Vesturland

Árgangur

Vesturland - 31.10.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 31.10.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 __________________________ rr ^ _____________________> Val þjóðarinnar. Þjóðin hefur gengið að kjörborðinu og lagt lóð sitt á meta- skálar stjórnmálaflokkanna, og dæmt um stefnur þeirra og störf. Orslit kosninganna eru nú kunn. Sj álfstæðisflokkurinn hefur fengið 19 þingsæti, Framsóknarflokkurinn 17 (vann þrjú), Sósíalistaflokkurinn 9 (tapað einu) og Alþýðuflokkurinn 7 (tapað tveim). Alþýðut'lokkurinn einn tapaði fylgi, eins og við var búizt. Lækkaði fylgi hans úr 17,8% og niður í 16,5%. Sósíal- istaflokkurinn stóð í stað, en Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn juku fylgi sitt nokkuð. Flokkaskipunin á Alþingi er þannig að mestu óbreytt. Það spáir ekki góðu um að nýir stjórnarhættir verði upptelcnir til heilbrigðara og ábyrgara stjórnarfars sem þjóðinni er hvað mest þörf á Orslitin tala þó sínu máli. Þau sýna a.m.k. þrennt: að þjóðin styður ótvírætt núverandi utanríkisstefnu landsins, að þjóðin vill taka fastari tökum á verðbólgunni og loks að þjóðin hefur ekki enn gert sér grein fyrir eðli og vinnubrögðum kommúnista. Á sama tíma og frændþjóðir okkar á Norðurlöndum svipta kommúnista fylgi stórkostlega halda þeir fylgi sínu óskertu hér heima. Þetta er óhugnanlegasta staðreyndin, sem dregin verður af kosningaúrslitunum. Staðreynd sem skapar aukinn glundroða í stjórnmálunum og erfiðleika á myndun þingræðisstjórnar, sem líkleg er til að geta tekið vandamálin föstum tökum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótað utanríkisstefnu landsins og varað alvarlegast við áhrifum kommúnista á utanríkismálin. Sjálfstæðisflokkurínn hafði frumkvæði um nýsköpun atvinnu- veganna og hefur sett sér það marlc að tryggja blómlegt at- vinnulíf — atvinnu og velmegun í landinu á grundvelli hins fi’jálsa framtaks. Sjálfstæðisflokkurinn bcnti þjóðinni á, að at- vinnuvegirnir væru komnir í þrot af völdum vei’ðhólgu, þrátt fyrir styrkja,- og niðurgreiðslustefnu undanfarinna ára. Lengra yi’ði ekki gengið á þeirri hraut. Það yrði ac) stefna að styrkja- lausum atvinnurekstri, afnámi hafta og hallalausum ríkisbú- skap. Sj álfstæðisflokkurinn fékk ekki fylgi þjóðarinnar til að framfylgja stefnu sinni. Varnaðai’orð hans fengu ekki nægan hljómgrunn hjá þjóðinni. En ekki veldur sá er varar. Framund- an er áfi’amhaldandi samstjórn í einhveri’i mynd eða algert stj ónmálalegt öngþveiti. Tilkynning frá skrifstofu bæjarstjórans á ísafirði Þeir útsvarsgreiðendur í Isafjarðarkaupstað, sem enn lxafa ekki greitt að fullu útsvör sín fyrir yfii’standandi ár, eru hér með minntir á, að síðasti gjalddagi útsvaranna er 1. nóvember n. k. Það sem ógreitt verður af útsvörunum 10 nóvember, verður afhent til lögtaks. Gjaldendur eru vinsamlegast áminntir um að gera bæjai’sjóði skil á ógreiddum gjöldum sínum nú um mánaðarmótin. Isafirði, 28. október 1949. Skrifstofa bæjartjórans á Isafirði. Staksteinar. Pínulitli flokkurinn minnkar enn. Pínulitli flokkurinn, Alþýðu- flokkui’inn, er enn að minnka. Fyrir kosningai’nar hafði hann 9 þingmenn en fær nú 7. Fyrir kosningarnar hafði flokkurinn 17,8% atkvæða, en hefur nú 16,5%. Sjá hér hve illan enda, ódyggð og svikin fá. Ofan á tapið i kosningunum bætist svo það ólán flokksins, að „vitlausi maðurinn í skutnum“, Hanni- hal sem sveik í Sjálfsíæðismál- inu og elti kommúnista i utan- ríkismálum flaut inn á þing, sem uppbótarmaður. Dálagleg upphót það. Ekki nóg með það. Annar vandi’æðagepill verður uppbótarþingmaður fyrir Al- þýðuflokkinn, Gylfi Þ. Gísla- son. Milli tveg'g'ja ræningja. Aumingja Stefán Jóhann. Hann á hágt. Eina leiðirt til að koma honum á þing var að „raða“ honunx á landslista. Engu kjördæmi va,r treyst til þess að tryggja forsætisi’áð- herra Islands þingsetu á venju- legan hátt. Það varð að „raða“ honum og nú flýtur hann inn sem uppbótarþingmaður með „vitlausa manninum í skutn- unx“ og Gylfa Þ. Sýnist mönn- um ekki, að Stefán Jóhann sé á milli tveggja ræningja? Rútur og Rútsbróðir. Finnhogi Rútur Valdimars- son, oddviti Kópavogshi-epps, sezt nú á þingbekki, sem þing- maðiu’ kommúnista. Hann vav áður einn af leiðtogum Alþýðu flokksins og ritstjóri Alþýðu- blaðsins. Síðan að Hannibal Rútsbróðir komst á þing, sem uppbótarþingmaður, er það vit að mál, að hann hefur í öllu hlýtt forystu þessa yngra bróð- ur síns, sem e.t.v. er eðlilegt, jxar sem Rixtur er honum stór- um fremri að gáfum og menntun. Báðir eru á sömu leið, Rútur og Rútsbróðir. Rút- iii’ er aðeins dálítið hreinskiln- ari. Hann bauð sig fram fyrir konnnúnista og situr fyrir þá á þingi. Rútsbróðirinn býður sig hinsvegar fram fyrir kratana °g þiggur af þeim „uppbót“. En þegar á þing kemur mun hann framvegis, sem hingað til fylgja línunni úr Kópavogi. Slikt er lánleysi Alþýðuflokks- ins. Vonsvikinn frambjóðandi Hannibal Rútsbróóir var mjög drjúgur af fylgi sínu í Norðui’-lsaf j arðarsýsl u áður en talning atkvaða hófst. Hafði hann m.a. á orði, að nann ætti rúman helming atkvæða í sýsl- unni frá Horni að Ósbrú i Bol- ungarvik. Svo hrapalega höfðu smaladi’engir hans, Gunsi rukk ari og Malli litli klappari, blekkt þessa auðtrúa sál. En mdkil urðu vonbrigði „Karlsins í kassanum", þegar úrslitin urðu kunn. Hvoi’ki fyrir innan né utan Ósbrú kornst hann neitt nálægt meirihluta. Það sáu Noi’ðui’-lsfii’ðingar um. Gunsi og Malli, þið ættuð ekki fi’amvegis að skrökva svona að vesalings Hannibal. Það er svo ægilega ljótt. Sama sagan hjá Framsókn. Ekkd fór frambjóðandi Frarn- sóknar, flokks fyrrverandi bænda, neina frægðai’för í Norður-lsáf j arðarsýslu nú frekar en fyri’i daginn. Þórður Hjaltason fékk 84 atkv. og 10 á landsdlista. Kristján frá Gai’ðs- stöðum fékk þó 127 atkv. 1942, um haustið. Mun Þórð Hjalta- son nú iðra sárlega hól sitt um Rútsbróðurinn á framboðs- fundunum. Telur hann, að Hannibal hafi „stolið“ af sér allt að 30 atkv. Deila þeir fé- lagar nú ákaflega unx jxessar gripdeildir. Ber Þórður sig nxjög aumlega en Hannibal liælist urn. Stærsti ósigur Hannibals. Einn kjósandi úr Norðursýsl- unni fékkst til þess að skrifa meðmæld með Hannibal fyrir kosningarnar, öldúngurinn Eggert Lárusson í Bolungarvík, heitti’ixaðu r og flokksbundinn kommúnisti, sem jafnframt hafði ski’iflega rnælt með Jóni Timótheussyni. En svo bregð- ast krosstré sem önnur tré. Á kjördag lýsti jxessi aldni heið- ursmaður því yfir, að hann tæki meðmæli sín með Hanni- bal aftur og kysi engan annan en frambjóðanda kommúnista. Svo fór um sjóferð þá. Aðalfundur verður haldinn í h. f. Norðurhöf að Hótel Borg í Reykjavík laugardaginn 5. nóv. n.k. kl. 3 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.