Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.08.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 12.08.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, simi 193 ------------------------------------------------------1 Bú er landstólpi. Bóndi er bústólpi. Landið er orðið kj ötlaust á miðj u sumri. Það er langt síðan að dilkakjöt var ófáanlegt í Reykjavík. Úti á landi er það ýmist þrotið eða á þrotum. Islenzkt smjör er ófáanlegt mestan hluta ársins og mjólkurskortur er árlega í kaupstöðum, lengri eða skemmri tíma. Kartöflur eru fluttar inn fyrir miljónir króna. Þetta eru blákaldar staðreyndir. mw Islendingar, sem í þúsund ár lifðu nær eingöngu á landbúnaði hafa ekki lengur í sig að éta af lífsnauðsynlegum íslenzkum landbúnaðarvörum. Svo alger hefur flótti fólksins verið frá sveit til sjávar undanfarna áratugi. Það er talið að nú vanti landsmenn um 40 miljónir litra mjólk- ur eða nyt 15—20 þús. kúa og 100 þús. tunnur af garðamat á ári, til þess að landbúnaðarframleiðslan fullnægi þörf þjóðar- innar. Áður var flutt út kjöt í stórum stíl, en nú vantar kjöt fyrir landsins eigin böjp. Afleiðing þessa skorts á landbúnaðarafurð- um verður óhj ákvæmilega sultur. Það er hlutverk hvers þjóð- félags að ala upp hraust og hamingjusamt fólk. Það er ekki hægt, ef fólkið fær ekki næga og holla fæðu, svo sem kjöt, mjólk, smjör og skyr. Hér er vá fyrir dyrum. Efling landbúnaðarins er þjóðarnauðsyn. Bújörðum og bændum þarf að fjölga. Land- rýmið er nóg. Aðeins tuttugasti og fimmti hluti af frjósömu og auðunnu ræktarlandi Islands er nú fullræktað. Bú er landstólpi. Hið ræktaða land er einn dýrmætasti og tryggasti höfuðstóll hverrar þjóðar. Án landbúnaðar geta Is- lendingar ekki lifað hamingjusömu lífi i þessu landi, hvorki líkamlega eða andlega. Landbúnaður og bændalíf er hollvættur menningar og manndóms. Menning Islendinga hefur verið bændamenning. Or sveitum landsins hafa flestir beztu menn þjóðarinnar komið og munu koma. Það vantar dugandi fólk, fjármagn og vélar til að rækta þetta land í stórum stíl. Landbúnaðurinn hefur skapað mikið fjár- magn á síðari árum, en það hefur flutzt með fólkinu til bæjanna. Verzlunar- og samvinnufélög bænda eru viða fjársterk. Fjár- magni þeirra, hefur því miður, ekki verið veitt út í sveitirnar til að rækta , húsa jarðir og reisa ný bændabýli, sem skyldi. Fé þeirra hefur um of farið í stórar verzlunarbyggingar í bæjun- um í gistihús, banka og iðnaðarfyrirtæki, sem oft eru alls óskyld landbúnaðarframleiðslu. Þessu þarf að breyta. Fjármagni bænda á að beina sem mest út í sveitimar sjálfar. Þar er þess mest þörf. Bændur eru stór- huga. Þá skortir nú mjög fjármagn til ræktunar og húsagerðar og ekki sízt vélakaupa. Sveitirnar verða að fá nauðsynlegt fjár- magn og vélar, ekki fyrst og fremst vegna sjálfra sín, heldur vegna hagsmuna þjóðarheildarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur flokka bezt skilið þessa nauðsyn bænda. Pétur heitinn Magnússon markaði í ráðherratíð sinni stefnu flokksins í landbúnaðarmálum, að auka ræktun landsins með stórvirkum vélum og létt bændum erfið jjjóðnytja störí' með nýrri tækni og betri byggingum. Bændur hafa fylgt sér um þessa stefnu og Sjálfstæðisflokkurínn mun bera hana fram til sigurs. Sement s verksmið j an verður reist á Akranesi. Atvinnumálaráðuneytið gaf s.l. þriðjudag út eftirfarandi tilkynningu: „ Með lögum nr. 35, 1. april 1948, var rikisstj óíninni heim- ilað að láta reisa verksmiðju með fullkomnum vélum og öðrum nauðsynlegum útbúnaði til vinnslu sements. Hinn 19. janúar 1949 skipaði atvinnu- málaráðherra Bjarni Ásgeirs- son þriggja manna nefnd til þess að ljúka rannsóknum og undirbúningi að byggingu sem- entsverksmiðj u hér á landi, í samráði við atvinnumálaráðu- neytið. I nefndinni áttu sæti dr. Jón E. Vestdal, formaður og verkfræðingarnir Jóhannes Bjarnason og Haraldur Ás- geirsson. Skeljasandur finnst. Eitt fyrsta verk nefndarinn- ar var að leita að nothæfum skeljasandi við Faxaflóa og fannst góður skeljasandur á svonefndu Sviði undan Akra- nesi, en við fund þessa sands gjörbreyttust allar aðstæður til sementsvinnslu hér á landi til hins betra, þar sem nægileg hráefni til sementsvinnslu eru nú fundin alveg við aðalmark- aðssvæðin á Suður- og Suð- Vesturlandi. Staðsetning verksmið j unnar. Er hér var komið máli skip- aði ráðuneytið aðra nefnd 5. þ. m. til þess að gera tillögur um staðsetningu sementsverksmiðj unnar. 1 þeirri nefnd áttu sæti Jón E. Vestdal, formaður, Ein- ar Erlendsson, arkitekt, Helgi Þorsteinsson, framkvstj. og Sig urður Símonarson múrara- meistari, Akranesi. Að athug- uðu máli lagði nefndin til að fyrirhugaðri verksmiðju yrði valinn staður á Akranesi. Áður hafði bæjarstjórn Akraness boðist til að leggja verksmiðj- unni til lóð við athafnasvæði hafnarinnar og veita ívilnun um hafnargjöld af framleiðslu verksmiðj unnar. Með hliðsjón af þessu hefur ráðuneytið ákveðið að sements- verksmiðjan skuli reist á Akranesi. I stjórn sementsverksmiðj - unnar hafa verið skipaðir til næstu fjögurra ára dr. Jón E. Vestdal, Helgi Þorsteinsson, framkvstj. og Sigurður Símon- arson, Akranesi“. Það kemur engum Vestfirð- ingi á óvart þótt Reykjavíkur- valdið þurfi að leita á sextugt dýpi i Faxaflóa til að komast lijá því að reisa sementsverk- smiðjuna á Vestfjörðum. Það er fleira en fiskur i flóanum þeim. -------o------- Hvernig draga mætti úr rafmagnsskorti næsta vetur. Föstudaginn 4. þ.m. fórum við undirritaðir inn í rafstöð og upp að Nónhornsvatni. Er- indi okkar var fyrst og fremst það, að kynna ökkur lekann á leiðslunni frá Nónhornsvatni. Við komumst að raun um, að á trépípunum eru a.m.k. 62 lekastaðir, þar af eru þó ekki nema fáir staðir, þar sem um mikinn leka er að ræða,. Lekinn er aðallega með „múffum“, eða um samskeytin á pípunum og virtist okkur að fremur auð- velt myndi að gera við lekann, með því að kalfatta með múff- unum og setja á þær skrúf- bönd; sem nóg er til af inni í rafstöð. Teljum við mjög áríð- andi, að þetta sé framkvæmt, áður en haustar að, eða sem allra fyrst. Þá teljum við mikið hefði verið unnið við það, að notfæra vatn það, sem tilfellur fyrir neðan aðalstífluna, enda þegar fyrir tveimur árum byggð stifla i þeim tilgangi. Álítum við sjálfsagt, að þetta sé gert svo fljótt, sem kostur er á. Ennfremur teljum við mjög áríðandi, að byggingu viðbótar innar við stöðvarhúsið og steypu stöpuls undir vélina vei’ði hraðað, svo öruggt sé að uppsetningu á mótorvél og raf- al, ásamt tilheyrandi mælitækj um verði lokið það snemma í haust, að hægt vei’ði að taka vélina í notkun þegar er fer að minnka í vötnunum. Isafjörðui’, 8. ágjst 1949. Björn H. Jónsson Jón H. Sigmundsson Samúel Jónsson Guðm. Þorvaldsson Helgi Guðmundsson Ól. Guðmundsson Athugasemd. Ut af ofanritaði’i grein hefir Vesturland snúið sér til for- manns í’afveitustjórnar og spui’st fyx-ir um það, hvaða ráð- stafanir hafi vexáð gei’ðar til að þétta trépípuna frá Nónhorns- vatni. Gaf hann blaðinxx þær upplýsingai*, að skipasmíða- - Framhald á 4. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.