Vesturland - 16.06.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND
3
appdrættíslán
ríkissjóðs,
Þann 15. júní hefst að nýju alraenn sala skulda-
bréfa í B-flokki Happdrættisláns ríkissjóðs. Vegna
margra fyrirspurna, skal tekið fram, að öll A-flokks
bréf eru seld.
Þar sem meira en tveir þriðju hlutar skuldabréfa
B-flokks eru þegar seld, verða bréfin nú aðeins til
sölu hjá bönkum, sparisjóðum, póstafgreiðslum,
skrifstofum bæjarfógeta og sýslumanna og í skrif-
stofu ríkisféhirðis í Reykjavík. Óski aðrir umboðs-
menn Happdrættislánsins eftir að fá bréf til sölu,
geta þeir snúið sér til viðkomandi sýslumanns eða
bæjarfógeta eða beint til ráðuneytisins. Færri en
25 bréf verða þó ekki afgreidd frá ráðuneytinu.
í happdrætti B-flokks er eftir að draga 29 sinnum
um samtals 13 369 vinninga. Þar af eru 29 vinningar
75 000 krónur hver, 29 vinningar 40 000 krónur
hver, 29 vinningar 15 000 krónur hver og 87 vinn-
ingar 10 000 krónur hver.
Um þessa og fjölmarga aðra vinninga fær fólk að
keppa, án þess að leggja nokkurt fé í hættu, því að
bréfin eru að fullu endurgreidd, að lánstímanum
loknum.
Athugið sérstaklega, að vinningar eru undan-
þegnir öllum opinberum gjöldum, öðrum en eignar-
skatti.
Happdrættisskuldabréf ríkissjóðs er öruggur
sparisjóður og geta að auki fært yður háar f járupp-
hæðir, algjörlega áhættulaust. Með kaupum þeirra
stuðlið þér um leið að nauðsynlegri fjáröflun til
ýmissa framkvæmda, sem mikils verðar eru fyrir
hag þjóðarinnar.
Dregið verður næst 15. júlí.
Fjármálaráðuneytið, 10. júní 1949.
TILKYNNING
Viðskiptanefnd hefur úkveðið eftirfarandi hámarksverð á
brauðum:
Fransltbrauð ...........500 gr. kr. 1,55
Heilhveitibrauð........ 500 gr. kr. 1,55
Súrbrauð............... 500 gr. kr. 1,20
Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngd en að ofan greinir,
skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð.
Á þeim stöðuum, þar sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má
bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið.
Reykjavík, 31. maí 1949.
VERÐLAG&STJÖRINN.
TILKYNNING
Viðskiptanefndin hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjör-
líki, og verður verðið því framvegis að frádreginni niðurgreiðslu
ríkissjóðs sem hér segir:
I heildsölu ......... kr; 3,65 pr. kg.
1 smásölu ........... kr. 4,20 pr. kg.
Jáfnframt hefur nefndin ákveðið hámarksverð á bakarafeiti
í heildsölu kr. 5,85 pr. kg.
Söluslcattur er innifalinn i verðinu.
Reykjavík, 31. maí 1949.
VERÐLAGSST J ÖRINN.
Tilkynning
Vegna hækkunar á myndaleigu og annars kostnaðar
við kvikmyndarekstur, hækkar verð aðgöngumiða að
kvikmyndasýningum frá og með 29. maí, og verður
sem hér segir:
Pallsæti..........kr. 5,00
Betrisæti......... — 4,00
Almennsæti....... — 3,00
Barnasæti ........ — 2,00
ísafirði, 25. maí 1949.
Alþýðuhús Isfirðinga.
Þeir, sem ætla sér að fá
steinsteypurör (skolprör) í vor,
ættu að tala við mig sem fyrst.
Höskuldur Árnason,
Sundstræti 39, Isafirði.
STÚLKUR ÓSKAST.
Þrjár stúlkur óskast til Akur-
eyrar. Góð vinnuskilyrði.
Upplýsingar gefur:
Hanna Bjarnadóttir,
Mjallargötu 8.
Karlmannareiðhj ól
í óskilum.
Kjartan R. Guðmundsson,
Mánagötu 2.
KAUPI GULL
Höskuldur Árnason,
Sundstræti 39, Isafirði.
NOKKRAR STlTLKUR
óskast i síldarvinnu til Siglu-
fjarðar í sumar.
Upplýsingar gefur:
Elísabet Hálfdánardóttir,
Aðalstræti 13, Isafirði.
Sími 214.
TIL SÖLU.
Ný uppbyggð íbúð, 3 her-
bergi og eldhús er til sölu eða
leigu í Hnífsdal. Semja ber við
Jón Kristj ánsson,
trésmiður, Isafirði.