Danmörku (t.d. Esbjerg og Slagelse). Þetta fer ekki ein- göngu eftir því, Iivort kynt er kolurri eða olíu, heldur er það aðallega af því, að stærri kerf- in eru fullkomnari, og nýta eldsneytið betur, en geta auk þess oft brent ódýrara elds- neyti en unnt er að nota í heimahúsum. Það er sama frá hvaða sjón- armiði á þetta mál er litið, reyndin verður alltaf þannig að hitaveita er svo mikið hent- ugri og ódýrari en miðstöð í hverju húsi, þó kynt sé með olíu, að sjálfsagt er, jafnt frá sj ónarmiði einstaklingsins, bæjarfélagsins og þjóðarheild- arinnar, að velja hitaveitu, þar sem jafnvel hagar til og hér á ísafirði. Auk þess er um leið hægt að bæta úr raforkuskortinum sem hér er tilfinnanlegur og það rafmagn sem fæst frá eimtúr- bínustöðinni er a.m.k. 1/3 ódýr- ara en rafmagn væri frá diesel- rafstöð jafnstóm. Vafalaust er að jöfn og góð upphitun, sem hitaveita, gerir mögulega, gæti verið þáttur í verndun heilsunnar, auk þess sem reykur sá og sót, sem ein- mitt á góðviðrisdögum grúfir yfir hænum, hyrfi að mestu, og nyti þá betur hollustu sólar- ljóssins en nú er. Allir þekkja að brýn nauð- syn er að gera það sem unnt er til þess að létta störf þeirra, sem heimilisstörfin vinna. Reisum eimtúrbinustöðina, ekkert fljótvirkara og betra ráð er til, til þess að létta hús- verkin og auka þægindin á heimilum okkar. ------0------- Hressingarhæli í Reykjanesi. Alþingismennirnir, Sigurður Bjarnason og Hannibal Valdi- marsson flytja á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um und irbúning að stofnun hressing- arhælis í Reykjanesi við Isa- f j arðardj úp: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um athugun skilyrða til stofnunar hressingarhælis fyrir heilsu- veilt fóllc í Reykjanesi við Isa- fjarðardjúp. Verði í því sam- bandi leitað álits og tillagna landlæknis um fyrirkomulag og starfsemi slíkrar stofnunar. 1 greinargerð segirm. a. : Hér á landi er mikill slcortur margs konar heilbrigðisstofn- ana, sj úkrahúsa, hressingar- staða og heilsuhæla. Ber brýna nauðsyn til þess, að úr þeim skorti verði bætt eins fljótt og þjóðin hefur efni til þess að ráðast í byggingu þeirra. Með tillögu þessari er lagt til, að athuguð verði skilyrði á ein- um hinna heitu staða landsins til hyggingar og rekstrar einn- ar slíkrar stofnunar. Fljótt á litið virðist Reykjanes vera til- valinn staður fyrir hressingar- hæli, þar sem heilsuveilu fólki gæfist tækifæri til hvíldar og » hréssingar. Þar ér gnægð af heítu vátrii úr iðrum jarðar. Þar er ágætur sjóbaðstaður, þar sem sjór er heitur af hvera vatni. Ennfremur er liklegt, að auðvelt sé að koma þar við leirböðum. Skilyrði til íþrótta- iðkana eru þar einnig hin beztu. Við jarðhitann má rækta margs konar grænmeti. mwMMWffiitria—^iiMawn-aaOTaKin iiíwhwi imrarwreflrr"*?** Starfsstúlkur vantar á Elliheimili Isafjarðar frá 1. maí næst komandi. Allar nánari upplýsingar gefur forstöðukona heimilisins. Bæjarstjóri.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.