Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 09.09.1949, Qupperneq 2

Vesturland - 09.09.1949, Qupperneq 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 ------------------------------------- 411 kjósendur. „Sigurför“ Alþýðuflokksins á Isafirði. AlþýðufÍÁtkkurinn hefur verið að tapa fylgi í alþingiskosn- ingunum síðan 1931. Á 15 árum hefur kjörfylgi hans minnkað um 14%, eða nálega 1% á ári. Alþýðuflokkurinn tapaði „meiri- hlutaaðstöðu .sinni í bæjarstjórn Isafjarðar 1946 eftir 24 ára stjórn. Sjaldan er ein báran stök. I haust mun Alþýðuflokkur- inn tapa þingmanni kj ördæmisins, eftir 22 ára meðferð mála kaupstaðarins á Alþingi. I siðasta tbl. Skutuls er m.a. þessi klausa: „Og nú á að reyna að segja íslenzkum kjósendum þá fjarstæðu, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi möguleika á að ná hreinum meirihluta á Al- þingi. Eins og allir vita eiga 52 þingmenn sæti á Alþingi. Þar af á Sj álfstæðisflokkurinn 19 þingmenn. Þai'f þvi 27 þingmenn til að mynda hinn naumasta meirihluta. — Til þess þyrfti Sjálf- stæðisflokkurinn því að bæta við sig 8 þingmönnum! Já, það þarf sterka trú á fáfræði og heimsku kjósendanna. til þess að ætla þeim að gleypa slíka flugu“. Svo mörg eru þessi orð Skutuls. Það skal nú lítillega athugað hve mikil fjarstæða það er, að Sjálfstæðisflokkui’inn geti náð hreinum meii’ihljuta á Alþingi. I því sambandi verður ekki byggt neitt á þeirri staðreynd, að Sjálfstæðisflokkui’inn á nú vaxandi fylgi að fagna i landinu, bæði til sjávar og sveita, sem er bein afleiðing af þróttmikilli umbótastarfsenxi flokksins á síðai’i ár- um og skeleggri forustu uxxi viðkvæmustu og þýðingarmestu mál þjóðarinnar eins og stofnun lýðveldisins, íxxeðferð utan- ríkismállanna og nýsköpun atvinnuveganxxa til lands og sjávar. Þjóðin veit, að tilvist lýðveldisins og velmegun þjóðarinnar er fyrst og fremst að þakka ötulli forustu Sjálfstæðisflokksins i þessum málum. Þjóðin veit það einnig, að Sjálfstæðisflokkurinn mun allra flokka bezt tryggja það, að atvinnuvegii-nir megi blómgast og dafna til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Það er þetta, sem gerir það að verkum, að Sj álfstæðisflokkurimx er að vaxa, en Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru að minixka á íslandi. Báðir þessir flokkai' nxunu tapa stói’lega áhrifum á næstu árum. I um 20 ár hafa þessir flokkar haft aðstöðu til að taka þátt í stjórn landsins, að meira eða minna leyti. I skjóli þessarar aðstöðu hefur í þessum flokkunx sprottið upp heill her af mönnum, sem heimtar að vera á franxfæri ríkisins í nefndum ög ráðunx. Framfæi’i þessa nefndaliðs kostar þjóðina tugi nxilj- óna króna árlega. Áhrif þessara flokka er og hefur verið þjóð- inni dýrt spaug. Vegna ótvíræðra hagsmuna þjóðarinnar verð- úr að draga verulega úr áhrifum þeirra og svipta þá aðstöðu til að lifa snikjulífi, eins og átt hefur sér stað undanfarið. Bezta og einasta ráðið er að veita Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að stjórna landinu með hreinum þingmeirihluta, án þátttökxx þeirra Þetta er lafhægt. Sjálfstæðisflokkinn vantar ekki nema sárafá atkvæði í nokkmm kjördæmunx, tilj þess að fá hreinan þing- meirihluta. Ef miðað er við síðustu alþingiskosningar 1946, hefðu 411 kjósendur i átta kjördæmum getað veitt Sjálfstæðis- flokknum hreinan meirihluta á Alþingi eða 27 þingmenn. Til að vinna þessi átta kjördæmi þurftu 4 kjósendur í Vestui’- Skaftafellssýslu, 28 í Austur-Skaftafelljssýslu, 45 í Norður-Múla- sýslu, 57 í Vestur-Húnavatnssýslu, 63 í Strandasýslu og 67 í Mýra sýslu að kjósa frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins i stað franx- bjóðanda Framsóknarflokksins. Og 72 kjósendur í Vtestur- Isa- fjarðarsýslu og 75 kjósendur á Isafirði að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn í staðinn fyrir Alþýðuflokkinn. Þetta er aðeins 411 kjósendur. Það er ekki há tala af unx 75 þús. atkvæðisbærum mönnum í landinu. Þeir gátu og geta enn skapað sterka starfshæfa og ábyrga stjóm eins flokks í landinu. Sj álfstæðisflokkurinn minnir þessa rúml. 400 kjósendur á skyldurnar við sjálfa sig og þjóðina við kosningarnar í haxxst. Að Sj álfstæðisflokkxirinn geti fengið hreinan meirihlxxta á Al- þingi er hvorki fjarstæða eða skrum. Það er staðreynd, sem 400—500 kjósendur í átta kjördæmum geta gert að verxxleika 23. október í haust. Mesti hrakfallabálkur ís- lenzkra stjórnmála, Hannibal Valdimarsson, skrifar i síðasta Skutul mikla lofgerðarromsu um sigra Alþýðuflokksins og Finns Jónssonar í alþingiskosn- ingunum á Isafirði frá því 1927 Kúvending Hannibals. Mikið liggur nú við. Það þarf að rétta þá krata úr kútnum, sem hafa verið svo hugdeigii’, „að hi’ökkva í kuðung“ vegna skrifa Vesturlands mn málefna baráttu Alþýðufllokksins á lið- andi kjörtinxabili og „afrek“ Finns Jónssonar i málum kaup staðarins á Alþingi. Hinn „nxálsnj alli“ og „ötulji“ þing- maður þegir. Hann heldur livorki fund með liðsnxönnum sínum eða leiðarþing, til að skýra frá þingmál/uixx. Maður- imx, sem „bauð sig sjálfur franx“ er lijálparvana og á formælendur fáa. Finn vantar hjálp og Hannibal langax* á þing. Ef Hanniball skríður og gerist dyggur og trúr þjónn Stebba Jóh. og Finns fær hann að fara fram i Norður-lsafjarð- ai’sýslu. Það er hans eina ráð til að firra sig pólitískxxm hor- dauða. Nú skal öljlu gleynxt, sem gerðist i vor. Það eru fleiri en Jónas frá Hi'iflu, sem geta breytt um skoðun og það jafn- vel á enn skemmri tíma en hann. Um uppgjöf Hannibals og kúvendinga mætti segj a þetta: Finni er nú sálin séld sinnið meyrt af hor Bali mígur i þann eld er hann kveikti’ i vor. „Eilífðar“ Isfirðingur. Nú er Alþýðxxflokkurinn ekki „hugsjónalaus, gamall og værukær“. Nú er Finnur ekki hækja íhaldsins. Nú er Finnur hetja, sem lagt hefur alla sína andstæðinga glæsilega af velli. Hann hefur fellt biskup, rit- stjóra, kaupmann, tollstjóra, prófessor og hagfræðing. Finn- ur getur aldrei fallið. Svo kyn- legrar náttúru er ofurmennið, Finnur, að dónxi Hannibals, að hann „er og verður Isfirðingur þó að 1 ögheimili hans sé í Reykj avik“. Þessi „eilíf ðar“ Isfirðingur héldi vafalaust á- fram að vera Isfirðingur hinu megin á hvorn staðinn, sem hann færi, að áliti Hannibals. Tvöfaldur hefur nú Finnur verið talixxn unx dagana, en þetta er alveg ný hlið á „tvö- feldni“ hans. Alltaf að tapa. Menn gætu nú haldið að þessi „eilífðar“ Isfirðingur og „eiMfðar“ þingnxaður væi’i allt- af að auka fylgi sitt hér á Isa- firði. Eftir grein Hannibals eiga sigrar Alþýðuflokksins og Finns alltaf að hafa verið glæsilegx'i og. stórkostlegri við hver j ar alþingiskosningar. Hannibal nefnir tölur sem tala skýi’u máli, en þær segja bara alls ekki, að Alþýðuflokkurinn hafi vei’ið að auka fylgi sitt hér í bænum, eins og hann vill vera láta — heldur hið gagn- stæða, að Alþýðuflokkurinn hafi verið að tapa stórlega fylgi frá því 1931. Ef hvert „sigurár“ er tekið út af fyxár sig, hefur fylgi flokksins vex*ið þannig: 1927 ca. 58% greiddra atkv. 1931 — 61% — — 1933 — 53% — — 1934 — 54% — — 1937 — 55% — — 1942 — 48% — —■ 1946 _ 47% — — Hvar endar „sigurförin“. Þannig lítur sigurförin út. Frá því 1931 eða á 15 árum, hefur flokkurinn tapað Í4% greiddra atkvæða hér í bæn- um, en það er nálega 1% að meðaltali árlega. Þetta eru all- ir sigrarnir sem Hannibal er að gxxma af. Hvar halda nxenn að slik „sigurför“ endi? Er ekki full ástæða til þess „að hrökkva í kuðung“. Ekki sízt er þess er gætt, að það var sjálfur dómsmálaráðherra ný- sköpunarstjórnarinnar, Finnur Jónsson,, skrýddur stolnum fjöðrum bak og fyrir, sem fékk aðeins 47% greiddra at- kvæða á lsafirði 1946. Siðan hefur ráðherratitillinn og stolnu fjaðrii’nar fallið af Finni. Hann hefur ekki reynzt

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.