Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.08.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 26.08.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND WSffll ' jj 3CH8 Zfc&VFrttSXXX SZXOfSfSJUSMfOfXX Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Gnpið þjofmn. Hótanir félagsmálaráðuneytisins um að setja Isafjörð undir opinbert eftirlit viku fyrir næstu bæj arstj órnarkosningar, vegna vanskila, hefur vakið reiði hér í bænum. Bæjarbúar skilja það, að það er fyrst og fremst vegna vanskila af hendi ríkissjóðs við bæjarfélagið svo og vegna lánsfj ártregðu, sem greiðsluörðugleikar bæjarsjóðs stafa. Þeir vita, að hvorki þingmaður kaupstaðarins, Finnur Jónsson, né félagsmálaráðuneytið hefur hreyft hönd eða fæti, til þess að greiða fyrir bæjarfélaginu, sem þeim ber bæði siðferðis- og lagaskyldu til. Það hefur ekki dregið úr réttlátri reiði manna að lesa, hvernig Alþýðublaðið hamast og svívirðir bæinn, til þess eins, að útiloka að hægt sé að fá nauðsynleg lán vegna stórfeldra framkvæmda, sem unnin hafa verið á siðari árum til hagsbóta. fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Mönnum skilst, að bæjarfélög eiga bein- línis heimtingu á að fá hagstæð lán til langs tíma vegna bygg- ingu skóla og menningarstofnana. Ríkisvaldið sjálft hefur livatt til bygginga þeirra og nauðsyn þeirra er óumdeilanleg. Ef láns- stofnanir geta ekki lánað til slíkra bygginga, verður sjálft ríkis- valdið að hlavipa undir bagga og lána til þeirra, en ekki að lióta 3000 íbúa bæjarfélags opinberu eftirliti og réttarskerðingu. Is- firðingar líta stoltir upp á hvern sem er, þó bæjarfélag þeirra þurfi á lánsíe að halda vegna vatnsveitu, rafveitu og skólabygg- inga. Þeir vita, að þeir hafa til þessa dags lagt þann skerf til þjóðarbúsins, að þeir eiga sania rétt og aðrir landsmenn til að fá drykkjarvatn, ljós og aðstöðu til að mennta börn sín. Þennan rétt getur hvorki Finnur Jónsson, Stefán Jóhann eða Alþýðu- blaðið svipt þá með svívirðingar- og rógskrifum í Reykjavik. Isafjörður — er ekki vanskila- og svikaaðili. Það er ríkis- sjóður, sem liefur suikið Isafjörð um lögákveðnar og rétt- mætar greiðslur, að undirlagi kratanna hér í bænum, samkvæmt dagskipan skóarans eftir kosningaósigurinn 1946, um að vinna á móti öllum framkvæmdum hér i bænum meðan Alþýðuflokk- urinn hefði ekki völdin. Finnur Jónsson hefur séð um fram- kvæmd þessarar dagskipunar hjá ríkisvaldinu. Ráðherrann, sem skuldar Isafirði miklu meira, en Isafjörður skuldar Tryggingar- stofnun ríkisins, lirópar slagorð óþokka allra tíma: Gripið þjóf- inn!! Það á að endurtaka ódæðisverkið að liengja smið fyrir bakara; Þetta mun ekki heppnast. Isfirðingar munu þjapþa sér saman og gjalda þeim mönnum sem að þessu tilræði standa rauðan belg fyrir gráan. Félagsmálaráðuneytið hefur áður ¥egið að Isafirði, en ailtaf greitt klámhögg. Þetta síðasta högg, sem það hefur greitt Isafirði er heimskulegasta og svívirðilegasta höggið, sem það hefur greitt bæj arfélaginu. Nú er mælirinn full- ur. Fylgið lirynur af krötunum hér í hænum. Jjað vita þeir for- ingjanna, sem enn eru eftir. Eins og rottur yfirgefa sökkvandi skip, hafa foringjarnir einn af öðrum yfirgefið flokkinn hér á Isafirði og flútt burt til þess að þurfa ekki að horfa upp á þær hrakfarir, sem floldturinn mun fá fyrir framkomu sína í hags- munamálum bæjarins á þessu kjörtímabili, i haust og í vetur. Embættisbréf Stefáns Jóhanns og skrif Alþýðublaðsins hafa opnað til fulls augu Isfirðinga fyrir bardagaaðferðum kratanna hér í bænum. Eðli litla nagdyrsins einkennir þær. Þeir Jiafa hlaupið í holur sínar hér heima og hafa hægt um sig, en naga og grafa undan þessu bæjarfélagi hvar og hvenær, sem þeir sáu sér leik á borði. Isfirðingar munu svara fyrir sig í haust og i vetur. Rógur og blekkingar um Isafjörð er ekki sigurstranglegt til fylgisaukning- ar meðal Isfirðinga. Vatnsveitunni fagnað. Heildarkostnaður vatnsveitunnar er nú 750 þús. krónur. S.l. laugardag ld. 9 f.h. var vatnsleiðslan frá Tunguá tengd við innanbæj arleerfi vatnsveit- unnar. Við þessa athöfn voru viðstaddir bæjarstjóri, bæjar- fulltrúar og verkamenn, er unnið hafa við vatnsveituna. Bæ j arstj órn bauð verlca- mönnum í skemmtiferðalag, var farið í bílum út að Arnar- neshamri og þaðan út á Bol- ungavíkurveg. Síðar um dag- inn var haldið lcaffisamsæti að Uppsölum. Bæjarstjóri, Sigurð ur Halldórsson, setti samsætið og bauð verkamenn og aðra gesti velkomna og þakkaði liann verkstjórum og verlea- mönnum fyrir vel unnið staj'f. Forseti bæj arstj órnar, Matthí- as Bjarnason, rakti sögu vatns- veitunnar hér í bæ og lýsti mannvirkinu. Gat hann þess, að mælingar, teikningu og áætl un verksins hefði fyrverandi bæjarverkfræðingur, Jens Högh Nielsen gert, en Kristján Halldórsson, verkstjóri, hefði séð um byggingu stíflunnar í Tunguá, og Kjartan Halldórs’- son, bæj arverkstj. hefði haft yfir umsjón með lagningu vatnsleiðsunnar til bæj arins og einnig endurbyggingu innan- bæjarkerfis. Heildarkostnaður vatnsveitunnar væri kominn i um 750 þús. kr. Þar af er erlent efni á fjórða hundrað þúsund krónur. Jafnframt gat hann þess, að þessi dagur væri mik- ill gleðidagur fyrir Isfirðinga, þvi nú fyrst eftir margra ára vatnsskort líæmi nóg vatn til bæjarins, og með lagningu þessarar vatnsveitu væri séð fyrir nægu vatni um langa framtið. Að lokum gat hann þess, að bæjarstjórn hefði þótt til lilýða, að minnast þessa at- burðar í framkvæmdasögu bæj arins, með þvi að bjóða verka- fólki því, er unnið hafði að framkvæmd þessa mannvirkis til fagnaðar til að láta í ljós þakklæti sitt til þeirra fyrir vel unnið starf við þetta kær- komnasta mannvirki er bæj ar- búar gátu fengið. Baldur Johnsen lét í ljós ánægju sína yfir þeim áfanga, sem náðst hefði með byggingu vatnsveitunnar fyrir heil- brigðismál bæjarbúa. Auk þess töluðu þeir Jón Jónsson, flokkstjóri, Kjartan Halldórsson, verkstjóri, Sigur- geir Sigurðsson, verkamaður og Guðmundur Árnason, kenn- ari. Fór samsæti þetta mjög vel fram og var sungið milli ræð- anna. Á bæjarstjórn þakkir slcilið fyrir að sýna verkamönn um sínum sóma fyrir störf þeirra. Þennan dag blöktu fán- ar víða við hún og er óliætt að fullyrða, að bæjarbúar al- mennt fögnuðu því að frá og með þessum degi heyrði vatns- leysið fortiðinni til. Sérstaklega er Iiúsmæðrunum vatnið gleði- efni, en þær hefur vatnsskort- urinn leikið verst. -----—O------- Stefna Sjálfstæðisflokksins. Frarahald af 1. síðu. Áskorun S j álf stæðisf lokksins. Sj álfstæðisflokkurinn skor- ar þessvegna á þjóðina að sam- einast undir merki hans, til sóknar gegn frekari lánleysi i efnahagsmálum, þröngsýni og eyðileggj andi stéttatogstreytu, upplausn og öryggisleysi. Reynslan sýnir, að hann hef- ur alþjóðarhagsmuni fyrst og fremst fyrir augum. Hann mun heyja haráttu sína, fyrir auknu atvinnuöryggi á þeim grund- velli, að afkoma allra stétta þjóðfélagsins byggist á því, að atvinnutæki þjóðarinnar séu rekin á heilbrigðum grundvelli án ábyrgða og miljónameð- gjafa frá sliguðum ríkissjóði. Þetta er stefna Yestfirðinga. Þetta er sú stefna,, sem Vest- firðingar munu fylkja sér um. Framleiðslustéttir Vestf j arða, sjómenn, útvegsmenn og verka menn, iðnaðarmenn og verzl- unarmenn skilja nauðsyn þess, að hún verði framkvæmd. Óvíða á Islandi vinnur al- menningur jafn einhliða að framleiðslustörfum og einmitt hér. Það er ekki hægt að telja þessu fólki trú um, að það græði á kapphlaupinu milli kaupgjalds og verðlags, stétta- togstreytunni og þröngsýninni. Sjómaðurinn vill geta selt af- urðir sínar á samkeppnishæfu verði á erlendum markaði. Bóndinn vill að til sé kaupgeta við sjávarsíðuna, til þess að kaupa afurðir hans. Áfram- haldandi verðbólgukapphlaup eýðileggur afkomuskilyrði béggja þessara dilja. Kjörorð þessara kosn- inga hlýtur þessvegna að verða: Með Sjálfstæðis- flokknum til eflingar framleiðslunni og sköp- unar atvinnuöryggis og bættrar afkomu almenn- ings og þjóðarbúsins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.