Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.06.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 14.06.1951, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND 1 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. _______L_____________________________________________________i Sjálfstæði íslands. Þann 17. júní n.k. eru liðin 140 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, mannsins, sem við Islendingar eigum mest að þakka, mannsins, sem fómaði öllu ævistarfi sínu einvörðungu til þess að frelsa þjóð sína, leysa hana úr viðjum harðstjómar danskra einvaldskonunga, reisa hana upp úr fátækt og eymd og geía henni nýja von og trú á sjálfa sig og land sitt. Þessa manns ber okkur að minnast með þakklátum huga og gæta þess vandlega, að ekki falli hinn minnsti blettur eða skuggi á minningu hans. Það er í samræmi við hina djúpu virðingu okkar fyrir minningu þessa þjóðarhöfðingja að velja einmitt fæðingardag hans, 17. júní, þess að stíga lokaskrefið í frelsisbaráttu okkar með stofnun hins ís- lenzka lýðveldis á Þingvöllum 1944, og um leið og við höldum há- tíðlegt 7 ára afmæli Lýðveldisins ísland heiðrum við minningu hans bezt með því að strengja þess heit að standa fast saman um þjóðemi okkar og tungu og hin fornu, helgu mannréttindi okkar, sem eru grundvöllurinn fyrir lýðræðinu og frelsi þjóðanna. Frá fornu fari hefur verið fastmótuð í þjóðarvitund okkar djúp virðing fyrir lýðræðinu. Forfeður okkar flýðu undan harðræði Haraldar hárfagra og stofnuðu hér sitt eigið ríki. Þeir þoldu ekki ofríki ein- ' valdans. Nú á þessum tímum höfum við skipað okkur í raðir hinna vest- rænu lýðræðisríkja, sem eru staðráðin í því að standa vörð um lýð- ræðið og frelsið í heiminum, og við höfum tekið á okkur þær skyldur, sem því em samfara. Þjóðskipulag okkar er byggt á lýðræði, og á þeim grundvelli viljum við, að það hvíli framvegis. Því miður eru samt til þeir íslendingar, sem eru annarar skoðunar í þessum málum. Þeir vilja lýðræðið feigt. Þeir vilja afnám almennra, frjálsra kosninga og alræði hins rússneska einvalda, sem einn er óskeikull og hans skoð- anir því þær einu réttu, og að þeirra áliti er það glæpur að hafa aðra skoðun, þótt um mestu smámuni sé að ræða. 1 Verkalýðsblaðinu, sem gefið var út af kommúnistum, standa þessi orð í 23. tbl. 1932: „En þegar búið er að taka ákvarðanir verða allir að fylgja þeim fram sem einn maður. Og þess er ekki aðeins krafist, að ákvörðununum sé fylgt í orði kveðnu, heldur verða menn að starfa jafn ötuliega, þótt þeir séu á öðru máli.“ Þannig lýsa kommúnistarnir skoðanafrelsinu innan flokks þeirra, skoðanir flokksstjórnarinnar eru þær einu réttu, og þar, sem þeir ráða ríkjum, gildir hið sama um skoðanir þjóðarinnar og einvaldans. Markmið kommúnista er að koma hér á rússnesku lepp-ríki, enda hafa þeir stundum ekki farið neitt dult með það. Jóhannes úr Kötlum byrjar t.d. þannig eitt kvæði sitt: „Sovét-lsland, óskalandið, hvenær kemur þú?“ og H. K. Laxness segir í Þjóðviljanum 27. september 1939, þegar Rússar hernámu hálft Pólland: „Ég skil ekki almennilega, hvernig bolsévikar ættu að sjá nokkurt hneyksli í því, að 15 milljónir manna eru þegjandi og hljóðalaust innlimaðir undir bolsévismann. Mér skilst, að slíkt hljóti að vera bolsévikum fremur fagnaðarefni en ástæða til hneykslunar.“ Myndi það síður vera fagnaðarefni fyrir hann og fylgi- fiska hans, ef við, innan við 15 tugi þúsunda, værum innlimaðir inn í „paradísina“ ? Að þessu markmiði, Sovét-íslandi, vinna þeir samkvæmt hinni ill- ræmdu reglu Jesúítanna: „Tilgangurinn helgar meðalið". Þessvegna saurga þeir nú nafn frelsishetju okkar, Jóns Sigurðs- sonar, er þeir beita því fyrir sig í landráðaáróðri sínum. Nú telja þeir vænlegt til vinsælda að hampa nafni hans og hrópa hátt úti á torgum og gatnamótum um innilega ættjarðarást sína og fórnarlund fyrir föður- landið, sem sífellt sé verið að selja. En úlfshárin gægjast alls staðar undan sauðargærunni, og þjóðin lætur ekki blekkjast af hræsni þeirra. Hún man, að þessir sömu menn, sem nú standa með vot augu af krókódílatárum, er þeir sjá íslenzka fánann dreginn að hún, sögðu áður: „Þjóðfáninn er hermerki auðvaldsins.“ og hún man einnig, að sömu mennirnir, sem nú standa og drúpa höfði í lotningarfullri ,auðmýkt yfirdrepsskaparins og skinhelginnar, er þeir hlusta á þjóðsönginn, sögðu áður: „Hver, sem stendur upp eða tekur ofan, er þjóðsöngurinn er TILKYNNING Nr. 18/1951. Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum: Heildsöluverð án söluskatts...... kr. 34,67 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti..... — 35,74 — — Smásöluverð án söluskatts ......... — 38,42 — — Smásöluverð með söluskatti....... — 39,20 — — Sé kaffi ópakkað, skcd það vera kr. 0,40 ódýrara hvert kíló. Reykjavík, 16. maí 1951, VERÐLAGSSKKIFSTOFAN. TILKYNNING. Nr. 19/1951. Fjárhagsráð hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: N iðurgreitt: Óniðurgreitt: Heildsöluverð án söluskatts......... kr. 7,32 kr. 13,14 pr. kg. Heildsöluverð með söluskatti Smásöluverð án söluskatts . Smásöluverð með söluskatti . .... — 7,73 — 13,55 ----- .... — 8,43 — 14,31------ .... — 8,60 — 14,60 ----- Reykjavík, 16. maí 1951, VERÐLAGSSKEIFSTOFAN. Ú ts var Sg jaldendur eru hér með alvarlega áminntir um að greiða bæjarsjóði Isafjarðar nú þegar þann liluta útsvarsins fyrir 1951, sem fallinn er í gjalddaga lögum samkvæmt, en sá hluti nemur nú % hlutum af útsvari þeirra fyrir s.l. ár. Kaupgreiðendum ber að skila nú þegar, og ávallt jafnóðum, útsvörum sem þeir hafa innheimt hjá verkamönnum, sjómönnum og öðru starfs- fólki. Skorað er á gjaldendur, sem eiga kröfur á bæjarsjóð, eða aðrar stofn- anir bæjarins, er þeir hafa hugsað sér að láta mæta útsvarsskuldum sínum, að gefa bæjargjaldkera nú þegar upp allar slíkar kröfur. Isafirði, 17. maí 1951. BÆJARSTJÓRI. TILKYNNING frá stjórn íþróttavallarins. Að gefnu tilefni tilkynnist, að öll not íþróttavallarins til kappleikja, eða annarar íþróttastarfsemi, er óheimil nema með leyfi vallarstjórnar hverju sinni. DANIEL SIGMUNDSSON (form. vallarstjórnar) Tvö herbergi og eldhús til leigu á Hlíðarvegi 24. LAXVEIÐIÁ TIL LEIGU. Laugardalsá í Ögurhreppi er til leigu í sumar — einstaklingi eða félagi. Upplýsingar gefur SAMCEL GUÐMUNDSSON HRAFNABJÖRGUM sunginn, er þýlynt yfirstéttarelement." Hún man feril þessara manna, og sporin hræða sannarlega. íslendingar, höldum því uppi merki Jóns Sigurðssonar, „Eigi að víkja“, og berjumst ótrauðir fyrir hugsjónum hans, hugsjónum lýð- ræðisins, og vísum á bug landráðastefnu kommúnista. Þá er sjálfstæði íslands borgið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.